Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
C 21
MYNDLIST / ; // listamenn óhemju margir á íslandi?
Jslands
myndlistarmenn
armann. Á sama hátt getur
menntaskólastelpan, sem gengur
um með stjörnur í augunum og
háfleygar hugmyndir um æðra
tilverustig, fest þetta myndrænt
á léreft og lausablöð, opnað sýn-
ingu og kynnt sig sem myndlistar-
mann í skólablaðaviðtölum. Þá er
ótalinn sá fjöldi fólks, sem tekur
upp penslana að loknu dagsverki
á öðrum sviðum, og nýtir frístund-
ir sínar til myndlistar, fremur en
búklegrá íþrótta, neyslu andlegra
gæða, eða sjónvarpsgláps.
Þarna er væntanlega komin
skýringin á þeirri listamannafjöld,
sem ber fyrir augu og eyru al-
mennings í landinu, og heldur
og á að tryggja tæknilega kunn-
áttu hið minnsta, en samt er engu
ólíklegra að ferskleiki og nýjar
hugmyndir í myndlist komi fram
hjá áhugafólkinu en því faglærða.
En magn myndlistar, hvort sem ^
er frá hendi félagsbundins fólks
eða áhugafólks, er auðvitað engin
trygging fyrir gæðum. Gæðin
aukast ekki í réttu hlutfalli við
framboð, heldur verður ef til vill
erfiðara - að koma auga á þau
vegna þess kraðaks af stofu-
myndaframleiðslu, sem ber fyrir
augu, og gjarna er hampað meira
en vert er.
Knattspyrnuáhugamönnum (ef
slíkir fyrirfinnast meðal lesenda
GÓÐUR MAÐUR fyrir austan
spurði nýlega, hvort annar hver
Jón ogþriðja hver Gunna titl-
aði sig nú listamann. Hinn mikli
Qöldi sýninga og ókunnuglegra
nafna sem tengist þeim hlyti
að benda til þess að nú væru
Islendingar endanlega gripnir
myndlistaræði, sem allir vildu
taka þátt í.
Ekki er nema von að spurt sé,
slík er sýningarflóran nú.
. Fljótleg talning sýninga sem eru
opnar leiddi í ljós að þær voru í
síðustu viku komnai' nokkuð á
annan tuginn á
höfuðborgar-
svæðinu einu
saman, og eru
þá ótaldar sýn-
ingar sem kunna
að vera í gangi á
ísafirði, Akur-
ÞÖrl'óksson ^ °S eflaust
viðar um landið.
En hvaðan kemur allt það mynd-
listarfólk, sem heldui' þessar sýn-
ingar?
Til að átta sig á íjölda lista-
manna er einfaldast að byija á
að líta á félög listamanna. Allir
hópar í þjóðfélaginu sem eiga
Sameiginlegra hagsmuna að
gæta, hvort sem það eru áhuga-
mál eða atvinna, leitast við að
eflast í félögum. Þannig eru til
félög flugmanna, fjárbænda,
ferðafólks og frímerkjasafnara;
félög matreiðslumanna, mynt-
safnara, málfræðinga — og mynd-
listarmanna.
Myndlistarfólk starfar í nokkr-
um félögum, eða á einstaklingsað-
ild að landssambandi, SÍM (Sam-
bandi íslenskra myndlistar-
manna). Þetta eru venjuleg hag-
munasamtök eins og þau þekkjast
á fleiri sviðum og er ætlað að
gæta hagsmuna og réttar félaga
sinnai Allt gott um það.
I ljósi þeirrar tilfinningar fólks,
að listamenn séu á hverju strái,
er athyglisvert að sjá hversu
margir eiga aðild að að samband-
inu. Því er auðsvarað; á íslandi
er allur fjöldi félaga í SÍM um
250 manns, eða um það bil einn
listamaðui' fyrir hveija þúsund
íbúa.
Þessi tala kemur ef til vill á
óvart, því flestir giska satt að
segja á að hún sé mun hærri, og
setja gjarnan fram íjögurra stafa
tölu. Þetta má skýra_ að nokkru
með því að nefna að SÍM og aðild-
arfélög þess setja fram ákveðin
inntökuskilyrði, sem umsækjend-
ur verða að uppfylla, áður en þeir
fá félagsaðild. Þau lúta að list-
námi í viðurkenndum skólum,
þátttöku í sýningum, vinnu að list-
skreytingum fyrir opinbera aðiia,
að eiga listaverk í söfnum o.s.frv.
