Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 18
MÓRGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15: OKTÓBER
i8 b
A skáld-
skapur
heima í
fréttum?
BANDARÍSKA SJÓNVARPS-
FYRIRTÆKIÐ ABC hefur ver-
ið gagnrýnt fyrir að sviðsetja
atburði úr íréttum til þess að
fá spennandi myndefni, án þess
að taka fram að um leikin at-
riði sé að ræða. Síðasta dæmið
snerti bandaríska stjórnarer-
indrekann Felix Bloch, sem
hefnr verið sakaður um njósnir.
Því hefur verið haldið fram að
hann hafí aflient sovézkum er-
indreka skjalatösku fufla af
leyniskjölum í París og ABC
setti þann atburð á svið án þess
að geta þess að um leikið atriði
væri að ræða.
Viku seinna neitaði ABC hins
vegar að sýna myndir af því
þegar liðsmenn hryðjuverkasam-
takanna Hezbollah „hengdu“ Will-
> iam Higgins ofursta og aðrar mynd-
ir frá samtökunum af gíslinum Jos-
eph Cicippio. ABC sagði að leikna
atriðið um Bloch hefði átti að gera
fréttina áhrifameiri, en myndunum
af Higgins og Cicippio hefði verið
hafnað af tillitssemi við aðstand-
endur.
Á það er bent að bandarískar
sjónvarpsstöðvar reyni að gera
fréttir „líflegri" til að halda í áhorf-
endur, sem halla sér í vaxandi
mæli að kapalsjónvarpi og öðrum
.» fjölmiðlum. Bandarískar sjónvarps-
fréttir hafa alltaf mótast af áhrifum
frá skemmtanaiðnaðinum, en á
þessu ári þykir hafa keyrt um þver-
bak.
Fox-sjónvarpið hefur haft for-
ystu á þessu sviði á undanförmnum
tveimur árum með svokölluðum'
„æsifréttaþáttum", sem hafa náð
miklum vinsældum. í þessum þátt-
um eru hryllilegir glæpir settir á
svið og áhorfendur oft beðnir um
aðstoð til að hafa upp á sökudólgun-
um. Nokkrir þeirra leikara, sem
hafa komið fram í öðrum þessara
þátta — America’s Most Wanted —
hafa orðið fyrir því að nágrannar
hafa kært þá tii lögreglunnar,
vegna þess að þeir töldu þá vera
morðingjana, sem þeir léku.
Verður einliverri þessara
sjónvarpsstjarna ekki hleypt
á evrópska skjái?
Evrópusjónv
liggur í loftinu
Samstarf og samráó evrópskra
sjónvarpsstöðva færist í aukana
samhliða háværari röddum um
kvóta á óevrópskt efni.
Auglýsingatekjur evrópskra sjón-
varpsstöóva munu tvöfaldast á
næstu fimm árum.
FINNIST EINHVERJUM mikið hafa gerst í Evrópu í sjónvarps-
málum á þessum áratug þá ætti hann að halda niðri í sér andan-
um, því í vændum er enn hraðari þróun. I byrjun þessa áratugar
voru tæpar 30 stórar einkastöðvar starfandi, nú eru þær nærri
60 en áætlað er að árið 1995 verði þær orðnar 120. Á sama tíma
hafa auglýsingatekjur stöðvanna meira en sexfaldast. Árið 1980
numu þær um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núver-
andi gengi en áætlaðar tekjur fyrir 1995 eru um 1200 milljarðar
íslenskra króna, eða sem samsvarar áttfoldum skuldum Islend-
inga erlendis.
BAKSVIÐ
Eins og gefur að skilja þá er
mörgum Evrópubúanum annt
um að sem stærsti hlut.i þessa fjár-
magns verði eftir í Evrópu og í
stað þess að efla sjónvarps- og
kvikmyndagerð í Hollywood renni
það frekar til efl-
ingar evrópskrar
menningarstarf-
semi — til evr-
ópskra handrita-
höfunda, evr-
ópskra tónlistar-
manna, evrópskra leikstjóra
o.s.frv. Um þessar mundir er mik-
il umræða um alla heimsálfuna
um hvort hinar ólíku þjóðir eigi
að hafa samstarf og samráð og
þá til varnar menningarlegum
yfirgangi og áhrifum velda á borð
við Bandaríkin, Japan og Ástralíu.
