Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 37
MQftGJJNBMÐJÐ LAUGARDAGUR 2. PPSJEMJBEP 1?89 OPIÐ HÚS UM HELGINA eldhúsinimrettingar. BAÐINIMRÉTTIIMGAR Við rýmum fyrir nýjum innréttingum -þær bíða við þröskuldinn Eldhús- og baðsýningarinnréttingarnar okkar seljast núna með goðum afslaetti. Leitið tilboða - gerið tilboð sjálf. Afgreiðsla innrettinga i desember En bað er fleira í boði. Það er hægt að panta nýju innréttmgarnar, 1990 model, n ^ á verðlagi ársins sem er að líða og með 10% afslætti að auki. Pantaður núna og sparaðu Opið laugardag frá kl. 11-16 Opið sunnudag frá kl. 13-16 Nýbýiavegi 12 200 Kópavogur SM44011. Pósthólf 167. KVIKMYNDIR „Aftur til framtíðar 11“ slær öll met IBandaríkjunum og Bretlandi eru hafnar sýningar á myndinni „Aft- ur til framtíðar 11“ (Back to the Future II) og þykir sýnt að hún muni slá öll aðsóknarmet. Hér er á ferðinni framhald samnefndrar ævin- týramyndar, sem sýnd hefur verið víða um heim og alls staðar notið mikilla vinsælda. Myndin er sýnd í rúmlega 1.800 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og þegar þetta er ritað hafa rúmlega 43 milljónir dala (rúmlega 2,7 millj- arðar króna) komið í kassann. Hefur engin kvikmynd í sögunni gefið af sér þvílíkar tekjur. Sömu sögu er að segja frá Lundún- um. Þar námu tekjurnar af miðasölu í nóvember rúmum tveimur milljón- um sterlingspunda (um 200 milljón- um króna) og hefur engin mynd hlot- ið viðlíka aðsókn í nóvembermánuði þar í landi. Telja framleiðendur myndarinnar fullvíst að engin jóla- mynd hafi áður hlotið slíkar við- tökur. Laugarásbíó frumsýnir hana hér á landi 15. desember næstkom- andi. TÓMSTUNDIR Golfkúlur úr gulli Þeir sem áhuga hafa á golfi og eiga að auki rúmlega 800.000 krónur sem þeir hafa nákvæmlega ekkert að gera við ættu ef til vill að íhuga að festa kaup á golfkúlum úr gulli. Fyrir- tæki eitt í Japan kynnti þessa nýjung eigi alls fyrir löngu og telja forráðamenn þess að gullkúl- urnar verði í framtíðinni jafn nauðsynlegar og kylfurnar, kadd- íinn, húfan og svörtu og hvítu skórnir. Hver kúla vegur 810 grömm og er úr nánast hreinu gulli en verðið mun haldast í hend- ur við gullverð á fjármálamörkuð- um. MYNDBÖND Nýr áhorfendahópur uppgötvaður: kettir! Efþig vantar sérstök húsgögn f boröstofuna þá líttu viö. Opiö í dag til kl. 16.00 Valhösíjögn Bandarísk kona nokkur, Jane Talkington, hefur grætt þvílíkar fúlgur síðustu vikur, að allar tekjur hennar í lífinu fram að þessu virðast smápeningar í saman- burði. Jane á að hafa sagt við vini sína oftar en einu sinni að hún þráði að fá frumlega hugdettu sem hægt væri að framkvæma nokkuð auð- veldlega og myndi færa henni fé af áður óþekktum krafti og hraða. Dag nokkurn sat hún í sófanum heima hjá sér og var að horfa á fræðsluþátt um spörfugla á Bret- landseyjum. Þá tók hún eftir því að kisan hennar, Kitty, sat bísperrt með augun límd við skjáinn og þátt- inn á enda. Ýmist sat dýrið stjarft í sófanum, eða stökk að tækinu og krafsaði eftir smáfuglunum. Þar með var hugmyndin komin og Jane gaf út myndband fyrir ketti! Það var ekki flanað að neinu. Nokkrir kettir voru settir í herbergi með sjónvarpi þar sem nokkrar prufur með ýmsum tegundum fugla voru sýndar og kom þá á daginn að það var ekki sama hver þáttur- inn var. Kettirnir reyndust ekki vera vera alætur á efnið, anda- myndir vöktu enga hrifningu og töldu sérfróðir að kettirnir hrædd- ust vatnið. Þá flýðu allir kettirnir undir sófa er myndir með örnum og fálkum voru sýndar. Páfagauka- myndirnar höfðu stressandi áhrif á kettina. Fuglarnir voru svo háværir að kettirnir óttuðust þá beinlínis. En allt öðru máli gegndi um mynd- ir með þröstum, störrum, titlingum og slíkum saklausum smælingjum. Kettirnir reyndust æstir í „leikara" úr þeim fuglahópum. Fyrstu vik- urnar seldust á annað þúsund myndbönd, en dreifing var þá afar takmörkuð og upplagið enn lítið. Salan jókst síðan smátt og smátt og nú rennur bandið út eins og heitar lummur. Aðstandendur nokkurra katta hafa látið vel af því, einkum hafi það skemmtigildi fyrir„inniketti“. Svo rækilega lifi kettirnir sig inn í þætti sína að þeir laumist að sjónvarpinu og ráð- ast á það. Högni nokkur leitaði all- an liðlangan daginn fyrir aftan sjón- varpið að starranum sem hann heill- aðist af á skjánum. Og það besta við þessi myndbönd er, að kettirnir þreytast aldrei á sjónvarpsglápinu. Nú kemur ekkert á óvart'lengur, það nýjasta er ftiglamyndbönd fyrir ketti!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.