Morgunblaðið - 14.01.1990, Síða 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDÁGUR 14. JANÚAR 1990
© 1986 Universal Press Syndicate
Á FÖRNUM VEGI
„Hefurðu séð nokkra góða bíómynd nýlega?“
Ast er...
.. .að forðast víxlspor.
TM Reg. U.S. Pat 0«.—all rigbts raaarved
® 1990 Los Angeles Times Svnd.cate
Með
morgunkaffinu
inn.
HOGNI HREKKVISI
... OG ÖÖIZN ■ ■ -VlO SICOLUM ÐGNAST
FVLLJ Ar BÖFZNUM / ....•>
Talsambandið við útlönd:
„Man ekki ellir að samtal hafí strand-
að vegria tungumálaerfíðleika“
Síðdegisvakt talsambandsins að störfum. Frá vinstri: Sigríður, Mar-
grét, Laufey, Sigrún og Camilla.
ÓFÁIR eru þeir í gegnum tíðina
sem hringt hafa í 09 — talsam-
bandið við útlönd — til að kom-
ast í símasamband við hinn stóra
heim. Um áratugaskeið var þessi
deild Landssimans til húsa i aðal-
stöðvunum við Kirkjustræti, en
fluttist svo inn í Múlastöð árið
1980. Við brugðum okkur þangað
inn eftir og spjölluðum stuttlega
við Þórunni Baldursdóttur, sem
nú er að hætta störfúm fyrir ald-
urs sakir eftir langa þjónustu,
og Elinu Sæmundsdóttur sem á
jafnlangan starfsferil að baki hjá
deildinni.
Starfsmenn eru 30 talsins, konur
í miklum meirihiuta, og vinna
á þrískiptum vöktum, dagvakt,
síðdegisvakt og næturvakt. Yfirleitt
eru fimm uppteknir við afgreiðsl-
una, en reynt að hafa einn til tvo
til að sinna upplýsingaþjónustunni
í 08. Loks eru svo afleysarar svo
að unnt sé að rétta úr sér stund
og stund, því að það er þreytandi
að sitja lengi við þetta.
„Við hófum báðar störf á talsam-
bandinu um mánaðamótin maí-júní
1972,“ segir Elín. „Þá vorum við í
sambýli við ritsímann niðri í Lands-
símahúsi _og það var óhemjumikið
að gera. Öll afgreiðsla var handvirk
svo að það þurfti margt fólk þó að
húsakynnin væru þröng.“
„ÞesSi handvirka afgreiðsla var
seinvirk," segir Þórunn, „og það
létti strax mikið á okkur þegar við
fengum sjálfvirkt samband, fyrst
við Danmörku og svo við England.
Það var stanslaus asi og erill. Og
þá urðum við einhig að hafa auga
með teljurunum sem mældu tíma-
lengd símtalanna og skrá allt nið-
ur. Maður var alveg þurrausinn
eftir vaktina." ■
„Oft á tíðum lá fyrir bunki af
viðtalsbeiðnum þegar vaktin hófst
og maður þurfti að sinna þeim jafn-
framt því sem barst á vaktinni,"
bætir Elín við.
En nú er öldin önnur. Sjálfvirkn-
in hefur aukist stórum og nær nú
einnig út til almennings, auk þess
sem aðstaðan gjörbreyttist til hins
betra þegar f lust var í Múlastöðina.
Og nú liggur ekkert fyrir þegar
vaktin hefst. Það er hreint borð og
sama og fengin pappírsvinna því að
tölvur sjá um að mæla og skrá
símtölin.
„Eg er nú samt ekkert viss um
að það sé skemmtilegra," segir
Þórunn og kímir við. „Það er til
dæmis ekki eins náið samband hjá
okkur núna við starfssystkin okkar
í öðrum löndum."
Þijú tímabil eru þeim Þórunni
og Elínu sérstaklega minnisstæð frá
starfsferli sínum: Heimsmeistara-
einvígi þeirra Fischers og Spasskys,
landhelgisdeilurnar við Breta og
leiðtogafundur Reagans og Gor-
batsjovs.
„Þegar heimsmeistaraeinvígið
stóð yfir árið 1972 var öll af-
greiðsla enn handvirk hjá okkur,“
segir Elin. „Og þá var álagið ekki
aðeins bundið við símtölin, heldur
voru myndasenditæki inni í vakt-
stjóraherberginu og það lá við að
blaðamennirnir sætu á lærunum á
okkur. Það var stanslaus örtröð og
ekki hægt að senda nema eina
mynd í einu. Þá fór maður svo yfir
sig útkeyrður heim af vaktinni að
maður lokaði bara að sér.“
„Við fundum minna fyrir leið-
togafundinum,“ segir Þórunn, „af
því að þá var sjálfvirknin kornin."
