Morgunblaðið - 25.11.1989, Síða 23
MÖRÖUNBliAÍ)ÍÖ'/LAUG'ÁtlÐÁG!UR,,25.'NÖVEMBER"l1989
fT 23^
Morgunblaðið/Emilía
Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður gengur að púlti Hæstaréttar til að flytja ræðu sína í málinu. Magnús Thoroddsen og Jón Steinar Gunn-
laugsson lögmaður hans eru lengst til vinstri. Fyrir miðri mynd situr hinn sérstaklega skipaði Hæstiréttur: Ragnar H. Hall, Jón Finnsson,
Gunnlaugur Briem, Gunnar M. Guðmundsson, Sigurður Reynir Pétursson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sveinn Snorrason. Lengst til hægri
situr varadómarinn, Helgi V. Jónsson. Að baki honum situr Sigurður Tómas Magnússon aðstoðarmaður hæstaréttardómara.
sýknu
milli
irinnar
syni að hverfult almenningsálit í
þessu máli ætti áður en yfir lyki
eftir snúast á sveif með Magnúsi
Thoroddsen. Ríkislögmaður sagði
almenningsálit og siðferðisviðhorf
ekki þurfa að fara saman en þau
fari saman í þessu máli. Áróðurs-
herferð lögmanns Magnúsar í fjöl-
miðlum geti ef til vill breytt almenn-
ingsáliti en ekki siðferðisvitund
þjóðar.
Ríkislögmaður sagði að við skil-
greiningu siðareglna hefði and-
stæðingur sinn annars vegar flokk-
að þær sem reglur er fælu í sér
brot gegn öðrum mönnum og hins
vegar það að gera eitthvað umfram
skyldu sína. Þessi flokkun byggist
á misskilningi eða samslætti ólíkra
hugmynda. Siðareglur væru þrenns
konar: taumhaldsskyldur, sem
banni að gera öðrum mein; verknað-
arskyldur, sem bjóði mönnum að
þjóna hagsmunum annarra, til
dæmis með því að koma nauðstödd-
um til hjálpar, og í þriðja lagi væru
góðverk, það að gera umfram
skyldu. Lögmaðurinn hefði slegið
síðasttöldu flokkunum saman í eitt
og virtist leggja það að jöfnu sið-
ferðislega það að hringja á slökkvi-
lið þegar hús náungans brennur og
það að gefa fé til líknarsamtaka.
Þá vék hann að því að lögmaðurinn
hefði sagt að til að maður teldist
hafa brotið gegn siðferðisreglu yrði
hann að. hafa brotið af sér viljandi.
Brot sé ekki ámælisvert sé það
óviljandi. Þetta fái ekki staðist frek-
ari skoðun. Menn geti og eigi að
kynna sér hluti sem þeir fjalli um,
eins og lögfræðingar viti manna
best. Það eigi við þegar íjallað sé
um ásetning og gáleysi. Ásetningur
og gáleysi í lögfræði séu hliðstæður
vilja í siðfræði. Þetta hefði ekki átt
að vefjast fyrir forseta Hæstarétt-
ar. Honum hefði borið að kynna sér
hvað hann mætti og mætti ekki,
áður en hann nýtti ætlaðar heimild-
ir sínar. Ekkert hefði komið fram
sem benti til að slíkt hefði verið
gert. Afsökún geti ekki falist í því
að spyrja hvorki kóng né prest,
þvert á móti enda hefði Magnús
sýnt augljósan ásetning til að auðg-
ast og hefði sýnt gáleysi með því
að kynna sér ekki efni reglna um
áfengiskaup á kostnaðarverði. ’
Þá vék ríkislögmaður að því hvort
heimilt hefði verið að kaupa áfengi
á kostnaðarverði til einkanota.
Hann kvaðst telja að eingöngu
tveimur einstaklingum væri slíkt
heimilt: forseta íslands og forstjóra
ÁTVR, í þeim tilfellum sé í reglun-
um hvort tveggja talið upp, embæt-
tið og stofnunin. Eftir 1971 hafi
kaup til einkanota verið óheimil
öðrum, hvað svo sem áður kunni
að hafa verið. Um einkaheimild til
forseta íslands sagði Gunnlaugur
Claessen að í sérstökum lögum
væru kjör forseta ákveðin með
tæmandi hætti, þar sé ekki um lág-
markskjör að ræða. Forseti sé und-
anþeginn skattskyldu og laun hand-
hafa forsetavalds séu það einnig.
