Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. PEBRÚAR 1990
45
Minning
Sigrún Jóhannes-
dóttiríHöfða
Fædd 18. júlí 1892
Dáin 7. desember 1989
Mig langar til að minnast Sigrún-
ar tengdamóður minnar. Hún fædd-
ist á Melum í Fnjóskadal 18. júlí
1892. Foreldrar hennar voru Jó-
hannes Sigurðsson og Sigríður Rósa
Sigurðardóttir. Sigrún eignaðist 10
systkini og einn hálfbróður, aðeins
einn bróðir hennar er á lífi, Gestur
Jóhannesson, en hann dvelur nú á
dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Sigrún ólst upp í Vestari-Krókum
á Flateyjardal frá þriggja ára aldri,
en þegar hún var 14 ára flutti fjöl-
skyldan að Ytra-Hóli í Fnjóskadal,
og þar bjuggu foreldrar hennar til
æviloka.
Sigrún gekk til spurninga í 4 vet-
ur hjá sr. Asmundi Gíslasyni á Hálsi.
Hann taldi hún meistaralegan fræð-
ara, því auk kristindómsfræðslunn-
ar, sagði hann þeim frá mannlífi
annarra þjóða og lýsti fjarlægum
löndum á lifandi hátt. Þá vaknaði
löngun hennar til að komast til Isra-
el en hún rættist löngu seinna. Vor-
ið 1915 þegar hún var 22 ára, réðst
hún sem kaupakona að Miðvík í
Grýtubakkahreppi. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Kristni Indriðasyni,
en hann var fæddur 7. apríl 1890,
yngstur þriggja bræðra. Þau giftu
sig 5. mars 1916. Þá var mikið fann-
fergi en þrátt fyrir það var slegið
upp veislu á Ytra-Hóli og dansað
fram eftir nóttu. Kristinn stundaði
sjó, jafnframt því sem hann var í
ráðsmennsku í Garðsvík á Sval-
barðsströnd. Fyrsta barn þeirra, Jó-
hannes Steinþór, fæddist 1917. Árið
eftir fluttu þau að Vatnsleysu í
Fnjóskadal og þar fæddust Ragn-
heiður 1918 og Kristmann 1920.
Árið 1921 fluttu þau yfir Fnjóskána
í Végeirsstaði og bjuggu þar í 5 ár
og þar bættust 4 börn við, Valdimar
Gestur 1921, Sigríður Rósa 1923,
Indriði 1924 og Sigurður Árni 1926.
Vorið 1926 fengu þau ábúð í Hrings-
dal á Látraströnd. Þangað hafði
Sigrún aldrei komið og vissi ekki
hvað beið hennar. Þegar komið var
heim að Hringsdalsbænum eftir
langa ferð, leist henni ekki á, ávöl
brekka niður undan bænum fram á
þrítugt bjarg. Snjó hafði að mestu
verið mokað út úr húsakynnunum,
en þó voru skaflar á stöku stað,
þetta var sannarlega ekki glæsileg
aðkoma með 7 börn, það elsta 9 ára
og yngsta mánaðargamalt. í sex ár
bjuggu þau þarna, hver rigningar-
dropi sem kom úr loftinu kom beina
leið inn, og eitt sinn gekk svo langt,
að Kristinn tók hleðslu úr bæjardyra-
þröskuldinum og fossaði þá eins og
meðal bæjarlækur út á hlaðið. Oft
sagði hún mér frá veru sinni í
Hringsdal og var þá gjarnan að bera
saman þægindin nú til dags. Konur
væru að kvarta, með 1-2 börn, og
allt færi úr skorðum ef þvottavélin
bilaði, ég tala nú ekki um ef raf-
magnið færi. Já, hún hafði sannar-
lega lifað tímana tvenna, allt frá því
að búa í torfbæ og til nýtískulegra
Minning
Sr. Finnbogi Krist
jánsson Laxárdal
Fæddur 10. júlí 1908
Dáinn 12. nóvember 1989
Finnbogi Kristján Kristjánsson
var fæddur 10. júlí 1908 í Reykjavík.
Voru foreldrar hans Axel Christian
Theodor Lassen, veggfóðrari í
Reykjavík, Jóhannsson og Margrét
Finnbogadóttir á Galtalæk á Landi
Árnasonar og Guðríðar Eyjólfsdótt-
ur.
Margrét móðir Finnboga hafði
verið gift áður Guðmundi Vern-
harðssyni frá Seli á Stokkseyri, er
hafði verið kennari í Landsveit
1895-97 og síðan á Stokkseyn.
Margrét og Guðmundur giftust 29.
ágúst 1896, en hann andaðist 1901.
