Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Afvopnun í Evrópu og fækkun í sjóhemum eftirAlbert Jónsson í stefnuræðu sinni á Bandaríkja- þingi síðastliðinn miðvikudag gerði George Bush Bandaríkjaforseti Sovétmönnum óvænt tilboð. Það felur í sér að risaveldin fækki í hersveitum sínum í Mið-Evrópu í 195.000 hermenn. í tillögum NATO í svonefndum CFE-viðræðum NATO og Varsjárbandalagsins, sem nú fara fram í Vínarborg um niðurskurð heija í Evrópu, hefur verið gert ráð fyrir að sovéskum hermönnum í Austur-Evrópu fækki úr um 600.000 í 275.000 en banda- rískum hermönnum í Vestur-Evr- ópu úr rúmlega 300.000 í 275.000. Langstærstur hluti sovéska herliðs- ins er í Mið-Evrópu, þar af 380.000 í Austur-Þýskalandi. Af banda- rískum hersveitum í Evrópu eru langt í 300.000 í Vestur-Þýska- landi. í tillögum Varsjárbandalags- ríkjanna í CFE-viðræðunum hefur verið stefnt að því að hvort banda- lag megi hafa 350.000 erlenda her- menn í Evrópuríkjum. Færa má rök fyrir því að hið nýja tilboð Bush kunni að hafa áhrif á það hagsmunamál íslend- inga að hafnir verði í náinni framtíð samningar um fækkun í sjóheijum, þótt auðvitað verði ekkert um það fullyrt frekar en annað í þessum málum nú á tímum örra breytinga í samskiptum austurs og vesturs. Þótt fækkun í sjóhetjum sé ekki á samningaborðinu, er einhliða fækkun þegar hafin af efnahagsleg- um ástæðum og vegna breyttra kringumstæðna í samskiptum aust- urs og vesturs. Málið snýst því ekki um hvort fækkun verður í sjóheij- um, heldur hve mikil fækkun gæti orðið og hvort hún yrði bundin í samningum. Sovétmenn þrýsta á samninga um sjóheri. Þegar samið var um erindisbréf yfírstandandi CFE-við- ræðna féllust þeir á að sjóherir yrðu undanskildir í samningunum. Um tíma bjuggust ýmsir við að þeir gerðu að skilyrði fyrir lausn ágrein- ingsmála í viðræðunum eða fram- kvæmd CFE-samnings að NATO- ríkin féllust á viðræður um sjóheri. Sovétmönnum hefur hins vegar verið mjög í mun af efnahagslegum ástæðum að ljúka CFE-samningi og virst tilbúnir að bíða með að setja sjóheri á oddinn þar til kæmi að framhaldsviðræðum eftir CFE. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar hafa hafnað hugmyndum um viðræður um sjóheri þar sem vestræn ríki séu háð hafínu á allt annan hátt en Varsjárbandalagið og Sovétríkin. Málflutningur Bandaríkjamanna er mest áberandi enda skiptir floti þeirra mestu máli. Kjarninn í stefnu Bandaríkjamanna virðist sá að þeir hafí ekki sem grundvallarreglu að vera á móti fækkun í sjóheijum, enda að fækka í eigin sjóher, heldur séu andvígir því að landveldi eins og Sovétríkin fái gegnum samningaviðræður áhrif á stærð og samsetningu Bandaríkjaflota og umsvif hans á höfunum. Önnur NATO-ríki, þeirra á meðal Norðmenn og Danir, hafa verið treg til að fallast á samninga- viðræður um sjóheri og ekkert þeirra hefur viljað slíkar viðræður fyrr en eftir yfírstandandi CFE- samninga. Talið hefur verið hugs- anlegt að þegar þar að kæmi og menn stæðu frammi fyrir CFE II, mundi stóraukinn þrýstingur frá Sovétmönnum og minni stuðningur frá ýmsum NATO-ríkjum við núver- andi stefnu bandalagsins leiða til einhverskonar viðræðna innan eða utan CFE II um fækkun í sjóheij- um, a.m.k. um traustvekjandi að- gerðir á höfunum. Tilboð Bush felur í sér að atriði sem búist var við að yrði rætt í CFE II mundi, að-íengnu samþykki Sov- étmanna, að verulegum hluta falla undir CFE I-samningana. Því víðtækari áhrif sem CFE I-samn- ingur hefur á sovéska landherinn í Evrópu, þeim mun minna hafa Sov- étmenn að bjóða á síðari stigum í CFE II, hvort heldur á landi eða sjó, gegn fækkun í sjóheijum NATO-ríkja. Reyndar er hugsan- legt að verulega drægi úr áhuga Sovétmanna á að fara strax yfír í CFE II. Með CFE I-samningi, sem fæli í sér fækkun sovéskra her- Albert Jónsson „Þannig má færa rök fyrir því að ef Sovét- menn ætli að ná fram samningaviðræðum um sjóheri þurfi þeir að setja málið á oddinn núna, í stað þess að bíða og hætta á slakari samningsstöðu síðar. Þeir gætu horfíð frá fyrri stefnu og gert við- ræður um sjóheri að skilyrði fyrir lausn ýmissa ágreiningsmála sem enn eru óleyst í CFE I.