Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 2
2 6 MORGUNBIjAPIÐ FASTEIGIMiRi SlgjSimTfiGI ;r 12. NÓVEMBER, 1989 Húsbréfakerfid: Víótækur kymiiiigar- hindur á þríójudag Á von á byrjunarördugleikum viö frainkvæiiid husbrcfakerfisins, segir Þórólfur llalldórssun. formaóur Félags fasfeignasala FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Húsnæðisstofnun ríkisins og Félag fasteignasala gangast í sameiningu fyrir kynningarfúndi á húsbréfa- kerfinu þriðjudaginn 14. nóvember nk. í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs- gerðinni) og hefst hann kl. 9 árdegis og stendur til hádegis. Þann tíma verða allar fasteignasölur á landinu lokaðar, þar sem allt starfs- fólk fasteignasala mun sækja þessa kynningu. Framsögu á fundinum hafa Sig- urður Geirsson, nýráðinn for- stöðumaður Húsbréfadeildar Hús- næðisstofnunar ríkisins, Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, Hilmar Þórisson, skrifstofustjóri Húsnæðisstofnunar, Þórólfur Halldórsson, formaður Fé- lags fasteignasala og Eiríkur Guðna- son, forstöðumaður Verðbréfaþings íslands. Á þessum fundi er ætlunin að kynna fasteignasölum og starfsfólki þeirra þær starfsreglur, sem vinna þarf eftir við fasteignakaup í hús- bréfakerfinu. Farið verður yfir þau eyðublöð, sem notuð verða fram- vegis, hvemig staðið skuli að mati á greiðslugetu íbúðarkaupanda og hvernig nota megi fasteignaveðbréf og húsbréf í viðskiptum. Með tilkomu húsbréfakerfísins verða innleidd sérstök eyðublöð, sem notuð verða í fasteignakaupum, þar sem kaupverðið er að hluta greitt með húsbréfum. Þessi eyðublöð eru kauptilboð, kaupsamningur og ný eyðublöð undir skuldabréf, svokölluð fasteignaveðbréf. Þá verða sérstök eyðublöð undir vottorð um greiðslu- getu, greiðslubyrði áhvflandi lána á fasteignum o. fl. Svonefndar vaxtabætur eiga eftir að hafa talsverð áhrif a greiðslugetu kupanda, en reglugerð um þær ligg- ur ekki fyrir enn. — Fasteignasalar eiga framvegis að meta greiðslugetu kaupanda, sagði Þórólfur Halldórsaon í viðtali við Morgunblaðið. — í þeim tilgangi þarf væntanlegur kaupandi að leggja fram upplýsingar um eignir, heildarlaun og heildarskuldir. Þegar mat á greiðslugetu hans liggur fyr- ir, getur hann farið að skoða eignir með tilliti til greiðslugetu sinnar. Byggingasjóður ríkisins greiðir verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti húsbréfa í samræmi við breytingar á lánskjaravítistölu frá útgáfudegi bréfanna, 15. nóvember 1989, til gjalddaga, en höfuðstóll, verðbætur, vextir og vaxtavextir Þetta vottorð ræður því, hvað kaupandi getur leyft sér að skoða dýra eign. Jafnframt verða fast- eignasalar að hafa upplýsingar um veðhæfni þeirra eigna, sem þeir eru með á söluskrá og ennfremur upp- lýsingar um greiðslubyrði af þeim áhvílandi lánum, sem kaupandi á að yfirtaka. Ég á von á því, að það verði tölu- verðir byijunarörðugleikar í fram- kvæmd húsbréfakerfisins, þar sem fyrsta kynning á því á sér ekki stað fyrir en daginn áður en það á að taka gildi, sagði Þórólfur Halldórs- son að lokum. greiðast eftir á í einu lagi. Nafn- vextir eru óbreytanlegir allan tímann og reiknast frá 15. nóvember. Jafnframt mun Byggingasjóður innleysa og endurgreiða húsbréf að fullu samkvæmt útdrætti á föstum gjalddögum, sem verða 15. febrúar, Fyi’sli llokkur húsbréfa aUt