Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDA'GUR 14. JANÚAR 1990
C 25
MYNDLKST /Hefur almenningur einhvem
áhuga?
Um qðsókn qð mynd-
listarsýningum
ÍSLENDINGAR LÁTA ofit sem áhugi á myndlist (eða öðrum svokölluðum menning-
armálum) sé afmarkað svið, þar sem fáir útvaldir láta ljós sitt skína, fylgjast
með því sem er að gerast og fjalla lítillega um það í fjölmiðlum. Samkvæmt
málhefð er áhugafólk um þessi mál kallað menningarvitar, og fyllilega gefið í
skyn að þetta áhugasvið sé langt utan þess ramma, sem almenningur í landinu
hefúr um sín áhugamál og tómstundir.
Við nánari athugun kemur í ljós að þetta viðhorf á sér engar forsendur, og er
í raun rakalaus þvættingur. Islendingar hafa mikið meiri áhuga á myndlist held-
ur en þeir hafa t.d. á íþróttum, sem vissulega eru einnig verðug áhugamál, en
hafa um langan tíma hlotið meiri fjölmiðlaathygli og fjárhagslegan stuðning en
þær verðskulda, miðað við menningarmálin.
heim, nærri 110.000 gestir komu á sýning-
ar á Kjarvalsstöðum, • og a.m.k. 75.000
manns litu inn á sýningar í Gallerí Borg
í Kvosinni í Reykjavík. Aðrir sýnfngarstað-
ir og söfn í Reykjavík og nágrenni, s.s.
Norræna húsið, FIM-salurinn, Gallerí Ný-
höfn, Listasöfn Ásmundar Sveinssonar,
Einars Jónssonar og Siguijóns Ólafssonar,
Nýlistasafnið (fram _að lokun), Ásmundar-
salur, Listasafn ASÍ og Hafnarborg virð-
ast hafa verið sóttir af nokkuð yfir 85.000
manns til viðbótar. Þannig komu um
350.000 manns á myndlistarsýningar á
Islandi á nýliðnu ári, eða meira en þrefalt
fleiri en sóttu landsmótin í boltagreinun-
um.
Þetta eru stórar tölur, og ef til vill
stærri en menn áttu von á. Og hafa ber
í huga, að áhugi á myndlist hefur ekki
sprungið út skyndilega 1989, heldur hefur
hann verið að aukast jafnt og þétt um
árabil, án þess að menn tækju sérstaklega
eftir því. (Á-sama tíma hefur aðsókn að
boltaleikjum hins vegar stöðugt verið að
minnka; en það er önnur saga og óvíst
að nokkuð samhengi sé þar á milli.)
Það er rétt að fylgja þessum saman-
essa staðhæfingu er auðveldast að
styðja rökum með því að líta á tölur
um aðsókn, t.d. á nýliðnu ári. Til saman-
burðar er einfaldast að líta á þær tvær
íþróttagreipar, sem njóta mestrar aðsókn-
ar, athygli og umfjöllunar
í fjölmiðlum, þ.e. knatt-
spyrnu og handknattleik.
Keppnistímabilið 1989
komu nærri 67.000 áhorf-
endur á leiki 1. deildar í
knattspyrnu, og veturinn
1988-89 sáu um 37.000
áhorfendur leiki 1. deildar
í handknattleik. Lands-
leikir í þessum íþróttum á sama tímabili
drógu til sín um 35.000 áhorfendur til við-
bótar. — Þetta eru góðar tölur, og sýna
heilbrigðan áhuga landsmanna á íþróttum;
nærri 3 af hveijum 5 landsmönnum fóru
einhvern tíma ársins á íþróttaleik.
En það fylgdust enn f leiri með myndlist-
inni.
Aðsókn að myndlistarsýningum 1989
var mjög góð, og þar skera nokkrir at-
kvæðamestu sýningarstaðirnir sig úr: Um
80.000 manns sóttu Listasafn íslands
eftir Eirík
Þorlóksson
Myndlistarsýningar 1989: „Nærri 110.000 gestir komu á sýningar á Kjarvalsstöð-
um.“
burði milli íþrótta og myndlistar nokkuð
eftir, því að hann segir meira en langar
ræður um þá afstöðu, sem þarf að breyt-
ast, og þær framkvæmdir, sem þurfa að
fylgja eftir til að gera landsmönnum jafn
auðvelt að stunda myndlist og njóta sýn-
inga eins og nú er að njóta íþrótta sem
þátttakandi og áhorfandi.
