Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER Mísmai/Kveiktu menn fyrst eld fyrir einni oghálfri milljón ára? Fyrstu eldstæðin „Eldur er bestur með ýta _sonum“ NOTKUN eldsins opnaði frummanninum nýja möguleika og stuðlaði verulega að þróun hans til siðmenningar. Með notkun eldsins tókst manninum betur að nýta matföng s.s. fisk og kjötmeti ásamtmarg- víslegum rótarávöxtum. Með þessu varð maðurinn óháðari loftslagi og staðháttum og gat því breiðst út um stærri svæði jarðarinnar. Telja má víst að fyrstu eldar sem maðurinn hafði not af hafi kviknað af náttúruvöldum og að það hafi ekki verið fyrr en löngu eftir að maðurinn skildi nytsemi eldsins að honum tókst að kveikja hann af eigin geðþótta. að er mjög óljóst hvenær menn eða mannlíkar verur tóku fyrst að nota eld. Fyrsta áreiðanlega viss- an um notkun elds er hjá Peking- manninum fyrir 500.000 árum. Árið 1981 fannst vísbending um notkun elds í Kenýa, fyrir 1,4 milljón árum. Hve- nær maðurinn náði fullri stjóm á eldinum og þá sér í lagi aðferðum til að kveikja hann er enn'sem komið er mjög óljóst. Vísindamenn frá Suður-Afríku rákust nýlega á leifar sortinna beina sem þeir telja áreiðanlegustu verks- ummerki um fyrstu not manna á eldi. Uppgötvunin átti sér stað í Swartkrans helli, 50 km vestur af Jóhannesborg, en þar hafa á und- anförnum árum fundist margar og mikilvægar leifar af mannlíkum verum. Hellinum er skipt niður í þijú jarðlagssvæði og bendir aldurs- greining til þess að fyrsta og elsta svæðið samanstandi af jarðlögum sem byijuðu að myndast fyrir 1,8 milljón árum. Talið er að yngstu lög þriðja svæðisins séu miiljón ára eftir dr. Sverri Ólofsson Vísindamenn frá Suður- Afríku rákust nýlega á leifar sortinna beina sem þeirtelja áreiðanlegustu verksummerki um fyrstu not manna á eldi. gömul. Öll eru jarðlög rík af menjum mannlíkra vera, sem eru helst Australopithecus robustus og Homo erectus, en það er einungis í yngstu lögunum sem vísindamennirnir hafa fundið áreiðanlega sönnun fyrir notkun elds. Enginn verulegur mis- munur er á leifum dýra á svæðunum þremur og því er trúiegt að um- hverfi og loftslag hafi verið svipað á piyndunartíma þeirra. Það sem kom helst á óvart er að í yngsta laginu hafa einungis fundist leifar af Australopithecus robustus, sem er eldri en Homo erectus. Trúlegt er að leifar Homo erectus séu fyrir hendi í jarðlögum þriðja svæðisins, jafnvel þó þær hafi ekki fundist, enn sem komið er. Beinin sem fundust í Swart- kranshelli voru flest þakin þykku lagi af kalsíum karbónati og mang- andíoxíði sem gerði athugun á þeim erfiða. Eftir umfangsmiklar saman- burðarrannsóknir, sem fóiust meðal annars í því að bera ástand bein- anna saman við þær skemmdir sem ný antílópubein urðu fyrir þegar þau voru hituð upp í 200-800°C, telja vísindamennirnir víst að beinin úr hellinum hafi orðið fyrir upphitun sem nemur 300-400°C. Þeir telja ólíklegrt að sverta beinanna orsakist af efnaferlum sem áttu sér stað í jarðlögum hellisins. Jafnvel þó sterk óbein vísbending sé fyrir hendi um notkun frum- manna á eldi fyrir meir.en milljón árum, gefa rannsóknirnar í Swart- kranshelli fyrstu beinu vísbending- una um jafn gamla notkun elds. Þær svara hinsvegar ekki á afger- andi hátt spurningunni um það til hvers eldurinn var kveiktur, en það hefur getað verið til eldamennsku, upphitunar eða sem vörn gegn rán- dýrum. Einungis nánari rannsóknir geta skorið úr um þetta atriði. 11AGFRÆDI///venær gagnast gengishreytingar? Gengismál og staða atvinnuvega HVENÆR á að fella gengið og hvenær halda því stöðugu? Um þessa spurningu hafa staðið nær linnulausar umræður á íslandi árum saman. Skoðanir um geng- ismál eru ávallt skiptar, en slíkur skoðanamunur er ekki bundinn við ísland. Á erlendum vettvangi eru gengismál jaínan ofarlega á baugi, og á það jaíht við um iðn- ríki Vesturlanda og þróunarlönd þriðja heimsins. Tvö meginsjónarmið eru oftast uppi þegar gengismál eru ann- ars vegar. Ónnur skoðunin er þessi: íiöndum þar sem verðbólga geisar verður að fella gengið í sama mæli til að við- halda