Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR '1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGi TIL FÖSTUDAGS Nokkur orð um Söngvakeppni Til Velvakanda. Nú hefur verið blásið í lúðra, söngvakeppni sjónvarpsstöðva er framundan. Það var gefin út tilkynning að nú mætti öll íslenska þjóðin taka þátt í keppninni. En hvernig væri að riíja upp keppnina í fyrra sem var svo glórulaus, eitt það vit- lausasta sem gerst hefur á þessu landi. Það voru skipaðar fímm sálir til að semja lög og texta fyrir keppnina. Þessi afkvæmi voru svo kynnt fyrir þjóðinni. Sum lögin voru sæmileg og sumir textar góðir og sumir slæmir eins og gengur. Það leið að lokahrinunni. Það voru skipaðar dómnefndir um allt Góð grein Til Velvakanda. Ég vil þakka séra Jóni Habets fyrir grein hans, „Er Jesús Guð?“ í þætti Velvakanda í gær. Og við erum áreiðanlega mörg sem vild- um gjarnan hafa sagt eitthvað svipað, en skortir til þess tíma og hæfileika. Sú grein sem hann andmælti var kænskuleg árás á kjarna kristinnar trúar eins og hún er játuð og viðurkennd í öllum helstu kirkjusamfélögum frá upp- hafí: kaþólskum og grísk- orþódoxum, Lúterskum og Kalvínskum, hjábaptisum, meþód- istum og biskupakirkjumönnum, engu síður en hjá hinum fornu kirkjum Kopta og Armena. Sr. Jón Habets er greinilega gagnmennt- aður í guðfræði og biblíufræðum. En játing hans á sannleikanum um guðdóm Krists er ekki vara- játning, heldur er hann veija þann helgidóm, sem stendur hjarta hans næst. Kæru lesendur, sem ekki lásuð grein Sr. Jóns Habets. Takið nú fram föstudagsblað Morgunblaðis- ins frá 2. febrúar - það er þess virði að lesa í gegnum þessa grein og sjá hans sterku og óvefengjan- legu rök fyrir því sem Biblían boðar: að Kristur er Guð, þótt hann hafi tekið á sig mannsmynd. Það verður enginn svikinn af þessari grein. _ Jón Valur Jensson gjörvallt ísland. Loks rann upp kvöldið er dóminum skyldi full- nægt og verðlaunalagið valið. Þetta gekk vel'til að byija með. Það leit út fyrir um tíma að lagið Sóley myndi sigra en þá átti dóm- nefnd Reykjavíkur eftir að segja sitt. Og hún sagði sitt. Annað hvort var að þessi ágæta nefnd hafði aldrei hlustað á lag eða texta, eða hitt að sigurvegarinn varð að vera úr Reykjavík. Svona fór um sjóferð þá. Það var ekki hlustað á okkar framlag og útkoman varð eitt stórt núll í veraldarinnar tombólukassa. En þá gerðist það að núllið varð að geislabaug. Allir blaðamenn og ljósmyndarar þessarar háttvirtu samkomu hópuðust utan um höf- und lags og texta og mynduðu hann í bak og fyrir en litu ekki við sigurvegurunum. Þetta var stór stund fyrir ísland. Svo allt í einu birtist bjargvætturin Arthur Björgvin Bollason og við hlið sér hafði hann einn þann snjallasta útvarpsmann þýskan er bauðst til að taka nokkur lög Valgeirs til flutnings í þýska útvarpið. Það var huggun harmi gegn. En hvað gerist nú á því herrans ári 1990? Fáum við annað núll eða verður okkur boðið sæti? Við eigum alltaf víst það sextánda. En eitt ber að athuga ef að sama fyrirkomulag verður haft í kosningum og var í fyrra þá ber að byija á Reykjavík. Frímann Einarsson Fylgjast ekki með Til Velvakanda. Eins og kunnugt er hefur frem- ur lítilvægt mál (umferðarlaga- brot) Jóns Kristinssonar dregið nokkurn slóða. Stærsti þáttur málsins var sá sem í ljós kom við dóm Hæstaréttar 9. jan. sl., þ.e. að sýslumannsembætti gætu ekki bæði stjórnað rannsókn og síðan dæmt í sama máli. Hæstiréttur beið ekki eftir því að nýleg lög um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds tækju gildi 1. júlí 1992. Nú skyldu menn ætla að nýleg lög hefðu ekki átt að koma þing- mönnum, en þó einkum ráðherr- um, á óvart. Svo virtist þó vera, sbr. ijaðrafok það sem fylgdi í kjölfarið, svo og vingulsleg og reikul viðbrögð dómsmálaráð- herra, sem Bolungarvíkurdeilurn- ar sýna í hnotskurn. Mál þetta allt sýnir glöggt að sumir ráðherrar virðast ekki fylgj- ast með lagasetningu sem að embættum þeirra lúta. En á hinn bóginn virðast þeir vilja nota hvert tækifæri til að auglýsa sjálfa sig með nokkurri drýldni. Jónína Einarsdóttir 53 [pgyGsia/oigx)^ <P 1990 Universai Press Syndicate „Murtdu eftircxb afhendCL passann, öJ5ar ert þú ferá út-'' * Ast er... •. .einnig hjá hundum. TM Reg. U.S. Pat Off.—all righta reservad © 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég hef notað tímann til POLLUX þrekæfinga ... Hæ, pabbi... HÖGNI HREKKVÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.