Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 21
MORGU&BIiADll) FJÖLMIÐLAR súwíii>AGtR- 3 OKTótíÉR.Í9S9i: -............................................C 21’ FÓLK i fjölmiðlum ■ SIGRÍÐUR Pétursdóttir ftill- trúi dagskrársígóra á Rás 1 mun í vetur hafa umsjón með nýjum matreiðsluþáttum í útvarpinu. Þættir þessir verða á föstudags- morgunum kl. 9.03 og bera heit- ið „Pottaglamur gestakokksins" Kokkar þeir sem koma fram í þessum þáttum eru annað hvort útlendingar búsettir hér- lendis eða Is- lendingar sem hafadvalið SIGRÍÐUR erlendis til PÉTURSDÓTTIR langframa. Hver þáttur mun helgaður einni þjóð og verða þeir svo kryddaðir með frásögn- um af heimilisvenjum og siðum sem gætu komið Islendingum spánskt fyrir sjónir, fróðleiks- molum um land og þjóð og þjóð- legri tónlist. Dæmi um það sem hlustendur geta fræðst um í þess- um þáttum eru m.a. graskers- baka frá Kanada, rækjuklattar frá Víetnam og lúðuréttur frá Mexíkó. Heimsútvarp BBC í hættu HEIMSÚTVARP BBC - BBC World Service — á í svo miklum fjárhagserfiðleikum að útsendingar þess á 37 þjóðtungum eru í hættu. Ástæðurnar eru mikil verðbólga, hækkuð húsaleiga í aðalstöðvunum (Bush House) og launahækkanir starfsfólks. Um 120 milljónir manna hlusta á BBC World Seivice í hverri viku. Bretland: Samkeppnin eykst á sunnudagsblaðamarkaði iP eter Cole er ritstjóri hins nýja sunnudagsblaðs. Hann segir að sennilega verði þeir að bíða fram í nóvember til að sjá hver framtíð blaðsins verður. Þrátt fyrir gott upphaf má búast við bakslagi í segl- in þegar nýjabrumið er farið af blað- inu. Ritstjórar hinna sunnudagsblað- anna á Bretlandi, The Sunday Ti- mes og The Observer bera blendnar tilfinningar til hins nýja blaðs. Don- ald Trelford ritstjóri The Observer segir að hið nýja blað sé áhugavert en hann á ekki von á að það ógni lesendafjölda síns blaðs. Þó viður- kennir hann að fyrsta útgáfan hafi verið óvenjulega fagmannleg. Peregrine Worsthorne sem nú ritstýrir leiðaraopnu hins nýja blaðs, en var áður ritstjóri Sunday Te- legraph segir hinsvegar að blaðið hafi alla burði í að leggja The Obs- Fyrsta útgáfan af nýju sunnu- dagsblaði í Bretlandi siðan 1961 gekk vonum framar og seldist upplagið upp. Alls voru prentuð 680.000 eintök af fyrsta tölublað- inu sem er nokkru meira en í upphafi var áætlað. Blaðið ber nafnið “Sunday Correspondent" og áforma eigendur þess að gefa það út í 360.000 eintökum að jafii- aði. Með tilkomu þessa blaðs hef- ur samkeppnin á sunnudags- blaðamarkaðinum á Bretlandi aukist að mun. Íerver af velli. Það geri á árang- ursríkari hátt hluti sem The Obser- ver gerði áður og að hans mati I gæti það gert enn betur. “Ég held að The Observer gæti horfið af sjón- I arsviðinu," segir hann. ÞJÓÐA R NY HARNAKVÆM SÖGUSKYRING ÓMARS. HEFST 7 OKTÖBER Æringinn ÓMAR RAGNARSSQN tekur bakföll inn á sögusviðið og þeysir með okkur 30 ár aftur í tímann. Ekkert er heilagt og engum hlíft - höfðingjar reynast hrekkjalómar pg kennimenn kroppar. - Þetta er Omar eins og hann reynist óútreiknanlegastur. Til fulltingis Ómari eru: Arftaki hláturvélarinnar :MMI GUNN.; Næturgalinn Ijúfi HELGA M0LLER; Læknir- inn tónelski HAUKUR HEIÐAR; LEYNIGESTUR og hljómsveitin sem heldur uppi dúndrandi stemmningu langt fram á nótt. LISTAGÓÐUR MATSEÐILL (Val á réttum.) )AVERÐ (m. mat) 3600 kr. Húsið opnar kl. 19 Aðgöngumiði með mat og gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 á mann ( Gildir jafnt fyrir borgarbua sem aöra landsmenn ) Stjórnandi: BJORN BJORNSSON. Utsetningar: ARNI SCHEVING. Ljós: KONRÁÐ SIGURÐSSON. Tæknimaöur: JON STEINPORSSON PörUunarsimi: Virka daga Ira kl. 9-17. s. 29900 Föstud. og laugard. eftirkl. 17. s. 20221.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.