Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Frá afhendingn kaupleigníbúða á Grenivík. Morgunbiaðið/Haukur ingóifsson Tvær kaupleiguíbúð- ir afhentar á Grenivík 63 mánuðir síðan siðast var flutt í nýja íbúð Deiliskipulag við Norðurgötu samþykkt: Tveir eigendur munu krefjast skaðabóta BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær deiliskipu- lag við Norðurgötu 55, 60 og 62, en hún er í samræmi við staðfest aðalskipulag. I athugasemdum sem borist höfðu frá tveimur eigendum hússins númer 55 kemur fram að þeir muni krefjast skaðabóta verði deiliskipulag þetta samþykkt. í skipulaginu felst að Norðurgötu verður lokað við gatnamót Grenivalla og Norðurgötu og götustæðinu skipt á milli Hagkaupa annars vegar og íspan hf. og KEA hins vegar, en göngustígur kemur á milli bygginganna. Hagkaup hefúr sótt um að fá að stækka byggingareit sinn til vesturs alveg að lóðamörkum. Tvær athugasemdir bárust um deiliskipulagstillöguna er frestur rann út fyr- ir skömmu, frá íspan hf. og frá KEA. Grenivík. FYRSTU kaupleiguíbúðirnar voru afhentar á Grenivík 1. febrúar siðastliðinn. Um er að ræða tvær 110 fer- metra íbúðir í parhúsi sem stend- ur við Miðgarða. Tveir verktakar stóðu að byggingunni, Stuðlaberg sf. á Grenivík og Jónas Baldurs- son. Teikningar eru frá Hauki Haraldssyni. MÖGULEIKAR til nytjaskóg- ræktar í Öngulsstaðahreppi eru mjög góðir, en veðurfari í hreppnum svipar mjög til veður- fars á innanverðu Fljótsdals- héraði. Samanburður á vaxtar- tölum og öðrum gögnum um þrif trjátegunda benda til að líta megi á Öngulsstaða- og Hrafiia- gilshrepp og næsta nágrenni Hallormsstaðar á Fljótsdalshér- aði sem eitt svæði með tilliti til landkosta. Reynsla af skógrækt á berangri í nágrenni Hallorms- staðaskógar á því liklega við í Öngulsstaðahreppi. Fyrir skömmu var kynnt landfræðileg könnun á möguleikum til nytja- skógræktar í hreppnum, en hana vann Arnór Snorrason áætlana- fúlitrúi Skógræktar ríkisins. Á fundinum var einnig lögð fram álitsgerð Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins vegna fyrir- hugaðrar _ nytjaskógræktar bænda í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Tómas Ingi Olrich formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að menn litú svo á að það starf sem unnið hefði verið væri eðlileg for- senda í áætlanagerð vegna skóg- ræktar. Aðkallandi, væri nú að safna álíka upplýsingum fyrir hina hreppana tvo innan Akureyrar, Hrafnagils- og Saurbæjarhrepps. Þá þyrfti einnig að hefja sem fyrst athugun á því hvort hægt væri að ná uift það samstöðu á meðal sem Kaupverð íbúðanna er um 6 miiljónir króna. Íbúðirnar voru til sýnis almenningi seinnipart dags 1. febrúar og síðan afhenti odd- viti Grýtubakkahrepps, Þórsteinn Jóhannesson, nýjum húsráðend- um lyklana að viðstaddri hrepps- nefnd og verktökum. Flutt var í aðra íbúðina strax að lokinni afhendingu, enda eru íbúðirnar fullfrágengnar að öllu flestra bænda í Öngulsstaðahreppi um að hefja skógrækt á samfelldu svæði. í skýrslu Arnórs Snorrasonar kemur fram að eftirtektarvert er hversu mikið er af fijóu þurrlendi og mýrlendi, eða samtals um 67% alls lands, en það gefi fyrirheit um að