Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
Börn eru beitt ofbeldi í
öllum þjöðfélagsstéttum
SEGIR HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI
„OFBELDIER til í öllum gerðum
og stærðum fjölskyldna. Það er
enginn ákveðinn hópur eða
manngerð sem misþyrmir öðrum
fremur börnum sínum líkamlega
eða andlega," segir Hulda Guð-
mundsdóttir, félagsráðgjafi, en
hún hefur meðal annars sérhæft
sig i viðtalsmeðferðum og hand-
leiðslustörfum og fengist við mál
af þessu tagi.
Hún segir að þó megi greina nokk-
ur samkenni með þeim, sem mis-
þyrma börnum. „Þetta fólk er
að öllu jöfnu undir miklu andlegu
álagi og oft kemur í ljós að það hef-
ur sjálft átt erfiða daga í bernsku.
Oft skortir mjög á þekkingu þess og
skilning á þörfum barna á mismun-
andi þroskastigum. Því hættir til að
gera mjög óraunhæfar kröfur til
bama og þegar þau síðan valda von-
brigðum geta viðbrögðin orðið mjög
harkaleg. Þar sem ofbeldi gegn börn-
um á sér stað, má einnig reikna með
að fleiri á heimilinu séu beittir valdi.
Oft eru þessi heimili illa stödd félags-
lega og fjárhagslega, en svo er þó
alls ekki alltaf og raunar sýna erlend-
ar kannanir að barnamisþyrmingar
finnast með öllum stéttum. Það sem
hinsvegar er að gerast um þessar
mundir er að hið dulda ofbeldi í fjöl-
skyldum er að koma upp á yfirborð-
ið og vonandi verður það til að draga
úr þessu- athæfi.“
Viðurkennd uppeldisaðferð
„Kannski er aðalástæða fyrir illri
meðferð og jafnvel misþyrmingum á
börnum sú að börn hafa ekki verið
og eru ekki nægilega mikils metin í
þjóðfélaginu. Það er nokkuð aimenn
skoðun að börn séu eign foreldranna
og uppeidi og atlæti þeirra sé einka-
mál fjölskyldunnar. Valdbeiting hef-
ur löngum verið viðurkennd uppeldis-
aðferð. Um það eru margvísiegar
heimildir og rétt er að undirstrika
að ill meðferð á börnum er ails ekki
nýtt fyrirbæri í íslensku þjóðfélagi.
Tvær kenningar eru uppi um orsakir
slíks ofbeidis. Annars vegar að þeir,
sem misþyrma börnum sínum, séu
afbrigðilegir einstaklingar, beinlínis
geðsjúkir eða á annan hátt andlega
miður sín. Hinsvegar er sú kenning
að orsakanna sé að leita í félagsleg-
um erfðum og í umhverfinu. Ég held
að hvorug þessara kenninga sé full-
nægjandi. Hin þekktu tilfelli ein-
kennast mjög að því að viðkomandi
fjölskyldur eru illa staddar félagslega
og í beinu framhaldi af því koma
mál þeirra til meðferðar hjá opin-
berum stofnunum. Fáir gera að því
skóna að vel menntaðir og vel stæð-
ir foreldrar misþyrmi börnum sínum
þótt slíkt komi sannariega fyrir. En
við slíkar aðstæður eru foreldrarnir
í betri aðstöðu til að leyna staðreynd-
um og þeir eru kaonski slyngnari í
því að búa til rangar skýringar þann-
ig að engan grunar neitt. Ég er þeirr-
ar skoðunar að þetta sé gamla sagan
sem fylgt hefur mannkyninu, sagan
um húsbóndann ogþrælinn. Til dæm-
is er það sjaldgæft að maður ráðist
gegn yfirmanni sem kúgar hann og
sýnir honum fyrirlitningu. Hann fer
frekar heim og lætur þetta bitna á
konunni. Gagnvart henni hefur hann
líkamlega yfirburði. • Síðan er ekki
ólíklegt að konan láti þetta bitna á
bömunum og ef við förum enn iengra
þá kæmi ekki á óvart að þessi börn,
sem síðan verða fullorðin, fái síðar
meiri útrás með því að ráðast á sín
eigin börn. Þetta er mjög einfaldað
dæmi en það er því miður raunhæft.
í hveiju tilviki. liggja mismunandi
orsakir að baki en ef við lítum á
málið frá háum sjónarhóli þá blasir
þessi tiihneiging alls staðar við í sam-
félaginu. Hinn sterki ræður og af-
leið-
ingin verður oft valdbeiting í einni
eða annarri mynd.“
Fjórar tegundir ofbeldis
Hulda segir að þegar rætt sé um
barnamisþyrmingar hafi menn oftast
í huga beint líkamlegt ofbeldi og
meiðingar. Hún segir að barnaofbeldi
megi skipta í fjóra flokka: líkamiegt
ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanræksiu
og loks ofbeldi af kynferðisiegum
toga. Rannsóknir hafa leítt í ljós að
um 20% þeirra barna, sem verða
fyrir illri meðferð, vérði fyrir kyn-
ferðilegu ofbeldi eða misnotkun.
