Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 15
L MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1990 15 Sovétmönnum, mundi NATO vafa- lítið tregðast við meðal annars með tilvísun til erindisbréfs CFE-við- ræðnanna og með því að benda á að vænta megi frekari einhliða fækkunar í sjóherjum NATO-ríkja eftir því sem CFE-samningur feli í sér meiri fækkun í herliði Sovét- manna í Austur-Evrópu. Þetta gæti hins vegar reynst erfitt, bæði inná við og út á við, og NATO kynni að verða að gefa að minnsta kosti einhverskonar fyrirheit um að sjó- herir enduðu á einhvern hátt á samningaborðinu, e.t.v. í tvíhliða viðræðum Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna í framhaldi af samningum risaveldanna um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna í svonefnd- um START-viðræðum. Áróðurs- staða Sovétmanna gæti verið sterk vegna þeirra tilslakana sem þeir hafa þegar gert í CFE-viðræðunum, og eru miklu meiri en tilslakanir NATO, vegna þess að CFE I- samningur mundi tryggja jafnvægi í heijum bandalaganna í Evrópu, vegna þess að innan NATO og meðal sérfræðinga á Vesturlöndum ríkja þrátt fyrir allt efasemdir um þá stefnu að neita að ræða sjóheri, og vegna þeirra pólitísku breytinga sem hafa orðið og eiga sér stað í Austur-Evrópu og reyndar Sov- étríkjunum sjálfum. En málin gætu þróast á annan veg. Hefðbundnar kenningar hafa gert ráð fyrir að afvopnun búi í haginn fyrir póiitískar breytingar og bætt pólitísk samskipti, sem svo aftur stuðli að frekari afvopnun. Þetta hefur snúist við. Pólitískar breytingar í samskiptum austurs og vesturs, en einkum umbyltingin í Austur-Evrópu, eru komnar langt fram úr afvopnunarviðræðum. Það sést meðal annars af þeirri einhliða fækkun í heijum sem á sér stað eða er í deiglunni bæði í austri og vestri vegna breyttra kringum- stæðna og óháð yfirstandandi samningum. Ef Sovétmenn svara tilboði Bush meðal annars með skilyrði um sjó- heri, þurfa þeir stuðning banda- manna sinna í Varsjárbandalaginu. Með öðrum orðum þyrftu Austur- Evrópuríkin að fallast á að NATO yrði neitað um frekari fækkun í sovéska hernum í Austur-Evrópu, nema jafnframt yrði rætt um sjó- heri. En Varsjárbandalagið er ekki svipur hjá sjón og slíkur stuðningur frá Austur-Evrópuríkjunum er alls ekki vís. Þegar eru uppi formlegar kröfur í Ungveijalandi og Tékkó- slóvakíu um að Sovétmenn verði á brott með herlið sitt frá þessum ríkjum, að því er virðist óháð af- vopnunarviðræðum, og Pólveijar og Austur-Þjóðveijar hafa gefið í skyn að þeir vilji einhliða fækkun í sov- éskum hersveitum í löndum sínum. Örfáum dögum áður en Bush kynnti tillögu sína í síðustu viku höfðu Sovétmenn brugðist við kröf- um í Austur-Evrópu um einhliða brottflutning sovéskra hersveita með því að leggja til að allt herlið þeirra og Bandaríkjamanna yrði á brott úr Evrópu fyrir ársiok 1995, en einnig aðrar erlendar hersveitir í Vestur-Þýskalandi en banda- rískar, þ.e. breskar, kanadískar, franskar og belgískar. Samkvæmt sovésku tillögunni átti þetta hins vegar ekki að gerast fyrr en í CFE II. NATO hefur hingað til hafnað hugmyndum um brottflutning allra erlendra hersveita frá Vestur- Þýskalandi. Tilboð Bush í síðustu viku var að sögn lagt fram vegna þróunarinnar í Austur-Evrópu, en virðist aðallega vera beint gegn til- lögu Sovétmanna um brottflutning fyrir 1995 til að draga úr mögu- leika þeirra á að kenna NATO um að ekki sé unnt að verða við kröfum