Það sé grundvallaratriði að skatt-
frelsi taki aðeins til launa handhafa
og gildi aðeins þann tíma sem farið
sé með handhafavald. Handhafar
geti þannig ekki keypt bíl meðan
forseti er erlendis og fengið niður-
felld gjöld. Þeir geti ekki fengið
undanþágu frá fasteignagjöldum
fyrir þann tíma sem þeir eru hand-
hafar. Kostnaðarverðsheimild til
handhafa sé aðeins til að létta þeim
a leggja út vegna kostnaðar við
veislur, sem þeir kunni að þurfa að
halda vegna forsetaembættisins,
kostnað sem þeir eigi að síðar að
fá endurgreiddan samkvæmt reikn-
ingi. Þessi risnutilgangur sé undir-
strikaður með því að í reglum segi
að heimild handhafa gildi aðeins
þann tíma sem farið sé með forseta-
vald. Þessum skilningi til áréttingar
vísaði ríkislögmaður til umræðna á
alþingi 1947 og ummæla Bjarna
heitins Benediktssonar, þáverandi
dómsmála- og utanríkisráðherra,
við það tækifæri. Þar kæmu fram
fram svipuð viðhorf til þéssara
mála og þau viðhorf sem fram hefðu
komið hjá ríkisendurskoðanda fyrir
dómi í þessu máli. í því efni nefndi
hann sérstaklega það að ekkert
beint eftirlit væri verið með fram-
kvæmd heimildanna þar sem æðstu
embættismönnum þjóðarinnar hefði
verið treyst til að misnota þær ekki.
Því trausti hefði Magnús Thorodds-
en brugðist.
Heimildum settar þröngar
skorður
Gunnlaugur Claessen sagði að
hefðu aðrir en forseti Islands og
forstjori ÁTVR haft heimildir til að
kaupa áfengi á kostnaðarverði til
einkanota fyrir 1971 þá hefðu þær
heimildir fallið úr gildi með sam-
þykkt ríkisstjórnar það ár og ætti
það jafnt við um alla forseta al-
þingis og alla ráðherra. Þarna hefðu
einkaheimildar tveggja handhafa
af þremur verið afnumdar berum
orðum. Því lægi beint við að álykta
að þær heimildir sem hinn þriðji
kynni að hafa haft persónulega
hefðu einnig fallið niður. Hafni
Hæstiréttur þessum skilningi og
telji einhveijar heimildir til einka-
nota fyrir handhafa vera enn til
staðar, þá hljóti þeirri heimild að
vera settar mjög þröngar skorður
enda sé berum orðumí reglunum
að finna takmörkun á því magni
sem um geti verið að ræða. Sú tak-
mörkun felist í orðunum: „þann
tíma sem forsetavald er í þeirra
höndum.“ Samk'mmt því geti heim-
ildin handhafa ekki náð tii annars
en þess áfengis sem veitt sé og til
eðlilegra eigin nota á þeim tíma sem
forseti sé fjarvei'andi. Saskilningur
samræmist því að - hlunnindi séu
almennt bundin við starfstíma.
Þetta sé efnisregla en ekki form-
regla með leiðbeiningum um hve-
nær og hvernig skuli starda að
pöntunum. Magnús Thorpddsen
hafi farið út fvrir öll hugsanleg
mörk. Dómgreind æostu ráða-
menna, ekki síst forseta Hæstarétt-
ar, verði að vera unnt að treysta
að sé svo glögg að þeir skilji hvar
eðlileg mörk liggi. Því trausti hafi
Magnús brugðist. Hann hafi safnað
áfengi til margra ára eða áratuga.
Þar hafi veriðum að ræða sjálftöku
hiunninda, skefjalausa uppsöfnun
áfengisbirgða, sem geti ekki stað-
ist. Sjálftaka hlunninda án tak-
markana sé hvergi leyfð í stjórn-
kerfinu. Það geri þessa sjálftöku
engu betri að Magnús kunni að
hafa búið sér sjálfur til viðmiðunar-
reglu um hámark og sagst byggja
hana á því sem einn maður hefði
einhvern tímann sagt sér. Steininn
tæki úr þegar í Ijós kæmi að Magn-
ús hefði ekki virt þessa viðmiðunar-
reglu sína sjálfur. Fyrra árið hefði
hann farið 20% fram úr henni en
síðara árið 41% farmúr, alls væri
frávikið 456 flöskur. Þó hefði hon-
um átt að vera ljost fyrirfram hver
laun hans sem handhafa yrðu enda
laun forseta ákveðin af kjaradómi.
