Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6V FÉBRÚAR 1990 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Nornin fylgistmeð Á myndinni sést norska eftirlitsskipið Nomin á loðnumiðunum við Austurlandið. Allt að 50 norsk loðnuskip hafa verið þar að undan- fömu en Nomin fylgist m.a. með að einungis 20 þeirra séu samtímis að veiðum. Meirihluti skipanna frystir aflann um borð og þau geta yfirleitt fryst 25-30 tonn á sólarhring. Varðskipið Ægir var á loðnu- miðunum í síðustu viku en varðskipið Týr hefur verið þar í þessari viku og hafa varðskipsmenn m.a. athugað veiðarfæri erlendu skip- anna. Norræna húsið: Rætt um niðurskurð á verk- efiium Norðurlandaráðs ÞRIÐJUDAGINN 6. febrúar kl. 17.15 verður haldinn fúndur í Norræna húsinu þar sem kýnnt verður tillaga frá nefhd sem hef- ur haft til umfjöllunar og kynnt sér sérstaklega norrænar sto&i- anir og norrænar ne&idir sem starfa á sviði menningarmála. Þar er meðal annars lagt til að fjórar norrænar stofnanir verði lagðar niður. Hér er um að ræða Nordiska institutet för folkdiktning í Ábo, Nordisk institut for Asien- studier í Kaupmannahöfn, Nordisk institut for sjorett í Osló og Nor- diska institutet för samhállsplaner- ing í Stokkhólmi. Ennfremur er lagt til að fjárveit- ing til allra norrænu menningar- stofnananna verði skorin niður um 10% á tveimur árum. Þá peninga, sem þannig sparast, á að nota til nýrra verkefna á sviði menningar- mála. VEÐUR I DAG kl 12.00. Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 6. FEBRUAR YFIRLIT I GÆR: Allhvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu, vestankaldi norðaustanlands en hæg breytileg átt í öðrum lands- hlutum. Um landið norðanvert var víða snjókoma eða slydda en smáél um landið sunnanvert. Þó var sums staðar léttskýjað á Austurlandi. Kaldast var 6 stiga frost á Hveravöllum en hlýjast 5 stiga hiti á Dalatanga. SPÁ: Austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi og él eða slydduél norðan- og austanlands, en suðaustankaldi og slydda eða rigning á Suður- og Suðausturlandi. Smáél eða slydduél á annesjum suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt, víða smáél sunnan- og vestanlands en bjartviðri í öðrum landshlutum. 3ja til 4ra stiga frost. s. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■|0o Hitastig: 10 gráöur á Celsíus V Skúrir * V El Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur [~^ Þrumuveður % £ % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +3 skýjað Reykjavik +1 skýjað Bergen 9 alskýjað Helsinki 2 rigning Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +11 heiðskírt Nuuk +15 snjókoma Osló 9 skýjað Stokkhólmur 9 alskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 15 þokumóða Amsterdam 10 léttskýjað Barcelona 10 þokumóða Berlin 10 léttskýjað Chicago 0 léttskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 7 heiðskírt Giasgow 12 úrkoma i grend Hamborg 10 léttskýjað Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 8 heiðskfrt Lúxemborg 6 heiðskírt Madríd 9 skýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +16 alskýjað New York +4 alskýjað Orlando 11 léttskýjað París 11 hálfskýjað Róm 16 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Washington +1 heiðskírt Winnipeg +13 alskýjað Tillagan hefur vakið miklar um- ræður og verður að öllum líkindum eitt aðalmálið á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Árni Gunnarsson, deildar- stjóri og fulltrúi í nefndinni, mætir á fundinum, sem er opinn öllum sem áhuga hafa á málinu. Þungaskattur og bifreiðagjald: Hertar aðgerðir vegna vanskila FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við innheimtumenn ríkissjóðs að þegar verði ha&iar aðgerðir til að innheimt þau vanskil sem eru á þungaskatti og bifreiðagjaldi frá síðasta ári og fyrri árum. Heildarvanskil á þungaskatti eru um 363 milljónir króna og á bifreiða- gjaldi um 357 milljónir. Á vegum tollstjórans í Reykjavík fara tveir hópar lögreglumanna um borgina í dag, leita uppi bifreiðar þar sem ekki hafa verið gerð skil á umræddum gjöldum og taka af þeim skráningarmerki. Ráðuneytið hefur óskað eftir sambærilegum aðgerðum hjá öllum innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Þungaskattur er innheimtur samkvæmt heimild í lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegage'rð- ar, með síðari breytingum, en bif- reiðagjald er innheimt samkvæmt heimild í lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Gert er ráð fyrir að umræddar innheimtuaðgerðir taki nokkra daga, en ráðuneytið mun kynna árangurinn í byijun næsta mánað- ar. Laxveiðibátarnir: I verkahring Dana að stöðva veiðarnar -segir Guðmundur Eiríksson, sendiherra FÆREYSKIR lögreglumenn og veiðaeftirlitsmenn menn fóru um borð í pólsk-danska laxveiðibátinn Minnu í Þórshöfh síðastliðinn föstudag. Þeir fúndu þar lax, sem ekki gat verið veiddur annars staðar en á umræddu svæði norðaustur af Langanesi. Þeir fundu hins vegar ekk- ert, sem braut í bága við færeysk lög og gátu því ekki stöðvað bátinn. Landhelgisgæzlan flaug yfir svæðið í gær, en varð bátanna þá ekki vör. Ekki var símasambandi við Færeyjar í gær og því ekki vit- að hvort Minna hefði farið út að nýju að lokinni viðgerð í Þórshöfn. Guðmundur Eiríksson, sendiherra og þjóðrettarfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væri sannað að bátar þessir væru að laxveiðum, sem óheimilar væru dönskum aðilum vegna aðildar Dana að Norður-Atlantshafs lax- vemdunarstofnunni og EB. Tengsl bátanna við Danmörku væru ótví- ræð og því litu íslenzk stjórnvöld svo á, að það væri í verkahring danskra yfirvalda að stöðva þessar veiðar. Matthías Haraldsson yfírkennari látinn MATTHÍAS Haraldsson, yflr- kennari við Langholtsskóla í Reykjavík, lést á heimili sínu hinn 5. febrúar. Matthías var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, fæddur 11. júní 1929. Foreldrar hans voru Valgerður Ólafsdóttir frá Fossá í Kjósarsýslu og Haraldur Frímanns- son trésmiður frá Skagaströnd. Matthías lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Lind- argötu og fór að því loknu til Finn- lands í frekara nám. Hann lauk síðan kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands árið 1954. Hann hóf kennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík og stundaði jafnframt sérkennslu við sérdeild Miðbæjar- skólans og síðar fyrir sálfræðideild Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Honum voru fljótlega falin ýmis trúnaðarstörf í þágu samtaka kenn- ara. Hann var í stjórn Sambands barnakennara í Reykjavík og stjóm og samninganefnd Landsambands framhaldsskólakennara og Félags gagnfræðaskólakennara í Reykja- vík. Matthías helgaði kennarastarf- inu alla sína krafta, og var kennari og yfirkennari í Langholtsskóla um áratugaskeið. Matthías tók virkan þátt í stjórn- málum og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um árabil hefur hann verið fulltrúi flokksins í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Matthías og eftirlifandi eigin- kona hans, Elín G. Ólafsdóttir kenn- ari, eiga sex börn sem öll eru bú- j . sett. í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.