Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
C 11
Ttjáaa/Nogir ekki rökhugsunin ein til
ab húa til forrit?
Hugbúnaðamllur
eftir Egil
Egilsson
TÖLVUVEIRUR eru ekki einar
um að valda usla í heimi tölv-
anna. Þær eru sem kunnugt er
settar inn og faldar í hugbúnaði
fyrir prakkaraskap eða hefnigirni
einstakra rnanna
og er ætlað að
eyðileggja eða
skemma hug-
búnað sem fyrir
er, en er gert að
leynast á meðan
þær fjölga sér,
svo að skaðinn
verði sem mestur.
Ekki er síður erfitt að eiga við
villur í hugbúnaði sem stafa af
þeirri velþekktu staðreynd að það
er mannlegt að skjátlast.
Hugbúnaðarvillur
Það er erfitt verk að semja for-
rit rétt, þó svo að það sé ekki
stórt. Til þess nægir ekki rök-
hugsunin ein. Þá væri það létt
verk. Heldur þarf til þess sköpun-
argáfu einnig. Það sýnir sig í að
engir tveir menn forrita sama
vandamál eins, þó svo að aðeins
sé um að ræða fremur stutt for-
rit. Til verksins þarf yfirsýn og
framsýni. Löng forrit sem nema
þúsundum lina krefjast þess ekki
aðeins að smávillur fólgnar í tölum
og bókstöfum séu horfnar, heldur
þarf höfundur verksins að vita
hvemig allir þættir þess verka
saman og sjá fyrir sem flestar þær
kringumstæður sem forritið þarf
að takast á við. Talað er um að
hjá meðalgóðum forritara séu vill-
ur í tuttugustu hverri línu þegar
forritið kemur frá honum óprófað.
í löngu forriti þýðir þetta tugir
villna, sem samanlagt geta haft
alvarlegar afleiðingar ef ábyi'gð
felst í verkinu sem tölvan vinnur.
Stýriforrit
Tölvum er ekki einungis ætlað
að geyma gögn, vinna úr þeim eða
reikna reikningsdæmi. Æ stærri
hluti verksviðs þeirra felst í að
bera boð á milli einhvers tækis eða
útbúnaðar og stjórnanda þess,
flytja upplýsingar til hans og skip-
anir frá honum. Tölvur stjórna
læknisfræðilegum tækjum, flug-
véium, lestum, vopnum og orku-
verum og nú er komið að því að
jafnvel í nýjum bílum er að verða
æ minna aflfræðilegt samband á
milli stjórnanda og vélarhluta.
Hugbúnaðai'villur stórs forrits
sem er ætlað að takast á við flókn-
ar kringumstæður þurfa ekki allt-
af að felast í smávillum í tiltekinni
línu. Heildaryfirlit uni starfsemi
fomtsins í öllum kringumstæðum
er flókið mál. Forritarinn sér ekki
alltaf fyrir þær kringumstæður
sem geta komið upp. Öruggast ráð
fyrir utan skipuleg vinnubrögð vjð
samningu er prófun við sem
margvíslegastar kringumstæður.
Þær er þó ekki allar hægt að sjá
traaj uLLLU
Stýriforrit
stjórnar há-
þróuðum
vopnabúnaði
stórveldanna.
fyrir, og allar hugsanlegar kring-
umstæður geta verið óendanlega
margar.
Menntun forritara sem stendur
er jafn margvísleg og manngerð-
irnar. Samræmt eftirlit með hinum
miklu ábyrgðarstörfum þeirra er
varla fyrir hendi. Góðir forritarar
geta skilað af sér forriti með
20—30 sinnum færri villum en
slæmir. Það sem skilur á milíi feigs
og ófeigs (einnig bókstaflega skil-
ið, mannslíf hanga á spýtunni) er
skipuleg vinna og yfirsýn í forrit-
un.(Góður forritari eyðir minni-
hluta tíma síns í sjálfa samning-
una, en meirihluta hans í að fá
yfirsýn yfir heildardrætti) —
skipuleg villuleit og prófun forrits-
ins.
Macintosh námskeið
Ný námskeið hefjast í hverri viku
Opið á laugardag og sunnudag
Grutinnámskeiö
Undirstöðunámskeið fyrir alla sem nota
Macintosh. Kennd er ritvinnsla, notkun
gagnasafns og töflureiknis ásamt ítarlegri
umfjöllun um stýrikerfi tölvunnar.
Námskeiðið er 15 klst. og skiptist á 5 daga.
PageMaker
Vinsælasta umbrotsforritið á fslandi.
Forritið hentar vel til uppsetningar á
bókum og bæklingum, auglýsingum og
hvers kyns kynningarefni.
Námskeiðið er 15 klst. og skiptist á 5 daga.
Kennaranámskeiö
Markmið þessa námskeiðs er að veita
kennurum þjálfun í notkun stýrikerfis
Macintosh-tölvunnar og þess hugbúnaðar,
sem helst er notaður við námsefnagerð.
Námskeiðið er 15 klst. og skiptist á 5 daga.
- TRAUSTUR TOLVUSKOLI -
GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK
SÍMI678 978
6,0% Skuldabréf
banka og sparisjóða
Skuldabréf útgefin af
bönkum og stærstu
sparisjóðunum, eða
með ábyrgð þeirra.
Teljast því með örugg-
ustu verðbréfunum á
markaðnum.
14,2% Spariskírteini
og skuldabréf
sveitarfélaga
Ríkissjóður íslands og
sveitarfélög landsins eru
greiðendur eða
ábyrgðaraðilar að
þessum bréfum.
Öruggustu verðbréfin
á markaðnum.
2,6% Sjálfsskuldar-
ábyrgð
Greiðandi og ábyrgðar-
menn skuldabréfanna
eru traust fyrirtæki og
einstaklingar með
miklar eignir að baki
sér. Oft er að auki um
að ræða veð í lausafé og
því eru margir aðilar
sem stuðla að öryggi
þessara bréfa.
Samsetning eigna í sjóði
að baki Einingabréfum 1.
72,3% Veðskulda-
bréf
Skuldabréf með góðu
fasteignaveði, aðallega
á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Veðsetningar-
hlutfall verðbréfanna er
um og undir 50% af
brunabótamati eða
sölumati, hvort sem
reynist lægra og því eru
þessi bréf með mjög
öruggum tryggingum.
4,9% Traust
fyrirtæki
Skuldabréf §ár-
festingarlánasjóða,
kaupleigufyrirtækja og
annarra traustra stór-
fyrirtækja. Euro og
Visa sölunótur og af-
borgunarsamningar.
Hvað stendur að baki
verðbréfasjóðnum þínum?
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 686988