Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2,'JESEMBER 1989 toóm FOLK ■ NICK Gillingham, Bretlandi, setti Evrópumet í 200 m bringu- sundi á heimsbikarmóti í Montreal í Kanada í gær. Hann synti á 2.09.19 mínútum, sem er næstbesti tími í heimi í greininni. Svíinn Anders Holmertz náði næst besta tíma, sem náðst hefur í 400 m skrið- sundi, synti á 3:42.92. ■ JACQUES Georges ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem for- seti Knattspyrnusambands Evr- ópu. Georges, sem er 73 ára, tók við stjórninni eftir andlát Artemio Franchi 1983, var endurkjörinn til fjögurra ára 1986 og á því eftir rúmt ár í starfinu. Eftirmaðurinn verður kjörinn á ráðstefnu UEFA 'aMöltu í apríl og er talið að valið standi einkum á milli íjögurra manna; Freddy Rumo, Sviss, Jo Van Marle, Hollandi, Lennart Johansson, Svíþjóð og Antonio Matarrese, Ítalíu. ■ BOCA Juniors frá Argentínu varð í vikunni Suður-Ameríku- meistari í knattspyrnu. Liðið lagði Independiente, sem einnig er frá Argentínu, 5:3 eftir vítakeppni. Liðin mættust í tveimur leikjum, sem báðir voru markalausir. Eftir- taldir skoruðu úr vítum: Jose Pon- ce, Victor Marchesini, Diego Lat- orre, Ivar Stafuzza og Blas Giunta fyrir sigurliðið, en fyrir Independiente þessir: Jose Maria Bianco, Ricardo Altamirano og Ruben Dario Insua. ■ CLIVE Allen, framheiji Man. City, verður líklega með gegn Liv- _j»rpool í ensku 1. deildinni í dag, en hann hefur verið lítillega meidd- ur. Vinstri bakvörðurinn Andy Hinchcliffe verður hins vegar ekki með. Stöðu hans tekur 19 ára íri, Gerry Taggart. Gabriele 100 Ritvélar í úrvali Verö frá kr. 17.900,-sigr. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 ÚR OG SKARTGRIPIR (lóf) ogíisksp LAUGAVEGI 70 • S. 24930 GETRAUNIR Potturinn fjórar milljónir króna Potturinn í getraunum er þrefaldur í dag, þar sem engin tólfa hefur komið fram undanfarnar tvær helgar. „Salan hefur aukist mikið eins og alltaf, þegar potturinn er þrefaldur, og mér sýnist á sölunni að_ potturinn fari í fjórar milljónir," sagði Anna Guðmunds- dóttir hjá íslenskum getraunum í gær aðspurð um sennilega vinnings- upphæð. Þorvald- ur farinn aðæfa ánýmeð Forest ÞORVALDUR Örlygsson, leik- maður íslandsmótsins í knatt- spyrnu, æfði með Nottingham Forest á ný í gærmorgun, og gekk síðan endanlega frá samningum við þá Brian Clough og aðstoðarmann hans, Ron Fenton. ÆT Eg gekk frá öllum meginatriðum í dag — varðandi landsliðið og fleira; það _eru aðeins eftir einhver smáatriði. Ég kem svo heim í næstu viku ásamt Ron Fenton til að skrifa undir og ganga formlega frá félaga- skiptunum," sagði Þorvaldur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Þorvaldur leikur ekkert um helg- ina — varaliðið spilaði í fyrrakvöld, tapaði 0:3 gegn Derby, en hann fer með aðalliðinu til Birmingham þar sem það leikur gegn Aston Villa í deildarkeppninni. „Villa hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur leikur," sagði Þor- valdur. Hann bætti því við að eitt- hvað væri um meiðsli í herbuðuin Forest, markvörðurinn Steve Sutt- on léki til að mynda líklega ekki með. Brian Clough, stjórinn kunni hjá Forest, hefur farið mjög lofsamleg- um orðum um Þorvald í breskum blöðum, og sagði Þorvaldur leik- menn hjá liðinu hafa verið á hissa á því hve stjórinn hefði hælt honum í staðarblöðunum. Einn spurði Þor- vald hvað hann hefði eiginlega gert fyrir karlinn! Þorvaldur sagði, aðspurður, að líklega myndi hann beijast um vængstöðu í liðinu, „Steve Hodge og Garry Parker hafa leikið mjög vel inni á miðjunni og verða þar örugglega áfram,“ sagði hann. ítfúm FOLK B BILLYMcNeiII, framkvæmda- stjóri Celtic, hætti í gær tveggja vikna tilraun sinni til að fá Roy Aitken, fyrirliða liðsins, til að vera áfram hjá félaginu. McNeill ákvað að verða við ósk Aitken og setja hann á sölulista. ■ MARK Dennis og Andy Gray verða með QPR gegn sínum gömlu félögum. U STEVE Hodge, landsliðsmaður hjá Nottingham Forest, fer einnig á fornar slóðir — leikur gegn Aston Villa, en þar var hann fyrir þremur árum. ■ DAVE Beasánt, markvörður Chelsea mætir fyrrum félögum