Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 1989 21 Stefán Valgeirsson segist vera sakað- ur um misferli: Oskar eftir opin- berri rannsókn STEFÁN Valgeirsson alþingismaður hefur óskað eftir því að ríkissak- sóknari láti fara fram opinbera rannsókn á störfum sínum í stjórnum banka og sjóða. Vitnar hann til ásakana um spillingu og vill láta kanna hvort hann hafi átt hlut að eða brotið lög eða reglur. Hallvarður Ein- varðsson, ríkissaksóknari, sagði í gær að ekki hefði verið tekin ákvörð- un um meðferð málsins en reynt yrði að flýta lienni. Stjórnirnar sem Stefán tiltekur í bréfi sjnu eru bankaráð Búnaðar- banka íslands, stjórn Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins, stjórn Byggða- stofnunar og stjórn Tryggingasjóðs fiskeldislána. Með bréfi sínu sendi hann ijölda blaðaúrklippa. Stefán sagði í samtali við Morgunblaðið að rógsherferð gegn sér hafi staðið linnulaust frá því 16. september, þegar Alþýðublaðið hafi riðið á vað- ið, sex dögum eftir að Borgaraflokk- urinn gekk til liðs við ríkisstjórnina. Síðan hefði hún gengið hring eftir hring á ijölmiðlunum: DV, Morgun- blaðinu, Pressunni, Heimsmynd og Stöð 2. Stefán staðfesti að hann hefði sagt í ræðu í bómaskálanum Vín í Eyjafirði í vikunni að hann væri sakaður um misferli í sambandi við þær stjórnir sem hann sæti í. Aðspurður um hvar slík ásökun hefði komið fram sagði Stefán að það hefði verið í þeim fjölmiðlum sem hann áður nefndi, þeir hafi tínt þetta hver eftir öðrum, og sagðist ekki gera greinarmun á ásökunum um pólitíska spillingu og misferli. „Hvað er það annað en ásökun um misferli þegar ég er sakaður um að nota aðstöðu mína í þessum stjórnum í þágu míns fyrirtækis, sem ég reyndar á ekki nema lítinn hlut í?“ sagði Stefán. Nánar aðspurður um ósk sína um opinbera rannsókn sagði Stefán að með sér hlytu að vera brotlegir aðrir stjórnarmenn í þessum stofnunum og forstöðumenn þeirra líka, nema þeir væru svo vesælir að hann hefði þá alla í vasanum. Það væri ekki síst þess vegna sem hann óskaði eft- ir rannsókninni. Stefán er nú á fundaferðalagi um kjördæmi sitt með Guðmundi Ágústssyni, formanni þingflokks Borgaraflokksins og Guðbirni Jóns- syni sem er einn af forystumönnum Þjóðai-flokksins. Stefán sagðist ræða stöðu samtaka sinna, sérstaklega umrædda rógsherferð sem hann sagði að margir teldu þá mestu síðan á dögum Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Sagnir úr safiii Mar- geirs Jónssonar SÖGUFÉLAG Skagfirðinga hefur gefið út bókina „Heimar horfins tíma - Rannsóknir og sagnir úr safni Margeirs Jóns- sonar á Ögmundarstöðum11. Siguijón Björnsson skrifar um Margeir, en hann fæddist á Ög- mundarstöðum í Staðarhreppi í Skagafirði þann 15. október 1889. Þessi bók er gefin út af tilefni þess, að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu Margeirs, en hann lézt 1943. Margeir var einn af stofnendum Sögufélags Skagfirðinga. Eftir hann komu út 3 bækur, þ.á,m. Frá miðöldum í Skagafirði, vísna- söfn og rit um bæjanöfn á Norður- landi. Auk þess samdi hann ýmsar ritgerðir, safnaði örnefnum og þjóðsögum og lét hann eftir sig mikið efni í handritum á ýmsum stigum. Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna. í bók- inni er ritaskrá, mannanafnáskrá og skrá um staðanöfn og örnefni. Bókin er 290 blaðsíður, unnin hjá Margeir Jónsson Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Brimborgarlestin leggur af stað í ferðina um landið. Brimborgarlest- in á ferð um landið í GÆR, fostudag, hóf Brimborg hf. sölu- og sýningarferð um landið sem mun standa allt til 14. desember nk. Farið er á ijór- um stórum vörubifreiðum og ein- um jeppa og gengur ferðin undir nafninu Brimborgarlestin. Vörubifreiðirnar eru frá Volvo og sýna þær allt það nýjasta sem völ er á á því sviði. Má t.d. nefna Volvo F16 sem er aflmesta vörubif- reiðin frá Volvo, og jafnframt á íslandi, með tengivagn sem tekið getur 40 manns í sæti og er út- búinn með eldhúsi, sjónvarpi, sal- erni o.fl. o.fl. Einnig er í lestinni 400 hestafla Volvo F12 með 15 rúmmetra gijótpall og á fjórum öxlum, en það er nýjung hér á landi. Þá er í ferðinni Volvo FL10 (brimbijóturinn) en sá bíll er mjög vel útbúinn með snjóplóg, palli og krana. Áætlun Brimborgarlestarinnar er mjög ströng en farið verður á alla staði á landinu. í dag verður farið um Vestfirði. Á sunnudag verða sýningar í Bolungarvík og á Isafirði. Þaðan verður haldið norður um land Kvenskór Brúnir og svartir rúskinnsskór Verð: 4.690,- Stærðir: 3741 Einnig mikið úrval af hælaskóm. UÚÚIHEG 95 > SIW 124590 og komið til Akureyrar 30. nóvem- ber.. Þá fer lestin un Norðaustur- land, Austurland og Suðurland. Suðurnes og Vesturland verða síðan tekin í lokaáfanganum. Það er von Brimborgar að lands- menn nýti sér þetta tækifæri til að líta augum það sem fyrir ber og fá upplýsingar en í ferðinni eru sölu- menn vörubifreiða, fólksbifreiða, bátavéla og þungavinnuvéla. Að lokum má nefna að verðmæti Brim- borgarlestarinnar er rúmlega 50 milljónir króna. HÍTASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást i byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ (Fréttatilkynning) HASKOLANAMIKERFISFRÆÐI Innritun í kerfisfræðinám Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands á vorönn 1990 fer fram á skrifstofu skólans til 1. desember. Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og stunda kennslu ogþjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum, en aðrir geta þurft að sækja tíma í fornámi í öldungadeild Verzl- unarskólans, sem er ein önn til viðbótar. Kennt er eftir hádegi, en nemendur, sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslu- stjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Önnur önn: Gluggakerfi Gagnaskipan AS/400 Gagnasafnsfræði Forritun í Cobol Verkefni á 2. önn Fyrsta önn: Vélamál Forritun í Pascal Kerfisgreioing og hönnun Stýrikerfí Forritahönnun Verkefni Þriðja önn: Hugbúnaðargerð Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Lokaverkefni Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofan- leiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi á meðan innritun stendur yfir og í síma 688400. TVI TÖLVUHÁSKÓLI V.í. Komdu í Kringluno ó óvenjulegu símnsýningu Pósts og símu Þér er hér með boðið á símasýningu Pósts og síma dagana 22. til 25. nóvember á 2. hæð í Kringlunni. Við verðum með nýja og fullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu og þú færð að vita allt um Sérþjónustu í stafræna símakerfmu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga í Kringlunni 22. til 25. nóvember. Þú hefur örugglega gaman PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin. afþví.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.