Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 33
vönduðu líferni og hafsjó fróðleiks beindu þau hátterni margra sveit- unga sinna í þann farveg er bezt var á kosið. Vandamál voru leyst, hollráð gefin. Sem fyrr segir fluttu þau hjón héðan er starfi á Garðskaga lauk. Ekki voru þó böndin rofin, því á hvetju sumri dvöldu þau í Hofi og voru enn á meðal okkar. Nú sakna Garðmenn vinar í stað. Minningarnar ylja og efst er í huga þakklæti fyrir það er Sigur- bergur var okkur. Kæra Ásdís, börn og aðrir ætt- ingjar. Við Edda vottum ykkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sigurbergs H. Þorleifssonar. Finnbogi Björnsson í dag verður til moldar borinn Sigurbergur Helgi Þorleifsson, fyrr- um hreppstjóri og vitavörður á Garðskagavita. Hann andaðist á Landakotsspítala að kvöldi fimmtu- dagsins 23. nóvember. Útför hans verður gerð frá Útskálakirkju. Sigurbergur H. Þorleifsson fæddist 30. ágúst 1905 á Hofi í Garði í Gullbringusýslu, sonur hjón-' anna Þorleifs Ingibergssonar út- vegsbónda þar og konu hans, Júlí- önu Hreiðarsdóttur. Sigurbergur ólst upp í foreldrahúsum við margs konar störf, bæði sjósókn og land- búnað, einnig smíðar og byggingar- vinnu, m.a. vitabyggingar. Þessi störf stundaði hann einnig eftir að hann var orðinn útvegsbóndi á Hofi um 1930. Árið 1943 varð Sig- urbergur hreppstjóri Gerðahrepps og átta árum síðar vitavörður Garð- skagavita. 30. desember 1930 kvæntist Sig- urbergur Ásdísi Káradóttur, en hún var dóttir Kára Siguijónssonar, hreppstjóra, alþingismanns og bónda á Tjörnesi og konu hans Sigr- únar Árnadóttur. Þau Sigurbergur og Ásdís eignuðust tvö mannvænleg börn, sem nú gegna ábyrgðarstöð- um í þjóðfélaginu. Á löngum og farsælum starfs- degi hlóðust á Sigurberg næsta mörg og margþætt trúnaðarstörf. En raunar var það engin furða, ein- faldlega vegna þess að í heima- byggð hans var áreiðanlega enginn maður, sem naut jafn óskoraðs trausts sveitunga sinna sem Sigur- bergur sökum mikilla mannkosta, óbrigðullar trúmennsku og skyldu- rækni og einstakrar samviskusemi og vandvirkni í öllum greinum. En þótt ég þekkti vel til þessara starfa Sigurbergs og hversu vel þau voru unnin, eru mér, sem fyrrverandi sóknarpresti og samstarfsmanni hans, þó efst í huga fómfús og frá- bær störf hans í þágu og þjónustu Útskálakirkju. Meðhjálpari kirkjunnar varð Sig- urbergur árið 1926, aðeins 21 árs gamall, og í sóknarnefnd var hann kjörinn tveim árum síðar og lengst af formaður hennar, einnig safnað- arfulltrúi Útskálasafnaðar um ára- bil. Sigurbergur var því, ef svo mætti segja, allt frá æskuárum nátengdur kirkjunni og lét sér sér- staklega annt um hana, enda kunn- ugri málefnum hennar en nokkur annar. Ég hygg að það sé engin tilvilj- un, hversu Sigurbergur var tengdur kirkjunni, hversu mjög hann bar hag hennar fyrir brjósti og hversu vænt honum þótti um hana, því að Sigurbergur var trúmaður, þótt ekki bæri hann tilfinningar sínar á torg. Hann átti einnig trúaða og góða móður, sem áreiðanlega inn- X/ Lofta- plötur og lím Nýkomin sending ^ Nykomin sending Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 rætti þessum efnilega syni sínum ást og lotningu fyrir Guði, svo og öllu því sem rétt var, gott og göf- ugt í mannlífinu. En Sigurbergur varð ekki aðeins þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast góða móður. Honum hlotnaðist einnig sú gæfa að eignast góða, gáfaða og listræna eiginkonu og traustan lífsförunaut, sem stóð við hlið manns síns, hvatti hann til dáða og styrkti hann í verki, ekki síst í störfum hans í þágu kirkjunn- ar. Einnig þar lagði hún, frú Ásdís, heillaríka hönd á plóginn með því að starfa um árabil sem ágætur söngkraftur í kirkjukórnum og á ýmsan annan veg lagði hún kirkj- unni lið í fómfúsu starfi og stuðn- ingi. Á samstarfsárum okkar Sigur- bergs við Útskálakirkju var alloft minnst á það við mig, bæði af heimafólki og ekki síður aðkomu- fólki — því að glöggt er gestsaugað — hve fallega og af hve miklum hátíðleik og virðuleik Sigurbergur framkvæmdi meðhjálparastörfin í kirkjunni, og sú skoðun gjarnan látin í ljós, að fáa ætti Sigurbergur sína líka í þessu starfi, svo vel og virðulega var það af höndum leyst. Þetta fór naumast framhjá neinum, sem í kirkjuna kom, enda metið að verðleikum. Ég hef í þessum fáu orðum sér- stakle^a minnst frábærra starfa Sigurbergs fyrir Útskálakirkju. Öðrum fjölþættum ábyrgðarstörf- um hans fyrir byggðarlag sitt ætla ég að aðrir geri betri skil. En að leiðarlokum flyt ég honum innilegar þakkir fyrir ágætt samstarf í aldar- fjórðung, samstarf, sem svo var gott, að segja má með sanni, að í öll þessi ár félli þar enginn skuggi á. Eg tel það lán og gæfu að hafa átt að nánasta samstarfsmanni við kirkjuna þennan vandaða mann- kostamann, sem í hvetju verki kost- aði kapps um að gera sitt besta og láta í öllum greinum gott af sér leiða. Slíkra manna er gott að minn- ast á kveðjustund. Eiginkonu hins látna, börnum og ástvinum öllum vottum við hjónin innilegustu samúð. Guðm. Guðmundsson SKARTGRIPIR FYRIR HERRA Jðn Sipunðsson Skartpripaverzlun LAUGAVEGI 5 • SÍMI 13383 Osvikið nautsleður AÐEINS KR. 156.000 Nýjar veggsamstæður Opið laugardag kl. 10-16 á frábæru verði Húsgagnasýning sunn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.