Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 19 landsmarkað á vertíðinni 1988. „Verðið er það lágt í Bretlandi að það borgar sig ekki að frysta flök á þann markað," sagði Gísli. ■ Stafnes KE frysti tæp 700 tonn af síld á síðustu vertíð, aðallega á Japansmarkað en skipið frysti 300-350 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988, að sögn Hilmars Magnússonar útgerðarmanns. Hann sagði að skipið hefði fryst smávegis í beitu á síðustu vertíð. „Japanir greiddu okkur 100-105 yen (42-44 krónur) fyrir 250 gramma síld og stærri. Hins vegar greiddu þeir okkur 120 yen (um 50 krónur) fyrir 300 gramma sfld og stærri í lok vertíðarinnar og við erum mjög ósáttir við að Stafnesið skuli ekki hafa fengið að frysta síld eftir 20. janúar, því mjög góð sfld gekk inn á Austfirðina eftir áramót- in,“ sagði Hilmar Magnússon. Hamar SH frysti 28 tonn í beitu og eitt tonn á Japansmarkað á síðustu vertíð. Hins vegar frysti skipið 30-40 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988, að sögn Kristins Friðþjófssonar útgerðarmanns. „Það vantaði tilfinnanlega stóra síld til frystingar á Japansmarkað á síðustu vertíð,“ sagði Kristinn. Um 11.800 tonn af síld fiyst á síðustu vertíð Um 2.100 tonnum minna en á vertíðinni 1988 Kvenfélaga- samband Is- FRYST voru um 11.800 tonn af síld á nýliðinni vertíð, þar af um 2.200 tonn í Siglfirðingi SI, Jóni Finnssyni RE, Stafiiesi KE og Hamri SH. Á vertíðinni 1988 voru fryst 13.900 tonn af síld, þar af um 500 tonn í Jóni Finnssyni, Stafiiesi og Hamri. Frystihús, sem aðild eiga að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, frystu 6.600 tonn af síld á síðustu vertíð en Sambandsfrystihús 3.000 tonn. Á vertíðinni 1988 fi-ystu SH-hús 9.300 tonn af síld og Sambands- frystihús 4.050 tonn. Fryst voru um 3.600 tonn af síld á Japans- markað á síðustu vertíð en um 5.000 tonn á vertíðinni 1988. SH-hús frystu 5.600 tonn af síld á Evrópumarkað og um 1.000 tonn á Japansmarkað á nýliðinni vertíð. Þau frystu hins vegar 5.900 tonn á Evrópumarkað og 3.400 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988. Sambandsfrystihús og Siglfirð- ingur SI frystu 3.668 tonn af síld á nýliðinni vertíð, þar af 2.528 tonn á Evrópumarkað og 1.140 tonn á Japansmarkað. Á vertíðinni 1988 frystu Sambandsfrystihús 4.050 tonn af síld, þar af 1.200 tonn á Japansmarkað, að sögn Teits Gylfa- sonar hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins. Teitur sagði að Siglfirð- ingur hefði fryst 670 tonn á síðustu vertíð, þar af 206 tonn eftir áramót. Hann sagði að Japanir hefðu greitt að meðaltali 108 yen (um 45 krónur) fyrir kflóið af sfld, sem fryst var á síðustu vertíð. Á vertíðinni 1988 hefðu þeir hins vegar greitt 850 Bandaríkjadali (um 51.300 krónur á núvirði) fyrir tonnið af frystri síid. „í yenum talið er verðið svipað og í fyrra en yenið hefur fallið allmikið gangvart Banda- ríkjadal," sagði Teitur. Fryst voru rúm 800 tonn af síld um borð í Jóni Finnssyni RE á síðustu vertíð, þar af 26-27 tonn af beitu en afgangurinn var frystur á Japansmarkað, að sögn Gísla Jó- hannessonar útgerðarmanns. Gísli sagði að Japanir hefðu greitt 90-100 yen (38-42 krónur) fyrir 250-300 gramma síld og 110 yen (46 krónur) fyrir 350 gramma sfld og stærri. Jón Finnsson RE frysti 158 tonn af sfldarflökum á Bret- lands 60 ára 1. febrúar 1990 eru 60 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasambands íslands. í tilefiii þessara tíma- móta mun KÍ halda Vorvöku í Reykjavík dagana 29.-31. marz næstkomandi, ennfremur verður þá haldinn hátíðafundur. Aðai- ræðumaður fundarins verður dr. Ellen McLean frá Nova Scotia í Kanada, fv. formaður Associated Countrywomen of the World, sem er alheimssamband kvenfé- laga í 70 löndum í öllum heimsálf- Það er ekkert til sparað við framleiðslu kubbanna. Hafðu ávallt öskju við hendina. Kjarna kókos, munaðar marsípan og keisaralegt coníak. Freyjukubbar, dáindis öskjur - dýrindis innihald. um. Lizzíarkórinn, sem er söngkór kvenna úr Suður-Þingeyjarsýslu, mun koma til Reykjavíkur og syngja á hátíðafundinum. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Bóasdóttir. Kórinn mun einnig halda tónleika í Lang- holtskirkju sunnudaginn 1. apríl. Vorvakan hefst með opnun lista- verkasýningar á Hallveigarstöðum. Listasafn Alþýðusambands íslands hefur góðfúslega orðið við beiðni KÍ um að setja saman sýningu á listaverkum eftir íslenskar konur. Á þessu afmælisári eru 22 héraðssam- bönd í KI, í þeim eru um 250 kven- félög með um 23.000 meðlimi. Formaður KÍ er Stefanía M. Pét- ursdóttir. Áskriftarsimirm cr 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.