Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 43
MORGUNBLA J)1Ð IÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR „Ætlum ad selja okkur dýrt“ - segir Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður úr Víkingi, sem leikur gegn FH í Hafnarfirði LAUGAKPAGUK 25. NÓVEMBER 1989 43 Bjarki Sigurðsson, landsliðsmað- urinn snaggaralegi. jJm helgina Handknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Ðigranes HK—Stjaman.....kl. 16.30 Hafnarfjörður FH—Víkingur kl. 16.30 Hlíðarendi Valur—ÍR.....kl. 16.30 Vestm. ÍBV—Grótta.............kl. 16.30 1. deild kvenna: Hafnai-Qörður FH—Fram...kl. 15.00 Hlíðarendi Valur—Víkingur...kl. 18.00 2. deild karla: Hafnarfjörður FH b—Ármannkl. 13.30 2. deild kvenna: Vestm. ÍBV—Selfoss............kl. 15.00 Akureyri Þór—UMFA.......kl. 16.00 3. deild karla: Seljaskóli ÍBÍ—Haukarb.kl. 14.00 Seljaskóli Fram b—ÍH....kl. 15.15 Suunudagur 1. deild karla: Laugardalsh. KR—KA......kl. 20.30 1. deild kvenna: Laugardalsh. KR—Haukar ....kl. 19.00 2. deild karla: Hlíðarendi Valurb—Haukar ..kl. 14.00 3. deild karla: Seljaskóli ÍRb—ÍBÍ......kl. 14.00 Seljaskóli Ögri—UBKb.....kl. 15:15 Körfuknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Egilsstaðir UÍA—Léttir.....kl. 14.00 GrundarQ. Snæfell—UMFB...kl. 14.00 1. deild kvenna: Njarðvík UMFN—Haukar.....kl. 15.30 Sunnudagur Úrvalsdeild: Hafnarfjörður Haukar—KR...kl. 16.00 Sangerði Reynir—ÍR.........kl. 16.00 Akureyri Þór—UMFT........kl. 20.00 Keflavík ÍBK-UMFG........kl. 20.00 1. deild kvenna: Hafnarfjörður Haukar—ÍS..kl. 18.00 Keflavík ÍBK-UMFG........kl. 18.00 Blak Laugardagur 1. deild karla: Neskaupst. Þróttur-ÍS....kl. 14.00 Akureyri KA—Fram........kl. 14.30 1. deild kvcnna: Neskaupst. Þróttur—ÍS....kl. 15.15 Akureyri KA—Fram.........kl. 15.45 Júdó Opna skandinávíska meistaramótið í júdó fer fram í Laugardalshöll um helgina. í dag, laugardag, verður keppt í -60 kg, -71 kg, -86 kg, -95 kg flokki karla og -56 kg og -66 kg flokki kvenna. Undankeppni hefst kl. 10.00 og undanúrslit og úrslit kl. 15.00.-Á morgun, sunnudag, verður keppt í -65 kg, -78 kg og +95 kg flokki karla. Unankeppnin heft kl. 10.00 og unanúr- slit og úrslit kl. 15.00. Sund Bikarkeppni Sundsambands íslands í 1. deild fer fram í Sundhöll Reykjavík- ur um helgina. Keppnin hefst kl. 14.00 í dag og kl. 13.30 á morgun. Ríkissjón-. varpið verður með beina útsendingu frá mótinu á sunnudaginn. Knattspyrna Punktamót KSÍ í innanhússknatt- spyrnu verður haldið á Akranesi um helgina. Mótið hefst í dag, laugardag,- kl. 10.00. I báðum Iþróttahúsunum á Akranesi og er spilað í fjórum i-iðlum. Urslitaleikurinn fer siðan fram kkl. 19.30. Liðin sem keppa eru: KR, ÍA, IBK og Selfoss sem leika i A-riðli. 