Það segir sig sjálft, að það er
ekki hlaupið að því að uppfylla
skilyrði af þessu tagi þegar manni
dettur í hug, og því takmarkast
Aðeiris fáir útvaldir komast í landslið.
aðild væntanlega við þá eina, sem
hafa stundað myndlist af alvöru
og lagt nokkuð á sig til þess. -
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Heitið myndlistarmaður er ekki
verndað starfsheiti, líkt og heitin
matreiðslumaður, menntaskóla-
kennari eða málarameistari; það
er öllpm ftjálst, sem áhuga hafa
á, eins og nöfnin menningarpóst-
uli, myntsafnari eða mannvinur.
Þannig getur togarajaxlinn, sem
kominn er í land eftir áratugi á
sjó, tekið upp á því að dútla við
myndverk á efri árum, sýnt þau
’ opinberlega og titlað sig myndlist-
sýningar á ótrúlegustu stöðum.
Þeir sem taka sér heitið lista-
menn, eða eru tilnefndir sem slíkir
af vinum og vandamönnum vegna
tómstundaíðju eða misjafnlega
augljósra hæfileika, eru örugg-
lega margfait fleiri en hinir, sem
eru félagsbundnir sem myndlist-
armenn og uppfylla sett skilyrði
um nám og sýningarhald.
Mismikil ánægja ríkir skiljan-
iega með þetta ástand. „Ekta“
myndiistarmenn líta gjarna á hina
sem áhugafólk í bestu tilvikum
og loddara í hinum verstu. Slíkt
er auðvitað einföldun. Nám getur
þessa pistils) býðst eftirfarandi
samlíking, sém auðvelt er að færa
yfir á myndlistarmenn. - Um 160
leikmenn tóku þátt í keppni 1.
deildat' í sumar og yfir 600 léku
í fyrstu þremur deildunum. Samt
komast aðeins fáir útvaidir í
landslið. Og það segir ekkert um
hvernig okkar landslið stendur sig*»
í samanburði við úrval leikmanna
frá öðrum löndum . . . (Lesist:
Aðeins fáir myndlistarmenn
standa að lokum upp úr ijöldan-
um; síðan er illmögulegt að meta
fyrirfram stöðu þeirra í alþjóðlegu
samhengi...)
DÆGURTÓNLIST Hvað er upplitunarhljómsveit?
Skemmtileg tilviljun
Ljósmynd/BS
Uppiitunarsveitin Ham í Tunglinu fyrir stuttu, en þar hituðu Sykur-
molarnir upp.
ÍSLENSKA hljómsveitin Ham er
ekki gömul, en hefur þó náð þeim
árangri að fyrsta breiðskífa
sveitarinnar verður gefin út ytra.
Utgefandi plötunnar er útgáfu-
fyrirtæki Sykurmolanna, One
Little Indian, og hljómsveitin er
nú á ferð um Bretland og hitar
upp fyrir Sykurmolana á vegum
fyrirtækisins.
Breiðskífan ber nafnið Buffalo
Virgin og kom út í síðustu viku.
Ég hitti hljómsveitarmeðlimi að
máli daginn áður en þeir fóru utan
og fékk þá til að ræða plötuna.
Fyrsta lag plöt-
unnar heitÍKSkve.
Platan hefst á
hjartslætti Björns
Blöndal og þar er
hjartalag plötunn-
ar, Siave. Lagið
fjallar um baráttu
slavanna og slavn-
eskt . bændasam-
félag. Þegar það byijar erum við
að fást við ýmsa hluti sem síðan
breytast í annað.
Youth er annað higið.
Það lag er eiginlega samið fyrir
selzer-auglýsingu og er þrungið
goskrafti. Það má segja að verið
sé að lýsa tilfinningunni við það að
drekka selzer. Flosi gítarleikari
sleppur mjög vel frá þessu lagi og
reyndar kemur hann best út á plöt-
unni allri. Hann er svo lúmskur
gítarieikari að maður frekar finnur
fyrir honum en heyri í.
Voules-Vouz er þriðja lag plöt-
unnar. Það lag var tekið upp 1978
af ABBA, en á sama tíma voru
meðlimir hljómsveitarinnar að skilja
og það heyrist glöggt þegar hlustað
er á lagið. Við reynum að ná fram
þeim tilfinningum sem þá hafa
bærst í bijóstum þeirra; að túlka
skilnað ástvina. Segja má að sú
spenna sem myndast við skilnað sé
hreyfiafl lagsins og því hefur verið
haldið fram við okkur að þetta sé
besta rokklag sem samið hefur ver-
ið á íslandi. Það er svo skemmtileg
tilviljun að þetta lag var samið á
eyju í sænska skeijagarðinum og
við erum einmitt á eyjú núna. Voul-
es-Vouz er eiginlega miðpunktur
þessarar piötu og það er eimitt
skemmtileg tilviljun að það lag er
einmitt miðlag fyrri hliðarinnar.
