Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 44
 1 Kappinn að vestan Kl. 16:30 Leikrit mánaðarins [Qútvarpið RAS 10 — FLÓRÍDÁ einmitt núna LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Ekki óskynsamlegt að stöðva veiðarnar, segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ 250 milljóna tekjuskattur á orkuveitur: Skatturinn kemur beint inn í verðlagið - segir Eiríkur Þorbjörnsson fram- kvæmdastjóri Sambands orkuveitna ÁKVÖRÐUN ríkisstjómarinnar um að leggja 250 milljóna króna tekju- skatt á orkuveitur leiðir til þess að orkuverð hækkar sem þeirri upp- hæð nemur - kemur beint inn i verðlagið, að sögn Eiríks Þorbjörns- sonar, framkvæmdastjóra Sambands orkuveitna. Hann segir skattlagn- inguna koma verst við stærstu veitumar, einkum Landsvirkjun. „Við vitum ekki hvenær skattur- inn á að leggjast á, til dæmis hvort hann á að vera reiknaður á tekjur fyrir fjárfestingu," segir Eiríkur. Hann segir að sú leið sé ekki eðli- leg, þar sem verulegur hluti fram- kvæmda orkuveitna sé greiddur úr Reykjavík: Fjörutíu skip seld frá árs- byrjun 1984 FRÁ REYKJAVÍK hafa 40 bátar ^jg skip með 13 þúsund tonna aílakvóta í þorskígildum verið seld frá ársbyrjun 1984. Einungis 27 bátar og skip með 3.700 tonna aflakvóta í þorskigildum hafa verið keypt til Reykjavíkur á sama tímabili, þannig að rúmlega 9 þúsund tonna kvóti hefur flust þaðan á tímabilinu, segir í firétta- bréfí Granda hf. Fiskiskipum Reykvíkinga hefur því fækkað um 13 frá ársbyrjun 1984 og fiskiskipastóll þeirra hefur minnkað um 4.010 brúttórúmlestir á tímabilinu. rekstri og ekki færður til eignar. „Ef svo er, þá er þetta veruleg skattlagn- ing,“ segir Eiríkur. Landsvirkjun er langstærst orku- fyrirtækjanna og segir Eirjkur að skattlagning á Landsvirkjun valdi meiri hækkun hjá öðrum rafveitum, þar sem skatturinn muni hækka heildsöluverð frá Landsvirkjun. Velta orkuveitnanna nam á síðasta ári 11 til 13 milljörðum króna. Velta rafveitna var 8 til 9 milljarðar, þar af var velta Lands- virkjunar 3,3 til 3,4 milljarðar. Velta hitaveitna og blandaðra veitna var 3 til 4 milljarðar. 250 milljóna króna skattur sam- svarar því um það bil 2% til 2,25% af heildarveltu orkuveitna 1988. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, kveðst ekki geta tjáð sig um áhrif skattsins á meðan ekkert sé ljóst um hvemig álagningu hans verði háttað. Sjá viðbrögð við skattaákvörðun- um ríkisstjómarinnar bls. 18. Fismarkaður Suðurnesja: Ný móttöku- stöð fyrir fisk í Sandgerði eftir áramót ÁKVEÐIÐ hefiir verið að setja á stofn móttökustöð fyrir Fiskmark- að Suðurnesja í Sandgerði og er gert ráð fyrir að hún taki til starfa fljótlega eftir næstu áramót. Þar verður aðstaða til að koma með flskinn í hús þar sem kaupendum gefst kostur á að skoða hann. Ekki verður hægt að bjóða í fisk- inn í Sandgerði. Fiskmarkaður Suðurnesja hefur nú gólfpláss í Keflavík og Grindavík. Þar er tölvubúnaður og boðið er upp samtímis á þessum stöðum og í Hafnarfirði. Ólafur Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja sagði að með því að setja á stofn þessa nýju móttökustöð fyrir fisk í Sandgerði væri fyrst og fremst verið að auka þjónustuna við fiskselj- endur þar. „Það hefur verið bagalegt að hafa ekki svona aðstöðu í Sandgerði. Þetta er mikill útgerðarstaður og við höfum selt mikið af fiski það- an,“ sagði hann. „Bátasjómenn í Sandgerði hafa þurft að hringja inn upplýsingar um fiskinn og kaupend- ur að sækja fiskinn í bátana. Þeir sem hafa viljað koma fisknum inn á gólf hafa þurft að aka honum til Keflavíkur.“ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Veiðum verði frestað á meðan rannsóknaskip leitar loðnunnar Morgunblaðið/Sverrir Jólamót í borðtennis Einbeitnin skein úr svip þátttakenda á þriðja Jólamóti grunnskólanna í Reykjavík í borðtennis. Um 400 börn og unglingar á aldrinum 10 til 15 ára tóku þátt í mótinu, sem íþrótta- og tómstundaráð stóð fyrir í Laugardalshöll í gær. Nemendur Seljaskóla sigruðu í báðum eldri flokkunum og nemendur Ölduselsskóla í þeim yngri. DAGAR TIL JÓLA HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt það til við hagsmunaaðila í sjávarútvegi að loðnuveiðum verði frestað um sinn, og hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson verði sent í leiðangur ásamt tveimur veiðiskipum til loðnuleitar. Reiknað er með að lcitin geti hafist á þriðjudaginn og taki um hálfan mánuð. Kristján Ragn- arsson formaður LÍU segir líklegt að útvegsmenn fallist á tillögu sjávarútvegsráðherra. Halldór Ásgrímsson átti í gær fund um ástand loðnuveiðanna með sjómönnum, útvegsmöjmum og Fé- lagi fiskimjölsframleiðenda ásamt fiskimálastjóra, en áður hafði hann átt fund með starfsmönnum Haf- rannsóknastofnunar, sem einnig sátu fundinn í gær. Á staur í Ártúnsbrekku Morgunblaðid/Jón Hafsteinn Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild eftir að bifreið ók á staur í Ártúnsbrekku, við innkeyrsluna að Nesti, í gærkvöldi. Annar árekstur varð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og var ökumaður fluttur á slysadeild. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á gangbraut við verslunarmiðstöðina Grímsbæ. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að vegfarandinn hafl axlarbrotnað og hlotið höfuðmeiðsl. „Við báðum hagsmunaaðila að bera þessa tillögu okkar undir sína menn áður en við tækjum endan- lega ákvörðun um þetta, og bíðum nú eftir þeirra viðbrögðum. Það er mikil smáloðna á veiðisvæðinu og við teljum ekkert mæla með því að verið sé að kasta meira á hana, en það getur beinlínis verið skaðlegt fyrir framtíðarhagsmuni veiðanna," sagði Halldór. Kristján Ragnarsson formaður LIU sagðist telja tillögu sjávarút- vegsráðherra skynsamlega og líklegt að útvegsmenn myndu fall- ast á hana. „Við erum að athuga þetta í okk- ar hóp, en ég get hins vegar ekki neitað því að miðað við hvernig veiðarnar hafa gengið að undan- förnu þá finnst mér ekki óskynsam- legt að stöðva veiðarnar og sjá hver framvindan verður. Við leggjum áherslu á að rannsóknirnar fari fram, og ég tel gagnlegt að tvö veiðiskip fylgi rannsóknaskipinu tii að kanna þær niðurstöður sem kunna að fást ef rannsóknaskipið mælir einhvers staðar loðnu. Við munum að öllum líkindum fallast á að gera þetta með þessum hætti, því það er mjög dýrt að halda flotan- um öllum til veiða þar sem veiðivon- in er jafn lítil og raun ber vitni. Við myndum þó ætlast til þess að skipin yrðu ekki kölluð inn fyrr en 4-5 dögum eftir að ákvörðun um þetta yrði tekin, þannig að menn geti sjálfir tekið afstöðu til þess hvort þeir vildu halda skipunum þarna um einhvern tíma og sjá hver framvindan verður,“ sagði Kristján. Um 1.100 mánns sem starfað hafa við loðnuveiðar og -vinnslu gætu orðið atvinnulausir ef loðnan fer ekki að veiðast á næstunni. Um 20 fiskimjölsverksmiðjur byggja afkomu sína á loðnuveiðum, og ,hjá þeim starfa 400—500 manns. Sjó- menn á loðnuskipum eru um 650 talsins og er það um 10% af sjó- mönnum á fiskiskipaflotanum, en 46 skip hafa loðnukvóta. Útflutn- ingsverðmæti loðnuafurða á síðustu vertíð var um 5,5 milljarðar króna, sem er um 10% af heildarútflutn- ingsverðmæti sjávarafurða. 3,5% hækk- un á bensíni BENSÍNVERÐ hækkar í dag úr 48.20 krónum í 49.90 krón- ur lítrinn, eða um 3,5%. Að sögn Georgs Ólafesonar verð- lagsstjóra er hækkunin fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á bensíngjaldi. Verð á gasolíu hækkar úr 13.60 krónur lítrinn í 14.90 krónur, eða um 9,6%, og er það vegna hækkunar á innkaups- verði. Verð á svartolíu hækkar úr 9.980 krónum tonnið í 10.800 krónur, eða um 8,2%, og er það einnig vegna erlendra verð- hækkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.