Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTOBER C 15 Oldspn hikaði við að mæla með Clark, en „sá ekki ástæðu til að hafna honum“. Clark starfaði hjá fyrirtækinu 1977-1979. Forstjóran- um, Jim Roberto, fannst hann „dá- lítið einkennilegur". Til dæmis borð- aði hann alltaf einn í Volkswagen- bifreið sinni í hádeginu og hlustaði á sígilda tónlist í útvarpinu, en hafði lágt stillt. Roberto „kunni þó einhvern veg- inn vel við hann“ og vorkenndi hon- um af einhveijum ástæðum. Ro- berto átti í erfiðleikum í hjónaband- inu og talaði um það við Clark, sem„kvaðst hafa orðið fyrir sömu reynslu og vita hvað ég væri að fara . . . Hann gaf í skyn að hann hefði sjálfur orðið fyrir vondri reynslu". „Mjög sjúk kona í október 1979 var Clark ráðinn fjármálastjóri í kassagerð í Aurora, suðaustur af Denver. Byijunarlaun- in voru 300 dollarar á viku. Hann mun hafa fengið meðmæli frá Ro- berto, en starfsferilsskýrsla Clarks hvarf úr skjalasafni hans og hann virðist hafa tekið hana með sér. Skömmu áður hafði Clark kynnzt tilvonandi eiginkonu sinni, Dolores Miller, í kirkjuboði. Clark virðist hafa haft það náðugt hjá kassa- gerðinni, en vinnutíminn var lang- ur. Enga persónuiega muni var að sjá á skrifstofu hans, en róleg, klassísk tónlist heyrðist úr útvarps- viðtæki hans, sem hann hafði lágt stillt. Launin hækkuðu í 490 dali á viku. Frístundir sínar notaði hann til að vera með Dolores og vinna sjálfboðaliðastörf fyrir lútherska söfnuðinn. „Hann talaði svo mikið um kirkjuna að það gat orðið þreyt- upp í apríl 1986. „Okkur þótti leitt að sjá hann fara,“ sagði Bassler. Clark stofnaði þá eigið ráðgjafa- fyrirtæki, Robert Clark Services. Hann og Dolores höfðu gifzt nokkr- um mánuðum áður, í nóvember 1985. Þá höfðu þau búið um tíma í lítilli íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Montebelio skammt frá Denver. Einu persónulegu eigurnar, sem Clark flutti í íbúðina, voru kassar fullir af skattagögnum. Myndin í blaðinu Nágrannakonu að nafni Wanda R. Flanery grunaði strax að Clark væri ekki sá sem hann segðist vera og að fiskur lægi undir steini. Fyr- ir tveimur árum sá hún mynd af List í æsifréttablaði og þóttist sjá hvers kyns var. Hún hringdi þó ekki í lögregluna og sýndi frú Clark blaðið í staðinn. „Dolores sagði að þetta væri ekki Bob,“ sagði frú Flanery, „og ég lét við það sitja.“ Frú Flanery sýndi Clark aldrei myndina. „Ég óttaðist að eitthvað gæti gerzt, ef hann væri maður- inn,“ sagði hún. Hún varaði sig á honum-eftir það. Frú Clark viður- kenndi eftir handtöku manns síns að hún hefði séð myndina, ensagði: „Ég neitaði því að þetta væri hann, því að mér fannst það ekki geta verið satt. Ég trúi því ekki enn að það geti verið rétt.“ Efnahagsástandið í Denver og nágrenni var bágborið um þetta leyti og Clark átti erfitt með að standa á eigin fótum. Hann var heima við og Dolores sagði frú Flan- ery að „hún yrði vitlaus eða færi frá honum, ef hann færi ekki út og fengi sér eitthvað að gera“. Dolores vann í vörugeymslu lækna- miðstöðvar landhersins, en þau gátu ekki lifað af tekjum hennar febrúar 1988. Fyrir um ári festu hjónin kaup á litlu, einnar hæðar einbýlishúsi í Brandermill, suðvest- ur af Midlothian í Virginíu. Dolores var skráður eigandi. Húsið kostaði 76.000 dali og 12.000 dalir voru greiddir við undirritun kaupsamn- ings. Þau kynntust fáum nágrönn- um, en grönnunum fannst þau við- felldin, þótt fáskiptin væru. Hlynntur Þjóðverjum Tveir nágrannanna, Joseph og Jacqueline Stefano, telja að Clark hafi mikinn áhuga á heimsstyrjöld- inni 1939-1945 og Hitler. Clark og Stefano fóru nokkrum sinnum í „stríðsleiki" og Clark vildi alltaf stýra þýzku heijunum. Stefano seg- ir að Clark hafi stundum orðið svo æstur að sviti hafi sprottið fram á enni hans. Eitt sinn spurðu Stefano-hjónin Dolores um uppruna hennar og manns hennar. Hún fór undan í flæmingi og Clark gaf til kynna að honum væri þvert um geð að ætt- erni hans væri rætt. Vinur Clarks í Richmond sagði: „Faðir hans var þýzkur; hann hafði áhuga á öllu því sem þýzkt var og það var allt og sumt.“ Fortíðin hefði aldrei virzt skipta hann máli og hann hefði aðeins einu sinni séð hann reiðan. „Ég hafði gengizt undir aðgerð á auga og læknirinn skipaði mér að reyna ekki á mig. Þegar Bobby sá mig taka upp ritvél hrópaði hann: „Leggðu þetta frá þér áður en aug- að dettur úr þér . . .