Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÖIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Gönuskeið utan- ríkisráðherra eftir Hrein Loftsson Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, spyr um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til afvopnunar á höfunum í grein í Morgunblaðinu 30. janúar sl. Eftir lestur greinar- innar er þó eðlilegt að menn spyiji hvað hann sjálfur hyggist fyrir og mun ég víkja að því áður en ég svara spurningu Jóns Baldvins. Lítum til dæmis nánar á eftir- tektarverðar mótsagnir í málflutn- ingi ráðherrans. Á einum stað í greininni segir hann: „Afvopnun á höfunum má að ýmsu leyti líkja við nánast ónumið land. Málefnið er tiltölulega lítt kannað þrátt fyrir nokkra umræðu og athuganir á síðustu árum. Greinilegt er að málið þarf að nálgast á annan veg en afvopnun á landi. Það er því ljóst að undirbúningur mun taka sinn tíma.“ i þessum tilvitnuðu orðum felst í fyrsta lagi viðurkenning á því að Jón Baldvin hefur sett fram hug- myndir um afvopnun á höfunum að óathuguðu máli, en það virðist raunar vera verklag ráðherrans í fleiri málum, sbr. hugmyndir hans um breytingar á utanríkisþjón- ustunni og iokun sendiráða. Hann hefur m.ö.o. gefið sér niðurstöður fyrirfram af umfjöllun málsins sem hann segir sjálfur að sé varla hafin. Þá er einnig athyglisvert að aðeins tveimur málsgreinum síðar virðist utanríkisráðherra hafa skipt um skoðun miðað við efni framan- greindrar tilvitnunar, því þar segir Jón Baldvin orðrétt: „Ég hef ekki enn heyrt nein rök fyrir því, að það sé einhver meginmunur á afvopnun á landi og höfunum, út frá öryggishagsmunum Atlants- hafsbandalagsins, sé tekið tillit til þess í hversu mismiklum mæli ríki e'ru háð höfunum." Mótsagnakenndur málflutningur sem þessi vekur menn til umhugs- unar um ástæður þess, að Jón Bald- vin hefur ekki tekist að fá aðra forystumenn Atlantshafsbanda- lagsins í lið með sér, sbr. ummæli Hans van den Broek, utanríkisráð- herra Hollands, í fréttatíma Stöðvar 2 30. janúar sl., þar sem hann sagði að hugmyndir um afvopnun á höf- unum væru ekki tímabærar. Hingað til hefur Jón Baldvin haldið því blá- kalt fram, að innan Atlantshafs- bandalagsins séu það aðallega Bandaríkjamenn sem séu andvígir hugmyndum hans og segi „njet“ í hvert sinn sem rætt séu um af- vopnun á höfunum. Ummæli van den Broeks ásamt nýlegum yfirlýs- ingum Ditleves Simonsens, varnar- málaráðherra Noregs, taka af öll tvímæli um það, að innan Atlants- hafsbandalagsins er almenn og djúpstæð andstaða við ótímabærar og illa ígrundaðar hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar varðandi afvopnun á höfunum. í Atlantshafsbandalaginu hafa aðildarríkin náð samkomulagi um ákveðna forgangsröðun í afvopnun- armálum. Forgangsröðun þessari er lýst með ítarlegum hætti í skjal- inu „Samræmd stefna um takmörk- un vígbúnaðar og afvopnun", sem Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra, og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra, sam- þykktu á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins 29.-30. maí 1989. Þetta skjal endurspeglar þá sameig- inlegu stefnu bandalagsríkjanna, að frekari skref, þ. á m. afvopnun á höfunum, séu ekki á dagskrá fyrr en árangur hefur náðst í tiiraunum Atlantshafsbandalagsins til að draga úr og útrýma þeim tegundum vígbúnaðar sem þeim stafar mesta hættan af. í stuttu máli er þetta sú stefna, sem Sjálfstæðisflokkur- inn fylgir, eins og undirritaður gerði grein fyrir í Morgunblaðinu 12. desember sl. Jón Baldvin segir í upphafí grein- ar sinnar að í afvopnunarmálum eigi leiðarljósið að vera eftirfar- andi: „Ef hægt er að semja á þann veg, að ávinningurinn verði meiri en kostnaðurinn er skynsamlegt að ganga til samninga.