Iþróttirnar eiga sér markaða tvo mikil-
væga tekjustofna í formi getrauna og lott-
ós, sem skila dijúgum peningum til íþrótta-
hreyfingarinnar; víða í Evrópu fer ákveð-
inn hluti tekna af þessum stofnum til
menningarmála, en hér á landi hefur öll
umræða um slíkt verið kæfð. Myndlist
(eða aðrar listir) eiga enga markaða tekju-
stofna sem skipta máli hér á landi.
Flest sveitarfélög leggja áherslu á að
byggja góð íþróttahús,- eitt eða fleiri, og
styrkja íþróttafélög í héraðinu; mörg þeirra
sinna því hins vegar lítt að laða hæfa
myndlistarkennara til starfa við skóla sína,
og að reisa byggða- og listasöfn, sem geta
orðið sýningarstaðir fyrir myndlist. Flest
slík söfn hafa komist upp fyrir dugnað og
fórnfýsi einstaklinga, sem lögðu allt sitt í
þáuppbyggingu.
I meðalviku má finna 16-18 blaðsíður
um íþróttir í þessu stærsta dagblaði lands-
ins, en 3-8 um myndlist; í öðrum dag-
blöðum er hlutfallið enn lakara. Sömu vik-
una mun Ríkissjónvarpið sýna íþróttir í
um fimm og hálfa klukkustund, en mynd-
list á sér engan auglýstan sýningartíma.
Á þennan hátt mætti telja upp fleiri
þætti til að sýna fram á að hjá stjórn-
völdum, sveitarstjórnum, fjölmiðlum og
ýmsum öðrum, sem eru í aðstöðu til að
hreyfa málum í þjóðfélaginu, hefur mynd-
listin setið á hakanum, á sama tíma og
almenningur hefur flykkst á sýningar í
stærri hópum en nokkru sinni. Þetta hefur
auðvitað ekki gerst af ásettu ráði, heldur
vegna þess að viðkomandi aðilar hafa ver-
ið of uppteknir við að sinna erindum há-
værra grátkóra, sem hér er nóg af, til
þess að taka eftir því hvað fólk gerir í
stopulum frístundum sínum.
Nú er kominn tími til að söðla um, og
veita myndlistinni hér á iandi aukin tæki-
færi til að þroskast og eflast, með bættri
aðstöðu, aukinni umræðu og síðast en
ekki síst auknum fjárstuðningi.
Dómur sögunnar er oft nefndur hinn
æðsti dómur; hingað til hefur hann byggt
á menningarstigi þjóða og þeim listrænu
verðmætum sem þær hafa skapað og hlot-
ið frægð fyrir — en ekki á aflatölum,
markatölum eða íþróttasigrum. Þetta má
líka hafa í huga þegar ákvarðanir eru tekn-
ar um notkun fjármagns í þjóðfélaginu.
D|ASS/i/vad har hcest erlendis?
LIFENDUR OGDAUÐIR
Skrifstofutækni
Tölvufræðslunnár
LIÐIÐ DJASSÁR verður tæplega talið tímamótaár: Marshalis-línan
og rafmagn ráðandi og sá djassleikari er seldi flestar skífúr á árinu
hefúr legið í gröf sinni á fjórða áratug: Charlie Parker. Það er að
sjálfsögðu kvikmynd Clints Eastwoods sem upphóf nýtt Parker-æði
og ekki nema gott um það að segja eins og myndina: Bird, sem við
fengum að sjá í Bíóborginni í fyrra.
eflir Vernharð
Linnet
Einn af helstu snillingum djass-
sögunnar lést á árinu, trompet-
leikarinn Roy Eldridge. Hann varð
78 ára og hættur að blása, hafði
fengið slag fyrir nokkrum árum og
orðið að leggja
trompetinn á hill-
una. Woody Shaw
lést einnig á árinu
en hann varð að-
eins 45 ára.