aö 2 mlUjaróar kr. SAMANLÖGÐ fjárhæð húsbréfa í 1. flokki skal vera að hámarki 2 milljarðar kr. Þessum flokk verður jafnframt skipt í þijá undirflokka, það er 500.000 kr., 50.000 kr. og 5.000 kr. bréf. Lánstíminn er 25 ár og ársvextir 5,75%. Húsbréfin eru jafnframt verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og er grunnvísitala 1. flokks vísitala nóvembermánað- ar í ár. Húsbréfín skuli skráð á nafii og er framsal til handhafa óheim- ilt. Kemur þetta fram í reglugerð um útgáfú húsbréfa, sem enn hefiir ekki verið birt. 15. maí, 15. ágúst og 15. nóvember ár hvert. Skal draga út húsbréf fyr- ir þá fjárhæð hveiju sinni, sem Hús- næðisstofnun fær sjálf greitt af fast- eignaverðbréfum. Verða númer hús- bréfa birt í Lögbirtingablaðinu og að minnsta kosti einu dagblaði. Verði húsbréf ekki dregið út, endurgreiðist það í samræmi við lánstímann, en hámarkslánstími er 25 ár samkvæmt framansögðu. Rekstrarkostnaður húsbréfadeild- ar og áætlað tap vegna útlána skal greitt af tekjum deildarinnar og ákveður félagsmálaráðherra lán- tökugjald, allt að 1% og fast vaxfaá- lag, allt að 0,1%, fyrir húsbréfadeild, til að standa straum af rekstrar- kostnaði deildarinnar. Nægi þessar tekjur ekki til að standa undir út- gjöldum, skal sérstakt framlag greitt úr Byggingasjóði. Verði tekjur hins vegar hærri en gjöld, skal mynda sérstakan varasjóð til að bera þann kostnað, sem verður af sveiflum í tekjum deildarinnar og mögulegu tapi vegna útlána. Húsbréfadeildin ráðstafar hús- bréfum til seljanda fasteignar og verða þau gefin út á nafn hans í skiptum fyrir þinglýst fasteignaveð- bréf. Jafnframt á húsbréfadeildin að stuðla að því, að húsbréf séu ávallt seljanleg á markaði og í því skyni leita eftir skráningu húsbréfa á Verðbréfaþingi Islands og jafnframt tryggja, að kauptilboð liggi ávallt frammi á þinginu. Þá eiga löggiltir fasteignasalar jafnan að hafa að- gengilega skrá yfir verðgildi hús- bréfa og upplýsa íbúðakaupendur og íbúðaseljendur um öll atriði, sem þau varða. - Markaðurinn Steýpanðgerðarebií TILEFNIÞESS, að ég sendi Fasteignablaðinu þetta greinarkorn er það, að hjá Rannsóknastofiiun byggingariðnaðarins er nýlokið tveim- ur rannsóknarverkefhum, sem áhugaverð eru fyrir þá, sem sinna þurfa viðhaldi og viðgerðum steyptra mannvirkja. Niðurstöður beggja hafa verið gefiiar út í rannsóknaskýrslum, sem unnt er að kaupa hjá Rb og Byggingaþjónustunni. Fyrri rannsóknin nefhist: Sementsbundin viðgerðarefiii — prófanir og gæðamat. Óloftblendin sterk steypa er ónýt eftir 80 frost>þíðu um ferðir en ekki sér á loftblendinni steypu að lokinni prófui eftir 300 umferðir (ASTM C 666). um. Undanfarin ár hafa komið á markaðinn í vaxandi mæli til- búin viðgerðarefni þar sem ekkert vantar annað en vatnið. í slíkar blöndur hefur gjaman verið blandað ýmsum íblöndun- arefnum til þess að kalla fram sér eiginleika svo sem hraða hörðnun, mikla þjálni, góða viðloðun, litla rýrnun eðajafnvel þenslu við hörðn- un. Slík efni hafa verið seld í handhægum neytenda- umbúðum og henta einkum til við- gerða með fremur lítinn massa. Slík tilbúin viðgerðarefni eru oftast mun dýrari en múr blandaður á staðnum eða í steypustöð, en þau eru í mörgum tilfellum handhægari og gæðin ættu að vera jafnari. Því fleiri efni sem eru á markaðn- um, því meiri nauðsyn er á