“ Eins og skjal- ið um samræmdu stefnuna ber með sér hafa ríki Atlantshafsbandalags- ins komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að afvopnun á höfunum hefði í för með sér meiri „kostnað" en „ávinning“ á þessu stigi málsins. Jón Baldvin snýr staðreyndum við Grein Jóns Baldvins Hannibals- sonar frá 30. janúar er síðbúið svar við greinum undirritaðs í Morgun- blaðinu 21. mars sl. og 12. desem- ber sl. í stað þess að svara efnis- lega þeim aðfinnslum við pólitískt gönuskeið Jóns Baldvins (sem hann hefur sjálfur kosið að nefna „frum- kvæði“) er gripið til þess gamal- kunnuga ráðs að gera andstæðingn- um upp skoðanir sem síðan er ráð- ist á af mikilli ákefð. Þannig segir Jón Baldvin á einum stað í grein sinni: „Greinin (þ.e. grein undirrit- aðs — innsk. höf.) verður ekki skil- in öðruvísi en svo, að formaður ut- anríkismálanefndar Sjálfstæðis- flokksins sé beinlínis andvígur því að dregið verði úr vígbúnaði á höf- unum með samningaviðræðum ..." Hér er staðreyndum snúið við. Slíkar málfundaæfíngar kunna að eiga við „á rauðu ljósi“ með Ólafi Ragnari Grímssyni en þær hæfa ekki utanríkisráðherra ef hann vill láta taka sig alvarlega. Kjarni Hreinn Loftsson „Ummæli van den Bro- eks ásamt nýlegum yfirlýsingnm Ditleves Simonsens, varnar- málaráðherra Noregs, taka af öll tvímæli um það, að innan Atlants- hafsbandalagsins er al- menn og djúpstæð and- staða við ótímabærar og illa ígrundaðar hug- myndir Jóns Baldvins Hannibalssonar varð- andi afvopnun á höfim- um.“ gagntýni minnar lýtur að óhöndug- legri málsmeðferð utanríkisráð- herra sem brýtur í bága við sam- þykkta forgangsröðun verkefna í viðræðum um afvopnunarmál. Gagnrýnin er í stuttu máli sú, að með „frumkvæði" sínu sé Jón Bald- vin að rjúfa einingu Atlantshafsríkj- anna um málsmeðferð og brjóta meginregluna um pólitískt samráð aðildarríkjanna. Jón Baldvin virðist ekki með nokkru móti geta skilið það undir- stöðuatriði, að það er samstaða ríkja Atlantshafsbandalagsins frá upphafi sem er lykillinn að þeim árangri í afvopnunarmálum sem náðst hefur á undanförnum árum. Þannig var það samstaða Atlants- hafsríkjanna sem tryggði árangur Stokkhóimsráðstefnunnar (CDE) um traustvekjandi aðgerðir og það var samstaðán sem tryggði útrým- ingu meðaldrægu kjarnaflauganna með INF-samningnum og það er Viltu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum afmeira öryggi? Dale Carnegie sölunámskeiðið FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SIMA 82411 1 ^ tuooCAíio STJÓRI\IUI\IARSKÚLII\II\I 'j % Konrað Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðm' KERTAÞRÆÐIR ípassandi settum. Leiðari úr stáiblöndu. Sterkur og þolir aó leggjast í kröppum beygjum. Við- nim aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. Margfökl neistagœði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. Meirn en þú geturímyndað þér! SIEMENS-^æd/ TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL ÞURRKARI FRÁ SIEMENS íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur alltaf reitt þig á SIEMENS. WT 33001 ■ Hægt að leiða loft út frá ■ öllum hliðum. Þurrkar mjög hljóðlega. ■ Tímaval upp i 140 mínútur. ■ Hlífðarhnappur fyrir viðkvæman þvott. ■ Tekur mest 5 kg af þvotti. ■ Verðkr. 