Morgunblaðið - 25.11.1989, Page 29

Morgunblaðið - 25.11.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 1989 29 Axel V. Magnús- son - Kveðjuorð Fyrrverandi starfsbróðir minn, Axel V. Magnússon, er horfinn af vettvangi lífsins og starfsins. Hann lést þann 14. þ.m. og verður jarð- sunginn í dag frá Langholtskirkju. Með örfáum fátæklegum orðum langar mig til þess að minnast hans. Við áttum samleið og störfuð- um saman í 25 ár, sem að vísu var ekki samfellt tímabil. Axel hóf ungur að stunda verk- lega garðyrkju. Síðan fór hann í Ga'rðyrkjuskóla ríkisins og lauk þar garðyrkjufræðingsnámi árið 1943, en hann var nemandi í öðrum árgangi hins nýstofnaða skóla. Axel hélt verkstörfum í garðyrkju áfram hér heima uns hann hvarf til Danmerkur 1947 og bætti þar við sig nokkurri verkþekkingu um hríð. Innritaðist síðan í Búnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1950, en á þeim tíma var krafist margra ára verknámsundirbúnings af þeim, sem hugðust stunda nám við um- ræddan skóla. Strax að loknu námi kom Axel heim og fékk starf sem kennari við Garðyrkjuskólann. Því starfi gegndi hann til 1966 er hann fór utan á ný í eitt ár og dvaldi þá bæði í Danmörku og Þýskalandi, þar sem hann starfaði við tilraunir og jarðvegsrannsóknir, en á síðara sviðinu hafði hann unnið að jarð- vegsefnagreiningum fyrir garð- yrkjubændur frá því 1954 og leið- beint þeim í áburðarmálum. Slóðir okkar Axels lágu fyrst saman árið 1950, en haustið 1949 gerðist ég kennari við Garðyrkju- skólann. Kennslufyrirkomulag í skólanum var þá frábrugðið því sem er í dag. Skólanámið stóð í tvö ár, nemendur nutu verknáms- kennslu á sumrin og bóknáms á veturna. Axel sá að mestu leyti um verknámskennsluna í gróðurhúsum, en ég annaðist þáttinn utan dyra og í gróðurreitum. I bóknáminu féllu flest undirstöðunámskeiðin í hlut Axels. Aftur á móti skiptust önnur námskeið að mestu á milli mín og skólastjóra. Námsbókakostur var í þá daga nær enginn, því fór' mikill tími í það hjá nemendum að skrifa hjá sér eftir okkur kennurunum. Man ég iðulega eftir því, að sumir kvört- uðu undan hraða Axels þegar hann lét nemendur festa minnispunkta á blað, en Axel var kappsfullur, hafði vanist vinnusemi og þoldi ekkert hangs. Leiðir okkar Axels skildu um skeið er ég hvarf að störfum sem garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðar- félagi Islands sumarið 1957 en samstarf okkar hófst aftur 10 árum síðar,árið 1967, en þá hafði leið- beiningarstarfið vaxið mér yfir höfuð. Var ég feginn því að fá Axel til liðs við mig og það reyndist mikið lán fyrir Búnaðarfé- lagið. Axel var ekki aðeins hörku- duglegur og ósérhlífinn, hann var einnig mjög skýr og minnugur svo af bar. Að ósk stjórnar Búnaðarfé- lagsins skiptum við með okkur verkum. Axel sá um að annast leið- beiningar í gróðurhúsaræktinni, sem síðar færðist yfir í að nefnast ylrækt, en ég annaðist alla aðra garðræktarþætti. En þótt þetta væri þannig útfært á pappírum, þá FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI H.ÞDRERlMSSON&CO ÁRMÚLA29, SlMI 38640 Úrrals amerískt sinnep með frönskuivaH Eitt það alira besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 fór oft svo að við liðsinntum garð- yrkjubændum nokkuð sitt á hvað. Ósjaldan hljóp Axel undir bagga með mér ef meira lá við á mínum vettvangi en ég gat annað. Einkum í fundahöldum á vorin, við heimilis- garðræktina úti á landsbyggðinni. Garðyrkjan, og þá sér í lagi ylrækt un í gróðurhúsum, var að færast í örari vöxt en áður hafði þekkst um það leyti er Axel fluttist til Búnað- arfélags íslands. Eins var tækni- væðing að byrja að hefja innreið sína. Fyrir utan almennar ræktun- arleiðbeiningar, fólust verkefni Axels mikið í því að veita ylræktar- bændum margvíslega tækniaðstoð. Hann teiknaði gróðurhús fyrir bændur, gerði áætlanir fyrir þá um efni, efniskaup og tækjabúnað og sá jafnvel um pantanir ef þess var óskað. Að eðlisfari var Axel atorku- samur og lagði rækt við að fylgjast ætíð mjög vel með árangri rann- sókna á víðum vettvangi og öllum nýjungum sem litu dagsins ljós. Hann skoðaði hlutina af raunsæi og mat vandlega hugsanlegan ávinning af þeim fyrir bændur, áður en hann gaf ráð. Á síðari árum átti Axel við mikla vanheilsu að stríða sem að lokum yfirbugaði hann. Kjarkinn brast þó aldrei og athafnasemin í starfi sat ætíð í fyrirrúmi á meðan hann gat komið því við. Ég kveð nú minn gamla starfs- félaga og þakka honum samfylgd- ina. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öði'um skyldmennum, votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning þessa góða drengs. Oli Valur Hansson, fyrrv. ráðunautur. NAGLAR TÓM TJARA! |i| gatnamAlastjöri MITSUBISHI SÖLUHÆSTA BIFREIDATEGUNDIN AISLANDI SÝNUM ALLAR GERDIR MITSUBISHI PÝSKU KOSTAGRIPIRNIR - GOLF, jmA, PASSAT, 0G AUDI I íyrsta sinn á íslandi V.W. Polo Ódýr íjölskyldubíll í háum gœóaflokki. verö frá kr. 749.000.- SEAT IBIZA Bíll með suðrænt útlit. Nú með sérbúnað fyrir norðlægar slóðir. verö frá kr. 577.000.- SÉRSTÖK KYNNING I HEKLUBÍLASALNUM LAUGAVEGI 170-174 10-14 06 SUNNUDAG KL. 13-17 HF Laugavegi 170-174 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.