Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ. FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989 + VITA5T1G B 26020-26065 Opið í dag 1-3 Maríubakki. Einstaklib. 30 fm sérinng. Verð 2,9 millj. Fljótasel. 2ja herb. íb. 40 fm í tvíbhúsi. Sérinng. Laugavegur. 2ja herb. íb. á 2. hæð 40 fm. Verð 2,8 millj. Laus. Engihjaíli — Kóp. 3ja herb. íb. 80 fm. Hringbraut. 2ja herb. íb. 50 fm. Mikið endurn. Nýtt gler. Laus. Verð 3,8 millj. Fannafold — parh. 3ja herb. íb. ca 80 fm auk 22ja fm bílsk. Mögul. á garðstofu. Nýtt húsníán áhv. Frakkastígur. 2ja herb. íb. 55 fm. Sérinng. Verð 2,8 millj. Laugavegur. 4ra herb. íb. ca 100 fm í bakh. í tvíb. Mikið endurn. Nýjar innr. Verð 5,6 millj. Kpngsbakki. 4ra herb. íb. 90 fm á 3. hæð. Stórar svalir. Góð sameign. Verð 5,7 millj. Hrafnhólar. 4ra herb. íb. 110 fm í lyftubl. Frábært útsýni. Verð 6,2 millj. Melgerdi — Kóp. 4ra herb. góð sérhæð 109fm. Suðurgarður. Bílskréttur. Leifsgata. 4ra herb. íb. á 1. hæð 90 fm. Hraunbær. 4ra herb. góð íb. á 2. hæð. 110 fm. Verð 6,5 millj. Hraunbær. 4ra herb. íb. 110 fm á 3. hæð. Tvennar svalir. Herb. á jarðh. Verð 6,5 millj. IMjálsgata. 4ra herb. íb. 100 fm á jarðhæð. Sérinng. V. 5,5 m. Boðagrandi. 4ra herb. íb. ca 100 fm á 8. hæð i lyftuh. Bílskýli. Fráb. útsýni. Verð 7,9 millj. Hraunbær. 5 herb. íb. á 3. hæð 125 fm. Suðursvalir. Verð 7,1 millj. Makask. mögu. á góðu einbh. Engjasel. 4ra herb. íb. 100 fm á tveimur hæðum. Góðar innr. Bílskýli. Verð 6,5 millj. Grettisgata. 5 herb. íb. ca 160 fm á 3. hæð. Glæsil. innr. Verð 8,9 millj. Breiðás — Gbæ. Efri sérhæð ca 130 fm auk bílsk. Suöursvalir. Maka- skipti á minni eign. Reykjafold. Neðri sérh. í tvíb. ca 170 fm. Skilast tilb. u. trév. Teikn. á skrifst. Kleifarsel. Endaraðh. 180 fm. Innb. bílsk. Fallegar innr. Suöurgarður. Verð 11,5 millj. Hálsasel. Raðh. á tveimur hæðum 220 fm. góður bílskúr. Suður garður. Verð 11 millj. Sæviðarsund. Endaraðh. á tveimur hæöum 235 fm m. innb. bflsk. Suðurgarður. binghólsbraut. Einbhús á tveimur hæðum ca 155 fm. Stór suður- garður. Bílskréttur. Salthamrar. Glæsil. einbhús á einni hæð 185 fm m/innb. bílsk. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Baughús. Einbhús á tveimur hæð- um 205 fm m/innb. bílsk. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. aö innan. Skólavörðustígur. Tll sölu ca 50 fm verslhúsn. Verð 3,5 millj; Kársnesbraut. Iðnaðar- og verslhúsn. til sölu ca 370 fm. Góð lán áhv. Laust nú þegar. Lyngás — Gbæ. Tii sölu iðnað- ar- og verslhúsn. sem er 100 fm að stærð í nýbyggingu. 2 stórar innkeyrslu- dyr. Teikn á skrifst. Vesturhús. Bygglóð 725 fm að stærð. Sérverslun. Til sölu þekkt sér- versl. í miðb. Góðar vörur. Góð umboð. Uppl. á skrifst. Söluturn til sölu á góöum stað. Góð velta. Uppl. á skrifst. Vantar — vantar gott raðhús eða sérh. m/góðum lánum fyrir traustan kaupanda í Grafarvogi eða nágr. éF Bergur Oliversson hdl.,11 Gunnar Gunnarsson, s. 77410. Fyrlrbyggjandi biiina- vainlr skipta mestu mali segir Bergsleinn Gizurarson brunamálastjóri — íbúðarhús hér á landi eru yfirleitt mjög vel úr garði gerð með tilliti til brunavarna. Tjón af völdum eldsvoða í þeim er líka með því lægsta, sem gerist í heiminum. Aftur á móti höfnm við ekki fylgzt með, hvað varðar brunavarnir í stóru atvinnuhúsnæði. Það er eins og brunavarnir hafi þar orðið út undan. Hér á landi hafa átt sér stað eldsvoðar í atvinnuhúsnæði á undanfórnum árum, sém hafa leitttil þess, að brunatjón