Þá lægji brottfarar- og komudaga
forseta úr ferðum erlendis yfirleitt
fyrir löngu áður en ferð hæfist.
Yfirlýsingar um risnuskyldu for-
seta Hæstaréttar sagði ríkislög-
maður haldlausar. Risna ríkisstofn-
ana væri ákveðin í fjárlögumj Þá
virtist forseti Hæstaréttar _ hafa
ætlast til að afgreiðslumenn ÁTVR
hefðu eftirlit með kaupum sínum,
segðu forseta Hæstaréttar hvenær
nóg væri komið. Það gengiekki upp
og forstjóra ÁTVR hefði ekki verið
kunnugt um kaupin fyrr en um
seinan.
Næst vék Gunnlaugur Claessen
að því að hann teldi að að 3. mgr.
35. gr. einkamálalaga hlyti að eiga
við um hæstaréttardómara, þannig
að ráðherra sé heimilt að víkja dóm-
ara frá um stundarsakir hafi hann
rýrt álit sitt svo siðferðislega að
hann megi ekki lengur gegna dóm-
araembætti. Annað hefði í för með
sér að minni siðferðiskröfur væru
gerðar til hæstaréttardómara en
héraðsdómara og í því faélist ótrúleg
þversögn. Um áminningarskyldu
sem undanfara frávikningar sagði
að hún ætti ekki við meðal annars
vegna þess að um væri að ræða
missi embættisskilyrða sem áminn-
ing gæti engu breytt um.
Þá vék ríkislögmaður að því hvað
í ákvæði 4. töluliðar 32. gr. einka-
málalaga, um að dómari skyldi hafa
óflekkað mannorð, fælist. Hann
vitnaði meðal annars til fræðiskrifa
Einars Arnórssonar, sem hann
sagði höfund einkamálalaganna,
því til stuðnings að ekki þurfi að
vera um refsiverðan verknað að
ræða til að mannorð flekkist heldur
væru strangari kröfur gerðar til
dómara. I þessu sambandi rakti
hann einnig túlkun ýmissa eldri
ákvæða sem gilt hefðu á Norðúrl-
öndum um embættisskilyrði dóm-
ara. Til stuðnings því að vilji lög-
gjafans standi til þess að sömu skil-
yrði eigi við um héraðs- og hæsta-
réttardómara gat ríkislögmaður
þess að í nýsamþykktum lögum um
aðskilnað dóms- og umboðsvalds
væri þetta sama ákvæði að finna
og ætti þar við dómara. Þar sem
eftir gildistöku laganna yrðu aðeins
til umboðsstarfalausir dómarar í
landinu hlyti þetta að eiga við um
þá alla, einnig hæstaréttardómara.
Ríkari kröfur til
hæstaréttardómara
Fallist Hæstiréttur ekki á að
einkamálalög taki til Hæstaréttar-
dómara telur ríkislögmaður að skil-
yrði fyrir lögjöfnun séu til staðar.
Hann nefndi enn að sömu eða ríkari
kröfur ætti að gera til hæstaréttar-
dómara en annarra dómara og rakti
í ítarlegu máli mótunarsögu réttar-
farsreglna um þetta efni og álit
fræðimanna því til stuðnings.
Gunnlaugur Claessen sagðist
telja^engan vafa á að háttsemi
Magnúsar hefði verið ólögmæt og
brot á skráðum og óskráðum regl-
um og jafnvel einnig refsivert brot
á hegningarlögum. Það skipti þó
ekki máli heldur hitt að framferði
hanns hefði verið siðlaust og með
því hefði hann fyrirgert trausti.
Þannig ætti mælikvarði refsiréttar
ekki við í máli sem snúist um traust
á dómara samkvæmt siðferðilegum
viðhorfum. Málið snerti undirstöðu
dómsvalds í landinu. Hjá dómstólum
væri bundinn endir á þrætur og
menn sættu sig við ósigur fyrir
dómi vegna vissu um að mál þeirra
hefði fengið umfjöllun bestu manna
hvað varðar lærdóm, dómgreind,
réttsýni og siðferðilegan styrk. Mál
Magnúsar Thoroddsen skeki þessa
undirstöðu.
Ríkislögmaður sagði að vörn
Magnúsar Thoroddsen hefði að
miklu leyti falist í að benda á ætluð
brot annarra. Slíkt ráði engum úr-
slitum. Röng hegðun annarra rétt-
læti aldrei eigið brot. Hann sagði
að samanburður á máli Magnúsar
og áfengiskaupum fyrrum fjár-
málaráðherra vegna kunningja síns
leiddu í ljós að þar væri margt ólíkt.
