Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 25
opt flAti>iagrt j) HUOAauiauw ciki/utavtuoaoi'/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 25 Winme Mandela ræðir við blaðamenn að aflokinni fímm stunda heimsókn í fangelsi til eiginmanns síns sem nú hefur sett skilyrði fyrir því að þiggja náðun. væru Mandela og leiðtogar ANC að reyna að knýja De Klerk til frek- ari umbóta og hraðara fráhvarfs frá aðskilnaðarstefnunni. Stoffel van der Merwe, mennta- málaráðherra, hvatti Mandela og leiðtoga ANC í gær til þess að falla frá hinum nýju skilyrðum og réð þeim að setjast að samningaborði með fulltrúum stjómarinnar um nýja skipan mála í Suður-Afríku. Leiðtogafundur norrænna hægriflokka: Mandela setur skilyrði fyrir að fara úr fangelsi Höfðaborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hvöttu blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela og leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC) til þess að falla frá nýjum skilyrðum sínum og koma til samningaviðræðna um nýja framtíð Suður-Afríku. F. W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, lýsti yfir víðtækum umbót- um sl. föstudag, þar sem starfsemi ANC og annarra blökkumannasam- taka, sem barist höfðu gegn að- skilnaðarstefnu stjómar hvíta minnihlutans, var leyfð. Einnig var ákveðið að láta Mandela lausan úr fangelsi en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir samsæri gegn stjórn hvítra og hef- ur setið inni í 27 ár. í fyrradag setti Mandela hins vegar skilyrði fyrir því að fara úr fangelsi og eru því útlit fyrir að eitthvað dragist að hann geti strok- ið um fijálst höfuð aftur. Neitaði Mandela að fara úr fang- elsi fyrr en neyðarlögum, sem verið hafa í gildi í þrjú ár, hefði verið aflétt í Suður-Afríku. Taldi stjórnin nauðsynlegt að grípa til þeirra vegna vopnaðrar andstöðu blökku- manna. Stjórnmálaskýrendur litu svo á í gær að með nýjum skilyrðum Ráðstefna með borgara- legum öflum í A-Evrópu NORRÆNU hægriflokkarnir ætla að eftia til ráðsteftiu í ágúst á þessu ári með borgaralegum flokkum og hópum sem mynd- ast hafa í Austur-Evrópu undan- farið. Einnig stendur tii að sendinefhd þingmanna borgara- legra flokka á Norðurlöndum fari til Eystrasaltslandanna í vor til að sýna lýðræðisþróun- inni i Austur-Evrópu stuðning í verki. Kemur þetta fram í álykt- un árlegs leiðtogafundar norr- ænna borgaraflokka sem hald- inn var í Kaupmannahöfti um helgina. í ályktuninni segir að í ljósi breytinganna í Austur-Evrópu sé óhætt að fullyrða að nú sé að hefjast nýr kafli í sögu Evrópu, sem kenna megi við umbætur og uppbyggingu. Framundan séu erf- ið verkefni þar sem lýðræði tekur við af einræði og markaðshagkerfi af áætlunarbúskap. Breytingarnar í Austur-Evrópu jafngildi ekki ein- ungis hruni kommúnismans heldur sýni og að þjóðir þessara ríkja vilji fylgja fordæmi lýðræðisríkja álf- unnar. Mikilvægt sé að rétta þeim sem nú eru að feta nýjar brautir hjálparhönd. Kemur fram vilji þeirra sem að ályktuninni standa til að .aðstoða við að móta lýðræð- isstofnanir í löndum þessum og breyta mótmælahreyfingum í eig- inlega stjómmálaflokka. Fundinn sátu m.a. Poul Schlút- er, forsætisráðherra Danmerkur og formaður íhaldsflokksins, Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs og formaður Hægriflokksins, Carl Bildt, formaður Hófsama samein- ingarflokksins í Svíþjóð, Ilkka Suominen, iðnaðarráðherra Finn- lands og formaður Sameiningar- flokksins, og Jogvan Sundstein, lögmaður í Færeyjum og formaður Fólkaflokksins. Islendingar sem sátu fundinn voru Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri flokksins. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. @8aoir0aiMg)Mir JiSinissM & ©@ Vesturgðtu 16 - $im» 14660-13210 SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Á sfldarhlaöboröinu má iinna mikinn ljölda gimilegra síldarrétta, auk heitra rétta, og er vcröinu mjög stillt í hóf. Sfldarævintýriö stendur yfír í hádeginu alla virka daga. Sfldarævintýri í hjarta Reykjarikur Veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg býður þessa daga upp á sannkallaö sfldarævin- týri í hádeginu, sfldarhlaðborð, þar sem finna má ókjör girni- legra og nýstárlegra síldar- rétta. Það er hinn kunni matar- gerðarmeistari í Óðinsvéum, Gísli Thoroddsen, sem hcfur veg og vanda af matreiðslu rétt- anna. „Við íslendingar eigum þetta úrvals hráefni, sjálft silfur hafsins, og það er svo sannar- lega tími til kominn að við forum að setja metnað og hug- vit i fyrsta flokks matseld þess- arar ágætu fisktegundar, segir Gísli Thoroddsen, en hann býður upp á hátt á þriðja tug mismunandi síldarrétta. „Við höfum alltaf haft hér fjölda fastagesta í hádeginu, sem kunna að meta góðan mat, og við erum ekki í minnsta vafa um að síldaræv- intýrið muni mælast vel fyrir hjá sælkerum borgarinnar. Við verðum með þetta á sérstöku kynningarverði til að byrja með, þannig að ekki ætti verð- ið að aftra neinum.“ Auk síldarréttanna verður allt- af boðið upp á a.m.k. einn heitan rétt á hlaðborðinu, en það stendur til boða í há deg- inu alla virka daga. Og fyrir þá, sem enn eru ekki komnir upp á bragðið með síldina, býður Óðinsvé auðvit- að einnig upp á sinn fjölbreyti- lega hádegisverðarmatseðil. Auglýsing. Lítiö inn til okkar og skoöið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! Kœli - og frvstitœki í miklu úrvali! SIEMENS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.