„Það hefur verið skilgreint sem kyn-
ferðislegt ofbeldi þegar börn eða
ungmenni eru dregin inn í kynferðis-
Iegar athafnir, sem þau hafa ekki
skilning á. Þau samþykkja ekki að
taka þátt í þessum athöfnum. Þau
andmæla því ekki heldur eða sýna
mótþróa sökum þess að þau þora það
ekki - skilja ekki hvað um er að vera.
Athæfi af þessu tagi stríðir að sjálf-
sögðu gegn því velsæmi sem viður-
kennt er í þjóðfélagi okkar og ekki
þarf að ieiða getum að því hversu
skaðleg áhrif þetta hefur fyrir böm
og framtíð þeirra. Ætlað er að um
75% slíkra tilfella séu sambönd milii
föður eða stjúpföður og dóttur eða
stjúpdóttur. Venjulega eru þessir
menn á aldrinum 30 til 50 ára, en
stúlkubörnin 5 til 16 ára. Oftast eru
bömin þó um það bil 8 ára. Svo virð-
ist sem þessir menn séu vonsviknir
og óánægðir með sig og hafi minni-
máttarkennd gagnvart konum
sínum. Athyglin beinist þá að dætr-
unum sem sakir æsku og umkomu-
leysis eru þeim undirgefnar. í mörg-
um tilvikum hafa mæður hugboð um
svona sambönd en taka þó ekki af
skarið, til dæmis af því að þrátt fyr-
ir allt vilja þær halda fjölskyldunni
saman. Fórnarlömbin eru í þeirri
aðstöðu að þau geta engum trúað
fyrir þessu og það veldur yfirleitt
margvíslegum geðrænum vandamái-
um og vanlíðan. Þegar barnið er
síðan komið á þann aldur að það fer
að gera sér grein fyrir þessu kemur
iðulega fram sektarkennd sem meðal
annars getur valdið kynlífsvanda-
málum síðar. Þessi reynsla hefur
yfirleitt mjög alvarleg áhrif á starfs-
hæfni og geðheilsu. Bandarískar
rannsóknir gefa tii kynna að 20%
vændiskvenna hafi í barnæsku verið
flæktar í kynferðssamband við föður
og meðal fíkniefnaneytenda virðist
hlutfallið vera svipað,“ ségir Hulda.
Einkennin
Svo vikið sé að einkennum þessara
barna, þá þrífast þau ekki eðlilega,
hvorki andlega né líkamlega, segir
Hulda. „Þau eru döpur í bragði, hafa
hvikult augnaráð og eru ýmist ör í
fasi eða óeðliiega dauf og aðgerð-
arlítil. Oft hafa þau ekki eðlilegan
málþroska og eiga því í erfiðleikum
með að tjá sig. Þeim gengur illa í
skóla og eru árásargjöm og eiga
bágt með að mynda tengsl við önnur
böm og einnig fullorðna. Mörg sýna
umhverfi sínu lítinn áhuga og láta í
ljós uppgjöf með ýmsum hætti. Það
er oft athyglisvert að sjá hvernig
barnið og sá sem beitir það valdi
haga sér í návist hvors annars. Slíkt
gefur oft gleggri mynd af ástæðunni
en mörg orð. Barnamisþyrmingar
geta verið mjög skaðlegar fyrir
þroskaferilinn og geta haft aivarleg
áhrif á sálarheill og geðheilsu síðar
á ævinni."
Meðferðin
Hulda segir að sérfræðingum sé
nauðsynlegt að nálgast af nærfærni
þessi flóknu og viðkvæmu mál um
leið og andlegar og félagslegar að-
stæður fjölskyldunnar eru metnar.
Samvinna við foreldrana sé oftast
vandasömust' en um leið mikilvæg-
ust. „Hlutverk þeirra, sem eiga að
hjálpa þessum fjölskyldum, er ekki
að sanna einhveija sök á fólkið, held-
ur að fá það til að ræða vandann.
Fólkið er oft með mikinn varnarmúr
í kringum sig. Algengustu vamirnar
eru þær að það neitar hreinlega að
hafa beitt valdi. Það gerir lítið úr
því eða kennir öðrum um. Það skipt-
ir' miklu að bijóta þessar varnir ekki
niður með offorsi heldur skapa traust
og sýna skilning á því álagi sem við-
komandi er venjulega undir. Aðaítil-
gangurinn er þrátt fyrir allt að binda
endi á ástandið og venjulega er besta
aðferðin sú að fá fólkið til að tjá sig
án þess að um yfirheyrslu sé að
ræða. Fyrst þegar fólk hefur horfst
í augu við vandann er hægt að reyna
að greiða úr honum.“
Aðstoðin
„Eins og þegar um önnur geðræn
og félagsleg vandamál er að ræða,
getur fólk snúið sér til hinna ýmsu
aðila, sem þjónustu veita á því sviði:
sjúkrahúsa, Félagsmálastofnunnar
og sjálfstæðra meðferðaraðila, segir
Huida. Þeim, sem kunna að vita af
barnamisþyrmingum, ber lögum
samkvæmt að vísa slíkum málum til
barnavemdarnefndar, sem síðan ber
að taka þau í sínar hendur og meta
hvað gera skuli. Á þessu sviði er til
dæmis þörf aukinnar fræðslu og
þekkingar einkum meðai þeirra sem
vinna að heilbrigðis-, félags-,
mennta- og dómsmálum. Það þyrfti
einnig að efla og stykja barnavernd-
arnefndir til að mæta þessum málum
svo og meðferðarkerfið almennt.