“ manna í Mið-Evrópu í 195.000, hefði hernaðarstaða NATO í Evr- ópu gerbreyst. Meginatriðið í þeirri ógnun sem NATO hefur talið sér stafa af Sovétríkjunum eru yfir- burðir þeirra í Evrópu. Sovéski Norðurflotinn ógnar ekki NATO á sjálfstæðan hátt óháð stöðunni á landi. Þótt NATO yrði háðara flutn- ingaleiðum yfir Norður-Atlantshaf eftir venilega fækkun í herliði Bandaríkjanna í Evrópu, gætu Sov- étmenn ekki treyst á að það leiddi til þess að NATO vildi semja um gagnkvæma fækkun í sjóheijum eftir CFE I. Það stafar meðal ann- ars af því að lengri tíma tæki að byggja aftur upp flotastyrk NATO en landher Sovétríkjanna. Sovét- menn hafa fyrir alllöngu boðist til að láta af hendi verulegan hluta þeirra kafbáta sem ógnað gætu siglingaleiðum NATO, en einungis gegn verulegri fækkun bandarískra flugvélamóðurskipa. Það eru skipti sem Bandaríkjamenn hafa verið andvígir vegna hagsmuna Banda- ríkjamanna annarsstaðar en í Evr- ópu en einnig vegna uppbyggingar Bandaríkjaflota og eðlis flotastefn- unnar. Þannig má færa rök fyrir því að ef Sovétmenn ætli að ná fram samningaviðræðum um sjóheri þurfí þeir að setja málið á oddinn núna, í stað þess að bíða og hætta á slakari samningsstöðu síðar. Þeir gætu horfíð frá fyrri stefnu og gert viðræður um sjóheri að skilyrði fyr- ir lausn ýmissa ágreiningsmála sem enn eru óleyst í CFE I. Það mundi hins vegar bijóta í bága við erindis- bréf viðræðnanna og í skásta falli tefja þær mjög. Hins vegar er hugs- anlegt að þeir reyndu að einangra hið nýja tilboð Bush og tengja það því skilyrði að NATO fallist á sér- stakar viðræður um sjóheri. Ef gagntilboð af þessu tagi kæmi frá OÞELLO - OÞELLO Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Nemendaleikhúsið frumsýnir í Lindarbæ leikritið Óþelló eftir Shakespeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Dramatúrgía: Hafliði Arngrí- msson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Sveinn Benediktsson, Grétar Reynisson og Guðjón P. Pedersen. Tónlist í dansatriðum: Paolo Conte. Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen. Nafnið Shakespeare er nánast vörumerki í hugum margra, klassík og vönduð vara sem lifír af allar tískubreytingar. Kringum þetta nafn hafa spunnist heilu skólamir og aragrúi kenninga verið smíðaður. Virðuleikastimp- illinn hefur því miður fælt marga frá verkum Shakespeares og menn halda að þau séu full af alvöru og þunga. En það er mesta fírra að maður þurfi að vera eitt- hvað andaktugur og virðulegar gagnvart þessu höfuðskáldi leik- bókmenntanna. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til verka Shake- speares, vita að slíkt er víðsfjarri. Þau em full af húmor, tvíræðni og galsa; jafnvel harmleikimir. Það em ekki síst harmleikimir sem hafa haldið nafni Shakespe- are á lofti allan þennan tíma. Til þeirra teljast m.a. Lér konungur, Macbeth, Hamlet og Óþelló. Stutt er síðan Macbeth og Hamlet vom á fjölunum í reykvískum leikhús- um og nú er Oþelló á sviðinu í Lindarbæ. Að þessu sinni hefur Nemenda- leikhúsið fengið þá félaga Guðjón P. Pedersen og Hafliða Amgríms- son til liðs við sig. Samvinna þeirra hefur á undanförnum áram skilað sér í ágætum og oft nýstár- legum leiksýningum hjá Ieikhúsi þeirra Frú Emilíu. Svo er einnig nú. Sýningin er kraftmikil og skemmtileg fyrir hlé og reyndar eftir hlé en þá er kominn annar tónn enda alvarlegir hlutir að gerast. Það er mikið af skemmti- legum leikstjómarlausnum s.s. fagnaðarhátíð Kýpveija þegar ljóst er að floti Tyrkja er sokkinn í sæ. Hún er sýnd með mjög fjör- ugu og skemmtilegu dansatriði sem er um leið brúðkaupsveisla Óþellós og Desdemónu. Atriðið í skóginum þegar Róderígó, vesæll kaupmaður úr Feneyjum, reynir að drepa Kassíó, fyrram herfor- ingja Oþellós, er líka mjög áhrif- amikið. Þessi atburður, eins og fleiri, er sprottinn af ráðabraggi Jagós sem á sér ekkert annað markmið