Morgunblaðið - 14.01.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.01.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 C 29 Þórunn Baldursdóttir og Elín Sæmundsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell vinnu á talsambandinu að viðkom- andi tali ensku, eitthvert norður- landamálanna og helst þriðja tungumál, þýsku, frönsku, spænsku eða ítölsku. Og það er enginn skort- ur á tungumálagörpum á þessari deild. „Ég man ekki eftir að samtal hafi strandað vegna tungumálaerf- iðleika,“ segir Elín.“ Þær Þórunn og Elín segjast hafa átt ákaflega ánægjuleg viðskipti við staljsystur sínar erlendis. Þór- unn: „Ég man til dæmis eftir að ein þeirra, sem starfaði í Montreal í Kanada, kom hingað í heimsókn og bjó hjá tveimur talsambandskon- um meðan hún stóð við.“ Það ber margt skondið við á langri leið. Elín minnist atviks sem átti sér stað fyrir mörgum árum og sýnir hvað tilviljanir geta komið manni þægilega á óvart. „Það hringdi hingað kona sem þurfti að ná sambandi við dóttur sína í Kanada. Dóttirin var nýskilin við eiginmanninn og hafði í vandræðum sínum fengið inni með tvö lítil börn sín hjá hjónum þar vestra. Það eina sem konan vissi, og þó ekki fyrir víst, var að hjónin byggju í ákveðn- um bæ og hefðu eftirnafnið Smith, sem er svona álíka algengt og Jóns- son hjá okkur. Þetta var á kvöld- vakt og stúlkan sem var með mér sagði við mig: „Láttu þig ekki dreyma um að reyna þetta einu sinni; þetta er alveg út í bláinn." Ég hringdi samt í talsambandið í Montreal og fékk þau svör að það væru að minnsta kosti 50-60 manns með eftirnafnið Smith í þessum bæ. Þá ætlaði ég að gefast upp, en bið um eins og tíu númer. Þessi númer var ég að velkjast með á blaði hjá mér fram eftir vaktinni. Þegar lína losnaði renndi ég augum yfir blaðið og valdi eitt númer. Og viti menn: Dóttir konunnar svaraði í símann.“ Þórunn ætlar ekki að horfa í gaupnir sér þótt hún sé hætt að vinna á talsambandinu. „Ég er nú ekki farin-að leggja það niður fyrir mér í smáatriðum hvað ég geri,“ segir hún og brosir, „en ég vil helst hafa eitthvað fyrir stafni til að koðna ekki niður. Það er ofarlega á lista lijá mér að læra bridge og sækja námskeið í einhveiju sem er mér hugstætt. Og svo nýtur maður þess auðvitað að passa barnabörn- in.“ „Ég kvíði engu um framtíðina hér,“ segir Elín. „Eflaust á sjálf- virknin eftir að aukast enn, en ein- hver upplýsingaþjónusta hlýtur allt- af að verða nauðsynleg vegna tal- sambandsins við útlönd hvað sem öðru líður. Og hér er gott að vinna.“ Hvers vegna engin lyfta? Til Velvakanda. Aundanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um kjör hreyfihamlaðra og ekki síst hve slæmt aðgengi þeir hafa að opin- berum byggingum. Sem betur fer hefur þessi umræða haft jákvæð áhrif þannig að aðgengi fatlaðra hefur farið stórbatnandi, og man ég ekki betur en að sett hafi verið í lög að tekið skuli tillit til fatlaðra við allar nýjar opinberar byggingar. Þess vegna brá mér illilega í brún í haust er ég var að hlusta á þátt Jónasar Jónassonar, Kvöldskuggar. Hann var þar að tala við fatlaða konu. Sagðist hann hafa samvisku- bit af því að hafa fengið konuna til viðtals upp í útvarpshús og látið hana príla upp alla þessa stiga. Hvað, er engin lyfta í nýja útvarps- húsinu? hugsaði ég. Getur þetta ver- ið? Ég trúði varla mínum eigin eyrum og hringdi niður í útvarpsstöð og spyr einn starfsmanna hvort engin lyfta sé í húsinu. Jú, það passaði. Hún var engin en til stæði að hún’ kæmi einhvern tíma seinna. Þarna hafði sem sé orðið afturför frá því sem var í .gamla húsinu við Skúla- götu. Til dæmis væri ég boðaður þangað til þátttöku í dagskrárlið (en ég er í hjólastól), nú það væci ekk- ert mál fyrir mig því þarna var glæsi- leg lyfta. Nú mun því kannski verða svarað að ekki hafi verið til peningar fyrir lyftu en hefði þá ekki mátt spara eithvað sem síður er nauðsyn- legt? T.d. stóra fiskabúrið, já eða þá auka svolítið sparnaðinn í manna- haldi? Hvað á allur þessi lestur að þýða, 4—5 manns að lesa fréttirnar og hópur manna við ýmsa aðra þætti þar sem einn dygði. Eg sé ekki betur en þarna sé Ríkisútvarpið að halda uppi eins konar atvinnubótavinnu. Nei, hér er að mínu