Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER-11)89 B 13 Mynd af stórbruna, sera birtist í nýútkomnum bæklingi Brunamálastoftiunar um eldvarnir í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði. Húsið er því með öllu óhæft sem fangageymsla og spurning, hvort Brunamálastofnun eigi ekki að krefjast þess, að fangarnir þar verði lokaðir úti en ekki inni. — Ein helztu eldsupptökin í þeim brunum, sem orðið hafa í fisk- vinnsluhúsum hér á landi á undan- förnum árum, eru rafmagn, segir Bergsteinn. — Þegar fiskvinnslu- húsin í Grímsey og Neskaupstað brunnu, voru það rafmagnstöflur, sem brunnu yfir í bæði skiptin. Minna má á það hér, að rafmagns- töflur eiga að vera á þeim stað og í þannig umhverfi, að eldur geti ekki breiðst út þaðan, þó að þær brenni yfir. Eldsvoði, sem varð ekki alls fyrir löngu í frystihúsi í Garðinum, átti einnig rót sín að rekja til raf- magns. Það atvik átti sér þó stað i tengslum við hleðslu á lyftara, en slík hleðsla á að fara fram í alveg sérstöku brunahólfi. Það er bruna- hólfunin í þessum húsum, sem skiptir lang mestu máli. Komi eldur upp, á hann ekki að ná að breiðast út á skemmri tíma en svo, að slökkviliðið sé komið á staðinn og geti ráðið niðurlögum hans. Aður voru hús steypt í hólf og gólf og skipt í sundur með steyptum veggjum í tiltölulega lítil hólf. Slík hönnun var auðvitað mjög heppileg með tilliti til brunavarna. Upp á síðkastið hefur þróunin verið í hina áttina. Nú eru byggð lokuð stór rými, sem eru hólfuð niður á eftir með léttum milliveggjum eða skil- rúmum, þannig að hús sem eiga að heita steinhús eru kannski að verulegu leyti byggð úr öðrum efn- um. Þetta á ekki hvað sízt við um stærra atvinnuhúsnæði. Bergsteinn segir, að timburhús geti verið miklu betur úr garði gerð með tilliti til brunavarna en bygg- ingar úr steinsteypu. — í stein- húsum eru stundum allir innveggir og klæðningar úr eldfimum efnum, sem fuðra upp í eidsvoða. Timbur- hús má vel byggja þannig, að þau brenni illa. Stál stendur sig aftur á móti illa í bruna. Það þenst þá út og missir fljótt burðargetuna, þegar hiti er kominn upp í 450 stig á Celsius. Ef límtré er efnismikið, getur það staðið af sér langan bruna, vegna þess að það tekur langan tíma að brenna, en hitinn sem slíkur veldur ekki því, að það missi burðarget- una. Enn má nefna, að steinullin sem einangrun er mjög heppileg með tilliti til eldsvoða. Hún brennur ekki og bráðnar fyrst við 1100-1200 stiga hita auk þess em hún einangr- ar önnur byggingarefni frá eldi og hita. Aðalatriðið í sambandi við bygg- ingar er að það sé tekið tillit til brunavarna strax í hönnun og bygg- ingu. Það hefur sýnt sig í eldsvoðum undanfarinna ára, að það eru fyrst og fremst brunavarnirnar í húsun- um sjálfum, sem hafa brugðizt. Það er af þessum sökum, sem Bruna- málastofnunin hefur beint sínum Iitla mannafla í meira mæli að fyrir- byggjandi brunavömum. Mikilvægasta viðfangsefnið í starfi Brunamálastofnunar er samt öryggi fólks og að vinna að því, að allir komist heilu og höldnu úþ úr húsum í eldsvoða. Þessu má ekki gleyma. Brunavarnir eru alls ekki eingöngu spurning um peninga heldur fyrst og fremst um öryggi fólks. Bergsteinn var spurður að því, hvaða ráð hann helzt vildi gefa tií að afstýra eldsvoða og svaraði hann þá: — Þar skiptir brunahólfunin mestu máli. Þá vil ég ráðleggja öll- um að nota steinullina sem mest. Hún ætti að vera í öllum léttum milliveggjum. Þá ætti í rauninni aldrei að nota aðrar hurðir en fyllt- ar hurðir með mótstöðu