hefur orðið miklu meira en ella. Saman- burðartölur við önnur lönd eru okkur því ekki hagstæðar á því sviði. Þannig komst Bergsteinn Gizur- arson, brunamálstjóri ríkisins að orði í upphafi viðtals við Morgun- blaðið. — Það dró mjög úr bruna- tjónum hér á landi, þegar gömlu timburhúsunum fækkaði og öld steinsteypuhús- anna gekk í garð, segir Bergsteinn ennfremur. — Þetta má eflaust þakka góðum eig- inleikum stein- steypunnar til að eftir Magnús Sígurðsson veijast eldi. Hér var í fyrstu um að ræða fremur smá hús, steypt í hólf og gólf og skipt í lítil rými. Einnig átti eflaust sinn þátt í þess- ari þróun meira eftirlit með frá- gangi raflagna, bygging hitaveitna og aukin rafhitun, svo að olíukynnt- um húsum fækkaði. Þessu er hins vegar á annan veg farið, að því er varðar atvinnuhús- næði. Nokkrir stórbrunar hjá at- vinnufyrirtækjum hafa árlega orðið til þess, að brunatjón hér á landi hefur vaxið frá því að vera með því lægsta í heimi á íbúa upp í það að vera sambærilegt við brunatjón í hinum stóru iðnríkjum Vesturlanda. Þetta gerist þrátt fyrir það, að aðal- atvinnuvegir okkar byggjast ekki á iðnaði, sem mikil eldhætta fylgir. Ennfremur þurfum við ekki að hafa einsTniklar áhyggjur af skemmdar- verkum og íkveikjum, sem hafa aukizt víða erlendis. Á Norðurlöndum hefur tjón af völdum bruna verið hlutfallslega mest í Noregi og stundum tvisvar sinnum meira en hjá okkur. Þar er mikið um timburhús, sem eru þann- ig byggð, að eldsvoðar í þeim virð- ast vera mun tíðari en hér. Rétt er að taka fram, að erfitt er að meta brunatjón í samanburði við önnur lönd. Hér getur gengisskráning haft áhrif og byggingakostnaður og erfitt er að fá raunhæfar tölur frá tryggingafélögunum. Bergsteinn Gizurarson er fæddur í Reykjavík 1936 og alinn upp í Vesturbænum. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og að afloknu stúdentsprófi hóf hann nám í byggingarverkfræði við Háskóla íslands, en hélt síðan til náms við háskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk prófi 1962. Hann var síðan við framhaldsnám i eitt ár við háskólann í Berkley í Kali- forníu. Eftir að Bergsteinn kom heim, starfaði hann fyrst í sjö ár sem verkfræðingur hjá várnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan vann hann í þrjú ár hjá Rafmagnsveitum ríkisins og 12 ár hjá Hafnarmála- stofnun, en árið 1986 var hann skipaður brunamálastjóri ríkisins. Kona hans er Marta Bergman og er hún félagsmálastjóri í Hafnar- firði. Aðeins stöður fyrir átta starfsmenn Gix'km daginrt! — Hér hjá Brunamálstofnun starfa aðeins 10 manns í átta stöð- um, sem er alltof lítið, segir Berg- steinn ennfremur. — Það mætti svo sannarlega fjölga starfsmönnum um helming, án þess að okkur vant- aði verkefni. Skyldur stofnunarinn- ar eru það fjölbreytilegar, að hún ræður í rauninni ekki við það hiut- verk, sem henni er ætlað. Starfs- fólkið skiptist þannig, að hér starfa tveir til þrír verkfræðingar auk mín. Þá eru hér tveir fyrrverandi slökkviliðsmenn, sem sinna kennslu og eldvarnaeftirliti og tveir menn, sem sjá um hönnunareftirlit með byggingum og ráðgjöf. Einnig er hér skrifstofustjóri, sem annast skrifstofuhald stofnunarinnar. Samkvæmt . reglugerð ber að senda teikningar af vissum nýbygg- ingum til Brunamálastofnunar til samþykkis og sér svonefnd hönn- unareftirlitsdeild um að yfirfara þær. — Undanfarin ár höfum við fengið til meðferðár um 200 bygg- ingar á ári til samþykktar varðandi