Morgunblaðið - 25.11.1989, Síða 16

Morgunblaðið - 25.11.1989, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989 UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Minning: Júlíus Bjarnason bóndi, Akurey Fæddur 5. maí 1903 Dáinn 10. nóvember 1989 Þegar ég heyrði lát vinar míns og tengdaföður dóttur minnar, Júl- íusar bónda í Akurey, fann ég fyrst og fremst til léttis. Heilsa hans, sem hafði verið svo framúrskarandi góð, var nú síðustu tvö árin svo gjörsam- lega farin. Júlíus Bjarnason var sonur hjón- anna Vilborgar Bjarnadóttur og Bjarna Markússonar, Hól í Meðal- landi. Þau áttu 13 börn, það yngsta ófætt, þegar heimilisfaðirinn féll frá. Mega allir sjá hvaða erfiðleikar blöstu við íjölskyldunni. En Vilborg gafst ekki upp. Hún hélt hópnum sínum saman og kom öllum börnun- um til manns. Öll báru þau þess vitni að vera alin upp í guðsótta og góðum siðum. Börnin fóru ung að heiman til snúninga og vinnu, en heimilið var til staðar og mamma á sínum stað. Bjarni Markússon var ekkjumaður þegar Vilborg kom til hans og átti einn son, Runólf, síðar bónda á Bakkakoti í Meðallandi. Fyrst þegar ég man eftir Júlíusi, Júlla í Hól, var hann ungur maður hjá móður sinni. Þar hóf hann bú- skap þegar hann giftist æskuvin- konu sinni, Sigurlínu Árnadóttur frá Efri-Ey, mikill' dugnaðarkonu. Búskapur ungu hjónanna var ekki stór í sniðum til að byija með, eitt herbergi út af fyrir sig, þegar ég man eftir og jarðnæði af skornum skammti. Þarna fæddust börn þeirra þijú, Haraldur, Bjargmundur og Lilja. Sjálfsagt hefur jarðnæðið valdið því að þau fluttu búferlum og keyptu Akurey í V-Landeyjum. Með mikilli vinnu þeirra og barna þeii’ra" blómgaðist hagur þeirra, enda fóru breyttir tímar í hönd og litlar jarðir urðu kostajarðir með auknumjarðræktarframkvæmdum. Húsfreyjan, Sigurlína Árnadótt- ir, lét ekki sitt eftir liggja við bú- skapinn. Hún andaðist um aldur fram eftir skurðaðgerð í Englandi. Lilja var farin að heiman, gift Sveinbirni Runólfssyni verktaka, og eiga þau tvö börn. Feðgarnir héldu áfram búskap, stundum með aðstoð ráðskonu. Svo fór að dóttir mín fór ráðskona til þeirra með son sinn, Aðalstein Heiðar Magnússon, þá á öðru ári. Þau giftust fljótlega, hún og Bjargmundur, og þarna hófust kynni okkar Júlla á nýjan leik, eða öllu frekar kynntumst við fyrst þá. Búið í Akurey er félagsbú. Fyrst bjuggu þau öll í gamla húsinu. Seinna byggðu Ingigerður og Bjargmundur hús steinsnar frá og síðar reisti Haraldur snoturt hús fyrir sig. Öll héldu þau oftast sam- an heimili þó stundum hefðu feðg- arnir hjálparstúlku. Börnunum fjölgaði, Sigurlín, Hildur og Júlíus bættust við. Öllum börnunum, Aðal- steinn ekki undanskilinn, reyndist Júlli frábær afi. Alltaf hafði hann tíma fyrir þau. Þau voru ekki há í loftinu þegar þau trítluðu í afahús með skólatöskuna til að læra að lesa. Alltaf mætti þeim sama ástúð- in og þolinmæðin. Þessa og alls sem hann var þeim munu þau minnast síðar á ævinni. Ingigerði reyndist hann frá fyrstu tíð eins og besti faðir. Við áttum oft notalegar spjallstundir í Akurey og alltaf end- uðum við á sama stað, austur á Meðallandi. Nú er hann gepginn til hinstu hvílu þessi ljúfi, rólyndi maður. Aðeins þijá daga dvaldi hann á Sjúkrahúsi Selfoss, annars alltaf í húsinu hjá Haraldi sem sýndi hon- um frábæra umhyggju. Ég gæti lýst Júlla með nokkrum orðum: Greindur, hógvær maður með gott skopskyn, en sú lýsing er ekki tæmandi. Öll breytni hans við fjölskylduna og samferðamenn- ina ber vitni um svo innilega trú á gildi góðleikans að minning hans verður geymd með þeim minningum sem Ijúfast er að muna. Við Guðsteinn þökkum góðar samverustundir og sendum öllum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir frá Steinsmýri. Lionsfélagar og fjölskyldur þeirra vinna að undirbúningi jóladagatal- anna. ■ LIONSKL ÚBBURINN Freyr í Reykjavík og Lionsklúbbar á flestum stöðum á landinu hafa selt jóladagatöl með sælgæti í meira en fimmtán ár. Sala dagatalanna er þegar hafin. Colgate tannkr- emstúba fylgir hverju dagatali svo og hvatning frá jólasveininum til banranna um að muna eftir að bursta tennurnar. Allur hagnaður af sölu jóladagatalanna rennur til líknarmála. ■ MÁNUDAGINN 27. nóvember næskomandi heldur Marilyn Allen, frá The White Eagle Lodge í Englandi, fyrirlestur um huglækn- ingar og áhrif þeirra á okkur og plánetuna í upphafi nýju aldarinn- ar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Rósakrossreglunnar, Bolholti 4, 4. hæð og hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.