gegn bruna. Fólk ætti ennfremur að nota eld- varnarmálningu og eldvarnarlakk, þar sem klætt hefur verið með eld- fimum viðarklæðingnum. Hins vegar ætti aldrei að nota svonefndan filmukrossvið innan- húss og að mínu mati ætti hann að vera algerlega bannaður. Því miður hefur slíkum krossviðar- klæðningum verið dreift hér út um allt inn í híbýli manna, þar sem þær ættu alls ekki að sjást. Þröngur fjárhagur Brunamálastofnun hefur mátt búa við mjög þröngan fjárhag und- anfarin ár. Nú er hins vegar ný- búið að endurskoða lög um svokall- að brunavarnargjald, sem er aðal tekjustofn hennar. Þetta gjald er innheimt af tryggingarfélögunum og leggst á tryggingarupphæð brunatrygginga. — Ætlunin með þessari endur- skoðun var sú, að stofnunin gæti staðið betur að vígi fjárhagslega, en íjárhagsstaða hennar er alger- lega óviðunandi, segir Bergsteinn. — Ef við fáum að hagnýta okkur þennan tekjustofn, þá má mikið bæta bæði rekstur og starfsemi stofnunarinnar, því að verkefnin bíða. I fjárlagafrumvarpinu virðist hins vegar aðeins gert ráð fyrir því, að þessi stofnun fái að nota hluta af þessum tekjustofni, en hann renni að öðru leyti í ríkissjóð til annarra þarfa. Öryggi manna og eigna er eitt helzta viðfangsefni ríkisins, segir Bergsteinn Gizurarson þrunamála- stjóri að lokum. — Því er það hart, að ríkið skuli ekki leggja meiri áherzlu á brunavarnir og veita til þeirra ekki meira fé en t.d. litið sveitarfélag. Við teljum okkur ekki búa í neinu þriðja flokks þjóðfé- lagi, þar sem slík mál eru látin sitja á hakanum. Ég tel því, að ríkisvald- ið sé nú langt frá því marki, sem það hefur sett sér varðandi bruna- varnir. Brunamálastofnun þarf að fá meira vald og verða sjálfstæðari og hún þarf að geta fylgt betur eftir kröfum nútímans um bi-una- if 3ja herb. Skerjabraut - Seltjnesi: Rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Verð 5,2 millj. Njálsgata: Góð 3ja herb. íb. u.þ.b. 50 fm ásamt aukaherb. í kj. Verð 4,2 millj. Hjarðarhagi: Góð og björt íb. á 3. hæð ásamt bílsk. Litlar suðursv. Fallegt útsýni. Góð sameign. Selst með eða án bílskúrs. Hagstæð lán áhvíl. Verð 6,3 millj. Hringbraut: Góð endaíb. á 1. hæð uþb 60 fm ásamt herb. í kj. Snyrt- il. eign. Verð 4,3 millj. Skeiðarvogur: Rúmg. uþb 70 fm risíb. ásamt fallegu viðarklæddu ris- . lofti. Verð 5,5 millj. Álfaskeið: Falleg og rúmg. íb. á jarðhæð, uþb 86 fm. Gott útsýni. Ný- standsett. Verð 5 millj. Engihjalli: Stór glæsil. 3ja herb. íb. á 1. hæð í lítilli blokk. Verð 5,5 millj. Norðurmýri: Um 80 fm góð jarðh.(lítið niðurgr.) Sérinng og hiti. Laus nú þegar. Verð 4,1 millj. Seljavegur - ris: 2ja-3ja herb. risíb. Laus nú þegar. Verð 3,5 millj. Víðimelur: Góð íb. á 2. hæð með suðursv. Danfoss. Laus fljótl. Verð 4,5 m. Skaftahlíð: Góð uþb 65 fm kjíb. lítið niðurgrafin á besta stað í Hlíðunum. Laus strax. Verð 4,9 millj. Gaukshólar: 3ja herb. björt íb. á 3. hæð. Suðursv. Verð 4,5-4,6 millj. Hjarðarhagi: Góð íb. á 2. hæð u.þ.b. 90 fm ásamt aukaherb. i risi. Verð 5,7 millj. Laugateigur: Góð 3ja herb. kjíb. u.þ.b. 75 fm ca 1,6 millj. áhv. við veðdeild. Verð: 4,5 millj. Klapparstígur nýtt: Glæsil. 3ja-4ra herb. íb. með biiskýli. Fráb. utsýni. Verð- launateikn. Afh. tilb. u. trév. í des. 1989. Eskihlíð: 3ja herb. mjög stór íb. (96 fm) á 4. hæð m/aukaherb. í risi. Glæsil. útsýni. Verð 4,9-5,1 millj. I Sundunum: 2ja-3ja herb. íb. í tvíbhúsi við Hjallaveg. íb. hefur öll verið endurn. m.a. nýtt parket, hurðir, innr., hreinlætistæki, gluggar, raflagnir o.fl. Laus strax. Mikið áhv. Útb. aðeins ca 2,0 millj. Verð 4,6-4,8 millj. 