því að geta metið gæði efnanna á einhlítan hátt, þ.e.a.s. geta skilið á milli lé- legra og góðra efna. Þetta er þó ekki auðvelt og mun flóknara en ætla mætti í fyrstu. Hugtakið gæði er nefnilega afstætt og verður að miðast við það álag, sem efnið verð- ur fyrir í raun og þá efniseigin- leika, sem fyrir eru í þeirri steypu, sem gera á við. Þannig verður við- gerðarefnið að standast ytra álag en samtímis að vera svipað grunn- steypunni varðandi almenna eigin- leika. T.d. er ekki æskilegt að gera við veika, rakadræga steypu með mjög sterku og þéttu viðgerðarefni. Það verður því ætíð að velja við- gerðarefni út frá mati á aðstæðum og orsökum skemmda. Til þess að auðvelda mönnum val viðgerðarefna er í skýrslunni sett fram tillaga að gæðamatslykli og gefnar upp lágmarkskröfur til ýmissa eiginleika, sem mikilyægt er að viðgerðarefni búi yfir. í úr- drætti á forsíðu segir: Gerðar voru mælingar á helstu eiginleikum 19 sementsbundinna steypuviðgerðarefna, sem seld eru fullblönduð. Til samanburðar voru prófaðar tvær múrblöndur, bland- aðar á staðnum. 1 skýrslunni er gerð tillaga að gæðamatslykli fyrir slík efni þar sem sett eru fram mæligildi fyrir hina ýmsu eiginleika og þeir flokkaðir eftir þeim í lélegt — sæmilegt — gott. Eiginleikar blandnanna eru síðan flokkaðir í heild skv. því. Áhersla er lögð á, að sumir eigin- leikar geta skipt meira máli en aðr- ir í ákveðnum verkum, og er þá eðlilegt að gefa þeim aukið vægi við gæðamat. Síðari rannsóknin nefnist: Sam- band rakadrægni og veðrunarþois steinsteypu. Niðurstöður í skýrslunni stað- festa það að steypa, sem uppfyllir þær kröfur, sem nú eru gerðar í byggingareglugerð, er ágætlega veðrunarþolin. í henni kemur jafn- framt greinilega fram, að loftblendi er veigamesti þátturinn til að tryggja veðrunarþol. Þannig molnar sterk óloftblendin steypa niður í veðrunarþolsprófun og er ónýt eftir 80 frost-þíðu umferðir á meðan ekki sér á sams konar steypu, sem er vel loftblendin að lokinni prófun eftir 300 umferðir (prófunaraðferð ASTM C 666). Þetta sést vel á mynd 1. Fullyrða má að ófullnægjandi íblöndun lofts sé langveigamesta orsök tíðra grotnunarskemmda t.d. I svalahandriðum húsa þar sem veðrunaráraun er mikil. Helstu orsakir þessa eru m.a.: — engar kröfur eru gerðar um lott- blendi í steypustaðlinum ÍST-10, en tæknimenn vísa gjarnan í þann staðal. — loftblendi rýrir styrk. Framleið- endur hafa því notað lágmarks loft- íblöndun til að ná ákveðnum styrk- leikaflokkum af hagkvæmnisástæð- — við langan hrærslutíma minnkar loft í steypu. Þjálniefni og steypu- dælur hafa einnig áhrif þar á. — loftþörf hefur aukist seinni ár vegna þess að steypa er nú mun fíngerðari (minni steinar) en áður. Það þýðir að sementsefjan er stærri hluti steypunnar. Árið 1983 var við Rb gefið út tækniblað um hönnun steinsteypu þar sem fram kemur, hvaða kröfur á að gera til steypu tii að tryggja veðrunarþol hennar við mismunandi aðstæður. Vorið 1987 þótti þó nauð- synlegt að setja slíkar kröfur í byggingareglugerð, og þar með lög- festa þær. Verulega aukið eftirlit er jafnframt með steypugerð í Reykjavík frá þeim tíma. Framannefndar rannsóknir voru kostaðar af Steinsteypunefnd. Höfundur er forsljóri Rannsókna- slofnunar byggingariðnaðarins. effn Hókon Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.