Þau áttu barn er lifði og var látið
heita Lovísa Guðríður Ragnheiður,
er síðar giftist Brögger heilsala í
Kaupmannahöfn.
Eftir lát manns síns mun Margrét
hafa horfið til átthaga sinna í Land-
sveit og var hún um árabil ráðskona
hjá Sigurði Magnússyni bónda á
Leirubakka. Það var talið myndar-
heimili og Sigurður bóndi ágætur
maður. Bar hann sig vel er aldurinn
færðist yfír. Hann var afkomandi
Sigríðar í Skarfanesi, en hún var
talin afkomandi Bjarna Thorarensen
frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, síðar
amtmanns á Möðruvöllum. Guðni
Jónsson sagnfræðingur og háskóla-
kennari er var frá Gamla Hrauni á
Eyrarbakka ólst upp hjá Sigurði
Magnússyni á Leirárbakka.
Finnbogi Lassen ólst upp hjá
móður sinni og Sigurði Magnússyni,
því eigi varð um hjúskap hjá foreldr-
um hans.
Það mun snemma hafa borið á
góðri greind og bókhneigð hjá Finn-
boga. Þá var Ófeigur Vigfússon
prestur í Fellsmúla, lærdómsmaður
og kennari ágætur. Hann var frá
Fjalli á Skeiðum. Lærðu margir und-
ir skóla hjá honum og dvöldu þar
vetrarlangt. Finnbogi mun hafa
gengið til hans og fengið kennslu
hjá honum, er hann las undir gagn-
fræðapróf. Það segir að Finnbogi
var iðinn við lærdóminn. Eitt sinn
er hann kom til læriföður síns með
80 danska stíla í einu lagi þótti sr.
Ófeigi furðu mikið, en fór þó yfir
þá alla. Finnbogi lauk gagnfræða-
prófi 1926 og síðan tók hann að
lesa undir stúdentspróf utanskóla
sem áður og mun þá líklega hafa
kennt honum sr. Ragnar Ófeigsson
er var aðstoðarprestur föður síns.
Var hann lærður maður og kennari
góður. Finnbogi lauk stúdentsprófi
1930. Þá fór hann í háskólann og
lagði sig eftir heimspeki og las mik-
ið í þeim fræðum. Síðan hóf hann
að lesa guðfræði og las mikið skýr-
ingaritin á erlendum tungumálum
sér til gagns og ángæju. Var ég þá
bókavörður deildarinnar. Finnbogi
útskrifaðist sem guðfræðingur vorið
1936. Voru þeir 7 sem tóku próf og
urðu þeir allir prestar. Eigi tók Finn-
bogi næstu árin prestskap en lauk
kennaraprófi 1938. Þó kom að að
hann hugði að hefja prestskap, enda
vel lærður og trúaður maður. Dvaldi
hann sumarlangt við predikunar-
starf 1941 í Hvammsprestakalli í
Laxárdal í Skagafirði. Fórst honum
þetta vel og var vel látinn af söfnuð-
inum sem trúr þjónn heilagrar
kirkju. Honum var síðan veittur
Staður í Aðalvík í Norður-ísafjarðar-
prófastdæmi, að lokinni vígslu 19.
nóvember 1941. Hann var settur inn
í embætti af sr. Þorsteini Jóhannes-
syni prófasti í Vatnsfirði og þjónaði
þessu brauði í 4 ár, uns byggðin
eyddist.
Finnbogi hélt hús með móður sinni
Margréti Finnbogadóttur er var
furðu em. Þau dvöldu nú í Reykjavík
árlangt, sótti hann þá um Hvamms-
prestakall í Laxárdal er hann hafði
áður þjónað. Var honum veitt það
1946. Þar þjónaði hann til 1975 er
hann fékk lausn frá embætti eftir
29 ára þjónustu. Hér var hann vel
látinn, átti samhug fólksins. Sr.
Finnbogi var einnig veraldlega sinn-
aður, hann var kosinn oddviti Skefil-
staðahrepps í 8 ár. Lét honum fjár-
málin vel, var enginn eyðslumaður
í daglegu lífi.
Á skólaárum okkar kom fram
vakning i Guðfræðideildinni að
kennt yrði á orgel til stuðning hinum
verðandi prestskap. Var þá leitað til
Páls Isólfssonar organista við Dóm-
kirkjuna. Sr. Finnbogi var einn
þeirra er naut þessarar kennslu, er
varð honum til mikillar ánægju síðar
meir. Enda eignaðist hann síðar org-
el, píanó og harmonikku.