mati engin afsökun. Ég skora á forstöðumenn Ríkisútvarpsins að kippa þessu sem allra fyrst í lag. Ekki mín vegna. Ég geri ekki ráð fyrir að verða kallað- ur upp í útvarp til eins eða neins en það gætu verið aðrir fatlaðir sem ættu þangað erindi og gætu orðið Ríkisútvarpinu að góðu liði. Gestur Sturluson HÁVAÐI Til Velvakanda. * Eg er alltaf undrandi á því hversu mikin hávaða fólk lætur bjóða sér á skemmtistöðum. Þar heyrist ekki mannsins mál og það er jafnvel erfitt að hlusta á tónlistina einmitt vegna þess hve hún er hávær. Þetta gerir fólk alveg ruglað. Á þessum stöðum ætti að leggja áherslu á að þjóna fólki og skapa skilyrði til góð- ar stemmingar. Talað hefur verið um að þessi hávaði geti valdið skemmdum á heyrn fólks, jafnvel varanlegum. Hvað um tónlistarmennina? Eru þeir ekki allir orðnir heyrnardaufir? Er það ef til vill þess vegna sem sem þeir stilla svona hátt - til að heyra sjálfir það sem þeir eru að spila. Er ekki komin tími til að koma þessum málum í betra horf? Gestur TRUAR- LEIÐTOGAR ÞJÓÐANNA Til Velvakanda. Leggðu það á þig að vera opinn fyrir fréttum og heimsfréttum í, eigum við að segja 6—10 mánuði, kannski skemur. Þá á ég við fréttir í öllum fjölmiðlum. Þetta hef ég reynt á sjálfum mér. Hver verður svo út- koman? Jú, þú ert litlu nær. Þér finnst flest standa í stað. Vissulega eru það mikil gleðitíð- indi hvernig mál leysast fyrir austan járntjald. Þó er ekki allt sem sýnist. Nei, lesandi góður, það eru trúar- brögðin, hin ólíku trúfélög þjóðanna sem öllum glundroðanum valda um heim allan. Trúarleiðtogar þjóðanna, eru, ef grannt er skoðað, hinir raun- verulegu ráðamenn. Ef þeir koma sér ekki saman, iogar allt sem getur brunnið. Hinir pólitísku ráðamenn eru máttlitlir. Þeim tekst aldrei að koma á friði í heiminum. Mér er sama hvað hver segir. Hin ólíku trúarbrögð hafa lítið sem ekk- ert breyst í gegnum aldirnar. Lítið nálgast hvert annað þó öll stefni að sama marki. Það er einna helst að Lúter virði páfann eða öfugt. Búið heilagur. Þá eru öll hin eftir. Guð má vita hvað þau eru mörg en þau stærstu getur maður talið á fingrum sér. í raun er þetta mjög einfalt dæmi. Ef þeir sem öllu ráða í heiminum í dag og þá er ég komin að kjarna málsins. Það er að beita vopnum í þágu friðar, ef þessir háu herrar krefðust þess í valdi vopna sinna, að trúarleiðtogar þjóðanna talist við og semji ævarandi frið, geta jarð- arbúar andað léttar um aldamót. „Maðurinn“í dag getur búið yfir þvílíkri menntun, kunnáttu, að sól- kerfi okkar er í hættu. Ef ekki er unnt að komast stystu leið að meininu-nú þegar er voðinn vís. Annars er það furðulegt að ekki hafi verið vakin athygli á þessu fyrr, eins og það í sjálfu sér er einfalt. Nú er bara að hamra járnið meðan það er heitt. Ég segi eins og þeir á Stöð ’89. Boltinn er hjá þér, lesandi góður. M.Ó. Jasstónleikar sunnudag kl. 21.30 Tregasveitin Pétur Tyrfingsson,söngur og gítar Guðmundur Pétursson, gítar ásamt hrynsveit. Ósvikinn biúsleikur. Heili potturinn Fischersundi ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku og skoðunarferðir - Ensku og badminton - Ensku og tennis - Ensku og siglingu á ánni Thames - Ensku fyrir kennara - Ensku fyrir fólk á efri árum - Ensku og heimilishjálp og fleira. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir, fulltrúi I.S.A.S. á íslandi, í síma 672701 milli kl. 13-15. Fulltrúi frá I.S.A.S. er á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. Æ Við kynnum garndeildina okkar og veitum 10%afslátt af öllum vörum í deildinni. t 10% afsláttur af: Bandi, lopa, vefjagarni, prjónum og fylgihlutum í vefstóla. Sértilboð að auki á eldri litum: 20% afsláttur af hespulopa, plötulopa og flosi í mörgum eldri litum sem hætt er að framleiða. Kynningin stendurtil 1. febrúar. Sendum í póstkröfu. íslenskur heimilisiðnaður, garndeild, 2. hæð, sími 11785. Símboðínn Nú er hægt að koma til þín skilaboðum, nánast havar sem þú ert staddur og þú hringir svo í viðkomandi þegar þér hentar! Ómissandi fyrir þá sem eru mikið á ferðinni, Kynningarverð aðeins 19.900,- eða 18.900,“ stgr. Hafðu samband og við leiðum þig í allan sannleíkann um Símboðann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.