1 B-riðli leika Stjaman, KA, Þór og ÍR. í C-riðli leika Fram, Valur, Leiftur og Víðir og í D-riðli FH, Víkingur, Tinda- stóll og Fylkir.' „VIÐ vitum hvað bíður okkar í Hafnarfirði. Því förum við þangað til að selja okkur dýrt. Eins og staðan er nú, erum við í fallsæti. Við erum ákveðnir að yfirgefa það,“ sagði Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður- inn snjalli úrVíkingi. Víngingar sækja FH-inga heim, en FH teflir fram sex landsliðs- mönnum sem léku í Tékkóslóvakíu á dögunum. „Það hafa orðið miklar breytingar hjá okkur Víkingum að undanförnu. Við erum miklu sterk- ari andlega og líkamlega og flestir leikmennirnir eru að ná sínu besta formi. Það er annar andi en áður. Nú vinna leikmenn sem ein liðs- heilds. Vonleysið, sem réði ríkjum áður en Guðmundur Guðmundsson tók við þjálfarastarfinu, er horfíð," sagði Bjarki. Karl fyrirliði Guðmundur skilaði fyrirliðaband- inu eftir að hann varð þjálfari og hefur Karl Þráinsson tekið við því. Hann er nú byijaður á fullum krafti eftir meiðsli. „Það er mjög gott fyrir okkur að Karl sé kominn í slaginn. Hann er mjög'góður leik- maður fyrir liðsheildina - bæði í sókn og vörn.“ Bjarki sagði að staða FH og Stjörnnnar væri óneitanlega góð í deildinni. „Valsmenn eru ekki langt á eftir. Þó að við séum neðarlega í deildinni höfum við ekki sagt okk- ar síðasta orð. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í leikjunum gegn efstu liðunum," sagði Bjarki. V-ÞYSKALAND Sigurður skoraði tíu Sigurður Sveinsson var heldur betur í essinu sínu þegar Dort- mund vann stórsigur á Berlín um sl. helgi í v-þýsku 2. deildarkeppn- inni í handknattleik - 31:22. Sig- urður skoraði tíu mörk. Dortmund er nú í fjórða sæti í deildinni. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Landslidsmennirnir sex sem leika með FH. Gunnar Beinteinsson, Þorg- ils Óttar Mathiesen, Guðmundur Hrafnkelsson, Óskar Ármannsson, Héðinn' Gilsson og Guðjón Ámason. HANDKNATTLEIKUR / DOMARAR Stefán og Rögnvald dæma í Svíþjóð Stefán Arnaldsson og Rögvaid Erlingsson, handknattleiks- dómarar, hafa verið settir á fyrri leik Drott og pólska liðsins, Wybrzeze, í 8-liða úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð um miðjan mars á næsta ári. Þetta verður fimmti Evrópu- leikur þeirra félaga á þessu keppnistímabili, tveir í kvenna- flokki og þrír í karlafokki. Þetta verður að teljast góð viðurkenning fyrir íslenska handknattleiks- dómara. GOLF / EM Keilir í 3. sætí Úlfar í 2. sæti í einstaklingskeppninni GOLFKLÚBBUR Keilis, sem keppir fyrir íslands hönd, er í 3. til 4. sæti á Evrópumóti fé- lagsliða, sem fram fer á Mar- bella á Spáni, eftirfyrri dag mótsins. Úlfar Jónsson lék best íslendinganna,fórvöllinná —v pari og var það næst besta skorið. Svíar hafa forystu eftir fyrri daginn með samtals 149 högg. Norðmenn koma næstir með 151 högg og íslendingar og Danir í þriðja sæti með 152 högg. Síðan koma írar, Englendingar, Skotar, Spánveijar, Finnar og ítalir með 153 högg. Frakkar eru með 156, Belgar og Walesbúar með 158. „Strákarnir léku mjög vel, en keppnin er geysilega jöfn og spenn- andi. Við hefðum