47.600,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 samstaðan sem kemur til með að skila árangri í viðræðunum um nið- urskurð hefðbundins herafla í Evr- ópu (CFE). Síðar þegar tímabært verður að ræða önnur mál svo sem afvopnun á höfunum verður það samstaða Atlantshafsríkjanna sem kemur til með að skipta sköpum og því grefur það undan öryggis- hagsmunum íslands og rýrir álit íslendinga út á við að leggja fram óábyrgar tillögur á þessu stigi í óþökk bandamanna okkar í Atlants- hafsbandalaginu. í hvaða bandalagi er Jón Baldvin? Torkennileg vinnubrögð utanrík- isráðherra í öryggis- og varnarmál- um vekja spurningar um kveikju þeirra hugmynda sem ráðherrann hefur að leiðarljósi. Svarið er e.t.v. að finna í áramótagreinum Jóns Baldvins í Alþýðublaðinu og Morg- unblaðinu 30. og 31. desember sl. Samkvæmt þeim virðist hann hafa eignast átrúnaðargoð í Mikhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Um Gorbatsjov farast honum svo orð í Morgunblaðinu 31. desember sl.: „ . . . Mikhaíl Gorbatsjov gegnir mikilvægasta og sögulegasta hlut- verki stjórnmálaleiðtoga samtím- ans. Hans hlutverk er að kistu- leggja lenínismann í eitt skipti fyrir öli og endurreisa Rússland á grund- velli vestrænna hugmynda um rétt- arríki, virðingu fyrir mannréttind- um, lýðræði í stjórnmálum og frið- samlega lausn alþjóðlegra deilu- mála. Gervallt mannkyn á mikið undir því komið að honum mistak- ist ekki þetta sögulega hlutverk." Hér heldur hrifnæm sál á penna, en hvemig skyldi nú Gorbatsjov sjálfur líta á málið? í grein í Prövdu 29. nóvember sl. (Sjá „Daily Review“ útg. af Novostsi, Vol XXXV, No. 34, „The Socialist Idea and Revolutionary Perestroika") segir Gorbatsjov m.a. um hlutverk sitt: „Vér höfnum að- ferðum stalínismans og styðjum nú við aðferðir línínismans . . .“ Síðar í sömu greininni segir Gorbatsjov að verkefnið framundan í Sovétríkj- unum sé að hefja kenningar marx- ismans til vegs og virðingar á ný og nota „marxískar aðferðir við greiningu veruleikans". í sem stystu máli er boðskapur Sovétleið- togans sá, að nauðsynlegt sé að hrista rykið af gömlu skruddunum og framkvæma hlutina eins og Marx og Lenín sögðu fyrir um. Gorbatsjov telur m.ö.o. að sósíal- isminn haldi gildi sínu en aðeins hafi skort á framkvæmdina. Lotning Jóns Baldvins fyrir lenín- istanum Mikhaíl S. Gorbatsjov skýr- ir e.t.v.hversu vel hann lét sér lynda þegar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, hrósaði honum á frægum Birtingarfundi á Hótel Sögu fyrir að ganga gegn stefnu Atlantshafsbandalagsins í málinu. Þjóðviljinn er líka hæstánægður með utanríkisráðherrann sinn, því eins og segir í leiðara blaðsins 13. desember sl.: „Það hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta að íslensk- ir ráðherrar stæðu nær leiðtoga Sovétríkjanna en Bandaríkjanna í umræðum á Nató-fundi...“ í þessum orðum og athöfnum bandamanna Jóns Baldvins kemur skýrt fram, að formaður Alþýðu- flokksins hefur dregið fram gamalt félagsskírteini sitt yst á vinstri væng stjórnmálanna þar sem mönn- um er ávallt hrósað fyrir að mæla með andvaraleysi í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Jón Baldvin virðist vera kominn heim aftur í faðm gömlu féiaganna sinna í Alþýðubandalaginu. Gjafmildi Sovétleiðtogans Glýjan sem Jón Baldvin er með í augunum þegar minnst er á Gorb- atsjov kann einnig að skýra furðu- legasta samsetninginn í grein hans í Morgunblaðinu 30. janúar sl. Efn- islega segir Jón Baidvin í greininni að Sovétríkin hafi yfirleitt forðast samningaviðræður um málefni þar sem hernaðarleg staða þeirra er veikari. Nú bregði hins vegar svo við, að þau vilji semja um afvopnun á höfunum „þrátt fyrir lakari samn- ingsstöðu". Orð Jóns Baldvins um þetta efni verða ekki skýrð öðruvísi en svo að Atlantshafsbandalagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.