Sr. Finnbogi varð snemma bók-
hneigður og iðkandi lestur bóka til
æfiloka. Á æskuárum sínum las
hann „Þúsund og eina nótt“ og „Sög-
ur herlæknisins". Minntist hann oft
á 30 ára stríðið og hershöfðingja
þar. Sr. Finnbogi var einn þeirra
presta sem fór eftir lögunum um
bókasafn prestakalla, það vom bæk-
ur um guðfræðileg efni, prestunum
til styrktar. Enda bám ræður hans
vott um að hann var vel lesinn. Það
var á Hólahátíð prestastéttarinnar
að vígslubiskup Sigurður Stefánsson
á Möðruvölium, fékk sr. Finnboga
til að flytja erindi um guðfræði. Sr.
Finnbogi flutti erindi um Postulasög-
una og þótti vel takast.
Sr. Finnbogi var einn af 5 prestum
er talaði við útför sr. Helga Konráðs-
sonar prófasts á Sauðárkróki. Var
ræða hans ágæt.
Við lát síns gamla kennara sr.
Ragnars Ófeigssonar í Fellsmúla,
tók sr. Finnbogi sig upp og fór aust-
ur og flutti kveðjuorð við útför hans.
Á afmælisfundi Prestafélags
Hólastiftis, sem haldinn var á Sauð-
árkróki, bar fundum okkar sr. Finn-
boga saman í síðasta sinn. Ég hafði
lagt svo fyrir að við sætum yið sama
borð í veislunni. Það fór vel á með
okkur, við vorum hressir í anda eins
og í fyrri daga.
Það má segja að sr. Finnbogi
væri alinn upp við rætur Heklu, en
það varð hans hlutskipti á prestskap-
arárunum að búa við fætur Tinda-
stóls.
Sr. Finnbogi var borinn til moldar
að Hvammi í Laxárdal við hlið móð-
ur sinnar. Sr. Hjálmar Jónsson jarð-
söng en 4 prestar í fullum skrúða
ásamt 2 sóknarnefndarmönnum
báru hann til grafar.
Sr. Finnbogi var skáldmæltur.
Þetta vers sem hér birtist er eftir
hann, sem kveðja.
Guð þín máttug mildi
meinin læknar hörð,
hæstum hlífiskildi
haltu yfir jörð.
Skini lífs frá landi
ljúfust náðarsól,
andi guð þinn andi
yfir jarðarból.
Blessuð sé minning hans.
Pétur Þ. Ingjaldsson
húsakynna. Iðulega sagði hún þegar
hún var háttuð að hún vildi óska að
öllum liði eins vel og sér. Kristinn
hafði stundað sjó þau ár sem ekki
fæddust börn en eftir komuna í
Hringsdal var það ógerlegt. Þar
bættust 4 börn í hópinn: Ásmundur
Hreiðar 1927, Flosi 1929, María
Soffía 1930 og Anna Kristbjörg
1931. En árið 1932 varð heldur bet-
ur breyting á högum þeirra, þá tóku
þau Höfða í Höfðahverfi á leigu,
flutningnum gleymdi hún aldrei. Það
var haft eftir einhverjum að svo var
Kristinn barnmargur að þegar fyrsta
barnið kom í hlaðið í Höfða, fór það
síðasta úr Hringsdal.
4 árum seinna keyptu þau jörð-
ina. Það voru mikil umskipti að
mega hefja ræktun og uppbyggingu
á eigin landi og hlúa að æðarvarpi
en það hafði ekki fylgt með, meðan
þau leigðu. Og enn bættust við börn,
Jón Ingvi 1933, Jóhannes 1934,
Ásgeir 1935 og Haraldur Kristófer
1938.
En sorgin hafði líka knúið dyra,
elsti sonur þeirra lést árið 1934,
þtjá syni missti hún fullorðna: Ind-
riða (1974), Kristmann (1977) og
Valdimar Gest (1984).
Kristinn lagði mikið á sig til þess
að sýna staðnum sóma en hann and-
aðist skyndilega 16. nóvember 1953.
Sigrún taldi alltaf að bestu ár ævi
sinnar hefðu verið hér í Höfða. „Hér
er fallegt útsýni, upp Dalsmynnið,
inn fjörðinn tii Akureyrar, og Kald-
bakur er hvergi fallegri en hérna
af hlaðinu í Höfða,“ sagði hún oft,
þegar hún var að sýna gestum útsý-
nið. Hún hafði mikið yndi af ferða-
lögum, fór oft í bændaferðir og or-
lofsferðir með þingeysku fólki. Þeg-
ar hún varð 75 ára, gáfu börnin
hennar henni ferð til ísrael. Það
hafði alltaf verið draumur hennar
eins og áður er frá greint. Sú ferð
varð öllu lengri en áætlað var, því
hópurinn lenti í 6 daga stríðinu.-
Mikið lof bar hún ævinlega á farar-
stjórann, sr. Frank M. Halldórsson,
og ferðafélagana sem hún hélt mik-
illi tryggð við. Einnig fór hún til
Portúgal og Kaupmannahafnar þeg-
ar hún varð 80 ára og seinasta ferð-
in út var til Kanada 1975. Þar hitti
hún marga sem hún átti frændsemi
við. Einnig var henni minnisstætt
ferðalag í kringum landið, sem hún
fór 1980. Þá kom hún til frændfólks
og vina í flestum sýslum.