viðarvöxtur geti verið mjög góð- ur að jafnaði. Jarðir í hreppnum er 60. Þegar búið er að draga frá það land sem ekki stenst kröfur til leyti utan sem innan. Segja má að hér sé um stórvið- burð að ræða í plássinu því nú eru liðnir 63 mánuðir síðan síðast var flutt inn í nýtt hús á Grenivík. Frá Grenivík er enginn fólks- flótti enda næg atvinna framund- an og hefur nú þegar verið sótt um fleiri kaupleiguíbúðir. nytjaskógræktar, eru eftir um 1590 ha, eða um 76% af öllum úthaga. Það eru einkum fimm tegundir sem vænlegar þykja í nytjaskóg- rækt, rússalerki, stafafura, rauð- greni, hvítgreni og alaskaösp. Rússalerki er vænlegasta tijáteg- undin fýrir mikinn hiuta þess lands sem í boði er í Öngulsstaðahreppi. Samkvæmt arðsemisútreikningum sem gerðir hafa verið varðandi nytjaskógrækt á íslandi hefur und- antekningalaust komið í ljós að í athugasemd KEA, eiganda hluta hússins við Norðurgötu 55, kemur fram að fyrirtækið telur sig verða fyrir umtalsverðu eignatjóni þar sem nýtingarmöguleikar húseignarinnar skerðast og áskilur félagið sér rétt til fullra skaðabóta nái umrædd til- laga fram, sem nú hefur orðið með samþykkt bæjarstjórnar. íspan hf., eigandi hluta sama húss, krefst skaðabóta vegna áhrifa sem skipu- lagið hefur þegar haft á söluverð fasteignarinnar og arðsemismögu- leika fyrirtækisins. í athugasemd Ispans áskildi fyrirtækið sér rétt til skaðabóta vegna frekari verðmæt- aminnkunar fasteignarinnar og verra rekstrarumhverfis. Hvað varðar athugasemd KEA getur skipulagsnefnd ekki fallist á að möguleikar til nýtingar fasteignar þeirra skerðist þar sem lóð þeirra stækkar og aðkoma verður greið frá Furuvöllum og varðandi athugasemd íspan segir í bókun nefndarinnar að ekki sé sýnt fram á hvemig fyrirtæk- ið hafi orðið fyrir tjóni. Á fundi bæjarstjórnar í gær urðu allnokkrar umræður um deiliskipu- nytjaskógrækt er arðbær fjárfest- ing. Varðandi möguleika á sölu af- urða kemur fram í skýrslu Arnórs, að þegar litið er á sögu trjáviðar- framleiðslu hafi verð á tijáviði hækkað að meðaltali um 1% á ári síðasta árhundraðið sem bendi til þess að ekkert lát sé á eftirspurn eftir viðarafurðum. í skýrslu hanss kemur einnig fram að miðað við önnur nytjaskógasvæði á landinu séu kostir Eyjafjarðarsvæðisins margir, m.a. nálægð við góða höfn og stórt og samfellt skógræktar- svæði. lagið við Norðurgötu, en það var samþykkt með 9 atkvæðum, Sigurð- ur Jóhannesson (B) var á móti og einn sat hjá. Sigurður sagði á fundin- um að yrðu þessar breytingar á skipulagi myndu húseigendur, íspan og KEA, verða fyrir verulegu tjóni og taldi hann að mun meira tillit hefði verið tekið til hagsmuna Hag- káupa varðandi þetta mál. Freyr Ófeigsson (A) formaður skipulags- nefndar vísaði ummælum Sigurðar algjörlega á bug. Hann sagði það hafa marga kosti í för með sér að loka Norðurgötunni og efaðist hann um að menn yrðu fyrir tjóni vegna þessa skipulags. Þá sagði hann mik- inn misskilning að hagsmunir ein- stakra fyrirtækja hefðu verið hafðir að leiðarljósi við afgreiðslu málsins. Fleiri tóku í sama streng og Freyr og sagði Björn Jósep Arnviðarson (D) varðandi skaðabætur sem fyrirtækin færu fram á, að menn