samkeppn- isstöðu útflutn- ings- og sam- keppnisgreina at- vinnulífsins. Sé það ekki gert verður fram- leiðslukostnaður fyrirtækja í verð- bólgulandinu of hár borið saman við tekjur af sölu framleiðslunnar. Fyrirtækin eru dæmd til að verða undir í samkeppninni. Á hinn bóg- inn er því haldið fram, að lönd sem reyna að rétta samkeppnisstöðuna við með gengisfellingum uppskeri einungis aukna verðbólgu, sökum þess að með gengisfellingunni hækki innfluttar vörur og skrúfa verðhækkana taki síðan við. Meginástæðurnar sem liggja til þess að gengi gjaldmiðils gerist of hátt eru yfirleitt tvær. Önnur lýtur að rýmun viðskiptakjara og öðrum slíkum grundvallarbreytingum á ytri skilyrðum efnahagsstarfsem- innar. Rými viðskiptakjör er að jafnaði ekki unnt að búast við því, að óbreytt gengi megni að viðhalda hallalausum viðskiptajöfnuði. eftir Ólaf ísleifsson Þrýstingur skapast á gengið niður á við. Hin ástæðan fyrir því að gengið fer úr skorðum er að gengis- stefnan. samræmist ekki stefnunni í peninga- og ríkisfjármálum. Þenslustefna á þessum sviðum knýr upp verðbólgu. Tilkostnaður fyrirtækja eykst og samkeppnis- staðan rýrnar. Þetta má líka orða á þann veg, að stöðugt gengi stand- ist ekki nema stefnan í peninga- og ríkisfjármálum styðji við gengis- stefnuna. Allt er þetta vel þekkt hér á landi. Vafalaust er, að röng gengis- skráning hefur valdið miklum usla í efnahagslífi margra landa. Of hátt gengi lamar útflutningsfram- leiðsluna. Framleiðsla fyrir heima- markað sem keppir við innflutning bíður einnig hnekki. Við þessar aðstæður er boðið heim viðskipta- halla og fjármagnsflótta. Ríkis- stjórnir ýmissa landa hafa horfið að því ráði að tildra upp viðskipta- tálmunum og gjaldeyrishöftum til að hindra að gjaldeyrisvarasjóður- inn renni úr landi. Þessi höft hafa svo drepið atvinnulífið í dróma, enda eru innflutnings- og gjaldeyr- ishöft jafnan miklu líklegri til að valda tjóni en hinir slæmu fylgifisk- ar gengisfellinga. Hér á landi er um þessar mundir að skapast ný reynsla fyrir afleiðingum þess að halda genginu uppi með höftum og millifærslum. Hversu áhrifaríkar eru gengis- fellingar sem tæki til að bæta sam- keppnisstöðu fyrirtækja? I yfirlits- grein, sem birtist í vikuritinu The Economist fyrir nokkru, er vitnað til nýlegra athugana um þetta efni á vegum Alþjóðabankans. Athuguð voru 39 tilvik í ýmsum löndum á árabilinu 1962—1982 þar sem gengi var fellfum 15% eða meira eftir að hafa verið haldið föstu í a.m.k. tvö ár. Könnunin leiddi í Ijós, að í mörgum -tilvikurh hafði verð- bólga étið upp ávinning af gengis- fellingu innan þriggja ára. Gengis- fellingamar, sem minnstum ár- angri skiluðu, voru þær sem ekki studdust við aðhald á sviði ríkis- fjármála og peningamála. Að sania skapi dugðu þær gengisfellingar best, sem fylgt var eftir með öflug- um aðgerðum á þessum sviðum efnahagslífsins. Sú ályktun er dregin af athugun þessari, að geng- isfelling geti borið varanlegan árangur, ef rétt er að henni staðið. En það er stórt ef sem skilyrðir þá niðurstöðu. Gengislækkun bætir ekki stöðu atvinnuvega nema um skamma hríð ef eftirleikurinn er hækkun verðlags og kaupgjalds. Hækki innlendur kostnaður at- vinnufyrirtækja, þ.e. verðlag og laun, í kjölfar gengislækkunar eyð- ist ávinningurinn af gengislækkun- inni jafnharðan. Hver er þá niðurstaðan? Hún er einfaldlega þessi: Við ákveðnar aðstæður getur gengisfelling verið nauðsynleg og óhjákvæmileg, en henni þurfa að fylgja aðrar aðgerð- ir til að hún beri viðunandi árang- ur. Best er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Undirrót gengislækkana er innlend verð- bólga. Verðbólgan er því mein- semdin sem vinna þarf bug á. Ef ekki er verðbólga hverfur þörfin fyrir gengisfellingar. Ríki Evrópubandalagsins hafa sameiginlega markað þá stefnu að halda gengi milli einstakra gjald- miðla stöðugu. Þetta jafngildir því að ein mynt verði tekin upp í þess- um heimshluta. Stefnan byggir á að fylgt sé jafnvægisstefnu í ríkis- fjármálum og peningamálum sem ásamt stöðugleika í gengi tryggja, að verðbólga og kostnaðarhækkan- ir