Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 25
opt flAti>iagrt j) HUOAauiauw ciki/utavtuoaoi'/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 25 Winme Mandela ræðir við blaðamenn að aflokinni fímm stunda heimsókn í fangelsi til eiginmanns síns sem nú hefur sett skilyrði fyrir því að þiggja náðun. væru Mandela og leiðtogar ANC að reyna að knýja De Klerk til frek- ari umbóta og hraðara fráhvarfs frá aðskilnaðarstefnunni. Stoffel van der Merwe, mennta- málaráðherra, hvatti Mandela og leiðtoga ANC í gær til þess að falla frá hinum nýju skilyrðum og réð þeim að setjast að samningaborði með fulltrúum stjómarinnar um nýja skipan mála í Suður-Afríku. Leiðtogafundur norrænna hægriflokka: Mandela setur skilyrði fyrir að fara úr fangelsi Höfðaborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hvöttu blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela og leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC) til þess að falla frá nýjum skilyrðum sínum og koma til samningaviðræðna um nýja framtíð Suður-Afríku. F. W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, lýsti yfir víðtækum umbót- um sl. föstudag, þar sem starfsemi ANC og annarra blökkumannasam- taka, sem barist höfðu gegn að- skilnaðarstefnu stjómar hvíta minnihlutans, var leyfð. Einnig var ákveðið að láta Mandela lausan úr fangelsi en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir samsæri gegn stjórn hvítra og hef- ur setið inni í 27 ár. í fyrradag setti Mandela hins vegar skilyrði fyrir því að fara úr fangelsi og eru því útlit fyrir að eitthvað dragist að hann geti strok- ið um fijálst höfuð aftur. Neitaði Mandela að fara úr fang- elsi fyrr en neyðarlögum, sem verið hafa í gildi í þrjú ár, hefði verið aflétt í Suður-Afríku. Taldi stjórnin nauðsynlegt að grípa til þeirra vegna vopnaðrar andstöðu blökku- manna. Stjórnmálaskýrendur litu svo á í gær að með nýjum skilyrðum Ráðstefna með borgara- legum öflum í A-Evrópu NORRÆNU hægriflokkarnir ætla að eftia til ráðsteftiu í ágúst á þessu ári með borgaralegum flokkum og hópum sem mynd- ast hafa í Austur-Evrópu undan- farið. Einnig stendur tii að sendinefhd þingmanna borgara- legra flokka á Norðurlöndum fari til Eystrasaltslandanna í vor til að sýna lýðræðisþróun- inni i Austur-Evrópu stuðning í verki. Kemur þetta fram í álykt- un árlegs leiðtogafundar norr- ænna borgaraflokka sem hald- inn var í Kaupmannahöfti um helgina. í ályktuninni segir að í ljósi breytinganna í Austur-Evrópu sé óhætt að fullyrða að nú sé að hefjast nýr kafli í sögu Evrópu, sem kenna megi við umbætur og uppbyggingu. Framundan séu erf- ið verkefni þar sem lýðræði tekur við af einræði og markaðshagkerfi af áætlunarbúskap. Breytingarnar í Austur-Evrópu jafngildi ekki ein- ungis hruni kommúnismans heldur sýni og að þjóðir þessara ríkja vilji fylgja fordæmi lýðræðisríkja álf- unnar. Mikilvægt sé að rétta þeim sem nú eru að feta nýjar brautir hjálparhönd. Kemur fram vilji þeirra sem að ályktuninni standa til að .aðstoða við að móta lýðræð- isstofnanir í löndum þessum og breyta mótmælahreyfingum í eig- inlega stjómmálaflokka. Fundinn sátu m.a. Poul Schlút- er, forsætisráðherra Danmerkur og formaður íhaldsflokksins, Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs og formaður Hægriflokksins, Carl Bildt, formaður Hófsama samein- ingarflokksins í Svíþjóð, Ilkka Suominen, iðnaðarráðherra Finn- lands og formaður Sameiningar- flokksins, og Jogvan Sundstein, lögmaður í Færeyjum og formaður Fólkaflokksins. Islendingar sem sátu fundinn voru Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri flokksins. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. @8aoir0aiMg)Mir JiSinissM & ©@ Vesturgðtu 16 - $im» 14660-13210 SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Á sfldarhlaöboröinu má iinna mikinn ljölda gimilegra síldarrétta, auk heitra rétta, og er vcröinu mjög stillt í hóf. Sfldarævintýriö stendur yfír í hádeginu alla virka daga. Sfldarævintýri í hjarta Reykjarikur Veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg býður þessa daga upp á sannkallaö sfldarævin- týri í hádeginu, sfldarhlaðborð, þar sem finna má ókjör girni- legra og nýstárlegra síldar- rétta. Það er hinn kunni matar- gerðarmeistari í Óðinsvéum, Gísli Thoroddsen, sem hcfur veg og vanda af matreiðslu rétt- anna. „Við íslendingar eigum þetta úrvals hráefni, sjálft silfur hafsins, og það er svo sannar- lega tími til kominn að við forum að setja metnað og hug- vit i fyrsta flokks matseld þess- arar ágætu fisktegundar, segir Gísli Thoroddsen, en hann býður upp á hátt á þriðja tug mismunandi síldarrétta. „Við höfum alltaf haft hér fjölda fastagesta í hádeginu, sem kunna að meta góðan mat, og við erum ekki í minnsta vafa um að síldaræv- intýrið muni mælast vel fyrir hjá sælkerum borgarinnar. Við verðum með þetta á sérstöku kynningarverði til að byrja með, þannig að ekki ætti verð- ið að aftra neinum.“ Auk síldarréttanna verður allt- af boðið upp á a.m.k. einn heitan rétt á hlaðborðinu, en það stendur til boða í há deg- inu alla virka daga. Og fyrir þá, sem enn eru ekki komnir upp á bragðið með síldina, býður Óðinsvé auðvit- að einnig upp á sinn fjölbreyti- lega hádegisverðarmatseðil. Auglýsing. Lítiö inn til okkar og skoöið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! Kœli - og frvstitœki í miklu úrvali! SIEMENS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.