Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. október 1965 TÍMINN 13 Það hefur ekki blásið byrlega fyrir enska landsliðinu I knattspyrnu í síðustu leikjum. Síðasta áfallið var tap gegn Austurríki á Wembley, 2:3, og eru enskir knattspyrnusérfræðingar nú alvarlega uggandi um hag Eng- lands í heimsmeistraakeppninni og telja möguleika liðsins á þeim vettvangi mjög litla eða alls enga. Hvað um það, margt getur breytzt á stuttum tíma og enn eru 8 mánuðir til stefnu. — Myndin hér að ofan er frá leik Englands og Austurríkis og sést Bobby Charlton (í hvítri peysu til hægri) skora fyrra mark Englands. MISRÆMI I TULKUN Handknattleikurinn er aftur á dagskrá — og fyrstu smert- inguna fengu menn um siðustu helgi, þegar fyrstu leikirnir í Reykjavíkurmótinu voru háðir að Hálogalandi. Af mörgum vandasömum verkefnum, sem fsl. íþróttadómarar fá, er ein hver erfiðasta raunin a'ð dæma handknattleik í hitnum þröngu húsakynnum 3ð Hálogalandi. Erlendir handknattleiksdómar ar, sem koma hingað ti! lands, ií hafa orðið forviða, þegar þeim er sýnd aðstaðan að Háloga- landi og hafa spurt „kollega" sína hér, hvort þeir láti virki lega bjóða sér upp á að dænia við þessu erfiðu skilyrði Já það er von, að mennirnir verði hissa, en þeir gera sér ekki fulla grein fyrir, að eftir þess ari ófullkomnu aðstöðu verða bæði ísl. handknattleiksmenn og dómarar að laga sig. Það er oft kvartað yfir því, að mistök dómara geti láði? úrslitum leikja, sbr. ummæli knattspyrnuforustumanns ný. lega. Hætta á slíku er hverf andi lítil t. d. í knattspynuinni miðað við handknattleik að Hálogalandi. Og oft fá hand- knattleiksdómarar orð í eyra frá blaðainönnum, sem eru í langbeztri aðstöðu að Hálogalandi til að fylgjast með leikjum. Vissulega ber blaða mönnum að taka tillit tii hinn ar erfiðu aðstöðu dómaranna, en stundum verður ekki hjá því komizt að benda á hrópleg mistök. Ástæðan fyrir því, að ég sting niður penna og ræði um handknattlciksdómara, eru þrír fyrstu meistaraflokksleik irnir í Reykjavíkurmótinu sem dæmdir voru af tveim ur kunnum landsdómurum og dæmdi annar þeirra tvo fyrstu leikina. Eg ætla ekki að fara að ávíta þá fyrir að hafa ger* mistök, sem ráðið hafi úrslit- um, síður en svo, því oáðir dæmdu vel og röggsamlega — PUNKTAR en HVOR MEÐ SÍNUM HÆTTI. Og það er einmitt þetta atriði, sem er orðið svo algengt, að handkmattleiksdóm arar dæmi hver með sínum hætti —eða með öðrum orð um túlki lögin eftir sínu höfði Slíkt er bagalegt, sérstak(<*ga fyrir leikmenn, sem verða að laga sig eftir því hver dæmir hverju sinni. j umræddum 3 leikjum kom misræmi * túlk un dómaranna berlega fram þýðingarmiklu atriði. Sá, sem dæmdi fyrstu tvo leikina, dæmdi strax víti, þegar brotið var á leikmanni, sem kominn var í dauðafæri, en liinn dóm arinn beið : slíku tilviki -ftii >í Því hvort leikmanninum tækist að skora, þrátt fyrir. að brot j ið væri á honum. Nú vill svo til, að báðar þess ar túlkanir eru viðurkenndar í hinum stóra handknattleiks- heimi, önnuý er við lýði á « Norðurlöndunum, en hin i ;J Mið-Evrópu. B á ð a r ; túlkanirnar nafa margt til sins ' ágætis, en telja verður mjög j ; óheppilegt, að báðum skuli | lialdið á lofti i ísl. bandknati i leik. Sá, sem þetta ritar, er i þeirrar skoðunar, að betri túlk . unin sé, að flauta strax á brot — og gefa þá fleiri áminning j i ar, og ef um endurtekin brot i er að ræða, ber að vísa lcik j : mönnum af velli. Þessi túlkur hefur það til síns ágætis, að £ lcikmenn forðast að leika af hörku, því þeir eiga þa vi’ir ! höfði sér áminningar og brott- rekstur En hér er um mál að ræða. sem dómaranefnd HSÍ ætli að j j j fjalla um. Margir ungir hand knattleiksdómarar eru að koma á sjónarsviðið og það er ekki í) hægt að krefjast af þeim, að þeir ákvarði upp á eigin spýt . ur hvora túlkunina eigi að I notast við. Og ekki er hægt að ! krefjast, af handknattleiksmönn