haldist í skefjum. íslendingar hljóta að stefna inn á sömu braut viíji þeir koma á jafnvægi og stöð- ugleika í efnahagslífinu. SÁLARFRÆÐI/£r betra ab vera marglyndur en einlyndur? Öll egg í sömu kövfu MIG RÁMAR í að til sé einhver erlendur málsháttur er vari menn við því að láta öll eggin í sömu körfúna/Líklegt er að hliðstæður málsháttur fyrirfinnist á islensku þó að ég komi honum ekki fyrir mig í svipinn. Þessi aðvörun mun einkum höfða til fjármálalífsins: flár- málamenn ættu ekki að leggja allt sitt fé í sömu fjárfestingu, hyggi- legra er að dreifa því á tvo eða fleiri staði. Þó að illa fari í éinu tilviki, kann að ganga betur i öðru. Sjálfsagt er þetta hyggilegt. Dettur mér nú í hug að eitthvað svipað geti átt við um „fjárfesting- ar“ sálarbúskaparins. Þegar maður hefur fullorðnast sem sagt er og líf hans hefur tekið nokkuð fastmótaða stefnu er líklegt að metnaður hans og áhugi beinist í eina aðalátt. Suma tekur þetta aðalvið- fangsefni svo föst- um tökum að ann- að kemst ekki að. Lífsstarf og áhugamál fara þá alfarið saman. í vesturlenskum þjóðfélögum er ýtt mjög undir þessa stefnu eða viðhorf. Aðalkeppikeflið verður að „ná langt“, eins og það er kallað, skara framúr, vinna af- rek, geta sér orðstírs. Samkeppnin er hörð, hvort sem um er að ræða íjármál, vísindi eða listir. Margir fá samviskubit, ef þeir tjalda ekki öllu til sem þeir eiga. En nú er ekki ávallt árangur sem erfiði. Óskir manna rætast þvi miður ekki allt- af. Vera má að hæfileikarnir séu ekki nægilegir, þrek skorti þegar til lengdar lætur, baráttuhugurinn ekki eins mikill og þyrfti, markið sem sett var ekki raunhæft, aðstæð- ur andsnúnar eða hvað það nú kann að vera. Eftir heilmikið strit blasa við vonbrigði og mönnum finnst þeir hafa glatað lífi sínu. Við blasir tómleikinn einn. „Fyrirtækið" sem aleigan var fjárfest í er komið á höfuðið. Oft má líta slík örlög hjá fólki á góðum aldri, og enda þótt oftar en hitt sé unnt að komast á réttan kjöl á ný er það yfirleitt erf- itt og kostar mikla skoðun á sjálfum sér og liðinni ævi. Betra væri vissu- lega að haga lífi sínu þannig frá byrjun að minni líkur væru á skip- broti af þessu tagi. Er þá raunar mælt með uppeldi (hvort heldur er uppeldi af hálfu foreldra eða sjálfs- uppeldi snemma á ævinni), sem líklegt er að komi í veg fyrir það. Sem sagt: láta ekki öll eggin í sömu körfuna. Þó að menn eigi sér eitt aðalmarkmið og sæki dyggilega að því er ekki nauðsynlegt að fórna öllu öðru. Fáir eru svo einhæfir í eðli sínu að aðeins eitt vekji áhuga þeirra. Flestir geta hæglega ræktað með sér fleiri en eitt áhugasvið, aflað sér kunnáttu og færni á fleiri en einu sviði. Þá geta flestir tryggt sér talsverðar tómstundir ef vilji er fyrir hendi og fyllt þær með áhuga- verðum viðfangsefnum. Það er mis- skilningur að slík „dreifing“ þurfi að draga úr dugnaði manna í aðal- starfi þeirra. Hið gagnstæða er, að ég hygg, nær sanni. Iðkun áhuga- mála, sem stefna ekki að öðrum ávinningi en ánægjunn.i sem þau veita, veldur því að menn koma ferskari og kraftmeiri til daglegra starfa. Þeir taka mótlæti með meira jafnaðargeði, ef að öðru ánægjulegu er að hverfa að loknum ströngum vinnudegi. Viðhorf manna verða „afslappaðri“ og þá gengur oft bet- ur að glíma við erfið viðfangsefni. Víst má sá vera öfundsverður sem hlakkar til þess sem hann ætlár að gera að loknum vinnudegi eða að lokinni vinnuviku. í frægum fyrirlestrum fjallaði dr. Sigurður Nordal endur fyrir löngu um tvær manngerðir, einlynda og marglynda manngerð. Hér er ég því að vissu leyti að feta í fótspor Sigurðar. Að vísu nefni ég ekki manngerð í þessu samhengi, öllu frekar um afstöðu, og er mönnum nokkuð í sjálfsvald sett hvora af- stöðuna þeir temja sér. Og svo sannarlega eí ég Sigurði Nordal sammála í því að hin marglynda afstaða er líklegri til að gefa mun meiri lífsfyllingu en hin. Hún er skynsamlegri og hyggilegri „fjár- festing", ef hún er innan þeirra marka að ekki leiðir til árangurs- lauss káks og yfirborðsmennsku. eftir Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.