Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 ATVINNUAUGi YSINGAR Hárgreiðslusveinn óskast sem fyrst. Upplýsingar á staðnum. Hjá Dúdda, Hótel Esju. Atvinna óskast Ég er 21 árs og mig vantar vinnu. Ég er vön vélritun og tölvum. Hef góða ensku- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar í síma 620060. KURANT Sölustörf Óskum eftir dugmiklu fólki með jákvæð lífsvið- horf til að markaðssetja nauðsynlega vöru inn á heimilin í landinu. Laun skv. afköstum. Upplýsingar í síma 688872. Ritari Opinber stofnun í miðborginni vill ráða ritara til tölvuinnsláttar og skráningar strax. Fullt starf. Umsóknir, ásamt nauðsynlegum upplýsing- um, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir hádegi fimmtudag, merktar: „Ritari — 7625“. íþróttamiðstöðin Ásgarður, Garðabæ Starfsfólk óskast í almenn störf, s.s. bað- vörlsu, þrif, afgreiðslu o.fl. við íþróttamið- stöðina Ásgarð. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofum Garðabæjar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður íþróttamiðstöðvar í síma 53066. íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar. RNDGJÖF OG FAÐNINGAR Ritarastörf Við leitum nú að fólki í nokkur áhugaverð móttökustörf og ritarastörf, m.a. hjá innflutn- ingsfyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, lögmanns- stofu, fjármálafyrirtæki og opinberri stofnun. í öllum tilfellum er um að ræða heilsdags- störf. í flest störfin er gerð krafa um mjög góða ritvinnslukunnáttu. Að auki er í flestum þeirra einnig gerð krafa um góða enskukunn- áttu og sæmilega dönskukunnáttu. Lífleg framkoma, snyrtilegur klæðnaður og við- kunnanlegt fas getur ekki skemmt fyrir nein- um. Æskilegur aldur 23ja-35 ára. Ef þessi auglýsing hittir þig í hjartastað, þá hafðu samband. Upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson hjá ráðningaþjónustu Ábendis. Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9-16. TILKYNNINGAR Aðalfundur Slysavarnadeild- ar kvenna Rvík verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.00 í húsi SVFÍ, Grandagarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Munið þorramatinn. Fjölmennum. Stjórnin. STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBORGAR GMrmSCÖTTJ «9 — 1*5 REYKJAVlK — SftO 2«M Borgarstarfsmenn Allsherjar atkvæðagreiðsla hjá Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar um formanns- og stjórnarkjör fer fram á Grettisgötu 89, 3. hæð, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 15.00- 20.00 og föstudaginn 9. febrúar kl. 9.00- 20.00. Kjörstjórn. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu nú þegar nýleg 140 fm skrifstofuhæð með sérinn- gangi, 3 herbergjum og sal. Húsnæðið er við Súðavog nálægt Húsasmiðjunni. Hentar vel fyrir teiknistofur eða annað í sambandi við byggingastarfsemi. Þeir, sem hafa áhuga, sendi tilboð til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 10. febrúar merkt: „Leiga - 9948“. ÞJÓNUSTA Bókhald - framtöl Fyrirtæki, rekstraraðilar og einstaklingar. Veiti alhliða bókhaldsþjónustu, geri skatt- framtöl og ársskýrslur. Fjárhags- og rekstrar- ráðgjöf. Ármann Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Félagi bókhalds- og fjárhagsráðgjafa, Smiðshöfða 7, 112 Reykjavík, sími 91-672050, hs. 91-651596. Skattar, fjármál, lögmannsþjónusta Einstaklingar og fyrirtæki, rekstrarráðgjöf. ★ Bókhald og ársuppgjör. ★ Launabókhald og skilagreinar. ★ Rekstrarráðgjöf. ★ Skattaráðgjöf og skattskil: Framtöl, virð- isaukaskattur (söluskattur) o.fl. ★ Lögmannsþjónusta. ★ Innheimtur. ★ Samningar. Austurströnd sf. - Sigfinnur Sigurðsson, hagfr., lögg. skjalaþ. og dómtúlkur í þýsku. - Skúli Sigurðsson, hdl. Austurströnd 3 (SPRON-húsið), 170 Seltjarnarnes. Sím i: 62 23 52. Fax: 61 23 50. FUNDIR — MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins verður haldinn miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 18.00 á efri hæð veitingahússins Punktur og pasta, Amtmannsstíg 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Vörubílstjóra- félagið Þróttur Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.00. Dagskrá fundarins: 1. Samningarnir. 2. Atvinnumál. 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. Stjórnin. Verkakvennafélagið Framsókn heldur félagsfund fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Skipholti 50a. Fundarefni: Samningarnir. Sýnið félagsskírteini við innganginn. Stjórnin. FLUGVI RKJAFÉLAG ÍSLANDS Almennur félagsfundur verður haldinn í Borgartúni 22, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16.00. 1. Atvinnumál. Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Flugleiða, kemur á fundinn. 2. Önnur mál. Stjórnin. TILBOÐ - ÚTBOÐ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Tilboð óskast í uppsetningu loftræstitækja í sjúkrahúsið. Innifalin í verkinu er breyting á pípulögnum og tenging loftræstitækjanna við pípulagnakerfið. Loftræstisamstæðan af- kastar 44 þús. m3/klst. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 30. mars 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri, til og með föstudags 9. febrúar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Inn- kaupastofnun ríkisins fimmtudaginn 15. febr- úar 1990 kl. 14.00. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RIKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Hafnarbraut 7 og mjölvinnsluvélum, eign þrotabús Mjöls.hf., Hvammstanga, fer fram á eignlnni sjálfri eftir kröfu skiptaráðanda, föstudaginn 9. febrúar nk. kl. 14.00. Veðhafar eru Sparisjóður Vestur-Húnavatnssýslu, Byggðasjóður, Fiskimálasjóður, Stofnlánadeild landbúnaðarins, innheimtumaður ríkissjóðs og Endurskoðun hf. Blönduósi 1. febrúar 1990. Sýslumaöur Húnavatnssýslu. TIL SÖLU Loðnuflokkunarvél Loðnuflokkunarvél til sölu. Hentar vel fyrir lítið frystihús. Upplýsingar í síma 13903.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.