um okkar, að þeir þekki hina ; mörgu dómara út og inn og k geti endalaust lagað sig eftir mismunandi skoðunum þeirra — alf. Handbolti fyrir stúlkur 11—14 ára í kvöld, fimmtudagskvöld, hefjast handknattleiksæfingar hjá Fram, sem sérstaklega eru ætlaðar stúlkum á aldrinum 11—14 ára. Verða æfingarn ar í leikfimisalnum í Laugar dal og hefjast klukkan 19.40 (tuttugu mín fyrir átta) Áhugi ungra stúlkna á hand knattleik hefur lukkt mikið og vill Fram með þessum æf- ingum gefa stúlkum sem vilja læra handknattleik kost á að iðka þessa skemmtilegu íþróttagrein. Öllum stúlkum — a aldrin um 11 til 14 ára — er heimilt ^ð mæta á æfinparnar og er hægt að fá allar nánav; upp lýsingar hjá þjálfurunum Sem fyrr segir er fvrsta æf íngin i kvöld og hefst hún kl. 19.40. Minjasafn glím- unnar stofnað Sagt frá ársþingi Glímusambands ís- lands, sem háð var í Rvík um helgina Íþróttasíðunm hefur borizt fréttatilkynning frá Glímusamb. ísiands um ársþing sambandsins og birtist hún hér á eftir. en þar að auki smá viðbætir „Ársþing Glímusambands Is- lands var haldið i Reykjavík 24 okt s. 1. og sett af formanni sam- bandsins, Kjartani Bergmann Guðjónssyni í upphafi fundar gat tormaður þess, að stjórn Glímusambands íslands hefði kjörið sem heiðurs félaga þá Sigurð Greipsson. Skóla stjóra, Haukadal, og Jón Þor- steinsson, íþróttakennara, Reykja vík. Þingforsetar voru kjörnir Gísii Halldórsson, forseti íþróttasam bands íslands, og Sigurður Inga son, en ritarar Sigurður Geirdal og Stefán Þengill Jónsson. Formaður gaf skýrslu um starf semi sambandsins frá stotnun þess 11. apríl s.l., en hún var mjög fjölþætt og mörg mál i at- hugun til eflingar glímuíþróttinni i landinu. Má þar nefna, að á- kveðið hefur verið að Koma á fjórðungsglímumótum fyrir lands fjórðungana Þessir aðilar hafa gefið verðlaunagripi til glímu- keppninnar: Kaupfélag Eyfirðrnga gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungsglímmnóti Norðlendingafjórðungs Ólafur Ólafsson, útgerðarmaður. Sevðis firði gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungsglímu móti Austfirðingafjórðungs Sam vinnufélögin á Suðurlandsundir lendi gefa verðlaunagrip, sem keppa skai um á FjórðungsgUmo móti Sunnlendingafjórðung^ og Sigurður Ágústssor alþingisivað ur, Stykkishólmi, gefur verðlauna grip, sem keppa skal um á Fjórð ungsglímumóti Vestfirðinsafjórð ungs. Skipuð hefur verið nefnö til að safna skráðum heimildum um glímuna í þeim tilgangi, að siðar yrði rituð glímusaga. Einnig hefur verið ákveðið að vinna að stofnun minjasafns glím unnar. Glímusamb. hefur fengið fyrirheit frá ekkju Hallgríms Benediktssonar glímukappa, frú Áslaugu Benediktsson, og fjöl- skyldu hennar um minjagripi — myndir og verðlaunapeninga frá glímuferli Hallgríms. Endurskoðun glímulaganna hef- ur nú verið alllengi á döfinni. Gljmusambandið tók við nefnd af ÍSÍ, sem hafði það verkefni. Hún hafði að mestu lokið störfum fyr ir glímuþingið. Samþykkt var á þinginu að gera breytingu á glímulögunum, sem taki gildi 1. janúar 1966, en gildi aðeins í tvö ár. Þótti ekki annað auðið, en hafa þennan reynslutíma. í stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir: Kjartan Bergmann Guð jónsson, formaður. sem var end- urkjörinn, Sigurður Erlendsson, Vatnsloysu. Biskupstungum. Ólafur H Óskarsson, Reykjavík, Sigtryggur Sigurðsson. Reykjavík og Framhaid á bls. 14. Leika í dag í kvöld kl. 18 eftir ísl. tíma hefst fyrri leikur ísl. handknattleiksstúlknanna gegn þeim dönsku í undan- rásum heimsmeistarakeppn- innar. Leikurinn fer fram í Lyngby-hallen í útjaöri Kaup mannahafnar. Síðari leikurinn Fer fram á laugardaginn. Hln nykiörna stjórn GLÍ. Fremri röS: Sigurður Geirdal, Kjartan Bergmann, form. og Sigurður Erlendsson. Aftarl röð: Sigtryggur Sigurðsson og Ólafur H. Óskarsson. (Ljósm. Bjarnlelfur.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.