ættu aldrei rétt á bótum vegna hagnaðarvonar. Ingimar Eydal spilar erlendis fyrir landann HLJÓMSVEIT Ingimars Eydal heldur í sína fimmtándu utanferð til að skemmta Islendingum er- lendis, en hljómsveitin spilar um komandi helgi á þorrablóti ís- lendingafélagsins í Ósló. Ingimar Eydal sagði að hljóm- sveitin kappkostaði að bjóða upp á íslenska tónlist á þorrablótum sem hún spilaði á í útlöndum. „Þetta verður allt frá Bjárna Böðvarssyni til Bubba Morthens,“ sagði Ingi- mar. „Það er virkilega gaman að þessu og við lítum á þetta sem trún- aðarstarf, við komum sem sendi- boðar lýðveldisins og höldum uppi tengslum íslendinga við ættlandið góða.“ Hljómsveit Ingimars Eydal hefur á síðustu árum mikið spilað fyrir íslendinga í útlöndum og er nú að leggja upp í sína fimmtándu ferð. Ingimar sagði að miðað við eftir- spurn yrðu ferðirnar væntanlega talsvert fleiri. Unglingnm frá Akureyri boðið að vera með í norrænni vinabæjaviku HÓPI unglinga frá Akureyri hefúr verið boðið að taka þátt í hinni árlegu norrænu vinabæjaviku sem haldin verður í Vásterás í Svíþjóð síðustu vikuna í júní næstkomandi, en íbúar í Vásterás halda upp á 1000 ára afinæli bæjarins í ár. I þessari viku verður m.a. norræn leiklistarhátíð, þar sem 25 leikhópar víðsvegar að af Norðurlöndunum sýna verk sín. Frá hveijum vinabæ er boðið rúmlega 40 þátttakendum, þannig að alls verða þátttakendur á þriðja hundrað. Einkum verður boðið upp á fjögur viðfangsefni. Tíu ungling- um frá Akureyri á aldrinum 13-20 ára er boðið að taka þátt í verkefn- inu Norræni menningararfurinn, þar sem hugmyndin er að gefa unglingunum kost á að endurlifa víkingatímabilið í sögu Norður- landanna, með því að reyna hvern- ig víkingar Iífðu. Tíu 15-17 ára unglingum, sem áhuga hafa á leikfími, fijálsum íþróttum, knattspyrnu, tennis eða badminton, verður boðið að taka þátt í norrænni íþróttadagskrá. Auk æfinga og keppni verður einnig rætt um mögleika í hveiju bæjarfélagi á því að hindra notkun vímuefna í tengslum við íþróttir. Þriðja viðfangsefnið á vina- bæjavikunni er norræn þjóðlaga- tónlist og er fjórum unglingum á aldrinum 13-20 ára sem áhuga hafa á slíkri tónlist boðið að taka þátt. Unglingarnir fá að kynnast ýmsu um þróun þjóðlagatónlistar í norrænum löndum og skiptast á reynslu við norræna félaga. Norrænir þjóðdansar eru fjórða viðfangsefnið og er átta ungum dönsurum boðið að vera með. Helstu viðfangsefni verða að und- irbúa og sýna þjóðdansa frá eigin landi, kynnast sögu og dansvenj- um hinna landanna og móta nýjar leiðir fyrir hefðbundna þjóðlaga- tónlist í samvinnu við tónlistar- fólkið. Allt ungt fólk á aldrinum 13-20 ára á möguleika á að taka þátt í einhveiju ofangreindra atriða. Upplýsingar liggja frammi í skól- tim bæjarins, hjá íþróttafélögum og félagsmiðstöðvun og þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð um þátttöku á vinabæjavikunni. Frekari úpplýsingar er einnig hægt að fá hjá menningarfulltrúa Akureyrarbæjar. • • Ongnlsstaðahreppur í Eyjafirði; Góðir möguleikar á ræktun nytjaskóga á 1600 ha landi Yeðurfar í hreppnum svipar til veðurfars á Fljótsdalshéraði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.