Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 BORN I KLOM FULLORDINNA FÓRNARLQMBIN eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur/mynd: Ragnar Axelsson Ar hvert berast opinberum aðilum fjöldi tilkynninga um misþyrmingar fullorðinna gegn börnum. Slíkar mis- þyrmingar taka ó sig ýmsar mynd- ir, en hvers vegna skyldu fullorðnir misþyrma varnarlausum börnum sínum? Engar nákvæmar tölur liggja fyrir um hversu algengar misþyrm- ingarnar eru en þó má fullyrða að þær tilkynningar, sem berast, segja aðeins hálfa söguna. Lögum sam- kvæmt eru misþyrmingar á börnum ekkert einkamál heimilanna. Öllum þeim, sem búa yfir vitneskju um slíkt, ber að tilkynna það réttum aðilum. Samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið á hinum Norður- löndunum, lendir tíunda hvert barn í því að vera misnotað kynferðislega af fullorðnum. Þá er ekki með talið líkamlegt og andlegt ofbeldi auk vanrækslu, sem vissulega má einnig telja til ofbeldis gegn börnum. í fyrri grein um ofbeldi gegn börnum, sem birtist sl. sunnudag, var rætt við ýmsa opinbera aðila, sem láta sig þessi mál varða svo sem Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, lög- regluna, Rannsóknarlögreglu ríkisins, Unglingaathvarf Rauða Krossins og Sifjaspellshópinn. í þessari síðari grein um ofbeldi fullorðinna gegn börnum er rætt við fórnarlömbin - einstaklinga, sem orðið hafa fyrir ofbeldisverkum fullorðinna í æsku og leitað til sérfræðings um orsakir ofbeldisverka gegn börnum og úr- ræði í þeim efnum. DCMIIM OFBEIDI Ung stúlka, búsett úti á landi, er misnotuð kyn- ferðislega af föður sínum. Hún opnar sig fyrir vinkonu sinni. Vinkonan fer til móður stúlkunnar og segir frá. Konan siítur sambúðinni. Maðurinn fer af heimilinu. Konan kærir samt ekki. Eftir nokkra daga er hann aftur kominn heim, én dótturinni komið í fóstur hjá ömmu sinni og afa. Kona í litlum bæ úti á landi hringir í Kvenna- athvarfið. Segist hafa komist að því að eigin- maður hennarmisnoti börn þeirra kynferðislega. Getur hvorki farið með bömin til læknisins í skoðun né til lögregluyf irvalda þvi allir þekki alla í bænum og slíkt mál sé ekki gott afspurnar. Auk þess væru faðirinn, læknirinn og sýshamaður- inn saman í spilaklúbbi. Barn innan við tíu ára hringir í neyðarsíma Rauða Krossins um há- nótt. Hróp og köll foreldr- anna heyrast í gegn. Líkamlegt ofbeldi á sér stað. Allt í einu beinist at- hygli föðursins að baminu, sem er að tala við einhvem í síma. Hvað ertu eiginlega að gera í símanum, spyr faðirinn barnið og rödd hans nálgast símann. Símtalinu er slitið án þess að barnið hafi getað komið því til skila hvar það er niðurkomið. Ung skólastúlka hringir grátandi í félagsráð- gjafa og segir að stjúpi sinn haf i beitt sig kynferð- islegu ofbeldi. Hún vill samt ekki að neitt verði gert í máiinu þar sem stjúp inn er háttsettur maður í bæjarfélaginu. Hún segir að stjúpinn sé að mestu hættur að áreita sig, en hún eigi yngri systur, sem hún haf i áhyggjur af. Hún vakir á nóttunni til að gæta hennar. Félagsráðgjafi tekur á móti konu, sem segir að maðurinn sinn beiti barn þeirra líkamlegu of- beldi. Félagsráðgjafinn er í vafa hvort tilkynninga- skyldan sé þagnarskyld- unni æðri í þessu tilviki. Kona kemur með bam sitt til félagsráðgjafa. Bamið er með bmnasár á líkama. Faðirinn hafði leikið sér að því að slökkva í sígarettum á barninu. Fjögurra mánaða gamalt barn kemur á slysadeild með alvarlega brunaá- verka eftir heitt vatn sem ekki fékkst viðhlítandi skýring á. Bamið var eitt með öðm foreldri sínu. Það hefði ekki getað valdið áverkanum sjálft. Áverk- arnir hlutu að vera af mannavöldum, samkvæmt áliti lækna. Þriggja ára gamall drengur er bundinn of- an f rimlarúm á öðrum fæti og annarri hendi. Hreinlæti er mjög ábóta- vant. Barnapía, sem sjálf er á bamsaldri, er að gæta annarra barna í íbúðinni og vissi ekki af barninu inni í lokuðu herberginu þar til hún uppgötvar barn- ið síðar um kvöldið. Eins árs gamalt barn er í pössun. Það er með mar á hálsi. Engin skýr- ing finnst á marblettinum önnur en sú að barninu haf i verið lyft upp og hald- ið á lofti á skyrtukraga. Áverkinn passar við skyrtukraga bamsins. Tíu ára drengur býr við stöðugar ógnanir, svívirðingar og niður- lægingu af hálfu stjúpa síns. Ennfremur beitir hann drenginn hörðu þann- ig að sést hafa áverkar eftir löðrunga. Pabbi hefðl