Aukin fræðsla almennings er einnig
mikilvæg á þessu sviði sem öðrum.
Fólk þarf að vakna til vitundar um
að allt ofbeldi á börnum ber að fyrir-
byggja og að það er hægt. í sam-
^bandi við ofbeldi í fjölskyldum er
ástæða til að undirstrika að þegar
hægt er að stöðva óheillaþróun á
meðan barnið er ungt og hefur ekki
beðið varanlegt tjón af misþyrming-
unum eða annarri illri meðferð, eru
góðar horfur á að hægt sé að koma
því til hjáiparog veita því möguleika
á eðlilegum þroska. Það myndi síðan
stuðla að því að bamið öðlaðist þann
sálarfrið og innra öryggi sem er
undirstaða og forsenda allrar sannrar
menningar og andlegs styrks, bæði
með einstakiingnum og þjoðum. Sál-
arró og heilbrigt sjalfsmat barna eru
með vissum hætti skilyrði andlegs
jafnvægis og vaxtar í samfélaginu
öllu,“ segir Hulda Guðmundsdóttir.
Endurupplifði hrylling æskunnar í sambúðinni
HÚN HEFUR Iifað í stöðugum ótta við föður sinn frá því hún man
eftir sér. Ellefu ára reyndi hún að skera sig á púls. Sextán ára fór
hún út í dópið og varð sprautusjúklingur. Hún lenti einu sinni i fang-
elsi fyrir innbrot með kunni'ngjunum. Nítján ára hóf hún sambúð
með mun eldri manni og stuttu eftir að hún varð ófrísk réðist hann
fyrst á hana. Ofbeldið jókst dag frá degi. Hún sá samband foreldra
sinna ljóslifandi fyrir sér. Þau eignuðust son, en fyrir ári síðan slitu
þau samvistum. Síðastliðið haust ætlaði hún að fara að púsla saman
lífi sínu. Hún fékk ráðskonustarf í sveit og tók litla son sinn með
sér. Eftir mánaðardvöl þar var henni nauðgað. Undanfarnar vikur
hefúr hún búið í Kvennaathvarfinu ásamt dóttur sinni og gengur
reglulega til sálfræðings. Hún er 24 ára gömul í dag. Hún segist
vera haldin snert af ofsóknarbrjálæði. Hún vill fá að ákveða sjálf
hverja hún hittir og hvenær af ótta við hið illa. Hún á það til að
kippa dyrabjöllunni og símanum úr sambandi. Hún vill loka sig frá
umheiminum og vera ein með sjálfri sér. Hún segist vera að gera
fortíð sína upp.
Sambúð foreldra hennar varði í
tólf ár. „Maður sá geðveikina
magnast upp hjá honum á ör-
fáum mínútum. Hann er ennþá virk-
ur alkahólisti, en barði jafnt drukk-
inn sem ódrukkinn. Eg á yngri
systkini. Pabbi réðist alltaf á
mömmu ef henni varð á að segja
já eða nei á vitlausum stöðum og
iét okkur horfa upp á barsmíðam-
ar. Ég reyndi yfirleitt að skerast í
leikinn, en þá var manni hent út í
horn. Hann varð stjórnlaus. Frá því
að mamma skildi við pabba hefur
hann búið með konum og hefur
sama sagan alltaf endurtekið sig.
Hann ber þær. Hann ber þær illa.
Hann brýtur þær. Mamma, sem er
rúmlega fertug, er bitur, gömul
kona í dag, öll minna og meira brot-
in. Hún var alltaf í eilífum feluleik.
Það mátti engin vita neitt. Hún
gekk daglega með sólgleraugu og
í rúllukragabolum upp að höku svo
ekki sæist að tekið hafði verið á
hálsinum á henni. Hún hafði ekkert
að gera í pabba, en átti það til að
beija okkur börnin þegar álagið var
mikið, venjulega með blautum
handklæðum.
Samband mitt við föður minn er
mjög yfirborðskennt í dag og ennþá
er ég hrædd við hann. Þegar
mamma þurfti að fara eitthvað,
læstum við krakkarnir okkur inni í
herbergi með kisu svo pabbi næði
ekki til okkar. Hann tók aldrei neinn
þátt í neinu sem tiiheyrir fjölskyld-
ulífi, heldur eyðilagði frekar. Hús-
gögnin voru yfirleitt ekki heil og
hann átti það til að rústa jólatrénu
á Þorláksmessu sem við krakkarnir
höfðum verið að dunda okkur við
að skreyta."