2ja herb. Boðagrandi: 47 fm rúmg. og falleg einstaklíb. Áhv. frá byggsj. ríkisins 1870 þús. Verð 3,7-3,8 millj. Skálagerði: Falleg íb. á 2. hæð. nýstands. baðherb. og sameign. Verð 4,4 millj. Kríuhólar: Góð 2ja herb. íb. á 3. hæð u.þ.b. 41 fm. Góðar svalir í austur. Verð 3,6 millj. Baldursgata: 2ja herb. falleg risíb. m/nýl. sólstofu (yfirbyggðar sval- ir). Nýl. teppi. Laus strax. Verð 3,0 millj. Fálkagata: Falleg og björt íb. á jarðh. u.þ.b. 80 fm. Parket. Verð 5,2 millj. Hverfisgata - Hf.: snyrtn. 2ja herb. íb. u.þ.b. 55 fm. Nýl. eld- húsinnr. Verð 3,4-3,5 millj. Valshólar: Stór og falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. Sérþvottaherb. í íb. Sérgarður. Bílskréttur. Hagst. lán. Verð 4,4-4,5 millj. Krummahólar: Stór og falleg íb. á 2. hæð. Gott útsýni. Hagst. lán áhv. Verð 4,2-4,3 millj. Víkurás: 2ja herb. björt og falleg íb. á 3. hæð. Parket. Laus strax. Hamraborg: 2ja herb. mjög góð íb. á 1. hæð. Verð 4,4 millj. Súluhólar: Samþ., snyrtil. og rúmg. einstaklíb. á jarðh. Verð 2,8 millj. Engihjalli: Falleg og björt 67 fm íb. á 7. hæð. Fráb. útsýni. Verð 4,4-4,5 millj. Súluhólar: Björt og falleg íb. um 51 fm á 1. hæð. Gott útsýni. Verð 3,9-4,0 millj. Mánagata: vönduð 35 fm einstklíb. í kj. íb. hefur verið endurn. á smekkl. hátt, m.a. eru allar innr. nýjar. Sérhiti. Verð 2,9 millj. Heiðargerði: Falleg stór 2ja herb. mikið endurn. risíb. Fallegt útsýni. Verð 3,7-3,8 millj. Við Laugaveg: 82 fm íb. á 4. hæð. innr. o.fl. hefur verið endurn. Sval- ir. Verð 4,2 millj. Hraunbær: Rúmg. og björt 70 fm íb. á jarðh. Suðursv. Laus strax. Verð 4,4 millj. Njálsgata: 2ja herb. mjög falleg íb. sem hefur öll verið endurn. M.a. allar lagnir, einangrun, gólfefni, innr. og hreinlætistæki. Sérinng. Laus strax. Verð 4,1-4,2 millj. Krummahólar: góö u.þ.b. 45 fm íb. á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli. Verð 3,8 millj. Ægisíða: Kjíb. með sérgarði. Nýj- ar innr., sérinng. Verð 3,5 millj. Seljabraut: Mjög snyrtil. u.þ.b. 46 fm einstaklíb. (ósamþ.) á jarðh. Fal- legt útsýni. Verð 3 millj. Vffilsgata: 2ja herb. björt íb. á 1. hæð. Laus strax. Verð 3,7 millj. Skúlagata: góö íb. á 4. hæð. Fallegt útsýni. Suðursv. Verð 3,2 millj. Snorrabraut: 2ja herb. þokkal. íb. á 2. hæð. Skipti á stærri eign koma til greina. Verð 3,1 millj. Marbakkabraut - Kóp.: 2ja herb. stór kjíb. í þríbhúsi. Væg útb. Verð 3,2 millj. Æsufell: Mjög falleg nýstandsett 2ja herb. íb. á 4. hæð. Sérgeymsla á hæð. Laus strax. Verð 4,1 millj. Skógarás: 2ja herb. ca 65 fm íb. á jarðhæð. Tilb. u. trév. Til afh. nú þeg- ar. Verð 3,8 millj. Engihlíð: 2ja herb. björt kjíb. Ný teppi, eldavél o.fl. Verð 3,6 millj. Rauðarárstígur: 2ja herb. íb. á jarðh. Laus strax. Nýtt gler. Nýl. rafl. Nýtt þak. Verð 3,2-3,3 millj. EIGINAMIÐUMIV 2 77 11 ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 Húseignin Dverghöfði 27 ertil sölu | Vorum að fá í einkasölu húsið á Dverghöfða 27. Hér er um að ræða verslunar-, skrifstofu- og hverskyns atvinnuhúsnæði, samtals um 2500 fm. Eignin er í góðu ástandi. Á baklóð er stórt, afgirt malbikað port með fjölda bílastæða. Á jarðhæð er góð lofthæð og þar eru nokkrar innkeyrsludyr. Eignin selst í einu lagi eða hlut- um. Góð greiðslukjör. AR EicnRmiÐLunm Þingholtstræti 3, sími 27711 Sverrir Kristinsson sölustjóri — ÞoVleifur Guömundsson sölumaöur — Unnsteinn Beck hrl. Þórólfur Halldórsson lögfræöingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.