Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6V FÉBRÚAR 1990 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Nornin fylgistmeð Á myndinni sést norska eftirlitsskipið Nomin á loðnumiðunum við Austurlandið. Allt að 50 norsk loðnuskip hafa verið þar að undan- fömu en Nomin fylgist m.a. með að einungis 20 þeirra séu samtímis að veiðum. Meirihluti skipanna frystir aflann um borð og þau geta yfirleitt fryst 25-30 tonn á sólarhring. Varðskipið Ægir var á loðnu- miðunum í síðustu viku en varðskipið Týr hefur verið þar í þessari viku og hafa varðskipsmenn m.a. athugað veiðarfæri erlendu skip- anna. Norræna húsið: Rætt um niðurskurð á verk- efiium Norðurlandaráðs ÞRIÐJUDAGINN 6. febrúar kl. 17.15 verður haldinn fúndur í Norræna húsinu þar sem kýnnt verður tillaga frá nefhd sem hef- ur haft til umfjöllunar og kynnt sér sérstaklega norrænar sto&i- anir og norrænar ne&idir sem starfa á sviði menningarmála. Þar er meðal annars lagt til að fjórar norrænar stofnanir verði lagðar niður. Hér er um að ræða Nordiska institutet för folkdiktning í Ábo, Nordisk institut for Asien- studier í Kaupmannahöfn, Nordisk institut for sjorett í Osló og Nor- diska institutet för samhállsplaner- ing í Stokkhólmi. Ennfremur er lagt til að fjárveit- ing til allra norrænu menningar- stofnananna verði skorin niður um 10% á tveimur árum. Þá peninga, sem þannig sparast, á að nota til nýrra verkefna á sviði menningar- mála. VEÐUR I DAG kl 12.00. Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 6. FEBRUAR YFIRLIT I GÆR: Allhvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu, vestankaldi norðaustanlands en hæg breytileg átt í öðrum lands- hlutum. Um landið norðanvert var víða snjókoma eða slydda en smáél um landið sunnanvert. Þó var sums staðar léttskýjað á Austurlandi. Kaldast var 6 stiga frost á Hveravöllum en hlýjast 5 stiga hiti á Dalatanga. SPÁ: Austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi og él eða slydduél norðan- og austanlands, en suðaustankaldi og slydda eða rigning á Suður- og Suðausturlandi. Smáél eða slydduél á annesjum suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt, víða smáél sunnan- og vestanlands en bjartviðri í öðrum landshlutum. 3ja til 4ra stiga frost. s. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■|0o Hitastig: 10 gráöur á Celsíus V Skúrir * V El Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur [~^ Þrumuveður % £ % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +3 skýjað Reykjavik +1 skýjað Bergen 9 alskýjað Helsinki 2 rigning Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +11 heiðskírt Nuuk +15 snjókoma Osló 9 skýjað Stokkhólmur 9 alskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 15 þokumóða Amsterdam 10 léttskýjað Barcelona 10 þokumóða Berlin 10 léttskýjað Chicago 0 léttskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 7 heiðskírt Giasgow 12 úrkoma i grend Hamborg 10 léttskýjað Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 8 heiðskfrt Lúxemborg 6 heiðskírt Madríd 9 skýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +16 alskýjað New York +4 alskýjað Orlando 11 léttskýjað París 11 hálfskýjað Róm 16 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Washington +1 heiðskírt Winnipeg +13 alskýjað Tillagan hefur vakið miklar um- ræður og verður að öllum líkindum eitt aðalmálið á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Árni Gunnarsson, deildar- stjóri og fulltrúi í nefndinni, mætir á fundinum, sem er opinn öllum sem áhuga hafa á málinu. Þungaskattur og bifreiðagjald: Hertar aðgerðir vegna vanskila FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við innheimtumenn ríkissjóðs að þegar verði ha&iar aðgerðir til að innheimt þau vanskil sem eru á þungaskatti og bifreiðagjaldi frá síðasta ári og fyrri árum. Heildarvanskil á þungaskatti eru um 363 milljónir króna og á bifreiða- gjaldi um 357 milljónir. Á vegum tollstjórans í Reykjavík fara tveir hópar lögreglumanna um borgina í dag, leita uppi bifreiðar þar sem ekki hafa verið gerð skil á umræddum gjöldum og taka af þeim skráningarmerki. Ráðuneytið hefur óskað eftir sambærilegum aðgerðum hjá öllum innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Þungaskattur er innheimtur samkvæmt heimild í lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegage'rð- ar, með síðari breytingum, en bif- reiðagjald er innheimt samkvæmt heimild í lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Gert er ráð fyrir að umræddar innheimtuaðgerðir taki nokkra daga, en ráðuneytið mun kynna árangurinn í byijun næsta mánað- ar. Laxveiðibátarnir: I verkahring Dana að stöðva veiðarnar -segir Guðmundur Eiríksson, sendiherra FÆREYSKIR lögreglumenn og veiðaeftirlitsmenn menn fóru um borð í pólsk-danska laxveiðibátinn Minnu í Þórshöfh síðastliðinn föstudag. Þeir fúndu þar lax, sem ekki gat verið veiddur annars staðar en á umræddu svæði norðaustur af Langanesi. Þeir fundu hins vegar ekk- ert, sem braut í bága við færeysk lög og gátu því ekki stöðvað bátinn. Landhelgisgæzlan flaug yfir svæðið í gær, en varð bátanna þá ekki vör. Ekki var símasambandi við Færeyjar í gær og því ekki vit- að hvort Minna hefði farið út að nýju að lokinni viðgerð í Þórshöfn. Guðmundur Eiríksson, sendiherra og þjóðrettarfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væri sannað að bátar þessir væru að laxveiðum, sem óheimilar væru dönskum aðilum vegna aðildar Dana að Norður-Atlantshafs lax- vemdunarstofnunni og EB. Tengsl bátanna við Danmörku væru ótví- ræð og því litu íslenzk stjórnvöld svo á, að það væri í verkahring danskra yfirvalda að stöðva þessar veiðar. Matthías Haraldsson yfírkennari látinn MATTHÍAS Haraldsson, yflr- kennari við Langholtsskóla í Reykjavík, lést á heimili sínu hinn 5. febrúar. Matthías var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, fæddur 11. júní 1929. Foreldrar hans voru Valgerður Ólafsdóttir frá Fossá í Kjósarsýslu og Haraldur Frímanns- son trésmiður frá Skagaströnd. Matthías lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Lind- argötu og fór að því loknu til Finn- lands í frekara nám. Hann lauk síðan kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands árið 1954. Hann hóf kennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík og stundaði jafnframt sérkennslu við sérdeild Miðbæjar- skólans og síðar fyrir sálfræðideild Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Honum voru fljótlega falin ýmis trúnaðarstörf í þágu samtaka kenn- ara. Hann var í stjórn Sambands barnakennara í Reykjavík og stjóm og samninganefnd Landsambands framhaldsskólakennara og Félags gagnfræðaskólakennara í Reykja- vík. Matthías helgaði kennarastarf- inu alla sína krafta, og var kennari og yfirkennari í Langholtsskóla um áratugaskeið. Matthías tók virkan þátt í stjórn- málum og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um árabil hefur hann verið fulltrúi flokksins í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Matthías og eftirlifandi eigin- kona hans, Elín G. Ólafsdóttir kenn- ari, eiga sex börn sem öll eru bú- j . sett. í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.