getað verið mer svo gfiður faðir.... „H ANN VAR diiglegur bóndi, sem breytti rýrðarkoti í eina stærstu jörð sveitarinnar. Hann var greindur og víðlesinn og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann kunni ógrynni af ljóðum og lausavísum og var svo vel hagmæltur að ýmsir kölluðu hann skáld. Hann var ágætur frístundamálari. Þessi maður notaði hvorki vín né tóbak. Hann gerði ekki flugu mein. Eg var mikið pabbabarn til sex ára ald- urs. Svo mikið hefði hann getað gefið mér en í staðinn þjáðist ég af hræðslu og óöryggi. Það var hvergi skjól enda var ég aldrei barn og unglingsárin renna framhjá i minningunni eins og dimm þoka. Eg hugsaði oft um að ljúka þessu auma lífi en ég vildi ekki særa mömmu mína. Sjálfseyðingin er stór þáttur í lífssögu okkar þolendanna," seg- ir rúmlega fímmtug kona, sem varð i æsku fyrir kynferðislegu ofbeldi íoður síns sem hún lýsir hér að ofan. Hún á eitt hjónaband að baki og þrjú uppkomin börn. Faðir hennar misnotaði hana kynferð- islega í tvö ár, frá sex til átta ára aldurs. Þau voru tvö systkinin, hún og eldri bróðir, auk tveggja fóstur- barna. Hún segist hafa lifað í skugga í 42 ár án þess að minnast orði á verknaðinn. Móðir hennar, sem nú er látin, vissi aldrei neitt. Faðir hennar lést árið 1970. „Ég grét. Ég var fegin. Svona eru blendnar tilfinningar. Þegar ég fór að átta mig betur á tilfinningum mínum í garð föður míns, þá held ég að ég hafi aðallega grátið það sem hefði getað orðið. Hann hefði getað verið mér svo góður faðir. Hann átti svo mikið að gefa. I stað- inn hef ég þurft að lifa með þess- ari skömm og niðurlægingu." Ottast im systklii mín begai pabbl sleppur it HÚN ER 75% öryrki í dag aðeins 24 ára gömul. Á síðustu tíu árum hefur hún farið í fimmtán aðgerðir, aðallega á fótum. Faðir hennar misnotaði hana kynferðislega í þrettán ár, frá 6 til 19 ára aldurs. Hann braut líka í henni mjaðmaliði, hnéliði og annan handlegginn á meðan á athæfínu stóð. Tveimur árum eftir að faðir hennar hætti að misnota hana, kom hún að honum með systur sinni 8 ára gamalli og þá var henni nóg boðið. Hún kærðiog málið fór fyrir Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Faðirinn var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fanga- vistar í undirrétti og eftir að hafa áfrýjað til Hæstaréttar var dómur- inn mildaður um tvö ár. Hann var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangavistar fyrir kynferðisafbrot gagnvart þeirri dóttur sinni sem hér segir frá, en sýknaður af kynferðisofbeldi gagnvart þremur yngri börnum sínum, þar af einum syni. Faðirinn hefúr nú setið á bak við lás og slá í tæpt ár. Til stóð að hann fengi frelsi sitt á ný skömmu fyrir jól vegna góðrar hegðunar. „Mamma var að fara yfír um á taugum. Með hjálp góðra manna var náðuninni frestað og vonast fjölskyldan til að frelsið fáist ekki fyrr en í maí, eins og áætlað er. Þessir menn þurfa aldrei að afplána nema helmingin af refsingunni," segir hún. Þegar ég opnaði fyrst málið, ætl- aðist ég ekki til Jþess að pabbi færi í fangelsi. Eg ætlaðist til þess að hann leitaði sér hjálpar og læknaðist af þessari geðveiki. Til dæmis átti hann það til að lemja okkur öll ef hann vildi ekki mat, sem mamma hafði útbúið. Mamma og pabbi skildu að tilhlutan Félags- málastofnunar þegar hann fékk dóminn. Ég veit samt að hann ætl- ar sér aftur til hennar þegar hann sleppur út. Ég vona bara að mamma verði nógu sterk til að segja nei. Ég óttast niest um systkini mín tvö sem enn búa heima. Þau eru tíu og tólf ára. Ég veit að hann heldur þessu áfram. Ég veit til dæmis með vissu að hann misnotaði yngstu systur mína þegar hann beið eftir að afplánun. Mamma var alltaf að vinna úti og hann átti að vera að passa okk- ur krakkana þegar hann misnotaði okkur. Það hefur verið mikið stríð á milli okkar mömmu siðan ég fór út í að kæra hann. Síðar kom í ljós að hún vissi ekki nema um eitt slíkt tilfelli. Pabbi játaði fyrir henni þeg- ar ég var níu ára að hafa misnotað mig kynferðislega aðeins einu sinni og lofaði auðvitað öllu fögru eftir það. Hún varð því fyrir miklu and- legu áfalli þegar hún uppgötvaði hvað hafði verið að gerast í öll þessi ár innan veggja heimilisins, hversu oft og lengi hann hafði stundað þetta. Henni fannst að ég ásakaði sig í leiðinni og auðvitað gerði ég það í byijun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.