Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 2
2 Minningarsjóður Ásmundar Jónssonar Blaðiuu hefur borizt skipulags- skrá tjnpr- minningarsjóð þann, sem síofnaður hefur verið um Ásmund Jónsson skáld frá Skúfs- stöðum, og fer hún hér á eftir . 1. Sjóðurinn heitir „Minningar- sjóður Ásmundar Jónssonar skálds frá Skúfsstöðum" og er stofnaður af ekkju hans frú Irmu Weile Jónsson í tilefni af 65 ára afmælisdegi hans, hinn 8. júlí 1964. Stofnfé sjóðsins eru tekjur af viðhafnarútgáfu kvæðisins „Hólar í Hjaltadal“ og nemur kr. 48.400. 00 — fjörutíu og átta þúsund og fjögur hundruð krónur. 2. Tilgangur sjóðsins er að styrkja framúrskarandi nemendur, sem útskrifast úr Bændaskólanum á Hólum, til að leita sér frekari þekkingar og mennta, einkum með dvöl erlendis. 3. Stjóm sjóðsins skipa ekkja skáldsins, sýslumaðurinn í Skaga- fjarðarsýslu, skólastjóri Bænda- skólans á Hólum og eru þessi þrjú sjálfkjörin, og auk þeirra tveir menn tilnefndir af landbún- aðarráðuneytinu, Árni G. Eylands og dr. Kristján Eldjám, sem einn ig tilnefnir stjórnarmann eftir dag ekkjunnar og skal hann vera jettingi Ásmundar Jónssonar í föðurætt, búsettur í Skagafirði. Stjórnin ávaxtar fé sjóðsins og veitir úr honum styrki eftir því sem efni standa til hverju sinni. Stofnfé sjóðsins má þó aldrei skerða meir en svo, að sjóðurinn nemi kr. 5.000.00 hið minnsta. 4. Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari. (Skipulagsskráin var samþykkt sama dag). Spjöll unnin á stöðumælu m HS—Akureyri, miðvikudag Aðfaranótt s.l. mánud. voru unn in allmikil spellvirki hér í bæ, fjöldi stöðumæla vom skemmdir, brotizt inn í bíl og reynt að stela honum og einnig var brotizt inn í gamla báta, sem lágu í höfnínni. Hér virðist hafa verið um skemmdarsjúkan mann að ræða, og bersýnilegt, að hann hefur haft einhver áhöld í hendi. Hann hefur ráðizt á 14 stöðumæla, sem standa nálægt hver öðram, og brotið í þeim glerin og skemmt Þá að fleiru leyti, en engu stolið úr þeím. Þá var sömu nóttina brotin rúða í bíl, sem stóð á bak við Flóru, og farið inn í hann. Engu var stolið úr honum, en bersýni lega reynt að tengja saman í bíln um, en án árangurs. Þá var einn ig brotizt inn í lúkara á tveim gömlum síldveiðibátum, -sem liggja hér í höfninni, og í þessum skipum voru brotin tveggja tommu þykk gler í kýraugum. Er sennilegt að sami maðurinn, eða sömu mennirnir, hafi verið á ferðinni í öll skiptín. Skora á alþingi Á fundi sem haldinn var í fél- aginu Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna, miðviknHqeinn 29. sept. 1965, var sampykkt að skora á hið háa Alþingi, að banna allar framkvæmdir her námsliðsins í Hvalfirði. Beinir fundurinn því til allra félagsam- taka á landinu, að taka undir þessa áskorun og senda Alþingi. TÍgViBMM FIMMTUDAGUR 28. október 1965 Sunnudagskaffi Rauða krossins á Hótel Sögu Savannatríóið skemmtir í Sunnudagskaffinu. FB-Reykjavík, miðvikudag. Á sunnudaginn kemur, held- ur Rauði krossinn svokallað Sunnudagskaffi að Hótel Sögu. Þar verður á boðstólnum kaffi, gosdrykkir og heimabakaðar kökur, og einnig koma fram ýmsir kunnir listamenn eins og t. d. Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Savanna tríóið og fleiri. Skemmtunin hefst kl. 15. Fyrir þessu sunnudagskaffi Rauða krossins standa nokkr- ar áhugasamar konur úr Reykjavíkurdeild R. K. í. og hafa þær bakað hinar ljúffeng- ustu kökur, sem þarna verða á boðstólum. Allur ágóði renn- ur til hjálparstarfs Rauða krossins. Sunnudagskaffið er hugsað sem skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna, en þarna skemmta ýmsir listamenn kaffigestum með atriðum fyrir fólk á öll- um aldri. Stúlkur úr Tízku- skóla Andreu munu sýna gamla búninga og grímubún- inga, sem frú