Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 25
V
MORGUNBIÍAÐIÐ LAUGARDÁtiUR 2. ÐÉSÉMBER 1989 ’
2U‘
_
Oskar Péturs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 2. desember 1906
Dáinn 8. nóvember 1989
„Hefur þú komið austur að Úlfljótsvatni,
er sólin roðar tind?
Áin niðar, lækur hjalar blítt við fagra
skógarlind.
Hefur þú komið upp að vðrðunni
og litið yfir láð?
Léttur blærinn strýkur vanga
allt er ljósgeislum stráð.“
(H.T. úr Skátabók)
í dag, annan desember, er fæð-
ingardagur Óskars Péturssonar.
Það eru 83 ár síðan sá öðlingur sá
fyrst dagsins ljós. Þessi góði og
sanni skátaforingi, sem allt til ævi-
loka bar hjartaþel barnsins í brjósti
sér, er nú fallinn frá.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Skátahreyfingin á
Islandi átti því láni að fagna að
Óskar gekk til liðs við hana ungur
að árum. Alla tíð vildi hann veg
hennar sem mestan. Óskar tók að
sér þau störf sem þörf var fyrir
hveiju sinni og sinnti þeim af stakri
samviskusemi og vandvirkni.
Skátafélögin í Reykjavík eiga
marga góða gripi, sem bera hand-
bragði Óskars glöggt vitni, enda
var hann hagur á járn og tré.
Kostir Óskars Péturssonar komu
best í ljós í foringjastarfínu að mínu
mati. Hann átti mjög gott með að
starfa með fólki á öllum aldri, en
mér er ekki grunlaust um að starf
hans með unglingum hafi staðið
hjarta hans næst.
Eins og flestir vita er skátahreyf-
ingin fyrst og fremst æskulýðs- og
■ SKJALDBORG hf. hefur gefið
út bókina Syngjum dátt og döns-
um sem um jól eftir Maya Angelu
í þýðingu Gissurs Ó. Erlingsson-
ar. í bókinni segir hún sögu sína,
en að lokum grunnskólanáms var
hún frammistöðustúlka, söngvari,
leikkona, dansmær, baráttukona
fyrir málstað svertingja, ritstjóri og
móðir. Hún hefur eins og hún sjálf
segir, „lifað rússíbanalífi ..."
■ SKJALDBORG HF. gefur út
Hvers vegna elska karlmenn
konur. Hvers vegna yfirgefa
Rarlmenn konur. Höfundar eru
Dr. Connel Cowan og Dr. Melvyn
Kinder. Þýðandi er Gissur Ó. Erl-
ingsson. I fyrri hluta bókarinnar
ljalla höfundarnir um þau viðhorf
og athafnir kvenna sem gera karl-
menn þeim fráhverfa og tefla sam-
búð karla og kvenna í tvísýnu. í
síðari hluta bókarinnar, veita höfr
undarnir innsýn í atferli sem vekur
ástríka og jákvæða svörun hjá karl-
mönnum.
■ SKJALDBORG HF. gefur út
Neyðaróp um nótt eftir Mary
Higgins Clark. Einn daginn var
hún aðeins Jenny Partland, starfs-
maður við listasafn í New York,
þann næsta prinsessa er listamaður
biðlaði til sem varð frægur næstum
því á einni nóttu þar til martraðirn-
ar hófust.
■ GESTAPO eftir Sven Hassel.
Skjaldborg hf. gefur út. Sven
Hassel hefur skrifað fjórtán bækur
um seinni heimstyijöldina. í þessari
bók fjallar hann um þýsku herlög-
regluna sem var skelfileg ógnun
allsstaðar sem hún starfaði. Þessi
bók er ósvikin Sven Hassel bók,
segir í kyningu Skjaldborgar.
■ SKJALDBORG HF. gefur út
bókina Eitt sinn skal hver deyja.
