Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 10

Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 OlafárAg. Om- ólfsson loffskeyta- maður — Minning Fæddur 3. ágúst 1923 Dáinn 4. janúar 1990 Ekki hvarflaði það _að mér þegar tengdafaðir minn, Ólafur ’ Agúst Ornólfsson, loftskeytamaður, kom til okkar í kaffi á nýársdag, að það væri í síðasta sinn sem ég sæi hann og þremur dögum seinna væri hann allur. Þó heilsan væri farin að bila og hann færi hægt yfir og þyrfti ef til vill að hvíla sig á leiðinni, reyndi hann samt alltaf að vera á ferðinni til að halda sér við. UTSALAIM HEFST A MORGUN KRIIMGLUNIMI Flesta laugardagsmorgna kom hann í heimsókn og þá með sæl- gæti handa barnabörnunum á „nammidaginn" og fékk sér kaffi og ef til vill gtjónagraut og slátur. Oft sagði hann sögur af einhverju spaugilegu atviki eða ferð sem hann hafði farið hér áður. Hann hafði frábært minni og gat rakið í smáat- riðum gönguferð sem hann hafði farið í fyrir kannski 20-30 árum, enda var það sagt í fjölskyldunni að færi hann í tveggja tíma göngu- ferð þá tæki hann jafn langan tíma að segja frá þegar heim væri kom- ið. Hann kunni fjöldann allan af sögum af fólki sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni bæði sem loft- jskeytamaður og sem viðgerðarmað- ur á radíóverkstæðinu hjá þeim „bræðrum Pósti og síma“, eins og hann orðaði það gjarnan sjálfur. Og sá hæfileiki hans að muna alla skapaða hluti, ljóð og vísur, var aðdáunarverður hæfileiki og öf- undsverður. Hann taldi sig aldrei of gamlan til að iæra og stundaði tungumála- nám af miklu kappi hin síðustu ár og var þáttur í því námi pennavinir um allan heim, allt frá Uralfjöllum ■ til Chile sem hann skrifaði á rússn- esku og spænsku. Það varð Ólafi mikið ánægjuefni þegar barnabörn tóku að fæðast fyrir rúmum sjö árum. Kannski hefur honum fundist synirnir eitt- hváð seinir til í þessum efnum. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef vantaði gæslu fyrir börnin og tveir sonar- synir hafa verið í gæslu hjá þeim hjónum um árabil og notið góðs af afa, farið með honum í gönguferð- ir, látið hann lesa fyrir sig eða segja sér einhvetja sögu. Fram til hinstu stundar voru barnabörnin Ólafi efst í huga. Ólafur fæddist á Ólafsmessu hinni síðari 3. ágúst 1923 á Suður- eyri við Súgandafjörð. Hann var sonur hjónanna Margrétar Þ. Guðnadóttur og Örnólfs Jóhannes- sonar, einn þrettán systkina sem komust á legg. Það gefur augaleið að þegar um svo stóran barnahóp var að ræða þurftu systkinin snemma að fara að vinna. Leið Ólafs lá suður á stríðsárunum eins og svo margra annarra. Hann tók loftskeytapróf 1946, síðan símvirkjapróf 1957 og síðar símvirkjameistarapróf. Hann var loftskeytamaður á togurum um skeið en frá 1950-starfsmaður á radíóverkstæði Landsímans. Meðan heilsan leyfði fór hann flest sumur sem afleysingaloftskeytamaður á farmskipum og togurum og fór þá víða. Einnig kenndi hann fjarskipta- fræði á námskeiðum Fiskifélags Islands, í Stýrimannaskólanum og í Vélskóla íslands. Oft sagði hann sögur af spaugilegutn atvikum frá ★ ★ ★ SIÓKÍISAIAI liVOSIWI Hafnarstræti. 'k ¥ ¥ -kM ¥ ¥ ¥ ¥

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.