Þegar ég kom hér í Höfða árið
1970, tók hún vel á móti mér, og
bjuggum við hér saman þar til sl.
sumar, þegar hún veiktist og þurfti
að fara á sjúkrahús. Okkur kom
bara vel saman en oft sagði hún
þegar við vorum ekki sammála að
það væri nú ekki nema von, þar sem 1
um 60 ára aldursmunur væri með_
okkur. Hún tók þátt í bústörfum
með okkur, hreinsaði t.d. dúninn. í
Sauðburði hafði hún sérlega gaman j
af og þegar hún treysti sér ekki til i
að ganga í ijárhúsin, fékk hún ein-
hvem til að aka sér svo hún gæti
séð lömbin og heyrt jarminn. Hún
lifði fyrir börn sín og afkomendur
þeirra, en þegar hún lést átti hún
151 afkomenda, síðan hafa tveir
bæst við.
1976 var haldið hér ættarmót og
síðan á 4 ára fresti og mikið gladd-
ist hún yfir að sjá allt fólkið og börn-
in sem uxu svo fljótt. Síðast í sumar
hélt hún upp á 97 ára afmælið sitt
heima, en þá var mátturinn þrotinn
og þörf fyrir sjúkrahúsvist. Mér er
mjög minnisstæð sú stund í vor,
þegar hún var viðstödd fermingu
eldri dóttur okkar í Grenivíkurkirkju,
í hinu versta veðri, en hún lét það
ekki á sig fá, meira að segja fór hún
upp að altarinu og kraup þar með
fermingarbörnunum og fjölskyldum
þeirra. Seinna sagði hún mér, að sér
hefði ekki dottið í hug að hún myndi
komast í kirkju þegar hún Asta
Fönn yrði fermd og þetta yrði sjálf-
sagt í síðasta sinn, sem hún færi
þangað, sem og rættist.
Dætur mínar, Ásta Fönn og Inga
Hrönn, þakka ömmu sinni allar góðu -
stundirnar sem þær áttu með henni,
hún kenndi þeim svo margt, gætti
þeirra þegar þær voru litlar og þær
studdu svo ömmu sína þegar hún
þurfti á því að halda, seinni árin.
24. júlí fór hún á sjúkrahúsið á
Akureyri og í ágúst var hún flutt á
Hjúkrunarheimilið Sel. Þar var hún
til dauðadags. Þar hresstist hún svo
og var svo ánægð, meira að segja
var hún farin að grípa í prjónana
aftur, en hún andaðist þar 7. desem-
ber sl. Hún var jarðsungin frá
Grenivikurkirkju, sunnudaginn 17.
desember að viðstöddu fjölmenni.
Ég bið Guð að blessa hana.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Br.)
Þórdís Þórhallsdóttir
t
AÐALSTEINN EIRÍKSSON
fyrrverandi skólastjóri Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp og fjár-
málaeftirlitsmaður skóla,
Boðahlein 16,
Garðabæ,
lést 27. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Bjarnveig Ingimundardóttir,
Auður Aðalsteinsdóttir, Ásgeir Valdimarsson,
Páll Aðalsteinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir,
Þór Aðalsteinsson, Anna Brynjólfsdóttir,
Halla Aðalsteinsdóttir, Sveinn Þórarinsson,
Helga Maria Aðalsteinsdóttiriyiagnús Ingólfsson.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og veittu
okkur styrk við fráfall og útför
HELGU ÁSMUNDSDÓTTUR.
Leifur Stefánsson og börn.
Ásmundur Sigurjónsson, Lis Ruth Sigurjónsson,
Pia Ásmundsdóttir,
Kjartan Ásmundsson,
Egill Ásmundsson,
Stefán Yngvi Finnbogason, Hólmfríður Árnadóttir.
t
Innilegar þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÞORSTEINS GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
Bogahlfð18.
Veronika Konráðsdóttir,
María Þorsteinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson,
Pétur Þorsteinsson, Þórarna Ólafsdóttir,
Sveinn Þorsteinsson, Anna Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.