Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. október 1965 TÍIVBINN n Lapointe til að spyrja hann um þetta, honum fannst nú allt hlyti að velta á þessu. Ef þessi glugga- tjöld voru ekki dregin fyrir að öllum jafnaði þá hlutu Louise og Felix að vita allt hvað fram fór í skrifstofunni. Gat hann gert ráð fyrir að þau hefðu fylgzt með öllu sem fram fór síðastliðna nótt og vissu hver var morðinginn? f einu horninu stóð peninga- skápur, þriggja feta hár ,sem ekki mátti opna fyrr en á morgun því það var ekki hægt að gera nema í viðurvist lögfræðings Fumals og rannsóknardómarans. Hvað geymdi Fumal í þessum peningaskáp? Erfðaskrá hafði eng in fundizt enn. Maigret hélt áfram að brjóta heilann. Lentin hafði oft farið á skrifstofuna, stundum þegar Fum al svaf í svefnherbergi sínu . . . Að vísu var eitt herbergi á milli skrifstofunnar og svefnherbergis- ins en Fumal var tortrygginn mað ur sem engum trúði og það ekki að ástæðulausu. Lentin hafði hnuplað árum sam an. Gat það verið að kjötkaup- maðurinn hefði aldrei heyrt þrusk? Hann var gunga og raggeit, það vissi Maigret. Hann hafði verið gunga í skóla, hann hafði svikizt aftan að strákunum og baðst svo aumlega vægðar, þegar átti að lumbra á honum. Oftar en einu sinni hafði hann hlaupið til kennslukonunnar og klagað. Gerum ráð fyrir að Lentin hafi farið í eina hnuplferð sína fyrir tiu dögum eða svo . . . Gerum ráð fyrir að Fumal hafi þá heyrt þrusk . . . Maigret sá konung kjötmarkaðs ins fyrir sér þar sem hann kreisti skammbyssuna í hendi sér en brast áræði til að fara fram og gá. Líklega vissi hann ekki um mág sinn í húsinu og grunaði því eitthvert hinna, einkaritarann, Monsieur Jósef, jafnvel eiginkon- una. Hafði honum komið skiptimynt DEILD 7 VALERIY TARSIS 21 hann óskaði þess að lífi Arabanna væri betur gerð skil, en var. Hafði nokkuð af þvi sem lýst var, nokkru sinni átt sér stað? Var það ímyndunarafl Arabanna, sem skapaði þenn- an heim? Sáu þeir lengra en þeir sem byggðu norðlægari Bnd. Trú þeirra á mátt ljóssins, fannst honum eftirtektarverð, þeir ortu sig frá örlögum sínum. Það var margt furðulegt í þessum þjóðsögum, og honum fannst hann skilja þær, þótt hann gæti ekki lýst skilningi sínum með orðum. Hetjurnar voru sterkar og óttalausar, þær hirtu ekki um erfiðleikana, hans las aftur og aftur stríðsköllin: Sinaí kastalinn stenzt áhlaupin, orrustan geisar á fjallinu, meðan Móses rannsakar verðandina. Rek niður staf þinn — vald hans nær til allra skapaðra hluta — Óttastu að kaðallinn muni breytast í slöngu? Lestu gjörðir fjandmannanna, eins og þú lest ljóð úr Kóraninum og ritaðu Ijóð þín með rýtingnum á háls f jandmanninum. Var hann eins og Móses? Var hann að rannsaka verðand- ina. Verðandin var sek, hún gat ekki varið sig og þagði. Það gat enginn vitnað með henni. Kaðalinn er kaðall og sá vitri skildi hann eftir við veginn. Þegar þú hefur metið gjörðir fjandmanna þinna, þá eyðirðu ekki frekar orðum við þá: þú veizt svarið og rýtingur þinn skrifar það á háls þeim? „Eru erfiðleikar okkar fólgnir í þessu, að við ofmetum andstæðinginn en vanmetur eigið afl?