Morgunblaðið - 25.11.1989, Side 30

Morgunblaðið - 25.11.1989, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRÐAGUR 25.. NÓVEMBER 1989 Einar Guðmunds- son - Minning Fæddur 10. maí 1906 Dáinn 17. nóvember 1989 Hann Einar á Steinhúsi er dáinn. Mig langar að kveðja hann með fáeinum orðum, því hann var svo stór hluti af minni æsku og upp- vexti í sveitihni fyrir vestan. Eg kann ekki að rekja ættir hans, enda munu aðrir betur fallnir til þess. Einar á Steinhúsi í Tálknafirði bjó þar alla tíð, fyrst með móður sinni Margréti og eftir lát hennar var hann einbúi. Þó var hann aldrei einn, því hann hafði lengstum myndarlegan fjárhóp, sem hann sinnti af natni og alúð og Einari þótti vænt um kindurnar sínar. Hann sinnti skepnanum og svo vann hann mikið í fr/stihúsinu. Seinni árin fannst honuia vinn.an drag'ast fullmikið saman ef hann fékk ekki að vinna fram á kvöld alla daga og um helgar líka. Bærinn hans Einars, Steinhús, stendur á jafnsléttu örstutt frá sjón- um og Hraun, þar sem ég ólst upp, í brekkunni fyrir ofan. Ég sótti mikið í félagsskap Einars, sem og uppeldisbróðir minn og frændi, Guðmundur Karl, en okkur fannst Einar spennandi karl. Hann hefur líklega verið um fimmtugt þegar ég fyrst man eftir okkar samskipt- um, og okkur fannst hann vera „karl“ allá tíð. Áttum við frænd- systkinin stundum í nokkrum úti- stöðum við Einsa, því við vorum baldnir krakkar og fundum upp á ýmsu. Einar var vænsti karl og fór yfir- leitt vel á með okkur en þegar við gerðum eitthvað á hans hlut átti hann til að reiðast og þá urðum við hrædd og hlupum tii mömmu. Man ég að Einar átti frænda „í lögg- unni“ og hótaði að láta frænda sinn hirða okkur ef við værum ekki stillt. Við þekktum bíl frændans og hlup- um upp í fjall í felur þegar hann kom í heimsókn. Þar hírðumst við þar til við sáum bílinn fara og töld- um okkur þá óhætt að fara heim- leiðis. Vel man ég þegar við ákváð- um að loka Einar inni í hlöðu til að sjá hvort hann yrði vondur og hvað hann myndi gera. Hann var að losa hey inni í hlöðu, en innangengt var fram í fjárhúsin. Fyrst settum við loku fyrir fjárhús- dymar og slagbrand þar utanfyrir og síðan fórum við að hiöðudyrun- um. Eitthvað var kjarkurinn lítill V og handtökin óstyrk, því Guðmundi frænda tókst ekki að setja slag- brandinn alveg fastan og þá komst Einar út, en við hlupum hlæjandi en þó hrædd í burtu. Einar elti okkur og var ansi illur að sjá. Stutt til hnésins vorum við, og nokkuð þúfótt leiðin, auk þess þótti okkur Einar hræðilegur ásýndum, sót- rauður í framan og ragnandi, er hann elti okkur upp brattann. Við vorum farin að skæla af hræðslu við að hann næði okkur og var nú svo stutt á milli að við þóttumst finna andardrátt hans á bakinu. Mamma kom í þessum svifum út á tröppur, því hún heyrði einhver læti og stóðst á endum að við náð- um að grípa í hana um leið og Ein- ar náði taki á afturendum okkar. Náði mamma að tala hann til, en nokkra daga tók að ná heilum sátt- um á milli okkar þriggja. Einar verkaði stundum hákarl og svo átti hann alltaf harðfisk í hjallinum sínum. Við fylgdumst með allri handteringu á hákarlinum og svo fengum við bita og bita þeg- ar við báðum hann um smakk. Eitt- hvað munum við hafa stolist í harð- fiskinn og það áður en hann var fullverkaður, því oft fengum við fiskibólur