Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 1
HEIMILI £33 SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989 BLAÐ B Byggmgasjóóiir: Lánaði 7,8 miUjaróa i fyrra JW Utlán Byggingasjóðs ríkis- ins í fyrra voru samtals rúmir 7,8 milljarðar króna og höfðu aukist úr 4,7 milljörðum frá árinu 1985 á núgildandi verðlagi. Raunaukning er því 65% á þessu tímabili. Þessi aukning endurspeglar þau um- skipti sem urðu í almenna hús- næðislánakerfinu með með gildistöku nýrra laga í þessu efni árið 1986. Eins og fram kom í síðasta fasteignablaði urðu hins vegar talsverðar breytingar á vægi einstakra útlánaflokka. Á meðfyigjandi mynd sést hver þróunin varð í útlánum Byggingasjóðs ríkis- ins íeinstökum útlánaflokkum. Fjárhæðir framreiknaðar til núgildandi verðlags sýnast hafa haldist svipaðar í öðrum lánum og lánum til nýbygginga (F-lánum). Útlán til kaupa á ' eldri íbúðum tóku á hinn bóg- inn risastökk milli áranna 1986 og 1987 og jukust um 165%. Þau jukust síðan enn lítiliega í fyrra. Rétt er að taka fram að und- ir önnur lán flokkast svonefnd greiðsluerfiðleika lán, lán til íbúða vegna aldraðra, lán til viðbóta og endurbóta, lán til útrýmingar heilsuspillandi hús næðis og ián til Æ einstaklinga með sérþarfir. UTLAN BYGGINGARSJOÐS RIKISINS1985-88 (í milljónum króna á verðlagi í nóv. 1989) Nýbyggingarlán F - LÁN 2564 Lán til kaupa á eldra húsnæði G-LÁN 3810 3862 Heimild: Húsnaeðisslofnun ríkisins 2664 2711 Onnur lán 1671 1437 1055 1121 1253 983 Góð eða léleg t irt- gerðarefnl Undanfarin ár hafa í vax- andi mæli komið hér á markaðinn tilbúin viðgerð- arefni, þar sem ekkert vant- ar annað en vatnið. í slíkar blöndur hefur gjarnan verið blandað ýmsum íblöndunar- efnum til að kalla fram sér eiginleika svo sem hraða hörðnun, mikla þjálni, góða viðloðun, litla rýrnun eða jafnvel þenslu við hörðnun. í þættinum Markaðurinn ídag fjallar Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins um þessi efni. Hann segir, að þvífleiri efni, sem eru á markaðnum, því meiri nauð- syn er á því að geta metið gæði efnanna á einhlítan hátt, það er að segja að geta skilið á milli lélegra og góðra efna. '85 ‘86 ‘87 ‘88 '85 '86 '87 '88 '85 '86 '87 '88 Bruna- vamir Tjón af völdum eldsvoða í ibúðarhúsum hér á landi er með því minnsta, sem þekkist í heiminum. Öðru máli gegnir um atvinnuhúsnæði, en miklir eldsvoðar hafa orðið hér í hús- næði af þvítagi á undanförnum árum. Þetta kemur m. a. fram í viðtali hér í blaðinu í dag við Bergstein Gizurarson, bruna- málastjóra ríkisins. Bergsteinn segir, að Bruna- málastofnunin sé alltof fáliðuð til þess að geta gegnt því hlut- verki, sem henni er ætlað. Hann telur, að timburhús geti verið betur úr garði gerð með tilliti til eldvarna en byggingar úr steinsteypu. Ástæðan er sú, að í steinhúsum eru stundum allir innveggir og klæðningar úr eld- fimum efnum, sem fuðra upp í eldvoða. Hann hveturtil þess, að steinullin sé notuð sem mest. Hún brennurekki og einangrar líka önnur bygg- ingarefni frá eldi og hita. Steinull ætti t. d. að vera íöllum léttum milli- veggjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.