Það er menning og íjármagn
sem allt snýst um í sjónvarpsmál-
um. Eins og svo oft áður þá er
það fremur hið síðarnefnda sem
ýtir við mönnum og knýr þá til
athafna. Krafan um kvóta á erlent
sjónvarpsefni sem nú er mikið til
umræðu innan Efnahagsbanda-
lags Evrópu er dregin áfram af
aðilum sem eiga fjárhagslegra
hagsmuna að gæta. Þeir vilja lög-
verndaðan forgang að hinum 320
milljónum sjónvarpsáhorfendum í
vesturhluta álfunnar. Það er
Bandaríkjamönnum þvert um geð.
Þeir líta á sjónvarpsefni sem
hveija aðra vöru og télja Evr-
ópubúa bijóta samkomulag um
fijálsan inn- og útflutning með því
að setja upp kvótana. Lönd utan
EB hafa einnig
sýnt því áhuga að
takmarka efni frá
löndum utan Evr-
eftir Ásgeir Fridgeirssott
ópu.
Takmarkanfr
af því tagi sem
hér um ræðir hefðu mest áhrif á
dagskrár smáþjóðanna sem eru
hvað mest háðar innflutningi á
sjónvarpsefni. Hér á landi hefði
þetta þau áhrif að í stað
bandarísks efnis yrði í ríkari mæli
boðið upp á t.d. þýskt, breskt,
franskt og jafnvel norrænt efni.
Eins er líklegt að samvinna um
TALIUTVARPI (II)
A
síðasta pistli á sunnu-
daginn var minntist ég á
það hversu lítil rækt
væri lögð við að vanda og
virða talmálið í útvarpi og
sjónvarpi á íslandi, öfugt við
það sem gerist hjá stærri
þjóðum. Þá minntist ég á
nauðsyn þess að hjá hverri
útvarps- og sjónvarpsstöð
væri að minnsta kosti einn
málfarsráðunautur sem
fylgdist umfram allt með og
leíðbeindi um talmál og væri
til umsagnar um hæfni
þeirra sem við slíkt vilja
starfa, en væri auk þess til
ráðgjafar og eftirlits um
orðalag og málfræði.
Næst er að víkja að fáein-
um atriðum sem ættu að
sýna og jafnvel sanna að
þetta tal um nauðsyn þess
að vörpin bæti ráð sitt á við
rök að styðjast. Ég legg til
að forráðamenn og starfs-
menn varpanna og aðrir þeir
sem þessi orð kunna að lesa
gefi sér svolítinn tíma og
hlusti á talað mál í vörpun-
um, bæði útvarpi og sjón-
varpi og jafnt hjá þeim sem
kölluð eru fijáls og hinum
sem ekki eru nefnd svo. Þeir
sem tala í vöipin ættu að fá
að hlusta á upptökur með
sjálfum sér því þannig
hljóma þeir í éyrum hlust-
enda (og það er allt annað
en þeir heyra sjálfir þegar
þeir tala).
Ef að er gætt kemur trú-
lega fljótt í ljós að það er
ekki jafnþægilegt eða jafn-
auðvelt að hlusta á alla. Til
dæmis tala sumir jafnan
óþægilega hratt, og þá verð-
ur talið óskýrt. Sá sem talar
í útvarp eða sjónvarp eða
flytur ræðu í fjölmenni verð-
ur jafnan að tala hægar og
skýrar en í smáhópi eða
tveggja manna tali. Hins
vegar má tal ekki vera svo
hægt að hlustandinn hætti
að nenna að leggja eyrun
við. Hér þarf því hver að
finna sinn gullna meðalveg.
Sumir hreyfa talfærin lítið
sem ekki (það sést vel í sjón-
varpi en má auk þess vel
greina þótt ekki sjáist) og
þá verðui' hljóðmyndunin
ónákvæm og óskýr — erfitt
að skilja það sem sagt er,
hvað þá ef sami talandi talar
of hratt í ofanálag. Á hinn
bóginn eru þeir til sem vanda
sig fram úr hófi, hreyfa tal-
færin svo mikið og höggva
orð og setningar sundur að
erfitt er að fylgja þræði. Á
hinn bóginn eru þeir allmarg-
ir sem reyna að fylla upp í
allar eyður með sérhljóðum,
rétt eins og ítalskir óperu-
söngvarar gera þegar þeir
tóna aríurnar sínar: Og-u
næst-e skulum-e við-e a-
hlusta á-a lag-e með-e u-
hljómsveitinni e-Who!