„Ég held að landhelgisdeilurnar
hafi tekið mest á taugarnar," segir
Elín. „Okkur fannst það ákaflega
skrýtið að vera að afgreiða ensku
skipin í gegn hjá okkur og hlusta
á „tjallann“ formæla varðskips-
mönnunum okkar. Þessi tími var
mikil raun fyrir okkur.“
„Mann dauðlangaði oft til að slíta
þessum símtölum," segir Þórunn
og hlær dátt.“
Það er algert skilyrði til að fá
Yíkyeqi skrifar
Frá landnámi fram á tuttugustu
öldina vóru bjargræðisvegir þjóð-
arinnar aðeins tveir: landbúnaður og
sjávarútvegur. Veðurfar réð afkomu
landsmanna ásamt öðrum náttúra-
öflum. í kuldaskeiðum týndi fólk
tölunni; eldgos, hafís og aðrar nátt-
úruhamfarir bættu gráu ofan á svart.
Dæmi: Skaftáreldar 1783 eyddu
gróðri, heyfengur brást, búsmali féll
— og fólk. Talið er að um 9.000
manns hafi fallið á árunum 1783—
1785 eða tæplega fimmtungur þjóð-
arinnar. Árið 1785 töldust Islending-
ar aðeins 40.623 og hafa trúlega
aldrei verið fæni
Það var ekki að undra þótt veðrið
væri eitt helzta umræðuefni þjóðar-
innar — og setji svip sinn á orðtök
fólks: á skammri stund skipast veður
í lofti, fara út í veður og vind, gera
veður úr hinu og þessu, hafa veður
af einhveiju, sækja í sig veðrið, að
vita ekki hvaðan á mann stendur
veðrið o.svJV.
XXX
essar hugleiðingar sóttu á
Víkveija þegar fréttir af veður-
hamnum, sem gekk yfir landið fyrir
fáeinum dögum, vóru sagðar. Það
mikla tjón, sem varð í veðurofsanum,
sýnir, hve háðir við erum veðrinu enn
í dag, þrátt fyrir tækni nútímans.
Við erum betur í stakk búin til að
mæta skakkaföllum en við erum jafn
háð lögmálum náttúrunnar og um-
hverfisins sem fyn'.
Raunar erum við rækilega minnt
á það á hveiju ári — með miseftir-
minnilegum hætti — hve mikilvægt
það er að umgangast land okkar og
landhelgi með varúð og virðingu. Ef
við förum að leikreglum umhverfisins
í samskiptum okkar við land og haf
— og í nýtingu auðlinda lands og
hafs — þá siglum við milli skers og
báru. Gleymum því aldrei að varúðin
og virðingin eiga að vísa okkur veg
í samskiptum okkar við umhverfið.
XXX
Víkvetji fagnar átaki 1990 um
landgræðsluskóg. Það kann að
valda straumhvörfum í gróðursögu
landsins. Tilefni þess er 60 ára af-
mæli Skógræktarfélags íslands. Það
hefur fengið til liðs við sig Land-
græðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins
og landbúnaðarráðuneytið. Og trú-
lega lætur hinn almenni borgari sinn
hlut ekki eftir liggja.
Það nýja í þessu átaki er upp-
græðsluþátturinn. Valin verða gi'óð-
ursnauð svæði og tijáplöntur nýttar
tíl að flýta fyrii' 'uppgræðslu þeiira.
Þar af er dregið nafnið Iandgræðslu-
skógur.
Þetta átak er eins konar þjóðarat-
kvæðagreiðsla um það hvott græða
eigi sár landsins: klæða það gróðri.
Við segjum já með þátttöku í átak-
inu, nei með aðgerðarleysi.
Arið 1986 gaf Samband íslenzkra
sveitarfélaga út athyglisverðan
bækling eftir Magnús Ólafsson „ís-
lenzk sveitarfélög við aldarhvörf:
Mannlíf og möguleikar á tækniöld".
Þar er rætt um framtíðarmöguleika
í íslenzku atvinnulífi; hvað geti kom-
ið stijálbýlinu til góða í kjölfar sýni-
legs samdráttar hefðbundins land-
búnaðar. Þar er m.a. fjallað um skóg-
rækt sem athyglisverðan kost „fyrir
þær sakir, að hér eru viðhorf at-
vinnu, verðmætasköpunar, gróður-
vemdar og útivistar sameinuð í emu
hugtaki", eins og höfundur kemst
að orði.
Hann segir að áætluð grófviðar-
notkun hér á landi sé um 80 þúsund
rúmmetrar á ári, „þetta svarar til
um 100 þúsund rúmmetra af óberkj-
uðum bolviði, sem má fá af um 400
ferkflómetrum lands þar sem skógur
af 5 ferkílómetrum lands yrði högg-
vinn og gróðursett í jafnstóra spildu
árlega“. Höfundur segir að um 3.400
ferkm. lands henti til nytjaskógrækt-
ar hér á landi, þar af um 2.400
ferkm. í uppsveitum Árnessýslu. Orð-
rétt: „Miðað við innlenda reynslu
varðandi viðaivöxt og verðlag um.
þessar mundir, lítur út fyrir að nytja-
skógrækt sem byggist að hluta til á
sitkagreni og að hluta til Alaskaösp,
gæti skilað jákvæðum raunvöxtum
og staðið undir sér greiðslulega efir
um 35 ár ..."