en harðfiskurinn var allt- af jafngóður. Þegar heyskapurinn stóð sem hæst, þótti okkur meira gaman að hjálpa til hjá Einari en heima hjá okkur. Við fengum að standa aftan á heysleðanum og stundum sitja uppi á hlassinu þegar verið var að flytja töðuna heim í hús. Skrítið fannst frænda okkar Munda, að krakkamir höfðu alltaf nennu til að rifja hjá Einari, þótt þau hefðu legið út undir vegg í sólbaði og borið við þreytu, en ruku svo af stað að hjálpa Éinsa þegar hann fór út í flekk. Það var nú bara ein- hvernveginn meira gaman að vera í hans heyi, og svo gaf hann okkur stundum harðfiskbita að launum, eða þá að Magga móðir hans stakk að okkur kandísmola úr brúnum bréfpoka sem hún átti inni í búri. Við reyndum stundum að hjálpa honum að halda í kindur meðan hann rúði þær, en það gekk nú upp og ofan. Eftir því sem árin liðu og við eltumst, var minna um heimsóknir vestur og þarmeð til Einars á Stein- húsi. Hann varð samt alltaf svo glaður þegar maður kom, og kyssti Systir okkar, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, andaðist á Reykjalundi 25. nóvember. Systkini hinnar latnu. t Elskulegur faðír minn, sonur okkar og bróðir, HIIMRIK ERLINGSSON, Breiðási 10, Garöabæ, lést af slysförum 23. þ.m. Erlingur Hinriksson, Helga Höskuldsdóttir, Erlingur Magnússon og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, bróður, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓNS SVEINBJÖRNSSONAR, Safamýri 69, Reykjavík, Börn, systir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. mann í bak og fyrir og tók fast í hendina manns. Ég sá hann síðast í júlímánuði 1988, en þá för ég í heimsókn með árs dóttur mína í Tálknafjörðinn. Hann hafði mikið gaman af að sjá þá stuttu og trakt- eraði okkur á kaffi, mjólk og súkk- ulaði, en seinni árin lumaði hann alltaf á súkkulaði fyrir gestkom- andi. Einar var meðalmaður á hæð, þrekinn nokkuð og veðurbarinn í andliti. Hann var með mikið grátt hár og oft úfið. Hann var hijúfur á yfirborðinu, en hjartahlýr og vænsti karl er innfyrir kom. Hann var mér alltaf góður og sérlega hjálpsamur þegar ég bytjaði að vinna í fiski. Þá var hann fljótur að kenna mér réttu handtökin við flökunina og svo þolinmóður að hans leiðsögn bar af annarra. Síðustu misserum ævi sinnar eyddi Einar á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði. Þar mætti honum gott atlæti og þar var hann sæll og glað- ur. Hann lést af hjartaslagi að- faranótt 17. nóvember sl. Útför hans verður gerð frá Stóra-Laugar- dalskirkju laugardaginn 25. nóvem- ber. Ég kveð Einar með kærri þökk og votta ættingjum hans einlæga samúð mína. Veit ég að vel mun hlúa vestfirzka moldin góða barni við bijóstið sitt. Síðar með sól og dðggvum sumargróðurinn breiða lifandi á leiðið þitt. (Kvæði, Jakobína Sigurðardóttir) Blessuð sé minning Einars Guð- mundssonar. Stella Aðalsteinsdóttir Og nú er hann horfinn. Ekki verður framar barið að dyr- um á Steinhúsum, sest við eldhús- borðið með slitna vaxdúknum og drukkið kaffi úr sexstrendu glösun- um. Ekki verður framar tekið um mann þéttingsfast, smellt kossum á kinnar og munn, horft á mann bláum, brosandi augunum og spurt um heilsuna. Og ekki verður framar skimað úteftir, borin kennsl á göngulagið og könnunni skellt á í hvelli áður en gamalkunnugt „Er einhver heima?