Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 47 Petra K. Guðlaugs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 28. september 1912 Dáin 15. janúar 1990 Þegar Petra Kristine og Benedikt komu að Deildartungu árið 1938, ásamt Gunnari syni þeirra sem þá var 7 mánaða gamall, fengu þau til íbúðar litla stofu og fornfálegt eldhús í gamla húsinu. Petra var 26 ára, björt yfirlitum og fínleg. Margir ráku upp stór augu. í Reykholtsdal sátu menn að búum sínum, litu á jörðina sem beitiland, jurtir voru skepnufóður, fæstir þekktu aðrar ætar plöntur en rófur og kartöflur, epli fengust fyrir jólin. Þá var djarft að byija búskap með því að byggja gróðurhús og rækta afurðir sem áttu langt í land að teljast dagleg nauðsynjavara. Fjölmiðlar voru þá hlutlausari en nú gerist og landnámsmönnum í Víðigerði var hlíft við ásókn þeirra, en því forvitnari voru nágrannarnir um framvindu mála. Þá þekktu menn ekki orðið fjármagnskostnað- ur, en orð eins og ráðdeild og fyrir- hyggja voru notuð til að lýsa því ef mönnum gekk vel að koma und- ir sig fótum og forðuðust að binda sér þunga skuldabagga. Ég þykist vita að þeim Víðigerðishjónum hafi búnast svo vel sem raun varð á vegna þess að þau kunnu til verka, vöktu yfir hinum viðkvæma bú- stofni í gróðurhúsunum og voru í öllum samhent í nægjusemi og hag- sýni. Á tæpum þremur árum komu þau upp garðyrkjubýlinu Víðigerði við Deildartunguhver, gróðurhúsum og íbúðarhúsi sem varð heimili þeirra í 34 ár. í gamla húsinu tókust hin bestu kynni milli nýju íbúanna og foreldra minna, Sigurbjargar ogJóns. Petra virtist fljótt kunna allt og vita sem þurfti til að búa á íslandi, þá fyrir skömmu flutt hingað á berangrið úr gróðursæld Danmerkur. Hafí einhverntíma hvarflað að henni óyndi lét hún það ekki í ljós. Vera kann að stóri reynirinn og grænt túnið fyrir utan stofugluggann hafí mildað umskiptin. I gömul og slitin híbýli flutti hún með sér nokkuð af rótgróinni menn- ingu móðurlandsins, hlýleik og umgengisprýði, án þess að kosta miklu til, enda eru þau lífsgæði ófáanleg fyrir peninga. Mig furðaði á því að Petra sagð- ist ekki ætla að læra íslensku, allir skildu hana, röddin var hljómþýð, hún talaði skýrt og notaði íslensk orð þegar með þurfti. Síðar skildi ég að ákvörðun hennar var hyggi- leg. Unglingar glíma nú við að ná tökum á að panta sér kaffi eða koma fyrir sig orði í erlendum versl- unum, sumir hveijir með árangurs- litlu striti, en vita jafn lítið um menningu útlandsins eftir sem áð- ur, og margir Danir hafa strítt við föllin í okkar máli með hæpnum árangri. Petra hafði annað þarfara að gera. En auðvitað lærði hún íslensku, fyrst að skilja og lesa og síðan að tala. Benedikt var félagslyndur og ræðinn og þótt þau töluðust við á móðurmáli hennar varð fljótt gest- kvæmt á heimilinu. Benedikt kunni þá list að fá gesti til að leysa frá skjóðunni og sjálfur var hann óspar á að fræða og skemmta. Leó bróðir hans, sem var þeim hjálparhella við að byggja, svo og ættingjar þeirra norðan af Ströndum kunnu vel að koma fyrir sig orði. Nefni ég þar til líka móður mína Sigurbjörgu. Þær nágrannakonur, Petra og hún, iðkuðu þá fomu grein íslenskra fræða að rekja aftur í tíma uppruna og tengsl vina og nágranna og gátu stundum brosað að sérkennum sem virtust ættgeng. En allt var það með háttvísi stundað, því báðar voru umtalsfrómar. íslenskan henn- ar Petru var samþætt arfi og þjóð- menningu landsins þar sem hún deildi kjörum með fólkinu og lærði að skilja hugsunarhátt þess og lífsbaráttu. Með fallegu brosi og ljúfu geði sagði hún líka meira en hægt er með orðskrúði. I framkomu hennar var öryggi sem vakti traust, hún hafði líka fallegar hendur sem allt færðu til betri