“ Gjör það, sem gjöra þarf með ofbeldi. Ekki með klækjum. Örlögin hafa sinn tíma. Það eru áðeins kjánar, sem óttast að bíða. Hann vissi að örlögin hafa sinn tíma. En átti hann kraft til að berjast og langlundargeð til að halda áfram að lifa in í hug? Gat hann átt von á því að þessi ókunna vera kæmi næst inn í svefnherbergið . . . ? Allt gat þetta hafa átt sér stað. Það útskýrði hvers vegna Fumal hafði farið að senda sjálfum sér hótunarbréf, til þess að hafa ástæðu til að leita verndar lög- reglunnar. Hann hefði ekki þurft að skrifa bréfin. En þá hefði komið í Ijós hvað hann var hræddur og hug- laus. Hann sló öskuna úr ’pípunni sinni ánægður á svip, lagðist aftur til svefns og svaf vært unz kaffi- ilmur vakti hann um morguninn. — Gekkstu í svefni í nótt? spurði konan. — Nei. — Þú sazt í myrkrinu og reykt- ir. — Já. Hann mundi allt, þó var lausn- in ekki fengin enn. Hann klæddi sig, borðaði morgunverð og tók svo strætisvagninn á skrifstofuna, fékk sér morgunblöðin í leiðinni. Nú brá svo við að sólin var far- in að skína og það var létt yfir fólkinu, himininn var fölblár, göt- urnar þurrar, aðeins trjástofnanir enn þá rakir eftir rigningu und- anfama daga. Fumal, konungur kjötmarkaðsins Morgunblöðin átu upp orðatil- tæki síðdegisblaðanna, bættu við nýjum upplýsingum í málinu og nýjum ljósmyndum, á einni þeirra sást Maigret ganga út úr húsi Fumals þungbúinn á svip og dró hattinn niður á enni. Ein millifyrirsögn: Talið að Fumal hafi æskt lög- regluverndar daginn sem hann dó. Einhver hafði ljóstrað upp. Kannski hafði eitthvað síazt út úr ráðuneytinu, þar hlutu ýmsir að vita um símhringingu kjötkaup- mannsins. Eða hafði Louise Bourg es gefið blaðamönnunum eitthvað í skyn? „Nokkrum klukkutímum fyr- ir hinn hörmulega dauðdaga sinn, gekk Ferdinand Fumal á fund Maigrets lögregluforingja hjá rannsóknarlögreglunni og er tal- ið að hann hafi skýrt honum frá sem þræll? Hann vissi að hatrið jókst og andúðin magn- aðis, en hver myndi berjast við hlið hans? Morenny var fangi. Það var tóm umhverfis hann og Volodya: óttinn sem Stalin hafði vakið var enn í loftinu, það myndi taka áratugi að losna undan áhrifum óttans og yngsta kynslóðin var enn of ung.“ Ég er einn án skotfæra. Bjartsýni mín er ekki of mikil. En er nokkur bjartsýnn? Öll mikil skáld eru svart sýnismenn. Leopardi, Byron, Lermontov, Heine, Blok, Past- ernak. Það er hægt að lýsa Pushkin í einni línu: „Löngu dauð hamingja bjánalegra tíða.“ Og Lermontov: „Ef þú lít- ur í kring um þig, virðist líífið heimskuleg fyndni.“ Þeir elskuðu auðvitað lífið. Ég, Morenny og Volodya gerum slíkt hið sama ... „Byron hrópar með tungu Kaíns, það gæti einnig verið okkar rödd: ... ég, sem hrylli við dauðanum, svo mjög að hugsun um hann eitraði allt líf mitt... .. . ég hef leitt hann hingað og gefið honum bróður minn í kaldan faðminn ... „Og Shakespeare? Hefur hann ekki spurt undanfarin þrjú hundruð ár „að vera ekki?“ “ Er ef til vill betra að vera ekki? Morenny og Volodya örmagnast 1 baráttunni gegn ofureflinu, við erum dæmdir til þess að verða sem Kaín og drepa bróður okkar. Er það þeirra sök, að þeir villast í skammsýni sinni Kemur nokkru sinni sá dagur að allir verða Menn? Og á blóðbaðið engan enda að taka? Þetta hæfir mér ekki . . . Það má vera að Kaín hafi álitið að það væri ekkert rúm fyrir Abel á jörð- inni, en hann varð ekki hamingjusamari fyrir það . .. „Er engin leið fær?