“ heyrist úr ganginum. Ekki framar Einar. Það var svo margt, sem við áttum eftir að tala um, svo margt sem hann átti eftir að segja mér frá fyrri tíð, svo margt persónulegt um hann sjáifan sem mig hefði langað að spyija um og nú verður ekki gert. Okkur fannst alltaf nógur tími og Einar víst alltof ungur til að vera að tala um gamla daga eða grafa upp hluti úr liðinni tíð. Hans umræðuefni voru hér og nú, — afla- brögðin, fiskvinnslan, búskapurinn, uppbyggingin í firðinum og fólkið þar. Stundum hvað þeir væru að gera í útlandinu. Sjálfur vann hann ungur bæði á sjó og landi einsog títt var á Vestfjörðum, bjó síðan með móður sinni aldraðri og var að lokum einyrkjubóndi um langt árabil, en vann jafnhliða í frystihús- inu. Vann og vann alla tíð og undi ekki öðru þar til fyrir rúmum tveim árum, að hann varð að láta undan lögmáli lífsins og sætta sig við minnkað þrek með háum aldri. Miklu verður Tálknafjörðurinn fátækari þegar Einar er allur, en þótt hans sé saknað veit ég að fleiri en ég eru ánægðir með hvern- ig-lát hans bar að, að hann skyldi fá að fara án langvinnra erfiðra veikinda. Ég er nefnilega ekki viss um að minn æðrulausi vin hefði Minning: Gunnþórunn Rúts- dóttir, Akureyri Fædd 11. ágúst 1940 Dáin 18. nóvember 1989 Eins og tilveran getur verið björt og gjöful, getur hún einnig orðið grimm og krefjandi, en svo fannst okkur þegar við fréttum að Gunn- þórunn vinkona okkar hefði kvatt þennan heim svo skyndilega og óvænt. Við sem umgengumst hana svo náið, sáum hana ætíð fyrir okk- ur sem glaðværa, dugmikla en þó umfram allt heilsuhrausta, enda hafði henni sjaldan orðið misdægurt um æfina, og því kemur skyndilegt fráfall hennar svo sárt við okkur öll. Gunnþórunn fæddist að Bakka- seli í Oxnadal, en fluttist ung með foreldrum sínum, þeim Rúti Þor- steinssyni og Margréti Lúthers- dóttur, að Engimýri í sömu sveit, þar sem hún ólst upp með bróður sínum Þorsteini, nú bónda að Þverá í Öxnadal. Ung stúlka fluttist hún til Akureyrar og hóf störf í Fata- verksmiðjunni Heklu, þar sem hún 'kynntist manni sínum, Eðvarði Jónssyni. Áður en til hjúskapar kom á milli þeirra, fór Gunnþórunn til náms í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafírði, en að skóla- göngu lokinni gengu þau í hjóna- band þann 23. júlí 1960. Þau hófu búskap sinn í leiguíbúð við Skipa- götu, en byggðu sér síðan sitt eigið húsnæði á Byggðavegi 148, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð. Gunnþór- unn var mikil húsmóðir í sér, og bjó manni sínum og bömum vistlegt og fagurt heimili, sem bar hand- lagni hennar og dugnaði fagurt vitni. Börn þeirra hjóna eru þijú, elstur er Viðar Örn, fæddur 1961, þá Margrét Dóra, fædd 1963, og yngst er Edda Rut, fædd 1977. Það er mikill missir eiginmanni og böm- um að sjá á bak eiginkonu og móð- ur, sem alla tíð umvafði þau ástúð og umhyggju, en Gunnþómnn bat ætíð hag eiginmanns og bama fyr- ir bijósti. Þau Eddi og Gunnþórunn vom alla tíð einstaklega samhent hjón, bæði í einkalífinu og í dagleg- um störfum. Nú nokkur undanfarin ár hafa þau ásamt Margréti systur hans rekið sitt eigið fyrirtæki, Prjónastofuna Glófa. Gunnþómnn var ekki sú manngerð sem situr með hendur í skauti ef eitthvað er að gera, heldur sístarfandi, og þeg- ar kallið kom var hún í miðri önn dagsins. Þannig var