Agatha Christie, frægasti saka-
málasagnahöfundur fyrr og síðar,
raðar hér saman af einskærri snilld
umgjörð um atburði er gerðust fyr-
ir 4000 árum.
■ UNAÐUR KYNLÍFS OG
ÁSTA handbók eftir br. Andrew
Stanway í þýðingu Gissurs Ó.
Erlingssonar sem Skjaldborg
gefur út. Texti dr. Stanways er
nánar skýrður með litmyndum.
Formála að bókinni ritar Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir, kynfræðingur.
friðarhreyfing og tekur hún á móti
öllum ungmennum, sem vilja vera
með. Að sjálfsögðu ber stundum
við að það sé misjafn sauður í
mörgu fé. Engum er þó vísað frá
— heldur er mannræktarstarfið
hafið.
Óskar var einn þeirra mann-
bætandi foringja, sem skildi, að oft
verður góður hestur úr göldum fola.
Þeir eru áreiðanlega margir skát-
arnir, sem ,,líta yfir farinn veg“
með þakklæti í huga fyrir öll þau
góðu sáðkom, sem náðu að festa
rætur í hjarta þeirra. Já, þeir voru
heppnir skátarnir sem áttu Óskar
að vini og félaga. „Gerðu skyldu
þína skáti, vertu ávailt viðbúinn,“
eru þau einkunnarorð, sem vom
leiðarljós Óskars í mannbætandi
starfi hans.
Um árabil var Óskar fánaberi í
fánaborg skátanna við hin ýmsu
tækifæri. Á sumardaginn fyrsta var
gengið fylktu liði um götur
Reykjavíkur á leið til kirkju og svo
er enn. Þar er hlustað á Guðs orð
og sumarkomu fagnað. Gamlir
skátar fjölmenna í kirkju þennan
dag og finna vonandi gamla slóð
„þar sem löngu liðnar stundir fær-
ast nær“.
Ein svipmynd löngu liðin er mér.
ofarlega í huga á 'þessari stundu.
Fjölmenn fánaborg skáta, þar sem
Óskar ásamt fyrrum konu sinni,
Sigríði Ólafsdóttur, stóð með
íslenska fánann í fararbroddi. Það
var ógleymanleg sjón. Sigríður
starfaði með Kvenskátafélagi
Reykjavíkur um nokkurra ára skeið
með miklum ágætum.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast einnig systur Óskars, Hjördísar
Pétursdóttur, en hún féll frá á
síðastliðnu ári. Hjördís var flokks-
foringi minn, þegar ég gerðist skáti
og á ég margar ljúfar minningar
frá þeim tíma.
Það er mikið gleðiefni að reyk-
vískir skátar skuli hafa strengt þess
heit að halda minningu Óskare á
lofti og ákveðið að reisa honum
minnisvarða að Úlfljótsvatni. Þar
dvaldi hann oft við leik og störf
með skátum og átti margar glaðar
stundir með vinum sínum.
Stjórn St. Georgsgildanna á ís-
landi þakkar Óskari samstarfið í
hópi eldri skáta. Einnig þökkum við
öll þau störf sem hann lét íslenskri
æsku í té. Nú, þegar Óskar er far-
inn heim, sendum við fjölskyldu
hans einlægar samúðarkveðjur.
Áslaug Friðriksdóttir
Jólatilboð
Húsasmiöjiumar
Peugeot borvél
kr. 5.653,-
Makita slípirokkur
kr. 12.950,-
Expressó kaffivél
kr. 5.963,
í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar
jólagjafir við allra hæfi og á jólamarkaði
á 2. hæð er mikið úrval skrauts og
gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst
einnig allur húsbúnaður og
heimilistæki, öll áhöld og efni
sem þarf til að fegra og prýða
heimilið fyrir jólin.
Kryddhilla.
kr. 2.804,-
Útvarp/kassettutæki
kr. 5.800,-
Piparkökuhús
kr. 717,-
SKÚTUVOG116 SÍMI 687700