Annars vegar hefði heimildir skort
með öllu, hins vegar hefði verið
farið út fyrir heimildir. Ekkert sam-
ansemmerki mætti setja milli þess
að fara út fyrir heimildir og þess
að ástunda utan við allar heimildir
skefjalausa söfnun í auðgunartil-
gangi. Hins vegar sýni hörð við-
brögð almennings við máli fjár-
mál^ráðherra að almenningsálit í
slíkum málum sé óbreytt frá því
sem verið hefði fyrir ári síðan.
Loks vék ríkislögmaður að því
hvernig andstæðingur hans hefði
háttað vörn sinni og sagði meðal
annars að hann hafi viljað afla
ýmissa gagna frá ríkisstofnunum
og ráðuneytum og spyija spurninga
sem enga þýðingu hefðu í málinu.
Lögð hefði verið mikil vinna í að
sinna óskum hans.
Þá vék ríkislögmaður að gagnsök
og taldi ljóst að sú aðgerð dóms-
málaráðherra að víkja Magnúsi frá
um stundarsakir hefði verið heinr'
samkvæmt stjórnarskránni. Meðal
annars sagði hann niðurstöðu hér-
aðsdóms óskiljanlega í þessu efni.
Vernd stjómarskrárinnar beindist
að dómstólum, vernd sú sem dómar-
ar nytu væri afleidd. Hann rakti
meðal annars skrif fræðimannanna
Bjarna Benediktssonar, Ólafs Jó-
hannessonar, Lárusar H. Bjama-
sonar og Einars Arnórssonar því
til stuðnings að frávikning um
stundarsakir væri ráðherra heimil.
Að lokinni ræðu ríkislögmanng. -
tók Jón Steinar Gunnlaugsson aftur
til máls og svaraði málflutningi
andstæðings síns og þeim athuga-
semdum sem hann hafði gert við
málflutning Jóns. Meðal fjölmargra
annarra atriða sem hann nefndi var
það að samanburður á útsöluverði,
kostnaðarverði og launum hefði
enga þýðingu; hann ítrekaði að al-
menningsálit hefði verið tilbúið og
hefði tekið miklum breytingum frá
upphafi málsins. Kröfur um rann-
sókn hefðu beinst að því að fá vitn-
eskju um efni reglna en ekki að því
að sverta aðra, sagði líklegt að
upplýsingar hefðu ekki fengist
vegna ótta forráðamanna þjóðfé-
lagsins við almenningsálitið, spurði^.
hvort allt óhóf ylli embættismissi,
til dæmis óhófleg matarlyst?, sagði
flokkun siðferðisreglna hafa verið
til einföldunar, taumhalds- og
verknaðárskyldur hefðu þar verið
flokkaðar saman en ekki verknaðar-
skyldur og góðverk. Hann ítrekaði
að siðareglur hefðu ekki verið
brotnar; traust á dómstólum yrði
best byggt upp með dómi sem
grundvallaðist á hlutlægum for-
sendum, sagði að væri háttsemi
fordlmlega lögmæt gæti hún ekki
brotið í bága við siðferði, að engin
tengsl væru milli útlistana ríkislög-
manns á efni reglnanna og raun-
verulegrar framkvæmdar þeirra,
mótmælti túlkun fræðiskrifa á þann
veg að refsilaus háttsemi geti leitt
til brottvikningar og sagði það
kjarna stjórnarskrárverndar dóm-
stóla að dómstólar ákveði sjálfir
brottvikningu dómara.
í seinni ræðu sinni vék Gunn-
laugúr Claessen meðal annars að
því að mörg dæmi væru um að ein-
föld ákvörðun ríkisstjórnar byndi
ráðherra sem á eftir komi, mót-
mælti getsökum um innihald álits
ráðgjafa dómsmálaráðherra en áður
hefði fram komið að þar hefðu að-
eins lagareglur verið reifaðar en
ekki ráðlagt um málsmeðferð; sagði
að hafi vantað á svör við spurning-
um Magnúsar um efni heimilda til
áfengiskaupa, hefði hann átt að
styðjast við eigin dómgreind um þau
atriði og hann mótmælti því að mál
gegn Magnúsi hefði ekki verið höfð-
að hefðu fréttir aldrei verið fluttar
af áfengiskaupum hans.