Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER C 7 Frá 1897 til 1950, þegar Þjóðleik- húsið tók til starfa, var hér eina starf- ándi leikhúsið í höfuðstaðnum. Um hin listrænu gæði þarf ekki að fjöl- yrða. Vitnisburður þeirra er að unnt var að ljúka upp atvinnuleikhúsi í Þjóðleikhúsinu eins og hendi væri veifað, með kjarnanum af leikurum Leikfélags Reykjavíkur. Himinlifandi fluttu þeir, þá eins og nú, í nýtt hús, sem hannað hafði verið sem leikhús og þar sem allir vegir sýnd- ust færir — og reyndust vera það. Þá sáu aftur á móti hugsjónamenn að ekki dygði að leggja niður Leik- félagið gamla í Iðnó. í menningar- borg er rúm fyrir tvö leikhús og hér hefur meira að segja reynst hljóm- grunnur fyrir mörg leikhús. Leik- starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hélt því ótrauð áfram og henni eigum við að þakka að nú er nýtt Borgar- leikhús mannað með sæmd. Því skal aldrei gleymt, að það var hér sem íslensk leiklist ruddi sér braut til þess vegs sem hún nýtur nú. í þau átta starfsár ævi minnar, sem ég gaf hug minn allan þessu húsi af miklum metnaði fyrir þá stofnun sem þar var rekin, var Leik- félag Reykjavíkur að vinna að því staðfastlega, svo sem bæði fyrr og æ síðar, að komast í annað hús — hús sem gerði okkur kleift að sækja enn á listrænan brattann — að kom- ast sem fyrst í Borgarleikhúsið. Nú hefur sá draumur ræst. En allan- þann tíma vissi ég hvað ég vildi að yrði um Iðnó í framtíðinni og ég lifi enn við þann óskadraum. Þar hefur verið leikið alla þessa öld og í draumi mínum er Iðnó leiklistarsafn, þar sem menn geta, eins ogi svipuðum húsum erlendis, gengið á fund minninganna, skoðað myndir og minjar um for- Uðina og hugleitt sögu um menning- arafrek sem fremur hefur verið hljótt um en er sómaauki þessari þjóð. Og inni í því safni á ætíð að vera lifandi leikhús til að skapa nýjar minningar. snúa við sokkunum af svo miklum leikara. (Ég veit ekki hvort ég tæki það að mér í dag. Jafnvel þó Erling- ur ætti í hlut). En þarna sem ég stóð í hliðarvængnum og beið eftir næstu fataskiptingu hjá Erlingi, þurfti ég mikið að hafa fyrir því að falla ekki í þá freistni að ganga bara eitt skref og inn á leiksviðið, segja við aðalleik- arana, sem voru í einhveiju miðju skondnu samtali. „Varþáð ekki hing- að sem ég átti að sækja þvottinn?", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það hefði verið gaman að sjá hvort þau myndu ekki bjarga málunum með því að fara að spinna á móti mér. Eg var þá alveg ákveðinn í að vera þá eins lengi inni á sviðinu og mér væri stætt. Eiga bara eins kvölds leikhús- feril. Það hefði getað verið dálítið geggjað eins og krakkarnii’ segja. En ég læt það ekki eftir mér svo síðan ei’ ég búinn að vera viðloðandi þetta ágæta hús í (núna) 26 ár. Þessi ár hefur Iðnó hefur verið staður ótæmandi reynslu af öllu tagi. Gleði, sorgar, sigurvímu, vonbrigða. Hátíða og hversdaga, reiknisskila og nýrra áætlana. Nú var ég næstum búinn að segja: En aldrei hefur þetta hús verið dautt, en jú, það hefur verið það. Fátt hefur mér fundist dauða- legra en að koma í húsið autt og mannlaust á miðjum sumrum þegar ekkert hefur verið að gerast þar. Leikhús lifir ekki raunverulega nema með því starfi sem þar fer fram. Nema myð eftirvæntingunni sem fylgir leitandi fólki sem þar starfar. Það ér góðs viti að ungir leikarar eru farnir að vinna „niður frá“ þó Leikfélagið hafi flutt. Eigum við ekki öll að heita því að þetta söguríkasta menningarhús okkar haldi áfram að lifa og dafna? Þess óska ég. Sjáumst í Borgarleikhúsinu. Myndlistarmenn Erum að opna glæsilega sýningarsali í Aust- urströnd 6, Seltjarnarnesi. Hafið samband í síma 625997 eftir kl. 18.00. Nesgallery. Hraðlestrarnámskeið Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á næsta hraðlestrarnámskeið, sem hefst miðviku- daginn 18. október nk. Skráning öll kvöld kl. 20-22 í síma 641091. Hraðlestrarskólinn TURBO PASCAL Byrjendanámskeið í forritunarmálinu Turbo Pascal fyrir þá sem vilja auka við þekkingu sína á sviði forritunar. Leiðbeinandi: Sigfús Halldórs verkfræðingur. Tími: 23/10, 25/10,27/10, 30/10 og 1/11, kl. 19-23. .© Tölvufræðslan Borgartúni 28 sími: 687590 MARKAÐ URINN VÖL VUFELLI SKÓR - FATNAÐUR - SKARTGRIPIR o.m.fl. Tökum upp nýjar vörur reglulega Munið filmumóttökuna. MYNDSÝN býður filmu með framköllun. Opnunartími: Frá kl.13-18 mánudag-föstudags og 10-14 laugard. Hlaupaköttur Nýlegur og nánast ónotaður hlaupaköttur til sölu. Rafdrifin ipn- og útfærsla, lyftigeta 1000 kg. Upplýsingar í síma 687760 virka daga kl. 8.00—16.00. Blesugróf AUSTURBÆR I h ð " Meirci en þú geturímyndad þér! Grunn II 25-26. október kl. 9-13 Námskeið fyrir lengra komna. Farið verður í algengustu skipanir MS-DOS stýrikerfisins með æfingum. ATH: VR og fleiri stéttarfélög sfyrkja félaga sina til þátttöku. . Allar nánari upplýsingar og bókaniF hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.