hún, dugnaðar- forkur þegar þess þurfti með, al- vömgefin og ábyrgðarfull þegar það átti við og glaðvær og hress á góðri stund. Þegar við nú lítum til baka yfir nær þijátíu ára tímabil tryggrar vináttu og ánægjulegra samveru- stunda, er sannarlega margs að minnast. Þá koma helst upp í hug- ann samvemstundir þær er við átt- um saman í fríum okkar heima og heiman, og allar unaðsstundirnar í Vaglaskógi þar sem við dvöldum löngum saman á sumrin yfir helgár tekið því léttilega að liggja lengi og bíða lausnar. Að sofna sætt, það var hans ósk, og hún var uppfyllt. Það er svo annað mál, hvort aðr- ar óskir hans hér á jörðu voru upp- fylltar. Um það náðum við aldrei að ræða til fulls. Óskir og draumar um skólagöngu, hjónaband, kannski börn, hver veit? Einar var barnavin- ur, en á rólegan hátt, sótti ekki á, en tók vel á móti. Fimm ára tók ég að venja komur mínar í gamla bæinn á Steinhúsum, bæði til að lesa framhaldssögu í Mogganum hjá Guðmundi föður hans, þá há- öldruðum með hvítt og mikið skegg sem mér fannst minna á jólasvein eða Guð, — og líka til að þiggja veitingar hjá Margréti móður hans, heimabakað rúgbrauð með sméri ofaná, jafnþykku sneiðinni. Ekkert hunang var betra. Einar var þá einn systkina sinna eftir heima og sinnti búverkum. Útí hjalli átti hann reyktan rauðmaga og hertan steinbít, sem ég fékk að smakka þá og ótal oft síðar um ævina, og alltaf hafði hann stund til að spjalla við krakka. Mikil var gleðin þegar hann gaf mér tóbaksdósir til að tína ber í. Ég átti nefnilega engan pabba sem tók í nefið, en það áttu allir hinir krakkarnir. Þetta var fyrir plasttíð. Eftir að Einar var orðinn einn á bænum hélt hann búskapnum áfram þar til fyrir örfáum árum, hafði kindur í húsi og heyjaði á sumrin með gamla laginu, sló með orfi og ljá og rakaði og rifjaði með hrífu. Þótti sumum tímaskekkja, en margir komu og réttu karli hjálpar- hönd, ekki síst vinkonur hans, ög nutu þess að hamast í heyinu eins- og í gamla daga. Aldrei varð ég vör við að Einar þættist einmana þótt hann byggi einn og nánir ætt- ingjar væru fjarri. Hann vai' þvert á móti bæði sjálfum sér nógur og þó félagslyndur, kunni listina að blanda geði við unga og gamla á þann veg, að eftirminnilegt er, ekki síst yngra fólki, vinnufélögum um lengri eða skemmri tíma. Einars er því minnst með hlýju af kunningja- hópi, sem nær langt útfyrir fjörðinn hans, þótt hann væri heldur tregur til ferðalaga og heimsókna. Sjálf lít ég til baka með þakklæti fyrir nærri fimmtíu ára samfylgd og vináttu. Vilborg Harðardóttir í góðra vina hópi. Þær voru ófáar gönguferðirnar sem Gunnþórunn dreif okkur með sér í um skóginn, full orku og glaðværðar, enda náttúrubarn að upplagi, sprottin úr jarðvegi hinnar íslensku sveitar, úr dalnum „þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“. Minningarnar eru margar og kærar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Gunnþórunni að, bæði sem mágkonu og einlægan vin. Og þó hún sé nú horfin til annarra heim- kynna, mun minningin um hana lifa áfram með okkur ástvinum hennar um ókomin ár. Edda, börnunum og foreldrum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum Gunnþóru hinstu kveðju og biðjum Guðs blessunar. Blessuð sé minning hennar. Aðalbjörg og Tryggvi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.