Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SÍJNNUBkjGÚR; Í2i NÓVEMBER 1989 10 B f ........ Fullbúnar íbúðir í Setbergslandi í Hafnarfirði 2ja, 3ja, 5 og 6 herb. íbúðir - Húsið er uppsteypt nú þegar og íbúðir til afh. í vor. - Húsið einangrað og klætt Stenex plötum utan og viðhaldskostnaður því í algjöru lágmarki. - íþúðirnar skilast fullbúnar utan sem innan. - Byggingaraðili lánar allt að 40% á venjulegum bankavöxtum í allt að 4 ár. - Húsið er á mjög góðum stað í Setbergsdalnum með góðu útsýni. Stutt í skóla og alla þjónustu. - Alls eru átta íbúðir í húsinu. íbúðirnar skilast fullmálaðar, teppi, dúkar og parkett sett á gólf, með uppsettri eld- húsinnréttingu ásamt eldavél. Fataskápar í svefnherbergjum, innihurðir og fullbúið bað- hergi ásamt hreinlætis- og blöndunartækjum. Raflagnir fullfrágengnar. Sameign er sömu- leiðis fullfrágengin með dyrasímum, póstkössum o.þ.h. Lóðin er tilbúin og bílastæði malbikuð. Verð: 2ja herb. á 1. og 2. hæð 82fmbrúttó........................kr. 5.950.000,00 (4 íb.) 3ja herb. á 2. hæð 121 fm brúttó.......................kr. 7.600.000,00 (1 íb.) 5 herb. „penthouse" 138 fm brúttó ....................kr. 8.350.000,00 (2 íb.) 6 herb. „penthouse" 176 fm brúttó......................kr. 9.850.000,00 (1 íb.) Ef þú ert í íþúðarhugleiðingum og ert e.t.v. með lánsloforð frá Húsnæðismálastofnun, skaltu athuga þessar íbúðir vel og bera verð saman við eignir sem eru skemmra á veg komnar. Hér færðu nýja fullbúna íbúð og veist heildarverðið strax. Byggingaraðilar: Dverghamrar sf. verða til viðtals á skrifstofu okkar í dag frá kl. 1 -3 e.h. í Allar nánari upplýsingar veitir: Hraunhamar hf. fasteigna- og skipasala, Reykjavíkurvegi 72,220 Hafnarfirði, sími 54511. 4 x 200 fm - til sölu eða leigu í þessu húsi við Réttarháls eru til sölu og leigu fjórar samliggjandi einingar. Til afh. fljótlega. Fjöldi bílastæða. HAGSTÆTT VERÐ VAGN JÓNSSON (F FASTEIGISIASALA SUÐURLANDSBRAUT18 SIMI 84433 LÖGFRÆÐINGUR ATU VAGNSSON____________ Byggung Kópavogi Byggung, Kópavogi, auglýsir lausar til umsóknar tvær 4ra herb. og eina 5 herb. íbúð í 11. byggingarflokki við Trönuhjalla 1-3 í Kópavogi. Áætlað er að íb. verði af- hentar fullfrág. í árslok 1990. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í Hamraborg 1, 3. hæð, sími 44906. Híbyli/Garður Af rósabööum o§ fleiru Sjálfsagl, er það fyrsta upplifun okkar allra, eftir að hafa farið úr vatni í móðurkviði, að við vorum böðuð. Manninum virðist vera það eðlilegl að líða vel í vatni, og er það rakið til verunnar í móður- kviði. þannig að hvort tveggja myndi auð,- veldlega rúmast. Oft er þetta þó leyst með sturtuhaus yfir baðker- sendanum, sem engan veginn kem- ur til jafns við sturtuklefa og einn- ig eru komin á markaðinn_ baðker með sturtubotni í annan endann, þannig að auðveldara er að fóta sig. Eg held það séu nokkrar ástæð- ur fyrir því að sturtan verði iðulega frekar fyrir valinu. Fólk telur það þrifalegra en að „liggja í eigin óhreinindum", það gefur kost á meiri innréttingum og þar af leið- andi oft fallegra baðherbergi. Ein ástæðan er enn ótalin, íslendingar eru flestir alltaf á hlaupum og hafa ekki tíma til þess að bíða eftir að renni í baðkerið, hvað þá að leggj- ast í það og veitir ekki af steypi- baði til þess að hressa sig við eftir alltof langan vinnudag. Mér finnst baðherbergin yfirleitt vera höfð og Iítil og vera örlítið útundan í heildarhönnun húsa. Æskilegt þætti mér að salerni og baðherbergi væru aðskilin, sem að vísu hefði aukakostnað í för með sér, þannig að baðherbergið nyti sín sem herbergi athafna í stað þess að vera einungis herbergi Góð lausn þar sem allt þarf að rúmast í litlu baðherbergi. Takið eftir sturtuklefanum. 