brunahönnun, segir Bergsteinn. — Það er um það bil ein bygging á hvern virkan dag. Einnig er tölu- vert um það, að arkitektar komi hingað og leiti ráða, á meðan þeir eru að vinna að einhverri byggingu. Þetta er verkfræðileg vinna á háu stigi og er hún að mestu unnin af einum verkfræðingi, sem auk þess þarf að sinna ýmsum öðrum skyldu- störfum. Ekki er um neinn annan að ræða og því geta mikil vandræði orðið, ef hann forfallast t.d. vegna veikinda. Svonefnd viðurkenningadeild sér um viðurkenningar Brunamála- stofnunar á efnum til bygginga, slökkvitækjum, slökkvikerfum og viðvörunarkerfum og hún heldur skrá yfir efni og tæki, sem hlotið hafa viðurkenningu Brunamála- stofnunar. — Þetta er tæknivinna, sem þarfnast mikillar þekkingar á brunaeiginleikum byggingarefna, segir Bergsteinn. — Við hana starf- ar einn verkfræðingur. Enn eitt verkefni Brunamála- stöfnunar er fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna, en þar starfar einungis einn deildarstjóri. — Það segir sig sjálft, að það er einnig alltof lítið, heldur Bergsteinn áfram. — Verkefni fræðslu- og þjálfunar- deildar eru m. a. þau að hafa æfing- ar með slökkviliðum um allt land og sjá um gögn til kennslu og þjálf- unar fyrir slökkivliðsmenn. Þessi deild þyrfti því að koma sér upp aðstöðu til kennslu. Komið hefur til greina, að við fengjum landssvæði í þeim tilgangi. Við þyrftum jafnvel að eiga húsnæði, þar sem við gætum geymt nauðsyn- leg tæki fyrir þessa kennslu og til aðstoðar slökkviliðum úti á landi. Ef þar verða bilanir, þá eru mörg þeirra þannig útbúin, að þau hafa engin tæki til vara. Brunamálstofn- un þyrfti að hafa viss tæki í sinni eigu, sem hún gæti lánað tímabund- ið t.d. slökkvibíl. Nefna má hér, að á sl. ári keyptu sveitarfélögin í landinu hálft fimmta hundrað hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn, sem þýðir, að keyptur hafi verið nýr hlífðarfatn- aður á fjórða hvern slökkviliðsmann á landinu. í sögu brunavarna á ís- landi hefur aldrei verið gert annað eins átak á því sviði. Erlendis eru stórir slökkiviðliðs- mannaskólar með fjölda kennara og aðstöðu, sem er ákaflega dýr. Finnar eru t. d. að byggja sérstakan skóla fyrir slökkvilið fyrir sem nem- ur 2,5 milljörðum ísl. kr., en skólar af þessu tagi þurfa að vera mjög stór mannvirki, svo að unnt sé að kenna hinar ýmsu greinar. Eg tel ekki raunhæft að gera ráð fyrir slíkum skóla hér á landi, en margt má samt gera á þessu sviði. Reglur um geymslu á olíu og gasi Einn þáttur í starfsemi Bruna- málastofnunar er mjög fræðilegs eðlis og felst í því að semja reglur á sviði brunavarna. Líkt og um hönnunareftirlits- og viðurkenn- ingadeildirnar, þá eru þetta tækni- leg störf, sem kreijast mikillar þekkingar. — Að undanförnu höfum við unnið að því að semja drög að reglugerð um geymslu á eldsneyti eins og olíu og gáki og má gera ráð fyrir því, að stofnunin sendi þær frá sér á næstunni til félagsmála- ráðuneytisins, segir Bergsteinn. — Einnig er unnið að reglum um hand- slökkvitæki. Vinna af þessu tagi er mjög tímafrek og því þyrftu að vinna við hana að staðaldri einn til tveir verkfræðingar. Nú er hér hins vegar engin staða við embættið fyrir verkfræðing, sem vinna á að þessum málefnum, en nokkur vinna verið keypt á þessu ári af sjálf- stætt starfandi verkfræðingum. Loks má nefna svonefnda eftir- ■lits- og tækjadeild, en hún á að halda uppi reglubundnu eftirliti með ..'WSÍfe. eldvarnir i iðnaðar- OG atvinnuhúsn/vði BKUNAMÁ'.A.! 