Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990 Morgunblaðjð/Rax Mokstur hefiir gengið erfíðlega á Flateyri að undanförnu og bílar víða á kafí í snjó. Enn ófært á Vestfjörð um en hlé framundan Veðurstofan spáir kólnandi veðri og hlánar því ekki ÍBÚAR á norðurhluta Vestfjarða fengu á ný að fínna fyrir snjó- komu, skafrenningi og blindbyl í fyrrinótt og gærmorgun eftir tveR83a sólarhringa hlé, en að sögn Veðurstofu er gert ráð fyrir skaplegra veðri næstu daga. Hláka er samt ekki yfirvofandi, því spáð er kólnandi veðri. Fjallvegir eru ófærir og víðast þungfært. Flateyringar fylltust bjartsýni á afianum þar sem löndunarkraninn iaugardag, „er nærri sást tii sól- ar“, eins og Ægir E. Hafberg odd- viti orðaði það í samtali við Morg- unblaðið. Hafist var handa við snjóruðning og tókst að opna veg- inn að flugvellinum í Holti við Önundarfjörð, en það var skamm- góður vermir — bylur um heigina sá tii þess að flug hefur legið niðri og götur á Flateyri, sem búið var að moka, urðu aftur ófærar. „Það hefur ekkert upp á sig að moka, þegar veðrið er svona,“ sagði Páll Ónundarson, vörubílstjóri. Hann sagði að vissulega væri fannfergið mikið, enda nær linnulaus úrkoma í hálfan mánuð, en munurinn nú og áður væri sá að nú hefði snjón- um kyngt niður á mun skemmri tíma. Blíðviðriskaflinn fyrir helgi gerði það hins vegar að verkum að snjórinn þéttist og ekki er hætta á snjóflóði eins og er, að sögn Ægis. Dráttarvélin með blásaranum, sem kom tii Flateyrar frá Patreks- firði fyrir helgi, bilaði á sunnudag og var ekki komin í gagnið í gær. Línubátamir komust í róður á laugardag og fengu fimm til sex tonn hvor og togarinn Gyllir kom inn vegna veðurs í fyrrinótt með 40 tonn, en ekki var hægt að landa var bilaður, að sögn Eiríks Finns Greipssonar hjá Hjálmi hf. Ekki snjóaði mikið á Þingeyri um helgina, en hljómsveitarmenn frá Reykjavík, sem skemmtu þar á þorrablóti á laugardalskvöld, voru enn veðurtepptir í gær. Á Suðureyri er allt á bólakafi, en þar var töluverð úrkoma í fyrri- nótt og auk þess skóf mikið. Flug hefur legið niðri síðan 5. janúar, en snjóþykktin á flugbrautinni er tveir til þrír metrar. Reynt er að halda athafnasvæðinu við höfnina opnu, en hætta er á að bændur þurfi að fara að hella niður mjólk vegna ófærðar. Ástandið var svipað í Bolungar- vík, en þangað hafa vöruflutninga- bílar ekki komist á aðra viku. Ár- mann Leifsson komst með tvo bíla fulla af vörum að sunnan til Hólmavíkur 26. janúar, en sneri þeim við á laugardag, þar sem ljóst var að ekki yrði mokað um helg- ina. „Það er hörmungarástand varðandi moksturinn," sagði Ár- mann. „Við erum ekki að biðja um mokstur í vitiausu veðri, en það verður að vera hægt að treysta mokstursdögunum eða næsta degi á eftir ef með þarf.“ Aftakaveður var á ísafirði að- faranótt mánudags; hvasst og skyggni ekkert, en lítil úrkoma. Af nógu var samt að taka og í gær var unnið við að hreinsa bæinn. Vegurinn til Bolungarvíkur var ruddur og útlit fyrir að opnað yrði til Súðavíkur, en Sveinbjörn Vetur- liðason verkstjóri hjá Vegagerðinni sagði að ekki yrði átt við Djúp- veginn fyrr en veður skánaði. Morgunblaðið/Rax Guðmundur Betúelsson 94 ára bóndi að Kaldá rétt innan við Flat- eyri hefur mokað frá frá gluggum, svo hann sjái út á íjörðinn. Morgunblaðið/Rax Snjóflóðahætta var við Ólafstón á Flateyri í síðustu viku, en hún er liðin hjá, íbúarnir fluttir aftur inn og aðstæður um helgina voru krökkunum svo sannarlega að skapi. Morgunblaðið/Rax Á laugardag náðu snjómoksturstæki loks að komast í gegnum u.þ.b. 500 m breitt snjóflóðið við Sela- bólsurð, um sjö km frá Flateyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.