Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGÚR 15. OKTÓBER C 31 í I Skuggi greinilega viss í sinni sök. SÍMTALID... ER VIÐ SVÖLU LÁRUSDÓTTURÍLISTASALNUM NÝHÖFN Fólk skoðar meiva 12230 Nýhöfn góðan dag. - Góðan daginn, þetta er Kristín Maija Baldursdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu. Jú blessuð. - Hvern tala ég við með leyfi? Svala lieiti ég. - Jæja, er mikil gróska í mynd- listarlífi núna? Það má nú segja, mikið að ger- ast og margar sýningar í gangi. - Mig langar svo að vita hvort fólk kaupi mikið af myndum núna, eða verðið þið varar við einhvern samdrátt? Eg held að það sé enginn sam- dráttur. - Enginn? Nei, þú getur bara séð það af sýningunni sem hefur verið á Kjarvalsstöðum, það er enginn samdráttur ef um er að ræða myndir sem fólkið vill. Og við erum með sýningu núna sem hef- ur gengið mjög vel. - Hvaða myndlistarmenn eru alltaf vinsælir meðal kaupenda? Gömlu meistararnir eða unga fólkið? Við seljum meira af verkum eftir yngri höfunda því við erum með meira af þeim. En gömlu meistararnir eru auðvitað alltaf vinsælir. Þeir eru líka dýrari, enda þekkt nöfn. - Nú eru mynd- listarmenn orðnir svo margir að fólk veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Er ekki erfitt að ráðleggja fólki þegar velja skal myndir? Jú, en í fæstum tilvikum fáum við að ráða því miður! Varðandi ijölda myndlistarmanna þá verður tíminn að leiða í ljós hveij- ir lifa af. - Getur maður treyst því að sá myndlistarmaður sem þið bendið á komi til með__að verða þekktur? Við hljótum að trúa því ef við leggjum mikla áherslu á það. En við notum aldrei stór orð. Þó erum við kannski færari um að spá fram í tímann heldur en maðurinn á götunni. - Hvaða skilyrðum þarf lista- rnaður að fullnægja til að fá að sýna hjá ykkur? Engin sérstök, bara að okkur lítist á það sem hann er að gera. - Þarf hann ekki að vera lærð- ur myndlistarmaður? Hingað til hafa allir verið lærð- ir sem hafa sýnt hjá okkur, en ef við dyttum niður á einhvern sem væri búinn að vinna í kyrrþey að sínu og okkur litist mjög vel á verk hans, þá myndum við ekki falla frá því að sýna þau bara að því hann hefur ekki verið í mynd- listarskóla. - Hvort kaupir fólk meira af stórum eða litlum myndum? Kannski tiltölulega fleiri af litl- um. - Er einhver ákveðin tegund inyndlistar í tísku núna? M í tísku? - Já. Ja, - við höfum orðið varar við mjög hefðbundinn smekk hjá fólki sem veltir ekki myndlist fyrir sér svona frá degi til dags. En sá hópur stækkar sem er opinn fyrir nýjum straumum í myndlist. Það fær- ist líka mjög í auk- ana að fólk skoði meira og það lykillinn að leynd- armálinu. Þannig þróa menn smekk sinn og gera aukn- ar kröfur til mynd- listar. Jæja, þá er best að fara að skoða! - Já gerðu það! Þakka þér fyrir spjallið. - Sömuleiðis. Svala Lárusdóttir Gunnlaugur Stefánsson komst óvænt í kastljós fjöl- miðlanna í alþingiskosningunum 1978 er hann náði kjöri á Reykja- nesi vart tvítugur fyrir Alþýðu- flokkinn. Hið pólitíska blóð á hann ekki langt að sækja því hann er af traustri krataætt Hafnfirðinga kominn. En pólitík- in getur verið hverful dís og nú, rúmum áratug síðar, þjónar hann til altaris í Heydölum austur á ljörðum, sóknunum í Breiðdal og á Stöðvarfirði. Koma Gunnlaugs inn á Al- þingi var á miklum umrótstímum í íslenskum stjórnmálum. Og þingsetan stóð stutt, öðru þingi Gunnlaugs var slitið nær strax og það hófst og efnt til kosninga í desember 1979. Hann segir þetta þátt í því að hann ákvað Gunnlaugur eins og hann lítur út í dag. að fara aftur í háskólann og ljúka þar guðfræðinámi. Gunnlaugur lauk námi 1982. Með náminu stundaði hann sjó- Þingflokkur Alþýðuflokksins 1978. Gunnlaugur er fyrstur frá vinstri. HVAR ERU ÞAU NÚ? GUNNLAUGUR STEFÁNSSON Pólitíkin vékfyrir prest- skapnum mennsku, háseti á togaranum Erlingi frá Garði. Og þangað lá leiðín um vorið. Um haustið hóf Gunnlaugur störf hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar og vann þar til áramóta 1986/87 er hann var skipaður prestur í Heydölum. Presturinn er nú einn í kotinu, eins og hann orðar það. Eigin- konan, Sjöfn Jóhannesdóttir, er prestur á Höfn í Hornafirði og verður það næsta árið en sonur- inn stundar nám í fyrsta bekk grunnskólans á Eiðum. „Ég kann mjög vel við mig hér í Heydölum enda sóknar- börnin upp til hópa afbragðsfólk, velviljað kirkjunni og kirkju- starfi,“ segir Gunnlaugur. I máli hans kemur fram að hann stundar svolítinn bú^kap meðfram starfinu, hefur nokkur hross og æðarrækt. Hestamaður hefur hann verið lengi eða allt frá því að hann fékk hest í _sum- arkaup 12 ára gamall. „Ég vjy^. nokkuð lengi í sveit á bænum Brennu í Lundarreykjadal. Jón stórbóndi Böðvarsson lét mig fá þann hest.“ Æðarræktina, sem er í Breið- dalseyjum, segir Gunnlaugur vera góða búbót á rýr prestlaun- in. „En búbótin er einkum falin í þeim andlegu verðmætum að fá að stunda þessa útivera í ná- lægð þessara fugla.“ Aðspurður hvort sú reynsla og þekking sem hann öðlaðist á stuttri þingsetu sinni komi hon- um að gagni í núverandi starfi svarar hann: „Já, tvímælalaust. Þar að auki var fróðlegt og skemmtilegt fyrir mig persónu- lega að kynnast' og taka þátt í - stjórnmálum hér. Eg held kunn- ingsskap við margt af góðu fólki sem ég kynntist á þessu tíma- bili.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.