'V sTorNUN m Brunamálastofiiun gengzt fyrir útgáfu bæklinga um brunavarn- ir. Elri bæklingurinn fjallar um, hvernig fólk skuli bregðast við eldsvoða. Hann var gefinn út í fyrra í 60.000 eintökum og bor- inn út á heimili. Neðri bæklingur- inn er nýkominn út. Hann fjallar um eldvarnir í iðnaðar- og at- vinnuhúsnæði og verður borinn út í fyrirtæki. Hann er gefinn út af fyrirtækinu Frjáls markaður hf. í samvinnu við Brunamála- stofnun og kemur út í 20.000 ein- tökum. ástandi brunavarna í eidri bygging- um og eldvarnaeftirliti sveitarfé- laga. Þessi deild á einnig að fylgj- ast með tækjakosti slökkviliða og halda skrá yfir hann og jafnframt að setja fram kröfur um viðhald hans og endurbætur. Hvað eldri byggingar snertir, þá stefnir Brunamálastofnun að því, að framkvæma úttekt á flestum þeirra. Þetta gildir um allt stærra atvinnuhúsnæði og húsnæði þar sem fólk dvelst annars staðar en heima hjá sér, það er sjúkrahús, Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri. samkomuhús, gistihús o. s. frv. í heild er hér um 5000 hús og bygg- ingar að ræða í landinu. Á sl. ári og í ár hefur stofnunin kerfisbundið unnið að því að taka út þessar bygg- ingar út um land. Það verk er langt komið, en eftir eru því einungis stærstu þéttbýlisstaðirnir úti í landi og JReykjavík. Á undanförnum þremur árum hefur átt sér stað markviss tölvu- væðing hjá Brunamálastofnun og eru allar brunavarnaskýrslur nú geymdar í tölvubanka og þar notað flokkunar- og númerakerfi Fast- eignamats ríksisins. Vegna tölvu- væðingarinnar tókst að vinna skýrslur um 700 brunaúttektir á síðasta ári, sem er margfaldur sá íjöldi, er unninn hafði verið með fyrri aðferðum. Nú er þegar komin á samvinna milli Vátryggingarfélags íslands og Brunamálastofnunar, þar sem fé- lagið mun nýta sér úttektarskýrslur stofnunarinnar og þá einkunnagjöf, sem þar kemur fram. í framtíðinni verður væntanlega komið á tölvu- sambandi um símalínur milli Bruna- málastofnunar og tryggingafélag- anna, svo að þau geti alltaf haft aðgang að skýrslubanka stofnunar- innar. — Fyrir rúmu ári hófum við einn- ig að gera skýrslur um eldsvoða, segir Bergsteinn. — Athygli okkar beinist að því, hvernig viðkomandi bygging hafi reynzt í eldsvoðanum, það er hvort eldurinn nær að breið- ast út í byggingunni og hvað það er, sem fæðir hann. Fyrirbyggjandi brunavarnir beinast ekki hvað sízt að þessu atriði, en einnig höfum við áhuga á að kanna slökkvistarfið. Eldsupptök lrá rafmagni Sú spurning vaknar, hvort eldhætta sé meiri í eldri húsum en þeim yngri? Sumir halda því fram, að rafmagnsleiðslur séu oft úr sér gengnar í gömlum húsum ekki bara vegna aldurs heldur líka vegna þess að þau efni, sem þá voru notuð t. d. til einangrunar, séu alls ekki sambærileg við þau efni, sem notuð eru nu. — Gömul íbúðarhús úr timbri eru nú orðin tiltölulega lítill hluti af íbúðarhúsnæði og þar sem það hef- ur verið í tízku að endurnýja þau og breyta á síðustu árum, má ætla, að raflagnir í þeim hafi verið end- urnýjaðar um leið í flestum tilfell- um, segir Bergsteinn. — Nefna má samt hér, að á síðasta ári skoðaði Brunamálstofnun gamla fangelsið á Skólavörðustíg. í ljós kom, að innréttingar í húsinu eru mjög eld- fimar, þó að húsið sé sjálft byggt úr steini og þarna virtust allar raf- lagnir vera frá þeim tíma, er raf- magn var leitt í bæinn upp úr alda- mótunum og frágangur eftir því. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.