en að steypa Óþelló í glötun. Þetta atriði minnir mig um margt á atriði úr spennu- mynd. Myrkur, dökkklæddir menn, drangaleg tónlist og stig- magnandi spenna. Klippingin á karlmönnunum varð líka til þess að mér duttu bíómyndir í hug. Þeir era allir, nema kaupmaður- inn, nær krúnurakaðir eins og algengt er með hermenn og stund- um fannst mér þeir minna mig óþægilega mikið á ameríska drengi í herskóla. Leikgerðin er yfírleitt vel unnin, atriðin stutt þannig að hraðinn verður meiri. Það var helst að hinn harmræni þáttur leiksins kæmi ekki nógu sterkt fram. Harmleikir Shakespeares byggj- ast á því að ógæfan býr innra með hetjunni sbr. t.d. Hamlet sem heyr hrikalegt hugarstríð allt léik- ritið í gegn. Jagó er auðvitað sá sem hrindir atburðarásinni af stað en það eru tilfínningar Óþellós og þá fyrst og fremst afbiýðisemin sem ráða því hvernig fer. Leikaraefnin stóðu sig upp til hópa mjög vel og greinilegt að þau vora undir sterkri leikstjóm. Framsögn var þó eilítið ábótavant á mestu æsingastundunum. Ann- ars fluttu þau textann mjög vel og eðlilega. Baltasar Kormákur leikur márann dökka, Óþelló. Baltasar hefur útlitið með sér, suðrænn og dökkur yfirlitum. Leikur hans var jafn. Hann á auðvelt með að tjá ríkar geð- sveiflur án þess að fara yfír strik- ið og rödd hans er sterk og hljóm- mikil. Desdemóna er öllu minna hlutverk en Edda Arnljótsdóttir fer ágætlega með það. Hún sýnir engin stórkostleg tilþrif en nær mjög vel að túlka sorg Desdem- ónu, eftir að Óþelló hefur snúið við henni baki. Ingvar E. Sigurðs- son lék Jagó, táknmynd þess illa og spillta, snákinn í Edensgarði sem skríður um og spýr eitri í saklaus hjörtu. Ingvar er, í stuttu máli sagt, stórgóður. Hann var ótrúlega djöfullegur og útsmoginn í öllu tali og hreyfíngum, svip- brigðin vora líka góð hjá honum. Konu Jagós lék Harpa Arnardótt- ir. Harpa er skemmtileg leikkona, mjög kraftmikil þó smávaxin sé. Bjöm Ingi Hilmarsson lék Kassíó, agnið í ráðabraggi Jagós. Hann er yfírleitt ágætur en þarf einna helst að passa sig í gamanatriðun- um, þá virkar hann svolítið stífur. Önnur hlutverk eru smærri og þau eru í höndum Kararinu Nolsöe, Eggerts Arnars Kaabers, Erlings Jóhannessonar og Hilm- ars Jónssonar. Tveir hinir síðastnefndu leika tvö hlutverk. Þessi fjögur standa sig öll prýði- lega og fátt út á þau að setja. Grétar Reynisson hefur fyrir löngu sannað að hann er fijór leikmyndahönnuður, hannaði m.a. leikmyndina í Hamlet þegar hann var sýndur í Iðnó. Leikmyndin í Óþelló er skemmtileg og nýtist vel. Sviðið er langt og mjótt eftir endilöngum salnum en tréþil lokar af baksviðið. Þilið er ekki jafn heilt og það virðist vera við fyrstu sýn; á því era fjölmargar dyr og ganga persónur þar út og inn. Þegar allar dyrnar eru opnar gegnir þilið t.d. prýðilega hlut- verki sem tré í skógi. A miðju þilinu er stór hringur eða hnöttur og fyrir framan hann á sviðinu er annar hringur, speglun af hin- um. Það má auðvitað lesa þetta á ýmsa vegu en freistandi er að líta á þá sem nokkurs konar hring- iðu. Ef maður dettur inn í hana, sogast maður með á æ meiri ferð, nær og nær miðju og að lokum gleypir hún mann. Afbrýðin nær smám saman svo sterkum tökum á Óþelló að hann missir ráð og rænu og steypir sjálfum sér í glötun með þv'að myrða konuna sem hann elskar. Ég minntist á það í upphafí að menn skyldu varast að setja sig í of virðulegar stellingar gagnvart Shakespeare, slíkt kemur einung- is í veg fyrir að maður njóti verka hans til fulls. Aðstandendur Óþel- lós hafa varast allt slíkt, enda er hér á ferðinni ungt og kraftmikið listafólk. Það er nánast orðin klisja að tala um hina ungu og upprennandi leikara á hverri sýn- ingu Nemendaleikhússins og hið sérstaka andrúmsloft sem ríkir í Lindarbæ. En sú klisja á fyllilega rétt á sér. Þegar ungt fólk, sem þorir, getur og vill, er saman komið verður útkoman fersk og ánægjuleg kvöldstund í leikhúsinu við Lindargötu. ----------í- .Íii--------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.