1 1 ÍrfJ JH__ \ o|—M Hér á landi fjölgar sífellt þeim baðherbergjum þar sem ein- ungis er sturta en baðker ekkert. Húsbyggjendur standa gjarnan frammi fyrir því að þurfa að velja aanaBHga á milli baðher- bergis með bað- keri og nánast engum innrétting- um eða með sturtu og meira nýtan- legu plássi. Nán- ast undanteking- arlaust er það síðari kosturinn eflir Elísabetu V, Ingvarsdóttur sem er valinn og tel ég það miður. Ég álít það nánast nauðsynlegt að hafa möguleika á báðum þessum kostum og mér finnst að staðall yfir baðherbergisstærð ætti að vera frumþarfa. Ég er sammála þeim merkiskonum Kleópötru og Rósu að gera það að virkileri athöfn að baðast, þar sem líkami og sál eru dekruð, hvort sem baðkerið er fyllt af mólk eða rósum. Böð á ymsan máta Heimildir um notkun baða til lækninga má fjnna í texta á sanskrít frá því um 400 fyrir okkar tímatal. Fornleifar, nokkurskonar pípulögn og frárennsliskerfi hafa fundist í höll Nestors konungs sem er ekki langt frá borginni Pylos í Grikk- landi og benda þær til baðnoktun- ar. Það eru þó aðallega Rómveijar sem voru frægir fyrir böð sín og þeir kynntu þau öðrum þjóðum. Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar og var uppi um 400 árum f.Kr., lýsir því að til lækninga á stífum vöðvum og stirðum liðum sé besta ráðið að liggja í heitu baði og nudda skrokk- inn. Það er ekki aðeins í íslensku nútímaþjóðfélagi sem vinnuþjarkar fyrirfinnast sem hvergi geta slapp- að af, berandi farsímann hvar sem er, jafnvel í líkamsræktinni. Stærð- fræðingurinn Arkimedes á að hafa verið álíka upptekinn af starfi sínu. Sagt er að loks þegar þjónar hans hafi fengið hann til þess að baðast og hófu að smyija líkama hans hin- um ýmsu smyrslum og olíum hafi hann notað tækifærið á meðan og dregið upp stærðfræðireglur með fingrunum í kvoðuna á nöktum líkamanum, enda varð ein af hans merkari uppgötvunum, lögmálið um rúmtak hluta, til í baði. Það er þó ekki nokkur þjóð sem hefur tileinkað sér og gert „baðat- höfnina“ að eins mikilli hefð og Japanir og sagt er að það fyrirfinn- ist vart sú pínulitla íbúð í Japan sem ekki hefur einhvers konar baðker. Allavega herbergi athafna. Steintekinn þrifhaður Ekki er svo ýkjalangt síðan að baðker urðu sjálfsagður hlutur í öllum íslenskum vistai'verum, það var ekki fyrr en um miðja öl.dina og er það kannski ástæðan fyrir minni vinsældum baðkersins, því engin rótgróin hefð hefur skapast fyrir notkun þess. Reyndar kynnt- ust íslendingar þrifnaði seint og var óþrifnaður þeirra á 17. og 18. öld með slíkum eindæmum að allar ferðabækur frá þessum tíma greina frá honum. Þó er talið að fornmenn hafi verið þrifnir og farið til lauga, en með eymdinni og afturförinni eftir siðaskiptin hrakaði þessu sem öðru. Nú á tímum þekkja allir baðkerið og íslendingar orðnir þrifnaðarþjóð sem gerir miklar kröfur til al- mennra lífsgæða, en setur oft til hliðar þau atriði sem varða heilsu og andleg verðmæti. Það er ekki nóg að allt sé flott, það verður líka að yera gott. Ég hef oft furðað mig á því hvers vegna engum hefur dottið í hug að framleiða bækur úr plasti fyrir full- orðna, samskonarþeim sem ætlaðar eru kornabörnum. (í næstu grein mun ég fjalla nánar um baðherbergið og skipulag þess.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.