Oft er greinilegt að sá sem
les í varpi hefur ekki lesið
textann sinn nægilega vel
yfir áður en útsending eða
upptaka hefst. Þá er meiri
hætta en ella á að talið hljómi
óeðlilega og alls kyns tafs
og stam lýti lesturinn. Þá er
og alltof algengt að þeir sem
koma fram í beinum útsend-
ingum búi sig ekki nægilega
vel undir þær og eyði undra-
löngum tíma í humm og ha
og uml þegar þeir eru að
hugsa með sér hvað þeir eiga
nú að segja eða spyija um
næst. Slíkt er auðvitað að
vanrækja starf sitt og hreinn
dónaskapur við hlustendur.
Langflestir þeir sem lesa
'fréttir eða annan texta gera
það með annarri rödd eða í
annarri tónhæð en þeim er
eðlilegt. Stundum er eins og
lesandi sé að hrópa til hlust-
andans og hafi gleymt því
að fyrir framan hann er
hljóðnemi sem sér um að
flytja hljóðið á endastað.
Afar algengt er að auk þess-
arar raddbreytingar venji
lesendur sig á eitthvert óeðli-
legt lestrarlag, oft með því
að hafa áherslur í öllum setn-
ingum á svipuðum stöðum
án tillits til þess hvort þær
hæfa efninu. Þetta er eins
og reynt væri að syngja alla
texta við sama lag — og það
er auðvitað ekki hægt. Hins
vegar á að vera mun auð-
veldara að tala með eðlilegri
rödd sinni, eðlilegum áhersl-
um eins og sé verið að segja
frá í tveggja manna tali, en
að hafa þetta allt uppskrúfað
og Áeðlilegt. Gott dæmi um
þetta má heyra hjá mörgum
fréttaþulum í sjónvörpunum.
Þeir hnýta oft aftan í fréttir
fáeinum orðum á eðlilegu og
afslöppuðu máli, einhveiju
sem þeim kemur í hug á
stundinni. En fyrr en varir
eru þeir roknir á flug með
allt annarri rödd, í allt öðrum
tóni. Þá eru þeir komnir í
lestóninn sinn. Það er hins
vegar hreinn misskilningur
að til eigi að vera sérstakt
upplestrarmál. Lesið mái á
að hljóma sem líkast töluðu
eðlilegu og greinargóðu máli.
Upplestur er ekkert annað
en frásögn!
í sjónvarpi er algengt að
fréttamenn og fréttaþulir séu
allir á iði á meðan þeir eru
að tala. Eins er algengur sá
ósiður að fréttalesari fitii án
afláts við penna eða fálmi
endalaust um blaðabunka
sinn á meðan lesið er. Þetta
er að vísu ekki framsögn
heldur einhvers konar tauga-
veiklunarávani sem er mjög
truflandi og dregur athygli
frá því sem sagt er.
Góðir leikarar starfa undir
stjórn leikstjóra og verða
sífellt að taka tilsögn, meðal
annars um það hvernig rétt-
ast er að segja þessa setning-
una eða hina. Góðir söngvar-
ár starfa með svipuðu móti
undir stjórn söngstjóra eða
fara reglulega i eins konar
upprifjun og endurhæfingu
hjá söngkennara og verða á
sama hátt að taka tilsögn.
Eg sagði góðir leikarar og
söngvarar því tilsögnina
þurfa þeir ekki vegna van-
kunnáttu heldur vegna þess
að þeir vita að aðrir eru bet-
ui' hæfir til að sjá smæstu
galla í framsögn þeirra en
þeir sjálfir. Það er svo al-
gengt að fólk venji sig á eitt-
hvað án þess að taka eftir
því. Á sama hátt ættu góðir
útvarps- og sjónvarpsmenn
að krefjast þess að vera und-
ir stöðugu eftirliti og geta
hvenær sem er leitað aðstoð-
ar hjá hæfum málfarsráðu-
nautum. Með því gætu þess-
ir gestir á heimilum og
vinnustöðum stuðlað að því
að hlustendur töluðu minna
um vitleysurnar og mistökin
sem þeim verða á í sífellu,
en meira um el'ni þess sem
sagt hefur verið og lesið. Það
ætti að vera gullið takmark.
Sverrir
Páll