Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 7

Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 LÖGFRÆÐI /Hvers vegna þarf sérstakan dómstól í vinnudeilum? Félagsdómur — í Félagsdómi eiga nú sæti Garðar Gíslason borgardómari, sem jafnframt er for- seti dómsins, Björn Helgason saksóknari og Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari. samningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans. c) Að dæma í öðrum málum milli verkamanna og atvinnurekenda (eða starfsmanna ríkisins við ríkið), sem aðilar hafa samið um að leggja fyrir dóminn, enda séu a.m.k. 3 dómara í réttinum samþykkir því. Með lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lögsaga dómstólsins aukin nokkuð og leys- ir hann nú m.a. úr ágreiningi um túlkun á 19. gr. laganna sem ljall- ar um það hvaða ríkisstarfsmenn mega ekki fara í verkfall. Fyrir utan þau afmörkuðu svið sem dóm- urinn ljallar um eru reglur um Félagsdóm um margt sérstæðar og ólíkar því sem gilda um hina almennu dómstóla. Þar má í fyrsta lagi nefna reglur um skipan dóms- ins. Samkvæmt 39. gr. 1. 80/1936 eiga 5 menn þar sæti sem skipað- ir eru til þriggja ára í senn. Einn er skipaður af félagsmálaráðherra, en hann er valinn úr hópi þriggja, sem eru tilnefndir af Hæstarétti. Tveir eru síðan skipaðir af Hæsta- rétti og er annar þeirra forseti dómsins. Þá' eru tveir tilnefndir af samtökum þeim sem greinir á. Með þessum hætti er heildarsamtökum deiluaðila ætlað að hafa íhlutun um skipan dómsins. Þetta hefur tvíþættan tilgang: Annars vegar stuðlar þetta að því að í dómi sitji menn með sérþekkingu á málefn- um vinnumarkaðarins og hins veg- ar eykur þetta á trúverðugleik dómsins gagnvart deiluaðilum, þar sem tryggt er að fulltrúar ákveð- inna sjónarmiða komist að. Þetta hefur ekki síst þýðingu þegar um viðkvæm pólitísk deilumál er að ræða. Annað höfuðeinkenni á málsmeðferð fyrir Félagsdómi er mikill hraði og er málsmeðferð- artíminn mun styttri en fyrir hin- um almennu dómstólum. í þriðja lagi má nefna að dómum Félags- dóms verður ekki 'áfrýjað til Hæstaréttar, auk þess sem kærum éru þröngar skorður settar, sbr. 67. gr. Dómar Félagsdóms eru þar með endanlegir. Þetta undirstrikar enn frekar þá hugmynd að deilú- efni þessi séu svo sérstaks eðlis að þau verði ekki falin hinum al- mennu dómstólum og er hún enn frekar áréttuð í 47. gr. laganna, þar sem fram kemur að mál sem reka má fyrir Félagsdómi verði ekki rekið fyrir almennum dóm- stólum, nema Félagsdómur hafi neitað að taka það til meðferðar. í íjórða lagi gilda sérstakar reglur um aðild að málum sem rekin eru fyrir dómstólnum. í 45. gr. segir að sambönd stéttarfélaga, eða ein- stök stéttarfélög, ef þau eru utan sambanda, skuli fara með mál fyr- ir hönd einstakra meðlima. Ef sam- band eða félag neitar að reka mál fyrir aðila er honum heimilt að höfða það sjálfum. í Félagsdómi eiga nú sæti Garð- ar Gíslason borgardómari," sem jafnframt er forseti dómsins, Björn Helgason saksóknari og Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari. Þessi þrjú dæma í öllum málum. Hinir tveir eru tilnefndir af deiluaðilum hveiju sinni. Þeir eru helstir: Jón Þorsteinsson tilnefndur af ASI, Gunnar Guðmundsson héraðs- dómslögmaður af VSÍ þegar þessi samtök eiga hlut að máli, en Sigur- veig Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur fyrir BSRB og Ragnar H. Hall borgarfógeti fyrir ríkis- valdið. Félagsdómur EIN AF undirgreinum lögfræðinnar er vinnuréttur. í vinnurétti er fjallað um samskipti launþega og atvinnurekenda á vinnumark- aði, þar með talin samskipti ríkisins við sína starfsmenn. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að margvísleg lögfræðileg vandamál koma upp í samskiptum þessara aðila, ekki síst á tímum ófriðar á vinnumarkaði í tengslum við samninga um kaup og kjör. Þétta svið mannlífsins er á ýmsan hátt illa fallið til laga- setningar. Hvort tveggja er að möguleikum ríkisvaldsins til að setja þessum aðilum skýrar og fastar leikreglur í samskiptum sínum og mögu- leikum til að beita þvingunar- úrræðum eru ýmsar skorður settar. Kemur eftir Dovíó Þór þar margt til: í Björgvinsson fyrsta lagi er oft um mjög póiitískt viðkvæm mál að ræða, en af því leiðir að erfitt er að ná breiðri pólitískri samstöðu um þessar reglur. í öðru lagi er ríkisvaldið sjálft stærsti atvinnu- rekandi þjóðarinnar og í þriðja lagi er byggt á því að ríkja eigi fullt frelsi aðila til að semja um kaup og kjör án afskipta ríkisins. A hinn bóginn á þessi sérstaða vinnurétt- arins vissar sögulegar skýringar. í því sambandi má benda á að vinnulöggjöfin í núverandi mynd varð að mestu til á 4. áratug aldar- innar í kjölfar efnahagskreppu og hatrammra stéttaátaka. Sérstaðan kemur fram í ýmsum lagaákvæð- um. í 4. gr. 1. 80/1936 um stéttar- félög og vinnudeilur segir m.a. að atvinnurekendum og öðrum á þeirra vegum sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna. Þá má nefna 10. gr. 1. 56/1972 um lögreglu- menn, þar sem heimild lögreglu- manna til afskipta af vinnudeilum er takmörkuð. Ennfremur er talið að ýmsum fógetagerðum, svo sem lögbanni, verði ekki beitt í vinnu- deilum, nema í algjörum undan- tekningartilfellum. Margt fleira mætti telja, en einna skýrast kem- ur þessi sérstaða fram í IV. kafla áðurnefndra laga um stéttarfélög og vinnudeilur og IV. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 (einkum 26. gr.), þar sem fjallað er um Félagsdóm. Félagsdómur er dómstóll f^rir allt landið. Samkvæmt framan- greindum lagaákvæðum eru verk- efni hans þessi: a) Að dæma í málum, sem rísa af kærum um brot á umrædd- um lögum og tjóni vegna ólög- mætra vinnustöðvana. b) Að dæma í málum, sem rísa út af kærum um brot á vinnu- Honda Accord 1990 er verðlaunabíll sem hlaut hina eftirsóttu viðurkenningu Gullna stýrið í Vestur-Þýskalandi í ár. Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verða frá aðeins kr. 1.290.000,- stgr. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.