Þóra Borg hefur lánað í þessum tilgangi. Þær Þóra og Andrea hafa undir- búið sýninguna, en undirleik- ari verður Gunnar Axelsson, píanóleikari. Savannatríóið kemur fram með nýtt pró- gramm, m. a. lög af nýútkom inni plötu sinni. Ungir nem- endur úr dansskóla Hermanns Ragnars sýna dans og að lok- um má nefna að Þorsteinn Ö. Stephensen leikar mun skemmta með upplestri. Gjöf til Vopnafjarðarkirkju. Vopnafjarðarkirkju hefur bor- izt rausnarleg gjöf, tveir fagrir messuhöklar, grænn og hvítur. Eru þeir gefnir til minningar um Hansínu Hansen og Sigfús Jóns- son, ennfremur um Matthildi Sveinsdóttur og Sigurð Sigurðs- son, sem öll voru til heimilis í Vopnafirði. Gefendur .þessarar minningar- gjafar era Hildur Sigfúsdóttir, Norðurgötu 28, Akureyri, Sigfús Hansen. s.st., Sigurður Sigfússon, Garði, Vopnafirði og Stefanía Sig urðardóttir, s.st. Innilegar þakkir færum við gef- endum fyrir þessa ágætu gjöf og hlýjan hug til kirkjunnar. Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar. Fundur hljómlistarmanna í byrjun þessarar viku var haldinn hér í Reykjavík fundur í Sambandi Norrænna Hljómlist- armanna en aðild að því eiga fé- lög hljómlistarmanna á Norður- löndum. Fundinn sátu forseti sambands- ins, Freddy Anderson frá Svíþjóð ásamt framkvæmdastjóra þess Sven Blommé. Frá Noregi kom Sigurd Lönseth, frá Danmörku Willy Pries og frá Finnlandi Eero Linnala. Hafliði Jónsson, gjaldkeri Fél. ísl. hljómlistar- manna sat og fundinn semiStjórn armeðlimur í sambandinu. Einn- ig var stjórn Fél. ísl. hljómlist- armanna viðstödd fundarhöldin. Tekin voru til umræðu og af- greidd samningsleg hagsmunamái hljómlistarmanna á Norðurlönd- um. Ofarlega á baugi var réttur hljómlistarmanna varðandi opin- beran flutning á hljómplötum. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Stokkhólmi að vori, en á miðju sumri verður haldið upp á fimmtíu ára afmæli Sambands norrænna hljómlistarmanna. Fara þau hátíðahöld fram í Kaup- mannahöfn. Bækur frá Menningarsjóði GE-Reykjavík, miðvikudag. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur nú sent frá sér nokkrar bækur. Ber fyrst að telja ljóða- bók eftir Jón úr Vör og nefnist hún Maurildaskógur. Þá er smá- sagnasafn eftir Einar Kristjáns- son, rithöfund, sem ber nafnið Blóm afþökkuð. Kominn er og út sjötti árgangur af tímaritinu ís- lenzk tunga, og bók, er nefnist Spekiritin. Er það ný þýðing eftir Ásgeir Magnússon á ýmsum rit- um biblíunnar. Pappas syngur nú með Sinfóníuhljómsveitinni FB-Reykjavík H§§ miðvikudag. Gríska mezzo- K sópransöngkonan tí Vnnnnnln Papp- syngur ein- tónleik um Sinfóníu- hljómsveitarinn- 'f \ innar í Háskóla- bíói á morgun, fimmtudag, en Pappas þetta er í annað skipti sem söng- konan kemur hingað til lands, hér söng hún í Ríkisútvarpið á síðasta ári. Á tónleikunum á morgun syng ur Pappas Kindartontenlieder eft ir Mahler og E1 amor buajo eftir j De Faila. Önnur verk á efnisskrá eru Tilbrigði við stef eftir Frank Bridge eftir Brítten og Invocation og dans eftir Creston. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko. Yannula Pappas er fædd í Grikk landi og stundaði söngnám og tón listarnám í Búkarest í Rúmeníu, og á árunum 1950 til 1959 söng hún við óperuna í Búkarest og var fyrsta hlutverk hennar þar Lola í Cavelleria Rustikana Til Banda ríkjanna fluttist ungfrú Pappas árið 1961 og hélt tónleika víðs veg ar í Bandaríkjunum á vegum Col umbía Atrists Management. í New York söng hún í fvrsta sinn árið 1964 og hlaut afburða góða dóma fyrir söng sinn Pappas hefur sungið í ýmsum borgum Evrópu. og nú er hún ein mitt á leiðinm til Portúgal þar sem hún mun syngja i útvarpi og sjónvarpi. í Madrid. á Spáni mun hún einnig koma fram á næstunni, og sömu leiðis i