Þessi plata er eiginlega röð
skemmtilegra tilviljana og til gam-
ans má geta þeirrar skemmtilegu
tilviljunar að nafn plötunnar, Buff-
alo Virgin, minnir á myndina' í öku-
skírteini Óttarrs.
Linda Blair, sem hét Auður Sif
áður, er fyrsta lagið sem hljómsveit-
in Ham æfði. Lagið er skilgetinn
bróðir Eggjahommanns, en Auður
Sif breyttist í Lindu Blair vegna
þess að það er sama bassalínan í
þeim. Það gefur svo augaleið að
Linda Blair er uppáhalds leikkona
Siguijóns.
Svin, sem er skammstöfun ,á So
Very In, er samid undir áhrifum
af hljómsveitinni Uúsgögn frá
Keflavík. Kóngurinn gerói okkur
kleift að taka þetta lag, enda lán-
aði hann okkur wawa-fetil, sem við
höfum ekki komist til að skila enn.
Það er skemmtileg tilvUjun að þetta
lag skuli vera síðasta lagið á hlið
eitt, en takturinn í laginu er mjög
eggjandi og það því vel fallið til að
fá fólk til að snúa plötunni við.
Fyrsta lagáhhð tvö, Whole Lotta
Love, ergallaðþvíþað vantar fram-
an á það sólókafla Siguijóns. Við
erum því ekki ánægðir með hlut
þessa lags á plötunni. Þegar sólóið
vantar, vantar undirstöðuna í lag-
inu, því sólóið túlkar hughrifin sem
tengjast skilnaði og Voules-Vouz.
Misery er enn annað lag sem
fjallar um skilnað, en frá annarri
hlið og það er skemmtileg tilviljun
að þessi tvö lög, Whole Lotta Love
og Misery, séu hlið við hlið. Reynd-
ar má segja að á Buffalo Virgin
sé verið að gera upp skilnað og nú
þegar platan kemur út þá er allt
búid og næsta plata verður mikhi
glaðlegri og léttara yfir henni.
Égsá skrifað stóru letriá strætó-
skýli í Kópavogi fyrir skemmstu:
Eggjahomminn.
Skemmtileg tilviljun að þú skyld-
ir segja þetta, því við erum komnir
að þriðja laginu sem er einmitt Egg
Ya Hommie, eins og Eggjahomminn
heitir á ensku. í þessu lagi erum
við einmitt að gera endanlega upp
skilnaðinn, en það er skemmtileg
tilviljun að þetta lag og Voules-
Vouz, þar sem skilnaðarumfjölliinin
hefst, shúa bökum saman, ef svo
má að orði komast, því þau eru
bæði þriðja lagið, hvort á sinni
plötuhlið.
Það er mikill og sár tregi í textan-
um.
Það er engin tilviljun.
Þá er komið að laginu Forbidden
Lovers.
Segja má að Slave sé að vissu
leyti forleikurinn að Forbidden Lov-
ers, en lagið segir frá því þegar'Jón
Egill Eyþórsson og Ævar ísberg
yfirgáfu hljómsveitina, en þetta er
eina lagið á plötunni sem þeir spila
báðir í. Forbidden Lovers gerist í
Israel og það er skemmtileg tilvjljun
að Jón Egill er einmitt nýkomnn
frá ísrael.
Lokalag plötunnar, Death, sem
vísar aftui’ til Hamskiptanna eftir
að Jón Egill og Ævar yfirgáfu
hljómsveitina og í laginu leikur hin
nýja hljómsveit endurfædd, en það
tengir hana svo aftur við hjartslátt-
inn sem byijar plötuna. Það ntá því
segja að platan sé einskonar hring-
rás sem kallar á að hún sé spiluð
aftur og aftur. Þessvegna er mjög
gott að kaupa hana á geisladisk,
til að losa fólk við það að vera sífellt
að snúa píötunni við. Það er^vo
skemmtileg tilviljun að lagið er ekk-
ert líkt laginu Svartur gítar með
Das Kapital, þó svo' Siguijón leiki
á svartan gítar í því.
Upphitunarhljómsveitir eru yfir-
leitt lítils metnar í Bretlandi; hvern-
ig leggst það í ykkur að vera að
fara að hita upp fyrír Molana.
Við höfum ekki áhyggjur af því,
því við erum upplitunarsveit.
eftir Árno
Matthiasson