líklegast verið í efsta sæti ef Sveinn Sigurbergsson hefði ekki verið svona óheppinn á 13. braut sem er par 3. Hann lék þá holu á 8 höggum, en náði fugl?r á þeirri næstu og paraði hinar fjór- ar. Veðrið var mjög gott og golf- völlurinn í óvenju góðu ástandi mið- að við rigningarnar að undanförnu. Við eru staðráðnir í að leggja allt undir í lokaslagnum og leikum til sigurs," sagði Sveinbjörn Björns- son, liðsstjóri íslensku sveitarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Úlfar Jónsson er í öðru sæti í einstaklingskeppninni með 72 högg, sem er par vallarins. Svíinn Max Anglert lék frábærlega og hefiff^ forystu með 68 högg. Sveinn Sigur- bergsson lék á 80 höggum og Tryggvi Traustason á 83 höggum. BORÐTENNIS Gunnar kom, sá og sigraði Gunnar Finnbjörnsson úr Ernin- um sigraði Örn Franzen úr KR, 2:0, í úrslitaleik í meistara- flokki karla á punktamóti sem Örn- inn stóð fyrir í Laugardalshöll 22. nóvember. Gunnar hefur ekki tekið þátt í mótum hér á landi undanfai^*’ in ár þar sem hann var við nám í Danmörku. Hann er nú alkominn heim og lofar árangur hans í mót- inu góðu. Hjálmtýr Hafsteinsson úr KR sigraði Kristján Jónsson úr Víkingi, 2:0, í keppninni um 3. sætið. Frá Bill Melville ISkotlandi BADMINTON / OPNA SKOSKA MOTIÐ Broddi vann Skota Broddi Kristjánsson sigraði Cra- ig Robertson frá Skotlandi 15:1 og 15:10 í fyrstu umferð á opna skoska meistaramótinu í bad- minton sem hófst í Edinborg í gær. Hann mætir Jens Peter Nierhoff frá Danmörku í 2. um- ferð í dag, en hann er næst stiga- hæsti keppandi mótsins á eftir Morten Frost. Broddi hafði töluverða yfirburði gegn Skotanum og eftir fyrri leikinn var Ijóst hvert stefndi. Það gæti þó orðið erfiðari róðurinn hjá. honum gegn Dananum Niferhoff í 2. um- ferð. Jón Zimsen, sem er aðeins 18 ára, vann Richard Harmsworth frá Engalndi, 15:6 og 15:5 í undanrás- Broddi Kristjánsson. um á fimmtudag, en tapaði í fyrstu umferð meistaramótsins í gær fyrir Richard Harmsworth frá Englandi, 15:6 og 15:5. Guðrún Júlíusdóttir og Birna Petersen féllu báður úr í undanrás- unum á fimmtudag. Guðrún lék gegn fyrrum unglingameistara Englands, Gallup, og tapaði 2;1 eftir að hafa unnið fyrsta leikinn örugglega, 11:6. Hún tapaði síðan annarri lotu 6:11 og þriðju 0:11. Birna lék gegmlracy Allright frá Englandi og tapaði, 2:0 (11:3 og 11:4). «00: ■?0= Laugarda* gur kl. 14:25 47. LEIKVIKA* 25. rt< i)V. 1989 1 X 2 Lelkur 1 NUrnbera - B. Miinchen Leikur 2 Charlton Man. City Leikur 3 Coventry - Norwich Leikur 4 Man. Utd. • Chelsea Leikur 5 Nott. For. - Everton Leikur 6 Q.P.R. - Millwall Leikur 7 Sheff. Wed. - C. Palace Leikur 8 Southampton - Luton Leikur 9 Tottenham - Derby Leikur 10 Wimbledon - Aston Villa LeikurH Blackburn - West Ham Leikur 12 Newcastle - Sheff. Utd. Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN s. 991002 Tvöfaldt jr pottur! ! 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.