Baden Baden í Þvzkaiandi og á nokkrum stöðum í ísrael. Maurildaskógur, ljóðabók Jóns úr Vör, skiptist í fimm kafla. Eru þrír kaflarnir framsamdir, en hin- ir tveir hafa að geyma þýðingar á ljóðum eftir Harry Martinson og Olof Lagercrantz. Bókin er hundrað blaðsíður, og káputeikn- ingu hefur Hörður Ágústsson list- málari gert. Blóm afþökkuð er 19. smábók bókaútgáfu Menningarsjóðs. í henni eru átta smásögur, samdar á árunum 1961-64. Bókin er prýdd myndum eftir Kjartan Guðjónsson, en Hörður Ágústsson hefur gert kápuuppsetningu. Tímaritið íslenzk tunga eða Lingua Islandica er gefið út af Menningarsjóði í samvinnu við Félag íslenzkra fræða. Ritstjóri þess er Hreinn Benediktsson pró- fessor. í ritið skrifa margir is- lenzkir og erlendir málfræðingar, og í ritinu er ítarleg skrá um bækur og tímarit um íslenzka og fornnorræna málfræði. Fjórða bókin, Spekiritin, er aðeins gefin út í þrjú hundruð binda upplagi. Þetta er mjög fal- leg bók, prentuð eftir eiginhand- arriti Þýðandans. í henni eru þýðingar úr Jobsþók, Davíðssálm- um, Orðkviðum og Predikunum og einnig athugasemdir og texta- skýringar Bók þessi verður ekki send til umþoðssala, en verður aðeins fáanleg hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Einnig er komið út tveggja binda ritsafn um Gest Pálsson eftir Svein Skorra Höskuldsson, en á það hefur áður verið minnzt hér í balðinu Fyrr á árinu hafa komið út hjá Framh. á bls. 14 Jón Abraham Ólafs son kosinn for- maður Varðbergs Aðalfundur Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, Reykjavík, var haldinn fimmtudaginn 14. okt. Á fundin- um var flutt skýrsla fráfarandi stjórnar um starfsemi félagsins á sl. starfsári og Stefán Jóh. Ste- fánsson, fyrrverandi forsætisráð- herra og .sendiherra sagði frá ýmsum endurminningum sínum á sviði utanríkismála. Fundarstjóri aðalfundarins var Heimir Hannesson lögfræðingur og fundarritari Gunnar Gunnars- son stud. oecon. Formaður fráfarandi stjórnar, Hörður Einarsson, stud jur., gerði síðan grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu starfsári, ráð- stefnum, fundarhöldum og erinda flutningi, kvikmyndasýningum, kynnisferðum o. fl. — Að skýrslu lokinni voru umræður um starf- semina. í stjórn Varðbergs-félagsins í Reykjavík fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Frá ungum jafnað- armönnum: Óttarr Yngvason, stud. jur., Karl Steinar Guðnason, kennari og Eyjólfur Sigurðsson, prentsmiðjustj óVi. Frá ungum Framsóknarmönn- um: Ásgeir Sigurðsson, rafvirki, Gunnar Hólmsteinsson, viðskipta- fræðingur og Jón Abraham Ólafs- son, fulltrúi yfirsakadómara. Frá ungum sjálfstæðismönnum: Gunnar Gunnarsson, stud. oecon., Hilmar Björgvinsson, stud jur. og Hörður Sigurgestsson, viðskipta- fræðingur. í varastjórn hlutu kosningu: Frá ungum jafnaðarmönnum: Ge- org Tryggvason, stud. polyt., og Sigurður Emilsson, fulltrúi. Frá ungum framsóknarmönn- um: Dagur Þorleífsson, blaða- maður, og Hörður Helgason, blikk smiður. Frá ungum sjálfstæðismönnum: Ellert B. Schram, stud. jur., og Jóhann J. Ragnarsson, héraðs- dómslögmaður. Á fyrsta fundi sínum skipti stjórnin þannig með sér verkum, að formaður er Jón Abraham Ól- afsson, varaformenn þeir Óttar Yngvason og Hörður Sigurgests- son. ritari Karl Steinar Guðnason og gjaldkeri Hilmar Björgvinsson. Fékk 260 þúsund *fr«na sekt IH—Seyðisfirði, miðvikudag Skipstjórinn á brezka togaran um St. Andronicus var í morgun dæmdur á Seyðisfirðí fyrir land helgisbrot. Fékk hann hina venju legu sekt, 260 þúsund krónur og afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk og honum gert að greiða máls kostnað. Aflinn var metinn á 60 þúsund krónur og veiðarfærin á 130 þúsund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.