“ Clark-hjónin hafa verið í krögg- um í marga mánuði, þar sem þau hafa átt í vanskilum út af íbúðinni í Colorado. Dolores sagði í bréfi til vinkonu sinnar, frú Flaherty, fyrir síðustu jól að þau „væru að missa aleiguna" og þunglyndi sækti að . Hús Clark-hjónanna í Richmond: fingrafór og ör sannfærðu lögregluna um að Clark væri List. andi,“ sagði einn forstjóra fyrirtæk- isins, Robert Bassler. Þegar Bassler spurði Clark um fjölskylduna „minntist hann óbeint á Michigan eða Minnesota . . . Hann kvaðst hafa verið kvæntur áður, en sagði að konan hefði verið haldin ólæknandi sjúkdómi og væri látin. Dauði hennar hefði haft gífur- leg útgjöld í för með sér. Okkur datt ýmislegt í hug, til dæmis að hann væri barnlaus, úr því að kon- an var svona veik.“ Seinna sagði Clark vinum sínum í Richmond að fyrri kona hans hefði verið drykkju- sjúklingur og eyðslukló og dáið úr krabbameini og hann ætti dóttur, sem „væri dálítið erfitt að ráða við“. Dolores Clark sagði eftir að mað- ur hennar var handtekinn að hann hefði sagt að fyrri kona hans væri „mjög sjúk kona“. Hún kvaðst vona að ásakanirnar gegn honum væru rangar, en ef þær ættu við rök að styðjast hlyti hann að „hafa verið úndir svo miklu álagi að eitthvað hafi brostið innra með honum . . . Ég er honum trú.“ Clark fékk lof fyrir störfin í kassagerðinni, en þegar tölvutækni var tekin upp í bókhaldinu hafði fyrirtækið minna gagn af honum en áður. Starf hans óx, en það varð honum ofviða. Honum var því sagt og lentu í vanskilum með greiðslur af lánum á íbúðinni. Síðla árs 1987 svaraði Clark auglýsingu í staðarblaði frá ráðn- ingarskrifstofu í Richmond, Virg- iníu. Hann sagði einum af forráða- mönnum skrifstofunnar, Steve Reed, að hann vildi fá vinnu á stað, þar sem ekki þyrfti að hafa áhyggj- ur af efnahagsástandinu. Einnig kann að hafa skipt máli að frú Clark á ættingja í Maryland, sem er skammt frá Virginíu. Reed setti Clark í samband við Charles S. Jóyner, annan tveggja eigenda bókhaldsfyrirtækis í Rich- mond. Clark flaug til Richmond og fékk starfið. Launin voru 24.000 dollarar. „Mestu annirnar við aðstoð vegna skattframtala voru að hefjast og við urðum að fá nýjan starfs- mann,“ sagði Joyner. Joyner treysti þeim upplýsingum ráðningarskrifstofunnar að Clark hefði næga menntun og starfs- reynslu. Reed viðurkennir að ekki hafi verið reynt að fá úr því skorið hvort Clark hefði stundað nám í háskólanum í Michigan eins og hann hafði haldið fram, en raunar hafði Clark BA- og MA-próf í við- skiptafræði frá þeim skóla og var löggiltur endurskoðandi. Frú Clark fluttist til Richmond í henni. Hún fékk sér starf á snyrti- stofu einn dag í viku og Clark tók að sér að sjá um skattframtöl fyrir fólk. Clark gat sér gott orð hjá fyrir- tæki Joyners í Richmond. Um helg- ar dundaði hann í garðinum og horfði á sjónvarp. Hinn 21. maí sl. settist hann niður til að fylgjast með eftirlætisþætti sínum á sunnu- dögum, America’s Most Wanted, sem fjallar um eftirlýsta glæpa- menn. Sér til skelfingar sá hann að þátturinn að þessu sinni snerist um morðin í Westfield. Hinumegin í Bandaríkjunum sat Wanda Flanery einnig stjörf við skjáinn. Þegar hún sá brjóstmynd myndhöggvarans Frank A. Bender í Fíladelfíu af morðingjanum John Emil List, eins og líklegt væri að hann Iiti út nú þegar hann væri kominn af léttasta skeiði, var hún í engum vafa um að hann væri enginn annar en fyrrverandi ná- granni hennar, Robert Clark. Tengdasonur hennar, Randy Mitch- ell, hringdi fyrir hana í símanúmer, sem var sýnt á skjánum, og lét FBl vita. Um 300 aðrar ábendingar bárust, en lögreglan trúði engum betur en frú Flanery, sem sagði: „Ég er hrygg og hef áhyggjur af Dolores." OPUS bókhaldskerfi Námskeið í ÓPUS fjárhags-, viðskiptamanna-, sölu-, pantana- og birgðabókhaldi. Leiðbeinandi: Baldur Sigurðsson. Tími: 24/10, 26/10, 31/10 og 2/11 kl. 13-17. Tölvufræðslan Borgartúni 28 sími: 687590 PC Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 17., 19., 24. og 26. okt., kl. 19-23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 Nýrogbetri veislusalur Meiriháttar mótstaður Borgartúni 18 Afmœlisveislur Árshátíðir Blaðamannafundir Brúðkaupsveislur Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjur Fermingarveislur Fundir Grímudansleikir Jólaböll Matarboð Ráðstefnur Skákmót Sumarfagnaðir Vetrarfagnaðir Porrablót Ættarmót Eða bara stutt og laggott: Alltfrá A — Ö Fullkomið hljóðkerfi sem hentar bœði hljómsveitum, diskóteki sem ráðstefnum. EITT SÍMTAL - VEISLAN í HÖFN. MANNÞING, símar 686880 og 678967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.