Morgunblaðið - 25.11.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 25.11.1989, Síða 11
r^ve^oKKa yyx KAUPSTADUR AIIKLIG4RDUR ÍMJÓDD OG EDDUFELLI MARKAÐUR VIÐ SUND ■ VESTURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI r r MQRGUNJjlaADlD LAUGAltDAGUR 25. NQVEMBER 1989 Dúfa S. Einarsdóttir mezzosópransöngkona og Guðbjörg Siguijóns- dóttir píanóleikari. eldhúsinnréttingar. baðinnrettingar Við rýmum fyrir nýjum innréttingum -þær bíða við þröskuldinn Eldhús- og baðsýningarinnréttingarnar okkar seljast núna með 9óðum aíslætf. ! Phið tilboða - qerið tilboð sjálf. Afgreiðsla innrettmga. desember En bað erfleía boðL Þaðer hægt að panta nýju innréttingarnar, 1990 model, nuna, En það erfleiraj booi^ ^ |íða Qg með t00/o afslættl að auki. Pantaður núna og sparaðu Opið laugardag frá kl. 11-16 Opið sunnudag frá kl. 13-16 ■ DÚFA S. Einarsdóttirmezzo- sópransöngkona og Guðbjörg Sig- urjónsdóttír píanóleikari halda ljóðatónleika í Selfosskirkju sunnudaginn 26. nóvember kl. 16. Á efnisskránni verða íslensk ein- söngslög eftir Skúla Halldórsson, Emil Thoroddsen, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveins- son og erlendir ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Johannes Brahms, Jean Sibelius og Richard Strauss. ■ í SJÓMINJASAFNl fslands, Vesturgötu 8, Hafiiarfirði verður lesið upp úr nýjum bókum sem tengjast sjósókn við ísland fyrr og nú, á morgun, sunnudag, kl. 15. Birgir Sigurðsson les upp úr skáldsögu sinni „Svartur sjór af síld“. Erlingur Gíslason ieikari les úr ljóðabók Birgis Svans Símonar- sonar „Á fallaskiptum“. Elín Pálmadóttir les úr bók sinni um franska sjómenn við íslands- strendur „Fransí Biskví". Lesið verður upp úr samtalsbók Ómars Valdimarssonar við Guðmund J. Guðmundsson, „Jakinn“. Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi ráðherra, les upp úr bók sinni „Landhelgis- málið í 40 ár“. Pétur Már Ólafs- son les upp úr bók sinni „Gullfoss, lífið um borð“ og Thor Vilhjálms- son les upp úr nýrri skáldsögu sinni „Náttvíg“. Aðgangur er ókeypis. ■ LJÓSMYNDIN 150 ára. Saga ljósmyndunar á íslandi í máli og myndum er heiti á sýningu sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóð- minjasafiisins. Inga Lára Bald- vinsdóttir cand.mag., sem mest hefur kannað sögu íslenskrar ljós- myndunar, setti sýninguna saman og leggur hún áherslu á að sýna þróun ljósmyndalistarinnar hér á landi frá elstu tíð og fram undir okkar daga, þannig að persónuleg einkenni og tækni hvers ljósmynd- ara komi sem best til skila. Sýning- unni lýkur fimmtudaginn 30. nóv- ember. ■ TÓNLEIKAR verða í Djass- klúbbi Reykjavíkur, Heita pottin- um í Duus-húsi, sunnudaginn 26. nóvember í tilefni af útkomu plöt- unnar Nýr tónn. Kvintett Tómas- ar R. Einarssonar verður breyttur frá hljómsveitinni sem lék inn á hljómplötuna Nýr tónn, Pétur Östlund og Jens Winther sinna nú störfum sínum í Stokkhólmi og New York en í þeirra stað spila í Heita pottinum trommuleikarinn Matthías Hemstock og gítarleikar- inn Hilmar Jensson. Saxafón- og píanóleikur er áfram í höndum þeirra Sigurðar Flosasonar og Eyþórs Gunnarssonar. Sérstakur gestur tónleikanna verður söng- konan Ellen Kristjánsdóttir og syngur hún nýtt lag eftir Tómas sem hann gerði við ljóð Guðbergs Bergssonar, Vorregn í Njarðvík- um. Tónleikarnirhefjastkl. 21.30. ■ ÆFINGAR standa yfir á tveim- ur nýjum, íslenskum leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur: Töfra- sprotanuin, eftir Benóný Ægisson með tónlist eftir Arnþór Jónsson og dönsum eftir Hlíf Svavarsdótt- ur. Þórunn Sigurðardóttir leik- stýrir. Töfrasprotinn er barna- og fjölskylduleikrit og verður frumsýnt á jólum. Þá eru nýhafnar lefingar á nýju verki eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið Jnefnist „Kjöt“ og gerist bakatil í kjötbúð í Reykjavík á sjöundaáratugnum. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir. Um þessa helgi verður boðið upp á ljóða- og tónlistardagskrá í forsal Borgarleikhússins. Nokkrir leik- arar lesa ljóð, smásögur og úr bréfúm Jónasar Hallgrímssonar. Dagskrá þessi hefst kl. 15.30 og verður endurtekin á sama tíma á morgun. miðvikudag. ■ Isafjöróur. Myndlistarsýning Bjargar Þorsteinsdóttur hefst í Slunkaríki í dag, laugardag, klukkan 16. Sýningin stendur til '9. desember, og er hún opin frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 16-18. ■ Stykkishólmi. Um þessar mundir er ár liðið frá því að heilsubótastöð okkar Hólm- ara tók til starfa. Hun var sett á fót af fjórum íþróttakennurum hér og kom fljótt í ljós að þörf var fyr- ir þessa líkams- og heilsuræktar- stöð. Aðsókn hefir verið ágæt og fólk notað sér þetta óspart, enda fá allir þarna þjálfun hver við sitt hæfi til að efla líkamsþrekið. Þessi stöð gengur undir nafninu Hjartað og er til húsa í Egilsenshúsi. Og nú er senn hafið annað árið í þess- ari góðu starfsemi. - Árni ■ JÓN Baldvinsson opnaði í síðustu viku sýningu á rúmlega tuttugu olíumálverkum í hliðarsöl- um Islensku óperunnar. Opnun sýningarinnar fór saman við frum- sýningu á óperunni Tosca. Sýning- in stendur um óákveðinn tíma og er opin daglega frá kl. 16-19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.