“ Hann leit út í myrkrið fyrir utan, stjörnurnar voi>u fjarlæg- ar og skin þeirra dauft. Þarf nýtt flóð og nýja Örk? Hann minnist harmatölu Jafets: 0 menn, samferðamenn mínir ... Hver mun gráta yfir gröf ykkar nema ég? Hver mun verða eftirskilinn til að harma, ættmenn mínir. Vei, er ég yður það betri, að ég hljóti að lifa yður? Var múgmorðið ekki enn svívirðilegra en bræðramorð Kaíns? Efi hans, hik, sálarkvalir vöfðust um hann og þjökuðu hann, þetta var eins og kyrkislanga. Nóttin leið. Einn dagur nægir til þess að breyta veröldinni. cc) Colllns ano Marvlll ®ress I96S alvarlegum hótunum, sem hann hafði orðið fyrir. Við nöfum það eftir áreiðanlegum heimildum að lögreglumaður hafi verið á verði við hús Fumals á þeirri stundu sem hann var skotinn til bana á skrifstofu sinni.“ Ekki var minnzt á ráðherrann en gefið í skyn að Fumal hefði mikil pólitísk völd. Maigret gekk seinlega upp breið an stigann, lyfti hendi í kveðju- skyni er hann hitti Jósef, hann bjóst við að yfirmaðurinn vildi finna hann en Jósef hafði engin skilaboð fengið. Hann skotraði augum á skjöl sem höfðu verið lögð á borðið hans. Læknaskýrslan staðfesti það sem hann þegar vissi. Fumal hafði verið skotinn í dauðafæri. Kúlan fannst í brjóstinu. Skýrsla vopnasérfræðingsins var jafn nákvæm. Skotinu hafði verið hleypt úr Luger-byssu af þeirri gerð sem þýzkir liðsforingjar báru í stríðinu. Loks var hann boðaður á fund yfirmannsins og starfsbræður hans kinkuðu kolli til hans, þeir vissu að hann var í klípu og höfðu samúð með honum. létt á málunum: — Nokkuð nýtt, Maigret? — Rannsóknin er í fullum gangi. — Hafið Þér séð blöðin? ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 28. október 7.00 Morgunútvarp 12,00 Hádeg isútvarp 13.00 Á frívaktinni Ey- dls Eyþórsdóttir stjórnar óska lagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Við, sem heima sitjum. Margrét Bjarnason ræðir við Kristínu Þórarinsdóttur 1 Helsinki. 15.00 Miðdegisútyarp. 16.00 Síðdegis- útvarp 17.20 Þingfréttir 18.00 Segðu mér sögu Sigríður Gunn laugsdóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. í tímanum byrjar Stefán Sigurðsson á fram haldssögu, sem heitir „Litli bróð ir og Stúfur". 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20. 00 Daglegt mál Árni Böðvarsson cand, mag. flytur þátinn 20.05 Kórsöngur: ,,Det Norske Solist- kor“ syngur. 20.20 Á förnum vegi i Skaftafellssýslu. Jón R Hjálmarsson skólastj. hittir að máli tvo bændur í Álftaveri: Hannes Hjartarson á Herjólfs- stöðum og Jón Gislason í Norður hjáleigu. 21.00 Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur í Háskólabíói 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22. 10 Kvöldsagan: „Örlög manns" Pétur Sumarliðason kennari les (3) 22.30 Kvöld i Reykjavfk Ólaf ur Stephensen stjómar djass- þætti. 23.00 Bridgeþáttur Hallur Símonarson flytur. 23.25 Dag- skrárlok. I dag morgun Föstudagur 29. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku, 13.30 Við vinnua. 14.40 Við, sem heima sitjum I Finnborg Örnólfsdóttir ' les söguna „Högni og Ingibjörg". (3) 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegis- útvarp 17.00 Fréttir. 1705 í hljóm anna veldi Jón Öm Marinósson kynnir sígilda tónlist fyrir ungt fóik. 18.00 Sannar sögur frá liðn um öldum. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20. 00 Kvöldvaka: 21.35 Útvarpssag an: ,,Paradísarheimt‘‘ eftir Hall dór Laxness Höf. flytur (2) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 íslenzkt mál Dr. Jakob Benedikts son flytur erindi. 22.30 Nætur hljómleikar: 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.