Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ IViAMIMLÍFSSTRAUIVIAR SUNNU!3AGjj|R;i. OKTÓBEB 1989 . Cr 13 Antoni van Leeuwenhoek frá skjóðunni. Þetta varð kveikja að margra ára umfangsmiklum bréfaskiptum því að Leeuwenhoek grunaði að þeir í Konunglega kynnu að meta það sem honum kom aldr- ei til hugar að trúa forvitnum en fávísum nágrönnum fyrir. Hann kom víða við í bréfum sínum, fimb- ulfambaði um allt milli himins og jarðar en inni á milli komu lýsingar á því sem hann sá í kíkinum góða, og í hugum viðtakenda var deginum ljósara að þar voru heldur en ekki fréttir í bland. Svo kom að því að upp rann stóra stundin í lífi Leeuwenhoeks. Dag einn hvarflaði að honum að gaman gæti verið að skoða hversdagslegt fyrirbæri eins og vatn. Hann sótti sér lögg úr keri sem stóð úti í garði og rigningarvatn safnaðist í, kom dropa vendilega fyrir undir gleijun- um og sjá! Um vatnsdropann syntu óteljandi smádýr fram og aftur eins og fiskar í tjörn. Sum voru stutt og digur, önnur mjó og löng og þó ekki mjög löng, því að allt voru þetta pínu-pínu-lítil kvikindi, minni en allt annað sem hann hafði áður séð. Þessum greyjum hlýtur að hafa rignt niður úr skýjum himins með vatninu, hugsaði hann með sér en fékk eftirþanka og ákvað að gera tilraunir. Fyrst skolaði hann vínglas vel og vandlega og lét síðan vatn úr þakrennu dijúpa í það. Mikið rétt, hér voru samskonar dýr á ferð og í garðkerinu; þeim rigndi niður, það var ekki um að villast. En bíðum nú við, gætu þau ekki átt heima í garðkerum og þakrenn- um í stað þess að eiga heima í skýj- unum? Næst þvoði hann glerskál, þurrkaði hana innan með tárhreinni rýju og setti hana út í næstu skúr. Þegar hann svo skoðaði dropa úr skálinni sá hann ekkert kvikt, eng- in þakrennudýr. Þau komu þá ekki úr skýjunum, litlu skinnin. Hann geymdi vatnið í skálinni og leit á dropa úr henni á hveijum degi. Eftir þijá sólarhringa komu þau fyrstu á vettvang en síðan fleiri og fleiri eftir því sem á vikuna leið. Leeuwenhoek varð þannig fyrstur manna til að virða bakteríur fyrir sér en honum datt aldrei í hug að setja þær í samband við sjúkdóma. Það verkefni kom í hlut annarra síðar meir. Þeir konunglegu í London skráðu hann hátíðlega sem meðlim í Vísindafélaginu og sendu honum skráutritað skjal í silfurskríni því til staðfestingar. Hann hélt áfram að skrifa þeim löng og ítarleg bréf á móðurmáli sínu; annarlegar tung- ur hafði hann aldrei lært. Þau voru þýdd á ensku því að breskir skildu ekki mál hollenskra, og svarbréfum sem hann fékk var líka snarað. En þegar hann lá banaleguna á nítug- asta og fyrsta aldursári bað hann vini sína að láta þýða á latínu og senda til Englands bréf sem hann hafði þá nýlokið við. Hann vissi að latína var alþjóðamál hinna lærðu. 55 55 -47.5 54.8 \lf& ,,.359.- £5* IGNISARF 905 Kælin 170 Itr. Frystin 10ttr. (**) Samtals: 180 Itr. IGNIS ARF 906 Kælir: 196 ttr. Frystir 24 Itr. Samtals: 220 Itr. IGNIS ARL008 Kælir: 162 Itr. Frystir: 78 Itr. Samtals: 240 Itr. 55 ELDHÚSVIFTUR • með eða án kolsíu • 2ja hraða mótor • tvö innbyggð Ijós • útdraganlegurskermur 6.289r' Kælir: 161 Itr. Frystir: 116 Itr. Samtals: 277 Itr. 39 IGNIS ARF844 Kælir: 245 Itr. Frystir 65 Itr. Samtals: 310 Itr. ----59.5 ----- Kælir 270 Itr. Frystir 120 Itr. Samtals: 390 Itr. Umboösmenn um lcmd allt: *ÖII verð miðast við staðgreiðslu Vörumarkaðurinn ht. J KRINGLUNNI S. 685440 Heimilistæki hf Sætúní 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunni SÍMI6915 20 i/cd thufaSwg/aiéegái í sanauKgunt, CF 57 B CF48B CF 32 B CF25B CF17B Rúmmál 560 litrar. Tvær grindur. Stilling til að spara orku. Ljós i loki. Leiðbeiningar um geymsluþol ólíkra matvæla. Lykillæsing á loki. Skúffa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 162.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm. Rúmmál 468 lítrar. Ein grind. Stilling til aö spara orku. Leiðbeiningar um geymsluþol ólíkra matvæla. Læsing loki sem fellur ekki niöur með bakinu. Skúffa til að taka vatn við afýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 134.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm. Rúmmál 315 lítrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Situr á hjólum. Mál: Breidd 95, Hæð 88, Dýpt 66 cm. Rúmmál 245 litrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Mál: Breidd 81, Hæð 86, Dýpt 66 cm. Rúmmál 165 litrar. Lykillæsing. Aðvörunarljós fyrir frystikerfi. Mál: Breidd 60, Hæð 86, Dýpt 66 cm. Fæst á öllum helstu blaðsölustöðum. Póstsendum. Hringið ísíma 91-39149 til kl. 22.00 og fáið eintak sent. FLUG Þ.ÞORGRÍMSSON&CO f ARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.