Woody var einn af
bestu trompetleik-
urum af sinni kyn-
slóð og lék m.a.
með Art Blakey og Dexter Gordon
og hljóðritaði dúóskífur með
Freddie Hubbard. Aðrir ágætir
djassleikarar létust á árinu, s.s.
píanistarnir Phineas Newborn Jr.
og Eddy Heywood, saxófónleikar-
arnir Eric Dixon og Sahib Shihab,
gítaristarnir Tiny Grimes og Les
Spann og svo dixílandtrompetleik-
arinn gamli Wild Bill Davison. Hann
varð 83ja ára og blés fram í rauðan
dauðann. Þó hann hafi lengstum
verið eyrnamerktur dixílandinu var
hann magnaður ballöðuleikari og
naut ut-randi kornetttónninn sín vel
þegar sveiflan hafði undirtökin.
Danski trommarinn Bjarne Rost-
vold lést einnig á árinu aðeins 55
ára gamall.
Nýlega barst mér í hendur des-
emberhefti down beat þar sem les-
endur kjósa djassmenn ársins.
Gagnrýnendur gera slíkt hið sama
í ágúst og voru þeir og lesendur
yfirleitt sammála. Það er af sem
áður var þegar lesendur og gagn-
Morgunblaðið/Ólafur Jónsson
Woody Shaw — einn besti tromj
etleikari sinnar kynslóðar lést að-
eins 45 ára að aldri.
rýnendur voru nær aldrei sammála.
Þessir voru efstir hjá báðum aðilum:
Sun Ra (stórsveit), Phil Woods
(smásveit og altósaxófónn), Miles
Davis (rafsveit), Wynton Marshalis
(trompet), Sonny Rollins (tenór-
saxófónn), Gerry Mulligan (barrý-
tonsaxófónn), James Newton
(flauta), Stephane Grappelli (fiðla),
Milt Jackson (víbrafónn), Jimmy
Smith (orgel), Charlie Haden
(bassa), Steve Swallow (rafbassa),
Toots Thielemans (önnur hljóðfæri),
Betty Carter (söngkona). Um þessa
greindi þá á, kosning lesenda í
sviga. Utsetjarar: Benny Carter
(Toshiko Akiyoshi), básúna: Ray
Anderson (J.J. Johnson), klarinett:
John Carter (Eddie Daniels), sópr-
ansaxófónn: Steve Lacy (Wayne
Shorter), píanó: Cecil Taylor (Oscar
Peterson), hljóðgervill: Joe Zawinul
(Sun Ra), gítar John Scofield (Pat
Metheny), trommur: Max Roach
(Jack DeJohnette), ásláttarhljóð-
færi: Nana Vasconcelos (Tito Pu-
ente), songvari: Joe Williams
(Bobby McFerrin) og sönghópur:
Manhattan Transfer (Take 6).
Gagnrýnendur kusu Chet Baker í
Heiðursfylkingu djassins en lesend-
ur Woody Shaw. Hljómplata ársins
hjá leséndum var Letter from Home
með Pat Metheny en flest atkvæði
hjá gagnrýnendum hlaut geislaút-
gáfan: The Complete Charlie Park-
er on Verve. Gagnrýnendur veittu
Norman Granz sérstaka viðurkenn-
ingu en lesendur kusu Wynton
Marshalis djassleikara ársins. Ég
veit ekki hvern ég ætti að kjósa en
norrænir menn geta verið stoltir
af afrekum Palle Mikkelborgs á
árinu, hvort sem það er skífan með
Miles Davis er loks leit dagsins ljós
eða spilamennska hans með NH0P.
Þó held ég að einna eftirminni-
legustu tónleikar er ég heyrði á
síðasta ári hafí verið með Betty
Carter. Hún er nú að verða sextug
en syngur betur og betur með
hverju árinu sem líður.
Þú stendur betur
að vígi að loknu
hagnýtu námi
Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á
tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun
og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku
og færð góða innsýn í viðskiptaensku.
Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-,
eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð
greiðslukjör. Innritun er þegar hafin.
Hringdu strax í síma 687590
og við sendum þér bækling um hæl.
Tölvufræðslan
Borgartúni 24, sími 687590