sínum í Wimbledon og tveir aðrir rifja upp liðinn tíma: ■ MITCHELL Thomas hjá Tott- enham heimsækir Luton, liðið, sem hann byrjaði hjá, og Neil Ruddock, Southampton, fer til Milhvall, þar sem hann hóf ferilinn. ■ ENSKA knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að það væri hætt við að halda keppnina um Rous- bikarinn í maí. Argentína hefur ekki gefið jákvætt svar um þátttöku og því var ákvörðunin tekin. Þorvaldur Örlygsson er nú kominn til Forest til að vera. Ásgeir ekki með gegn Köln í sjónvarps- leiknum Asgeir Sigurvinsson verður ekki með liði Stuttgart gegn Köln í vestur-þýsku úrvalsdeildinni í dag. Hann er meiddur. Ásgeir varð fyrir meiðslum um síðustu helgi, fékk spark ofan á ristina í leiknum gegn Karlsruhe og varð að fara af velli. Hann hefur lítið æft þessa viku og í gær var ákveðið að hann yrði ekki með í dag. Leikur Stuttgart og Köln verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í dag og hefst kl. 14.30. Ásgeir Sigurvinsson KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND HANDBOLTI Pressuleikur í Höllinni á miðvikudag Samtök íþróttafréttamanna og Handknattleikssamband ís- lands gangast fyrir Pressuleik í handknattleik í Laugardalshöli á miðvikudagskvöld í næstu viku kl 20. Allir sterkustu leikmenn íslands verða hér heima næstu daga við æfingar, að þeim Júlíusi Jónassyni og Sigurði Sveinssyni undanskild- um. Bogdan getur því stillt upp því sem næst sínu allra sterkasta liði. Pressuliðið ætti einnig að geta orð- ið sterkt, og veitt landsliðinu verð- uga keppni. Æfingar landsliðsins nú eru upp- haf lokatarnarinnar fyrir HM í Tékkóslóvakíu, sem hefst síðari hluta febrúar. Næstu leikir liðsins verða við Norðmenn hér heima milli jóla og nýárs, í Laugardalshöll og á Akureyri. Fleira verður um að vera í Höll- inni á miðvikudagskvöld en Pressu- leikurinn sjálfur því þar mætast einnig úrvalslið íþróttafréttamanna og stjörnuliði HSÍ í stuttum hand- boltaleik, en lið HSI skipa væntan- lega formaðurinn Jón Hjaltalín Magnússon og fleiri stórskyttur. íþróttir helgarinnar Handknattleikur Laugardagur: 1. DEILD KARLA Garðabær, Stjaman-ÍBV.....kl. 16:30 Laugardalshöll, Víkingur-HK .kl. 16:30 Seljaskóli, ÍR-KA.........kl. 16:30 Seltj.nes, Grótta-KR......kl. 16:30 Valsheimili, Valur-FH.....kl. 16:30 2. DEILD KARLA HafnarQ., Haukar-Þór.........kl. 14 3. DEILD KARLA Húsavík, Völsungur-Ögri......kl. 14 Seltj.nes, Grótta b-Ármann b.kl. 15 Sunnudagur: Digranes, UBK b-Fram b.......kl. 14 Laugardagur: 1. DEILD KVENNA Garðabær, Stjarnan-Valur.....kl. 15 HafnarQ., Haukar-FH......kl. 15:15 Laugardalsh., KR-Grótta...kl. 13:30 Laugardalsh., Fram-Víkingur..kl. 15 5. FLOKKUR KARLA Eldeyjarmót 5. flokks karla, a og b lið, fer fram í Digranesi um helgina og lýkur kl. 16 á morgun. Körfuknattleikur Sunnudagur: ÚRVALSDEILD Hlíðarendi, Valur-Reynir Njarðvík, UMFN-Þór... Sauðárkr., UMFT-KR.... Seljaskóli, ÍR-ÍBK... 1. DEILD KARLA Laugardagur: Akranes, ÍA-UMFL..... Bolungarv., UMFB-ÍS.... Egilsstaðir, UÍA-Snæfell Sunnudagur: Hagaskóli, Léttir-UMSB 1. DEILD KVENNA Hagaskóli, KR-Haukar.. Seljaskóli, ÍR-ÍBK... Blak KARLAR Laugardagur: Akureyri, KA-ÞrótturN........kl. 14 Sunnudagur: Hagaskóli, ÍS-HSK........kl. 14:15 Hagaskóli, Þróttur R.-HK.kl. 15:30 KONUR Laugardagur: Akureyri, KA-ÞrótturN....kl. 15:15 Suimudagur: Hagaskóli, ÍS-UBK............kl. 13 Hagaskóli, Þróttur R.-HK.kl. 16:45 Fimleikar Bikai-mót Fimleikasambands íslands fer fram í Laugardalshöll á morgun og hefst keppni kl. 11. Keppt verður í fijálsum æfingum og 3. og 4. þrepi íslenska fimleikastigans. Borðtennis Punktamót Stjömunnar fer fram í Ásgarði, Garóabæ, í dag og veróur keppt í riðium í öllum flokkum, en aðgangur er ókeypis. Keppni í 2. fl. karla hefst kl. 14, í 1. fl. karla kl. 15, í kvennafl. kl. 16 og í meistaraflokki karla kl. 17. Glíma Flokkaglíma Reykjavíkur veróur í íþróttasal Melaskóla og hefst kl. 15 í dag. ,kl. 20 ,kl. 16 ,kl. 16 .kl. 16 ......kl. 14:30 .........kl. 14 .........kl. 14 .........kl. 19 ......kl. 20:30 .........kl. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.