í Austur-Evrópu um einhliða brott- flutning eða fækkun sovéskra her- sveita þar. Það getur því reynst erfitt fyrir Sovétmenn að fá hin 'Varsjárbanda- lagsríkin til að hafna tilboði Bush af þeirri ástæðu að NATO vilji ekki ræða sjóheri. Austur-Evrópuríkin hafa að minnsta kosti ekki hingað til tengt kröfur sínar um brottflutn- ing sovéskra hersveita við sjóheri NATO-ríkjanna. Fallist Sovétmenn á tilboð Bush án skilyrða um sjó- heri, gætu þeir boðið að fækka enn frekar síðar í herliði sínu í Austur- Evrópu gegn fækkun í sjóheijum. En til þess þyrftu þeir einnig stuðn- ing hinna Varsjárbandalagsríkj- anna og hann er ekki vís. Þvert á móti er vel hugsanlegt að þau þrýstu á um einhliða fækkun í því herliði Sovétmanna sem eftir yrði, áður en kæmi að frekari samninga- viðræðum við NATO-ríkin. Hin hraða þróun afvopnunarmála í Evrópu og breytingarnar í Aust- ur-Evrópu kunna þannig að valda því að sjóherir komist fyrr og ofar á dagskrá afvopnunarviðræðna en búist hefur verið við, en kunna einn- ig að leiða til meiri óvissu um fram- gang málsins en nú er. Til að byija með verður fróðlegt að sjá hvernig Sovétmenn svara hinu nýja tilboði Bush, en búast má við fyrstu við- brögðum eigi síðar en á fundum James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með starfsbróður sínum, Edúard Shevardnadze, og öðrum sovéskum ráðamönnum í Moskvu nú fyrir helgina. Höfundur er framkvæmdastjóri Oryggismálanefhdar. Samtökin Hjálpum börnum: Framhaldsaðal- fimdur annað kvöld SAMTÖKIN Hjálpum börnum héldu stoliifund sinn á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. október síðastliðinn. Tilgangur samtak- anna er að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Á stofnfundinum voru kynnt ýmis þau vandamál, sem blasa við félagsmönnum, svo.sem ófullnægj- andi sjúkrahús, slysatíðni meiri en í öðrum löndum, sundurslitinn skóladagur, sem veldur því að fjöldi ungra barna gengur forsjárlaus á degi hveijum, ofbeldi meðal barna, H RANNSÓKNAÞJÓNUSTAN gengst fyrir ráðstefnu um steiking- arfeiti í dag, miðvikudaginn 7. febr- úar að Borgartúni 6 kl. 13—17. Þar verður fjallað um steikingar- feiti frá ýmsum sjónarhornum svo sem eiginleika, hollustu og notkun. alvarlegur skortur á aðstoð til skiln- aðarfjölskyldna og margt fleira. Framhaldsstofnfundur samtak- anna verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Borgartúni 6. Fundurinn er opinn öllum sem bera velferð barna fyrir brjósti. (Fréttatilkynning) KYOLIC Eini aiveg lyktarlausi hvitiaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA: INNKAUPASTJÓRAR, VERSLUNARSTJÓRAR Bananasalan hf. og Sölufélag garöyrkjumanna hafa nú sameinað krafta sína. Með sameiningu fyrirtækjanna, sem búa bæði yfir mikilli reynslu og þekkingu á sínu sviði, gefst kostur á að veita viðskiptavinum beggja fyrirtækjanna betri, hagkvæmari og fjölbreyttari þjönustu. Söluskrifstofur verða til húsa að Elliðavogi 105 í Reykjavík og verða símanúmer óbreytt. SÖLUFELAG "GARÐYRKJUMANNA s. 678900 h/f s. 674090 Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1-28-04. vmmfm Léttir meöfærilegir vióhaldslitlir. Avallt fyrlrtigajandl. Góð varahlutaþjónusta. i Þ. ÞQRGRÍMSSON & CQ Á.mu..,m. sb&. nnnniun tíiFnlmíiii - nmi w»ni ■ imi immiti iihiiíui uumli - inm imiiuih Þu þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Santos-blönduna! w r i ~ m Kaffibrennsla Akureyrar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.