vegar, hvort heldur var 'i þvottakofa við hverinn eða í híbýlum þar sem hún annað- ist þrif. Haldgóð kunnátta í matreiðslu er algeng meðal danskra kvenna, þeim er lagið að nýta vel þær fæðu- tegundir sem fyrir hendi eru, ekki síst grænmeti, enda er þar löng hefð að baki. Hjá Petru settust menn til borðs með eftirvæntingu, þar var veitt af gleði, og alúð lögð við matreiðslu jafnt og framleiðslu, og voru húsbændur samtaka í að láta áhyggjuefni lönd og leið meðan stundarinnar vár notið í friði og sátt. Hjá Petru var aldrei vart við öf- und eða metnaðargirni og aðrar rætur andlegra meina sem nú er beinlínis plantað í hugskot varnar- lausra og einfaldra sálna með því að bregða stöðugt upp glæsimynd- um af frægð og auðlegð úr heimi ijölmiðla. Hún barst ekki með tísku- sveiflum en vissi alltaf hvað best hæfði og kom fram með yfirlætis- lausum þokka hvort sem hún var að fagna gestum eða vinna í garð- yrkjunni. Löngu eftir að ég var farin að heiman spurði ég garðyrkjumann á öðru býli, hvernig honum litist á garðyrkjuna í Víðigerði: Vel, en þau Benedikt og Petra eru eins og börn sem leika sér, nokkru af dýrmætu plássi undir gleri er eytt í að rækta blóm og og jurtir sem gefa engan arð. — Þessi ummæli eru mér minn- isstæð, þau lýsa viðhorfi þeirra sem meta hveija stund lífsins til fjár og ekkert eiga aflögu til hugbóta ann- að en það sem keypt er fyrir pen- inga, en meta að engu fegurð gróð- urs sem er uppspretta gleði og nærir andann. Á fyrstu jólum sínum í gamla húsinu kom Petra með jólagjöf sem allir fyrri íbúar hússins nutu góðs af. Það var fallega skreytt dönsk eplakaka sem hún ein kunni að búa til, ljúffengari en allar slíkar sem ég hef síðar bragðað. Við sama tækifæri gaf Benedikt okkur jóla- kerti, skreytt greni, blómum og böndum með þeirri sérstöku smekkvísi sem honum er lagin. Þessar línur eiga að vera þakkar- kveðja til Petru frá þeim sem bjuggu í gamla húsinu og samúðar- vottur tileinkaður Benedikt, börn- um þeirra fjórum og öðrum vanda- mönnum. Minning Petru er okkur öllum kær, á hana fellur enginn skuggi. Síðustu orðin fæ ég að láni hjá Halldóri Helgasyni, skáldi: En - þegar nú er að hinzta brunni ber, brostinn er hlekkur okkar tengikeðjú, finn ég hver tregða tungu-málsins er, túlkunin smá í einni vinarkveðju, - skiljumst þvi hér í blóma sólskinsbæn, - blóm, sem hvísla, en tala ei né skrifa —: svo jörðin verði græn og aftur græn, gefi þeim frið, sem hverfa - og þeim sem lifa. Vigdís Jónsdóttir Aftur á markaðnum! BOSCH HEIMILISTÆKIN Þvottavél Þurrkari Hagstætt verd! JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sfmi 688 588 SIEMENS-gæði ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla. ■ Vinduhraði 600 og 850 snún./mín. ■ Sparnaðarhnappur og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvotta- kerfi ■ Þægilegtog aðgengilegt stjórnborð. ■ varðkr.es.eoo, Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 AÐEINS FYRIR SÖLUMENN Viltu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum afmeira öryggi? Dale Carnegie sölunámskeiðið er einu sinni í viku í 12 vikur, á föstudagsmorgnum frá kl. 9.00- 12.30 og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum. Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • Gera söluna auðveldari. • Njóta starfsins betur. • Byggja upp eldmóð. • Ná sölutakmarki þínu. • Svara mótbárum af öryggi. • Öðlast meira öryggi. • Skipuleggja sjálfan þig og söluna. • Vekja áhuga viðskiptavinarins. FJÁRFESTING í MENHTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 0 STJÚRNUIMARSKÓLINIM Konrað Adolphsson Einkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðin *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.